Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 42
42 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Fréttir Maurafar- aldur herjar á höfuð- borgarbúa Að undanfomu hefur borið tölu- vert á heldur leiðinlegum gesti meðal bæjarbúa. Er hér um að ræða maurategund eina sem held- ur sig við skólpleiðslur en ræðst inn í híbýli manna undir vissum kringumstæðum. Ponera punctat- issima roger heitir maurinn á latínu og er hann lítil vexti, um 3 mm. Hann mun ekki vera hættu- legur en veldur að sjálfsögðu miklum óþægindum enda hefur hann fundist í verulegu magni í sumum íbúðum. Hefur fólk oft þurft að rýma íbúðir um lengri eða skemmri tíma á meðanráðið hefur verið niðurlögum maursins. Það er reyndar töluvert síðan hann barst til landsins og fyrir nokkrum árum sögðum við á DV frá athöfnum hans hér á landi. Eina ráðið til að losna við maur- •- : X ' ■'SSfe.v * # % , M Þó maurarnir séu ekki stórir, um 3 mm, þá eru þeir til mikils ama þar sem þeir sjást. Þessar tvær myndir sýna aö oft er það mikið umrót sem hlýst af því að rífa þarf upp gamlar skólpleiðslur til að stöðva maurinn. inn er að leggja út í stórfram- kvæmdir og rífa upp lagnir og ganga svo frá málum að hann geti ekki hafst við þar nærri. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengust hjá Hirti L. Gunnarssyni pípulagn- ingamanni, sem hefur fengist við viðgerðir fyrir fólk sem hefur lent í þessu, þá er hér oft á tíðum um að ræða mjög dýrar framkvæmdir, allt upp í -150.000 kr. Tryggingafé- lögin hafa í mörgum tilvikum greitt þetta enda má fella þetta tjón undir heimilistryggingar. Hjá Sjóvá fen- gust þær upplýsingar að það væri oft á tíðum vafasamt hvort aö hér væri bótaskylt.tjón en þó gæti þetta tengst tjóni vegna ónýtra leiðslna. „Við höfum yfirleitt hjálpað fólki,“ sagði Jóhann Proppé deildarstjóri og átti hann vón á því að svo yrði áfram. Maurinn bendir á vandann „Maurinn er ekki vandamálið, hann er eingöngu að sýna fram á hvað er að, sem er auðvitað ónýtar skólplagnir," sagði Erling Ólafsson dýrafræðingur en maurinn hefur helst fundist í eldri hverfum þar sem leiðslur eru famar að gefa sig. Eru það Hlíða-, Teiga- og Fossvogs- hverfi sem helst eru nefnd til sögunnar en hans hefur þó orðið vart víðar. Þá hefur hann borist víða um land. „Það hefur aldrei verið sannað upp á maurinn. að hann béri neina sýkingu með sér en vitaskuld er vel hægt að ímynda sér það miðað við í hvaða umhverfi hann lifir,“ sagði Erling. . -SMJ Átak gegn óskoðuðum bílum síðustu þrjá mánuði: Á annað þúsund bílar teknir úr umferð Fytgifiskur hitaveitunnar? „Eftir því sem ég best veit þá lií- ir þessi maur hvergi í heiminum við þær aðstæður sem honum falla hér á landi. Þetta er skepna sem lifir í heitu loftslagi og þá úti í nátt- úrunni,“ sagði Ásmundur Reykdal meindýraeyðir en maurinn sem hér um ræöir er kallaöur húsa- maur og er talið aö hann hafi borist hingað til lands á árunum 1950-’55. Á undanförnum árum heftir hann hrellt höfuðborgarbúa en nú virð- ist hann vera búinn að dreifa sér um mestallt landiö. M[jög illa geng- ur að eitra fyrir hann og hefur fólk þurfl að leggja út í rniklar og kostn- aðarsamar frarakvæmdir til að losna við þennan ófógnuð. „Endanleg lausn er í flestum til- vikum að taka upp lagnir en víða um bæinn eru skólplagnir orðnar lélegar. Þetta hefur fundist um alla borgina nema hvað nýjustu hverfin viröast hafa sloppið við þetta.“ Ás- mundur sagði aö mjög erfitt væri að eitra fyrir maurinn og yfirleitt dygöi það ekki nema tll bráða- birgða. „Það eru engar eitrunarað- feröir sem duga til að drepa þetta endanlega." Þá bætti Ásmundur við að þaö væri eins og maurarnir væru í tengslum við hitaveituna því vera þeirra væri bundin við þau svæöi þar sem hitaveita væri. Það ætti reyndar viö um fleiri kvikindi eins og silfurskotturnar illræmdu. -SMJ A síðustu þremur mánuðum hefur lögreglan og Bifreiðaeftirlitið klippt númer af á annaö þúsund bílum. Hefur það verið gert vegna van- rækslu á aðalskoöun eða vegna þess að eigendaskipti hafa ekki verið til- kynnt og vegna þess að tryggingarið- gjöld hafa ekki verið greidd. Síðustu viku hefur lögreglan og bifreiðaeftirlitið haft afskipti af rúm- lega tvö hundruð bílum vegna vanrækslu á aðalskoðun. Eigendur flestrá bílanna hafa fengið frest til að koma málum sínum á hreint. Númer hafa verið tekin af um tutt- ugu bílum síðustu daga. Takmark lögreglu og bifreiðaeftir- lits er að ná til allra óskoðaðra bíla fyrir næstkomandi áramót. Ef lög- reglan verður vör við óskoðaðan bíl er hann færður tafarlaust til skoðun- ar. Númer eru umsvifalaust khppt af þeim óskoðuðu bílum sem eru mannlausir þegar lögreglan finnur þá. Það kemur alltaf fyrir að bílaeig- endur reyni að blekkja lögreglu með því að færa til gamla skoðunarmiða. Lögreglan er venjulegast fljót að sjá slíkt enda hafa nokkrir ökumenn verið teknir með falsaöa skoðunar- miða. -sme Óskoðaður og án Ijósaskoðunar. Billinn reyndist í þokkalegu ástandi og slapp eigandinn meö frest. DV-mynd S Takturhf.hefurflutt Taktur hf. - Hljómdeild Fálkans hefur flutt starfsemi sína í Ármúla 17 þar sem ný glæsileg verslun hefur verið opnuð. Nýja verslunin sérhæfir sig í sölu hljómtækja, frá Kenwood, Nadar og Wharfedale, ásamt sölu sjónvarps- tækja frá Loewe. Einnig mun versl- unin hafa á boðstólnum landsins mesta úrval af geisladiskum. -. Taktur ,hf., hóf starfsemi. sína 1. nóvember 1986, eftir aö hafa keypt hljómplötu og hljómtækjadeild Fálk- ans hf. Hönnuðir nýju verslunarinnar eru Haraldur V. Haraldsson og Ellen Valgeirsdóttir arkitektar. Taktur hf. mun reka áfram hljóm- plötuverslunina að Laugavegi -24. Framkvæmdastjóri Takts hf. er Ólafur Haraldsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.