Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
Viðskipti
Byggingar-
visitalan
hækkar um
0,37 prósent
Vísitala byggingarkostnaöar
hækkar 1. janúar um 0,37 prósent
frá því í desember. Hagstofa ís-
lands hefur reiknað hana út og
reyndist hún vera 107,9 stig. Þessi
vísitala gildir fyrir janúar áriö
1988. Samsvarandi vísitala fyrir
eldri grunn er 345 stig.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
byggingarvísitalan hækkað um
18 prósent og undanfarna þrjá
mánuði hækkaði hún um 5,4 pró-
sent sem gerir um 23 prósent á
heilu ári. Hækkunin nú stafar
mest af hækkun gatnagerðar-
gjalda og hærri töxtum Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 20-22 Lb.lb, Úb.Vb, Sp
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 20-24 Úb.Vb
6mán. uppsögn 22-26 Úb
12 mán. uppsögn 24-30,5 Úb
18mán. uppsögn 34 Ib
Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp.lb. Vb
Sértékkareikningar 12-24 Ib
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb
Innlán með sérkjörum 18-34 Sb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 6-7,25 Ab.Sb,
Sterlingspund 7,75-9 Ab.Sb
Vestur-þýsk mörk 3-3,5 Ab.Sp
Danskar krónur 8,75-9 Allir nema Bbog Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 33-34 Sp.Lb. Úb.Bb.
Ib.Ab
Viðskiptavixlar(forv.)(1) 36 eöa kaupgengi
Almenn skuldabréf 36-37 Lb.Bb, Ib.Ab, Sp
Vióskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 36-39 Lb.Bb, Ib.Ab,
Sp
utlán verðtryggð
Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 31-35 Úb
SDR 8-9 Vb
Bandarikjadalir 9-10,5 Vb
Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Úb
Vestur-þýsk mörk 5.5-6,5 Vb
Húsnæðislán 3,5
Lifeyrissjóðslán 5-9 v
Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán.
MEÐALVEXTIR
överðtr. des. 87 35
Verðtr. des. 87 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala des. 1886 stig
Byggingavísitalades. 344 stig
Byggingavisitalades. 107.5stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 5% . okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávoxtunarbréf 1,3536
Einingabréf 1 2,507
Einingabréf 2 1,466
Einingabréf 3 1,553
Fjólþjóðabréf 1,140
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,518
Lífeyrisbréf 1.260
Markbréf 1,277
Sjóðsbréf 1 1,226
Sjóðsbréf 2 1,226
Tekjubréf 1,317
HLUTABREF
Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 130 kr.
Eimskip 365 kr.
Flugleiðir 252 kr.
Hampiðjan 136 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 141 kr.
Iðnaðarbankinn 154 kr.
Skagstrendingurhf. 186kr.
Verslunarbankinn 133 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj'. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
DV
Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur:
Hropin sýna að vextimir eru
famir að slá á efdrspumina
„Hróp manna aö undanfórnu um
að vextirnir séu of háir og veiki
rekstrarstöðu fyrirtækja sýna best
að vextimir eru farnir að virka og
slá á eftirspurnina. Það að mönnum
finnist vextir of háir ætti að minnka
áhuga þeirra á að taka lán. Þaö þýð-
ir aftur að menn hætta við fjárfest-
ingar og draga saman seglin í rekstri.
I kjölfarið minnkar eftirspurn eftir
vinnuafli," segir Vilhjálmur Egils-
son, hagfræðingur og framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs íslands.
Vilhjálmur segir ennfremur að það
sé liðin tíð á íslandi að reka fyrir-
tæki með lánsfé á neikvæöum
vöxtum. „Áður gátu menn fjármagn-
að tap með lánum sem báru nei-
kvæða vexti og þannig náð í
verðbólguhagnað. Það heyrir sög-
unni til. Menn ættu að breyta um
hugsunarhátt. Sjái þeir að fyrirtækið
er rekið með tapi og allt stefni í óefni
ættu þeir frekar að hugsa um að
stöðva reksturinn en halda áfram að
tapa og taka dýr lán. Það kemur allt-
af að skuldadögum fyrr eða síðar.“
Að sögn Vilhjálms eru greinileg
einkenni samdráttar í efnahagslífi
íslendinga og það fyrr en menn
reiknuðu með. „Það stefnir allt í
sömu átt. Skattbyröin er að stórauk-
ast og þar með minnkar kaupmáttur
fólks. Og ég heyri að fleiri fyrirtæki
séu nú til sölu en áður,“ segir Vil-
hjálmur. -JGH
Kaupmenn i höfuðborginni verða varir við óvenjumarga utanbæjarmenn i
búðum borgarinnar fyrir þessi jól. Enda er rennifæri á öllum vegum.
Glasgow-ferðir
til Reykjavíkur
Magnús Finnsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtaka íslands,
segir að kaupmenn í Reykjavík verði
áberandi meira varir við ávísanir frá
fólki utan af landi fyrir þessi jól en
áöur og að ljóst sé aö fjöldi utan-
bæjarmanna sé í höfuðborginni núna
að kaupa jólagjafir.
„Eg held að veðrið og þessi ein-
muna tíð skipti hér mestu máli,“
segir Magnús. „Það er rennifæri á
vegum til borgarinnar og lítið mál
fyrir fólk, sem býr til dæmis á
Blönduósi eða hvaða staði viö nefn-
um, að brenna í borgina til að
versla." -JGH
Chiysler með 2% af markaðnum
Markaðshlutdeild Chrysler i sölu
nýrra bíla hérlendis er nú 2 prósent
samkvæmt fréttum frá fyrirtækinu
Jöfri hf. en það hefur umboð fyrir
Chrysler bíla á íslandi. Fyrirtækið
hefur selt 300 Chrysler bíla á þessu
ári og er aukningin frá í fyrra um
0,33 prósent.
Samkvæmt upplýsingum Jöfurs er
markaðshlutdeild Chryslers hvergi
meiri í heiminum en á íslandi, að
Bandaríkjunum frátöldum.
-JGH
Metár hjá Apple
Afkoma Apple fyrirtækisins hef-
ur aldrei verið betri en á síðasta
ári, segir í nýútkomnu fréttabréfi
tölvudeildar Radíóbúðarinnar sem
hefur umboð fyrir Apple hérlendis.
Haft er eftir framkvæmdastjóra
Apple, John Scully, að árið sé met-
ár í sögu fyrirtækisins.
Alls nam salan 2.661 milljónum
dollara eða um 98 milljörðum ís-
lenskra króna. Aukning í sölu frá
fyrra ári var um 40 prósent. Scully
segir ennfremur að skipulags-
breytingum innan fyrirtækisins sé
nú að fullu lokið.
-JGH
Stöð 2 er dýrari
en Ríkisútvarpið
Óvenjuhörð samkeppni á milli
Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins hefur
vakið mikla athygli í viðskiptalífmu
að undanförnu. Barist er um auglýs-
endur og þá hefur Stöð 2 verið með
sérstaka herferð í áskrifendasöfnun.
Þegar áskriftargjald beggja stöðv-
anna er borið saman kemur í ljós að
áskrift að Stöð 2 er mun dýrari en
Ríkisútvarpsins og munar þar um
3.700 krónur á ári.
Samkvæmt upplýsingum Stöövar 2
kostar mánaöaráskrift. þar nú 1.250
krónur sem gerir nákvæmlega 15
þúsund krónur á ári. Frá Ríkisút-
varpinu fá eigendur litsjónvarps-
tækja reikning upp á 2.822 krónur á
3ja mánaöa fresti sem gerir um 940
krónur á mánuði. Það er á ári um
11.288 krónur.
Ekki er hér gerður samanburður á
efninu. Þannig er dagskrá Stöövar 2
lengri en ríkissjónvarpsins og inni í
afnotagjaldi Ríkisútvarpsins er
greiðsla fyrir sjónvarp, rás 1 og rás 2.
Ennfremur má nefna að afruglari
að Stöð 2 kostar nú um 15 þúsund
krónur. Þá má ekki gleyma því að
allir eigendur útvarps- og sjónvarps-
tækja eru skyldaðir samkvæmt
lögum að greiða afnotagjald til Ríkis-
útvarpsins. Gjaldiö kemur sjálfkrafa.
-JGH
Olafur Bjómsson, fynverandi hagfvæðiprófessor:
Misskilningur að
skattlausa árið
hafi valdið þenslu
„Það er alger misskilningur að
mínu mati að halda því fram að
skattlausa áriö hafi eitt og sér vald-
ið einhverri þenslu. Það er ekki
verðbólguhvetjandi ef á móti aukn-
um tekjum fólks, sem til eru
komnar vegna meiri vinnu, hefur
komið aukin framleiðsla. Áhrifm
jafnast því út,“ segir Ólafur Björns-
son, hagfræðingur og prófessor í
hagfræði til margra ára í Háskóla
íslands.
Ólafur segist ennfremur telja að
fólk hafi ekki merkt skattlausa árið
á pyngju sinni þar sem það greiddi
skatta af tekjum sínum í fyrra og
losnaði þess vegna ekki við að
greiða skatta þrátt fyrir að árið
hafi verið kallað skattlausa árið.
-JGH
Ari Skúlason, nýráðinn hagfræðing-
ur Alþýðusambands íslands.
AH til ASI
Ari Skúlason hagfræðingur hefur
verið ráðinn hagfræðingur ASÍ og
tekur hann til starfa upp úr áramót-
um. Ari lauk viðskiptafræðiprófi frá
Háskóla íslands árið 1979 og stundaði
síöan framhaldsnám í þjóðhagfræði
við Árósaháskóla í Danmörku.
Hann var starfsmaður Kjararann-
sóknarnefndar frá miðju ári 1983
fram á þetta ár er hann hvarf til
starfa í Danmörku. Ari er fæddur 8.
janúar 1956. Hann er kvæntur Jane
Marie Pind og eiga þau eina dóttur.
-JGH
Vel á fimnvta hundrað
vorusýningar
í nýútkomnum vörusýningabækl-
ingi Ferðamiðstöðvarinnar hf. er að
finna skrá yfir 450 vörusýningar víðs
vegar í heiminum. Bæklingurinn er
hinn aðgengilegasti og prýðishjálp-
artæki fyrir íslenska kaupsýslu-
menn sem sækja vörusýningar
erlendis og fylgjast á þann hátt meö
nýjungum sem eru aö koma fram á
hinum ýmsu sviðum viðskiptalífsins.
-JGH