Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987.
22
Iþróttir
Jón og Rúnar
stungu alla af
• Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson, sigurvegarar í Húsavíkurrallinu 1987. Enginn veitti þeim feðgum verðuga sam-
keppni í Rallinu svo þeir gátu einbeitt sér að þvi að að ná bestum tíma á öllum sérleiðum.
Húsavíkurrallið hefúr verið árviss
viðburður í Þingeyjarsýslum undan-
farin 10 ár og hófst það að venju við
Hótel Húsavík. 16 keppendur voru
skráðir til leiks og lögðu 14 þeirra af
stað í þessa 400 km. löngu keppni.
Ekið var föstudagskvöld og allan laug-
ardaginn. Fyrri dag voru eknar sér-
leiðir um Hvammsleið og Vaðlaheiði,
báðar fram og til baka. Á laugardag-
inn var svo ekið um Reykjaheiði,
Engidalsveg, Gijótagjá við Mývatn og
að lokum Reykjaheiði aftur úr Fjöll-
um.
Feðgarnir Jón og Rúnar tóku með
öryggi forystu strax á fyrstu sérleið
keppninnar. Á annarri sérleið féllu
helstu keppinautar þeirrajeðga, Stein-
grímur Ingason og Ægir Ármannsson,
úr keppni þegar þeir óku Datsun bíl
sínum út af á Vaðlaheiði. Steingrímur
tognaði lítillega en bíllinn skemmdist
hinsvegar töluvert. Eftir fyrri dag
keppninnar voru Jón og Rúnar komn-
ir með 4 mínútna forystu en næstir
þeim komu Daníel Gunnarsson og
Valsteinn Stefánsson á Opel Kadet.
Öðru sætinu héldu þeir allt til loka
og var aldrei verulega ógnað nema
þegar spyma brotnaði á síðustu leið
og þeir rétt sluppu í mark. Góður ár-
angur á góðum bíl.
11 bílar lögðu af stað í seinni áfang-
ann á laugardagsmorguninn. Jón og
Rúnar létu ekki sitt eftir liggja og
unnu hverja sérleiðina á fætur ann-
arri. Aðrir keppendur gerðu sitt besta,
en það hrökk ekki til. Þeir vom allir
á kraftminni bílum en Jón og skýrir
það að nokkm muninn sem varð í
keppninni. Þorsteinn Ingason og Úlfar
Ojón) Eysteinsson á Toyota Corolla
óku eins og berserkir og var með ólík-
indum hvað þeir tolldu á veginum og
hvað bíllinn hélt þetta lengi út. Að
lokum hvarf kúplingin á vit feðra
sinna, þegar brekka varð á vegi þeirra
félaga á Engidalsleið og gírkassinn
fastur í fimmta.
Ámi Sæmundsson og Sæmundur
Erlendsson, á óbreyttum Mazda 4x4
túrbó, sýndu einnig hvað í þeim bjó
og óku hverja leiðina af annarri af
snilld. Þeir féllu þó úr keppninni þegar
spyma bognaði að framan og þeim
tókst ekki að skipta um á tilskyldum
tíma. Þeir eiga ömgglega eftir að gera
stóra hluti í framtíðinni en þetta var
önnur keppni þeirra.
Ef einhveijir komu á óvart í Húsa-
víkurrallinu vom það án efa Ari
Amórsson og Magnús Amarson á
Alfa Romeo 4x4. Þeirbókstaflega svifu
áfram án átaka að því er virtist og óku
af miklu öryggi. Þeir virðast hafa náð
vel saman, en þeir hófu að keppa sam-
an á þessu keppnistímabili, og Ari
hefur greinilega náð góðum tökum á
Alfanum sem er óbreyttur með öllu
og vann þvi standard flokkinn.
Birgir Þór Bragson og Hafþór B.
Guðmundsson mættu aftur leiks eftir
hlé síðan í apríl. Greinilegt var að
Birgir var á nýjum bíl sem hann þekkti
ekki en það er ömggt að þeir félagar
eiga eftir að láta til sín taka i næstu
keppnum.
Jón Ragnarssson og Rúnar bættu
einu metinu enn í safo sitt með því
að vinna allar sérleiðir Hótel Húsavík-
urrallsins sem hefur aldrei gerst áður
í Rallkeppni á Islandi. Þar af leiðir
að þeir unnu keppninna með glæsi-
brag, með um 6 mínútna forskot. I
öðm sæti urðu Daníel Gunnarsson og
Valsteinn Stefánsson á Opel Kadet og
þriðju urðu þeir Ari Amórsson og
Magnús Amarson á Alfa Romeo 33.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. Jón/Rúnar, Ford Escort..1:45:13
2. Daníel/Valsteinn, Opel Kadetl:51:24
3. Ari/Magnús, Alfa Romeo....1:58:40
4. Birgir/Hafþór, Talbot Lotus ...2:03:11
5. Eiríkur/Ragnar, Datsun 160 ...2:12:44
6. Þorgeir/Sveinn, Opel Manta ..2:29:11
Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson
tryggðu sér í Húsavíkurrallinu ís-
landsmeistara titilinn í ár og geta þvi
einbeitt sér að því að vinna alþjóðlega
Ljóma-Rallið í lok ágúst. 6 erlendar
áhafnir em væntanlegar í keppnina
og er eins víst að þeir feðgar láti út-
lendingana komast að því hvar Davíð
keypti ölið.
-Ólafur Guðmundsson
• Hér luku Þorsteinn Ingason og Úlfar Eysteinsson (á Toyota) sinu ralli. Atli
og Magnús (á Alfa Romeo) þeysa fram úr á Engidalsleið.
• Einn kraftmesti bill rallsins og óbreyttur að auki, Alfa Romeo 33 sem lenti í
3. sæti
Sandspyrna í Varmadalsgiyfjum
Kvartmiluklúbburinn og Bílabúð
Benna stóðu fyrir sandspymu
sunnudaginn 26. júlí. Keppnin tókst
vel, þ.e. slysalaust gagnvart fólki en
gijót á bremsukaflanum beyglaði og
reif pönnur og pústflækjur. Þetta er
nýtt og áður óreynt keppnissvæði
og jarðefni er í grófari kantinum.
Keppt var í 6 flokkum en til að
réttlæti og sanngimi sé í sandspymu
* er það óhjákvæmilegt að sundur-
greina hin ýmsu farartæki sem
keppa. Sandspyma er hröðunar-
keppni rétt eins og kvartmíla en
vegalengdin er mun styttri eða 91,47
m í stað 402,29 m í kvartmílu. Þrátt
fyrir að vegalengdin sé aðeins 91 m
ná fljótustu farartækin 140 til 150
km hraða á endah'nu og það aðeins
á 4,37 sek. sem er gildandi íslands-
met Sigurjóns Haraldssonar í flokki
útbúinna keppnisbíla írá því 1985.
Formaðurinn heflaði brautina
Fljótustu farartækin em sérbyggð-
t ir keppnisbílar fyrir kvartmílu en
það eru ökutæki sem vega um og
innan við tonn en em knúin 500 til
700 hestafla hreyflum. Að þessu sinni
vom þrír þannig vagnar í keppni og
þeir sem stýrðu em allir alþekktir
kvartmílumenn. Formaður kvart-
míluklúbbsins, Bjami Bjamason,
var með Camaro 427 cid. og Sigurjón
Haraldsson með 396 cid. Chevrolet
hreyfil í Pinto bifreið. Valur Vífils
mætti með Grindina (Dragster) með
440 cid. Chryslerhreyfli. Bjami varð
fyrir alvarlegum skemmdum í fyrstu
tímatöku en pannan reyndist
óheppileg sem hefiltönn. Það var
búið að segja Bjama að betra væri
að slétta bremsukaflann með jarðýt-
unni sem var á staðnum en vegna
hávaðans í kjamorkuknúnum 427
kúbika keppnishreyflum heyrði
hann það ekki og því fór sem fór.
Sigurjón Haraldsson varð sigur-
vegari en þeir Bjami kepptu aðeins
tveir í þessum flokki. Reyndar þarf
yfirleitt ekki óhöpp andstæðinga til
að Sigurjón vinni, hann er nú einu
sinni með flest stig til íslandsmeist-
ara í kvartmílu en tvær keppnir em
eftir.
Valur Vífils á Grindinni keppti við
klukkuna og náði að jafna gildandi
íslandsmet í Grindarflokki, 4,27 sek,
en Grindur em sér í flokki.
í flokki sérútbúinna fólksbíla vom
aðeins tveir keppendur en það stafar
af því að fáir eiga skófludekk og
margir ímynda sér að bílamir
skemmist í sandaustrinum. Stefán
Bjömsson á Camaro 350 sigraði með
yfirburðum í þessum flokki.
Flokkur fólksbíla á standard
dekkjum var með sex keppendur en
þar sigraði Jón S. Halldórsson á
Porche 911. Porche og Jón sýndu svo
að ekki var um villst að þegar fara
saman gott ökulag, vélin aftur í og
góð dekk, em efstu sætin í sjónmáli.
Það er samt háð því að hreyfillinn
afhendi haug af hestöflum miðað við
þyngd ökutækisins og það gerði
Porche 911. Jón S. Halldórsson setti
íslandsmet 6,84.
Keppt á fjórhjólum
Fjórhjólaflokkur var hafður með
og er það í fyrsta sinn sem fjórhjól
keppa undir fána Kvartmíluklúbbs-
ins. Suzuki 500 fjórhjól em þau
öflugustu hérlendis að margra dómi
og a.m.k. sýndu þau góð tilþrif.
Mótorhjólaflokkurinn var fremur
fámennur, aðeins þrír kepptu.
Keppnisstjómin var taugaóstyrk
yfir einum bifhjólapiltinum sem ít-
rekað tók stefriuna á ljósatréð á
ráslínunni, öllum til skelfingar.
Hjólfarið var 20 cm frá trénu eftir
eina spymuna. Sigurvegari í flokkn-
um varð Ragnar I. Stefánsson á
K.T.M.500 með tímann 5,56 sek.
Jeppar kepptu í tveimur flokkum,
með standard dekk og búnir skófl-
um. Það kom á óvart hve margir
öflugir jeppar vom fjarri góðu gamni
en taka verður tillit til þess að fimm
ár em frá síðustu sandspymu í ná-
grenni Reykjavíkur. En þeir sem
mættu stóðu sig með sóma og sigur
í flokki útbúinna kom í hlut Magn-
úsar Bergssonar á Willys 350 en
hann rann skeiðið á frábærum tíma
eða 5,47 sek. í flokki jeppa á stand-
ard dekkjum sigraði Ægir Þór
Jónsson á Land-Rover, já þetta er
ekki ritvilla, heldur Land-Rover. Það
er ekki eins undarlegt þegar vitað
er að 351 cid. Cleveland sér þessu
breska tækniundri fyrir orkunni.
Áhorfendur vom um 800.
-Sv.Sv.
• Valur Vífils á Grindinni keppti við klukkuna og náði að jafna gildandi íslands-
met i Grindarflokki, 4,27 sek.