Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. 19 DV Bömum á að batna - spjallað við Bjöm Guðbrandsson um „Minningar bamalæknis“ „Þetta byijaöi á því aö þaö birtist viðtal viö mig í Helgarpóstinum og í framhaldi af því hringdu bókafor- lögin í mig. Bókin er unnin þannig að ég talaði inn á segulband en Matthías vann textann síðan upp af því. Mér fmnst þetta ljómandi vel gert hjá honum. Annars hefði ég viljað hafa betri tíma til gera lengri og ítarlegri bók. Þetta er aðeins lítið brot af minni ævi. Ég hafði engu að síður mikla ánægju af því aö rifja það upp,“ segir Bjöm Guðbrandsson bamalæknir, en lífssaga hans „Minningar barna- læknis" kom út á bók nú fyrir jólin. Matthías Viðar Sæmundsson skráði söguna, Forlagið gefur hana út. - í fyrri hluta bókarinnar segir þú meðal annars frá uppvaxtarárum þínum í Skagafirði og minnist á sýslunga þinn, Friðbjöm Trausta- son, sem fór aldrei út fyrir túngarð- inn á Hólum. Þú ert ólíkt víðforlari, starfar meðal annars í þremur heimsálfum, viö misjafnar aöstæð- ur. Varstu haldinn útþrá sem unglingur? „Ekki get ég sagt það. Ég barst bara með straumnum. Þetta leiddi svona eitt af öðm og var ýmsum tilviljunum undirorpið. Ég hefði i sjálfu ekki haft neitt á móti því að búa alla ævi í Skagafirðinum. Það er nær að segja að það hafi verið menntunarþrá sem rak mig af stað á sínum tíma. Þegar maður ætlar að sérhæfa sig á einhverju sviði er nauðsynlegt að fara til útlanda, þó ekki sé til annars en að víkka sjón- deildarhringinn. Maöur er svolítið einangraður hér á íslandi.“ - Á einum stað segir þú að svo fremi sem heilsan sé góð, sé allt undir manneskjunni sjálfri komið. Þú ert ekki forlagatrúar? „Ég held í þaö minnsta að maður skapi sér forlög sín að einhverju leyti sjálfur. Ég þekki til dæmis fólk sem er aldrei veikt en það er alltaf eitthvað að því og svo er ann-. Bókmermtaviðtalið Jón Karl Helgason aö fólk sem alltaf er veikt en lætur það ekki aftra sér.“ Stríð erju harmleikir „Auðvitaö eru til þær aðstæður þegar einstaklingurinn hefur lítil áhrif á sitt eigið líf, til dæmis í styrj- aldarlöndum þar sem fólk er háð öðrum, meiri háttar öflum." - Þú hefur kynnst þeim aðstæðum víða; í Þýskalandi 1939, þegar upp- gangur nasista er hvað mestur, og síðar í Tokýo og Saigon. Hvert er viðhorf þitt til styrjalda? „Styrjaldir eru miklir harmleikir og hafa alltaf verið. Hins vegar geta þær haft eitt og annað jákvætt í fór með sér, svo sem framfarir i lækna- vísindum. Það var til dæmis ekki fyrr en í.seinni heimsstyijöldinni að byijað var að framleiöa pensilín, enda þótt það hafi verið fundið upp áratug fyrr. í styijöldinni þurfti aö vera hægt að bjarga lífi hermanna þannig að þeir gætu haldið áfram að berjast. Og falla.“ - Svo vikið sé að bamalækningun- um, þá segir þú að böm séu öðmvísi sjúklingar en fullorðið fólk. Hver er mesti munurinn þar á? „Það er allt annar andi í sam- bandi við veik böm. Bömum á að batna. Nú oröið em mjög fáir sjúk- dómar banvænir fyrir börn, þannig að ef þau deyja hafa einhver mistök átt sér stað. Þetta er auðvitað mik- il breyting frá því sem var hér áður fyrr, þegar um 800 af hveijum 1000 börnum dóu.“ - í lokakafla bókarinnar segir þú að vinnan hafi ekki alltaf hamingju í för með sér, en hins vegar sé eng- in hamingja til án vinnu. Getur þú skýrt þetta nánar? Menning Björn Guðbrandsson. „Hamingjan er vissulega vítt hugtak sem erfitt er að skilgreina. Maður hefur hins vegar séð mörg dæmi þess hve vinnan skiptir miklu máli fyrir heilbrigði og líf fólks. Hér í gamla daga rakst mað- ur á gamalt fólk sem þurfti ekkert annað en vinnu. Gamlar konur pijónuðu á böm sín og barnaböm, alla daga, frá morgni til kvölds og gamlir menn fundu sér eitt og ann- að til að dytta að. Þetta fólk hafði um eitthvað annað að hugsa en ald- ur sinn eða vanheilsu. Þess vegna tel ég skakkt að setja fólki inn á stofnanir þegar það nær ákveðnum aldri og láta það bíða dauðans. Ef þú hefur ekkert fyrir stalni ert þú búinn að vera." -JKH Stórmarkaðurinn, Skemmuvegi. Opið í dag, laugardag frá kl. 10-22. Kynning á Kjörís. Jólasveinninn kemurkl. 14. 4£íng FYRIRJ Gott hangikjöt! Sambandshangikjötið á heildsöluverði: Frampartur m/beini 299 kr. kg. Læri m/beini 483 kr. kg. Góðir jólaávextir á mjög góðu verði, t.d. MAROC mandarínur47 kr. kg. Ávextir í dós, t.d. ARDMONDA Blandaðir ávextir 1/i ds. 88 kr. Jólakonfektið: CARMEN konfekt 200 gr. 161 kr. 250 gr. 199 kr. 300 gr. 222 kr. LEIKFANG AM ARKAÐU R, mikið úrval, gott verð. Gosdrykkjamarkaður, 10% afsláttur í 1/i og Vz kössum. Jólaísinn 10% afsláttur. Jólatrésmarkaður Landgræðslusjóðs. FYRIR FRAMTÍÐINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.