Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. Útlönd Friðaráætluninni tekið með varúð Forseti Nicaragua, Daniel Ortega, kveðst fús til að ræða friðaráætlunina við Bandaríkjamenn. símamynd Reuter Bandaríkin hafa hafnað beiðni Daniels Ortega, forseta Nicaragua, um skilmálalausar viðræður milli ríkj- anna tveggja um friðaráætlunina sem kynnt var í gær. Sakaði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Elliott Abrams, Or- tega um að reyna að tefja fyrir með því að biðja um slíkar viðræður áður en leiðtogar Mið-Ameríkuríkja ræða áætlunina. Samkvæmt henni verða stjóm sandínista og contraskæmliðar fyrst að komast að samkomulagi um vopnahlé. Síðan myndu önnur lönd í Mið-Ameríku ræða um lýðræðislegar endurbætur og þá meðtaldar almennar kosningar í Nicaragua. Ef það tækist innan tveggja mánaða myndu Banda- ríkin, samkvæmt friðaráætluninni, hætta hemaðaraðstoð við contra- skæmliða með því skilyrði að Sovét- ríkin hættu aðstoð sinni við stjómina í Nicaragua, Toppfundur forseta Miö-Amenku- ríkja hefst í dag og munu þeir þá meðal annars ræða friðaráætlunina sem Re- agan Bandaríkjaforseti kynnti í gær. Utanríkisráðherrar Guatemala, Honduras, E1 Salvador og Costa Rica lýstu yfir velþóknun sinni með tillög- una en hún sætti gagnrýni utanríkis- ráðherra Nicaragua. í Bandaríkjunum hefur gætt tor- tryggni bæði frá vinstri og hægri mönnum. íhaldssamir bandamenn Re- agans segja friðaráætlunina grafa undan contraskæmliðum en fijáls- lyndir, sem lengi hafa gagnrýnt Mið-Ameríkustefnu forsetans, segja áætlunina vera bragð til þess að geta veitt skæmliðunum frekari aðstoð. Talsmenn þeirra Suður-Ameríku- stjóma sem beita sér fyrir friði í Mið- Ameríku em varkárir í tali sínu um friðaráætlunina og segja að tíma þurfi til að meta gildi hennar. Fimm mánaða kreppu lokið Yngsti forsætisráðherra Ítalíu eftir seinni heimsstyijöldina og stjóm hans hafa komist yfir síðustu hindrunina, það er hlotið traustsyfirlýsingu þings- ins. Þar með lýkur stjómmálakrepp- unni sem staðið hefur yfir í fimm mánuði. Giovanni Goria og fimm flokka stjóm hans hafa nú treyst sig í sessi. En margir stjómmálamenn, þar á meðal flokksbræður hans úr röðum kristilegra demókrata, búast við að stjómin haldi velli skemur en ár. Þeg- ar er farið að bera á sundrungu vegna þess að forsætisráðherrann hafnaði beiðni um að senda tundurduflaslæð- ara til Persaflóa til aðstoðar Banda- ríkjamönnum. Stjómin mun ræða ákvörðunina í dag. Giovanni Goria, forsætisráðherra ítaliu, hélt ræðu á þingi í gær áður en greidd voru atkvæði um traustsyfirlýsingu. Símamynd Reuter Líkkistur bornar úr þotunni sem flutti lík pílagrímanna heim til ír- ans í gær. Simamynd Reuter Hóta enn vald- beitingu Iranir hótuðu í gær enn vald- beitingu gegn Saudi-Aröbum í kjölfar óeirðanna sem urðu nær þrjú hundruð írönskum pílagrím- um að bana í Mekka um síðustu helgi. Iranir sögðu í gær að her Saudi- Arabíu hefði undanfama daga umkringt sendiráð íran í Riyadh og konsúlat þeirra í Jeddah. Sögðu þeir saudi-arabísku hermennina hafa í hótunum um að skjóta á bæði sendiráð og konsúlat, þrátt fyrir að vitað væri að töluverður fjöldi bama væri í byggingunni. Talsmaður íranstjómar sagði í gær að auðvitað væri til of mikils mælst að ætla glæpamönnum á borð við Saudi-Araba að halda Genfarsáttmálann og aðra sátt- mála og hefðir í samskiptum þjóða. Sagði talsmaðurinn það raunar órökrétt að ætlast til slíks af mönn- um sem brytjuðu pílagríma niður með vélbyssum. frönsk stjómvöld sögðu í gær að ef umsátrinu um sendiráð þeirra og konsúlat í Saudi-Arabíu yrði ekki aflétt myndu þeir grípa til sinna ráða og mæta ögmn Saudi- Araba með valdi. Stark komin heim Bandaríska freigátan USS Stark, sem fyrir liðlega mánuði varð fyrir eldflaugaárás frá írakskri orrustuþotu á Persaflóa, kom í gær til hafnar í Mayport í Flórída. Tekið var á móti freigátunni með mikilli viðhöfn en hún mun dvelja í heimahöfn um sinn til viðgerða. Þijátíu og sjö bandarískir sjóliðar létu lífið í árásinni á Stark. Flóðin að réna Flóðin, sem undanfarið hafa gengið yfir Bangladesh, em nú byijuð að réna. Enn em þó mikil svæði undir vatni og íbúar flóðasvæðanna þurfa að fara um á heimagerðum flekum eða vaða vatnið í mið læri. Flóðin, sem orsökúðust af miklum monsúnrigningum, urðu liðlega tvö hundmð manns að bana í Bangladesh og meira en milljón manns missti heimili sín í þeim. Mótmæla aðgerðaleysi Eiginkona eins af Frökkum þeim sem em í gíslingu í Líbanon sakaði í gær frönsk stjómvöld um að gera ekki nóg til þess að fá eiginmann hennar og aðra franska gísla í Líbanon látna lausa. Joelle Kauffmann, eiginkona franska blaðamannsins Jean-Paul Kauffinann, sem rænt var í Beirút í maí 1985, sagði á fréttamannafundi í gær að hún teldi aðgerðir franskra stjómvalda í málum gíslanna sýndar- mennsku eina. Kauffinann var að koma af fundi með Jean-Bemard Rai- mond, utanríkisráðherra Frakklands. Sagði hún fundinn hafa verið gagns- lausan, nánast endurtekningu á fyrri fundum. Samningurísjónmáll Eduard Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Sovétríkin væm komin mjög nærri því að ganga frá samningi um upprætingu meðaldrægra kjam- orkuvopna. Ráðherrann kom á fostudag til Gen- far, til viðræðna við Max Kampelman, einn helsta fúlltrúa Bandaríkjanna við afvopnunarviðræðumar þar í borg. Shevardnadze skýrði frá því í gær, þegar hann hélt minningairæðu um Hirosima, að Sovétmenn hefðu í hyggju að bera fram nýjar tillögur um alheimsbann við notkun efnavopna. Til stendur að ráðherrann ávarpi af- vopnunarráðstefnu fjömtíuþjóða, sem undanfama tvo áratugi hafa reynt að koma saman samningi um efnavopn. Sagði ráðherrann í gær að nýtt sam- komulag um efnavopn væri næstum því tilbúið og að hann væri kominn til Genfar til þess að fjarlægja þetta „næstum". Flugslys í Chile Einn Bandaríkjamaður fórst í gær þegar þota af gerðinni Boeing 737-200 fórst í lendingu á flugvelli við bæinn Calama í norðanverðu Chile. Að sögn talsmanna flugfélagsins Lan-Chile, en þotan var í eigu þess, sluppu þrjátíu og tveir farþegar og áhöfn þotunnar ómeidd úr slysinu. Talið er að slysið hafi orðið vegna þess að eitt af hjólum þotunnar sprakk í lendingu. Þotan brotnaði í tvennt og varð alelda fljótlega eftir óhappið. Verðlaunum heitið Ijögreglan í Manila, höfuðborg Filippseyja, virðist nú farin að ör- vænta um að henni takist að hafa hendur í hári morðingja ráðherrans sem myrtur var á heimili sínu þar í borg um síðustu helgi. Hefur lögreglan nú heitið verðlaunum, sem nema 12.500 dollurum, eða um hálfri milljón íslenskra króna, hverjum þeim sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.