Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Fréttir Fangelsi á Ártúnshöfða: Grannurinn geymdur - óvíst hvort fangelsið verður byggt Grunnur fangelsisins við Tungu- háls í Reykjavík, sem byrjað var að byggja 1978, hefur staðið óhreyfður í næstum áratug og verður áfram óhreyfður á næs- tunni. Skortur á íjárveitingum hefur hamlað framkvæmdum ahan tímann. Jón Sigurðsson dómsmálaráö- herra sagði í samtali við DV að hann vildi endurskoða byggingará- formin á þeim forsendum að líklega væri fangelsið orðið úrelt að því er varðar afplánunarfanga en fang- elsinu var upphaflega ætlað að leysa af hólmi Síðumúlafangelsið og Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg. Telur dómsmálaráð- herra vænlegra að snúa sér fyrst að smærri lagfæringum annars staðar í kerfinu. Endanleg ákvörð- un um afdrif grunnsins hefur ekki verið tekin en hann verður geymd- ur enn um sinn. Ef fangelsið verður ekki byggt verður grunnurinn sennilega seldur og þar byggt ann- að hús að sögn dómsmálaráðherra. -JBj Grunnur fangelsisins við Tunguháls í Reykjavík hefur staðið óhreyfður í næstum áratug. Forgangsverkefni í fangelsismálum í stjómarfrumvarpi: Sérfangelsi fyrir gæsluvarðhaldsfanga Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra hyggst innan skamms leggja fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga þar sem kynnt verður ný stefna í fangelsismálum. í frum- varpinu verða tiilögur um breytt skipulag fangelsismála - bæði yfir- stjórn og innra skipulag. Dómsmálaráðherra hefur einnig sett upp 5 forgangsverkefni í fang- elsismálum landsins sem sum hver munu koma inn í frumvarpið. Þar skal fyrst nefnt nýtt kvenna- fangelsi í Kópavogi sem tekur til starfa á næsta ári. Þá hyggst ráð- herra koma upp deildaskiptingu á Litla-Hrauni sem gæti gert það að verkum að t.d. siafbrotamenn og eiturlyfjasjúklingar yrðu einangr- aðir frá öðrum fóngum sem teljast á betrunarvegi. Einnig verður vinnuaðstaða fanga og starfs- manna bætt. Nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi í Reykjavík er einnig meðal for- gangsverkefna, auk þess sem viöhaldsþörf Hegningarhússins á Skólavörðustíg verður könnuð á komandi ári. Þá leggur ráðherra til að ríkið kaupi jörðina að Kvía- bryggju þar sem nú er fangelsi. Auk þess hefur dómsnlálaráð- herra skipað nefnd sem mun kanna möguleika á að koma á ólaunaðri vinnu í þágu samfélagsins í stað fangavistar í vissum tilfellum. -JBj Kvenna- fangelsi í notkun næsta ár Nýtt kvennafangelsi verður tekið í notkun snemma á næsta ári og verður það við Kópavogsbraut 17 í Kópavogi þar sem Unglingaheimili ríkisins er nú til húsa. Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra sagði í samtali við DV að fangelsið muni rúma 10 til 12 fanga en til samanburðar mætti nefna að nú væru tvær konur í fangelsi hér á landi en flestar urðu þær fimm á þessu ári. Tilfinnanlegum skorti á fangelsisrými fyrir konur er því aflétt með tilkomu nýja kvenna- fangelsisins. Undanfarin ár hafa kvenfangar verið vistaðir við ófuU- nægjandi skilyrði í Bitru í Hraun- gerðishreppi og Hegningarhúsinu við Skólavörðustig. Á fjárlögum næsta árs er fjárveit- ing sem hljóðar upp á 15,8 milljónir króna til reksturs fangelsisins og nauðsynlegra breytinga á hús- næðinu svo það geti þjónað sínu hlutverki. -JBj Samfélags- þjónusta í stað fangavistar Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra skipaði fyrir nokkru nefnd sem mun kanna hvort ólaunuð vinna í þágu samfélagsins geti komiö til greina sem refsiúrræði í stað fangavistar í framtíðinni. Jón sagði í samtali við DV að dæmi væru um slíkar refsiaðferðir í sumum nágrannalanda okkar, s.s. Noregi, Danmörku og Bretlandi. „Sem dæmi má nefna aö hugsan- legt væri við okkar aðstæður að beita þessari refsiaðferð við menn sem gerast brotlegir við lögin vegna áfengissýki og yrðu þeir þá skyldaðir til að fara í meðferð sam- tímis. En öll rök sem mæla með og á móti þessari aðferð verða skoðuð vandlega áður en nokkrar ákvarð- anir verða teknar“ sagði ráðherra að lokum. -JBj Upptökuheimilið í Kópavogi verður gert að kvennatangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.