Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 28
28 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Fréttir Fangelsi á Ártúnshöfða: Grannurinn geymdur - óvíst hvort fangelsið verður byggt Grunnur fangelsisins við Tungu- háls í Reykjavík, sem byrjað var að byggja 1978, hefur staðið óhreyfður í næstum áratug og verður áfram óhreyfður á næs- tunni. Skortur á íjárveitingum hefur hamlað framkvæmdum ahan tímann. Jón Sigurðsson dómsmálaráö- herra sagði í samtali við DV að hann vildi endurskoða byggingará- formin á þeim forsendum að líklega væri fangelsið orðið úrelt að því er varðar afplánunarfanga en fang- elsinu var upphaflega ætlað að leysa af hólmi Síðumúlafangelsið og Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg. Telur dómsmálaráð- herra vænlegra að snúa sér fyrst að smærri lagfæringum annars staðar í kerfinu. Endanleg ákvörð- un um afdrif grunnsins hefur ekki verið tekin en hann verður geymd- ur enn um sinn. Ef fangelsið verður ekki byggt verður grunnurinn sennilega seldur og þar byggt ann- að hús að sögn dómsmálaráðherra. -JBj Grunnur fangelsisins við Tunguháls í Reykjavík hefur staðið óhreyfður í næstum áratug. Forgangsverkefni í fangelsismálum í stjómarfrumvarpi: Sérfangelsi fyrir gæsluvarðhaldsfanga Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra hyggst innan skamms leggja fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga þar sem kynnt verður ný stefna í fangelsismálum. í frum- varpinu verða tiilögur um breytt skipulag fangelsismála - bæði yfir- stjórn og innra skipulag. Dómsmálaráðherra hefur einnig sett upp 5 forgangsverkefni í fang- elsismálum landsins sem sum hver munu koma inn í frumvarpið. Þar skal fyrst nefnt nýtt kvenna- fangelsi í Kópavogi sem tekur til starfa á næsta ári. Þá hyggst ráð- herra koma upp deildaskiptingu á Litla-Hrauni sem gæti gert það að verkum að t.d. siafbrotamenn og eiturlyfjasjúklingar yrðu einangr- aðir frá öðrum fóngum sem teljast á betrunarvegi. Einnig verður vinnuaðstaða fanga og starfs- manna bætt. Nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi í Reykjavík er einnig meðal for- gangsverkefna, auk þess sem viöhaldsþörf Hegningarhússins á Skólavörðustíg verður könnuð á komandi ári. Þá leggur ráðherra til að ríkið kaupi jörðina að Kvía- bryggju þar sem nú er fangelsi. Auk þess hefur dómsnlálaráð- herra skipað nefnd sem mun kanna möguleika á að koma á ólaunaðri vinnu í þágu samfélagsins í stað fangavistar í vissum tilfellum. -JBj Kvenna- fangelsi í notkun næsta ár Nýtt kvennafangelsi verður tekið í notkun snemma á næsta ári og verður það við Kópavogsbraut 17 í Kópavogi þar sem Unglingaheimili ríkisins er nú til húsa. Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra sagði í samtali við DV að fangelsið muni rúma 10 til 12 fanga en til samanburðar mætti nefna að nú væru tvær konur í fangelsi hér á landi en flestar urðu þær fimm á þessu ári. Tilfinnanlegum skorti á fangelsisrými fyrir konur er því aflétt með tilkomu nýja kvenna- fangelsisins. Undanfarin ár hafa kvenfangar verið vistaðir við ófuU- nægjandi skilyrði í Bitru í Hraun- gerðishreppi og Hegningarhúsinu við Skólavörðustig. Á fjárlögum næsta árs er fjárveit- ing sem hljóðar upp á 15,8 milljónir króna til reksturs fangelsisins og nauðsynlegra breytinga á hús- næðinu svo það geti þjónað sínu hlutverki. -JBj Samfélags- þjónusta í stað fangavistar Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra skipaði fyrir nokkru nefnd sem mun kanna hvort ólaunuð vinna í þágu samfélagsins geti komiö til greina sem refsiúrræði í stað fangavistar í framtíðinni. Jón sagði í samtali við DV að dæmi væru um slíkar refsiaðferðir í sumum nágrannalanda okkar, s.s. Noregi, Danmörku og Bretlandi. „Sem dæmi má nefna aö hugsan- legt væri við okkar aðstæður að beita þessari refsiaðferð við menn sem gerast brotlegir við lögin vegna áfengissýki og yrðu þeir þá skyldaðir til að fara í meðferð sam- tímis. En öll rök sem mæla með og á móti þessari aðferð verða skoðuð vandlega áður en nokkrar ákvarð- anir verða teknar“ sagði ráðherra að lokum. -JBj Upptökuheimilið í Kópavogi verður gert að kvennatangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.