Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Síða 43
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
43
Nýjar bækur
Frosti og Frikki
Iðunn hefur gefið út tvær fyrstu
bækurnar í nýjum flokki teikni-
myndasagna um félagana Frosta og
Frikka. Bækur þessar eru eftir Bob
de Moor sem í rúm þrjátíu ár starf-
aði hjá Hergé, föður Tinnabókanna,
og þykja þessar sögur ekki ósvipaðar
sögunum um Tinna.
I sögunni Óðagot á æðri stöðum
lendir prófessor Próblemoff í klóm
harðsvíraðra vopnasala sem sett
hafa allt mannkynið í hættu.
I sögunni Arfur ræningjans segir
hins vegar frá æsispennandi leit
þeirra félaga að fjársjóði ræningja-
foringans Schewings. Verð kr. 798
hver.
Iðnáðarmenn
er fyrsta bindi nýs bókaflokks frá
Iðnskólaútgáfunni - IÐNÚ. í þessu
fyrsta bindi segja frá sex menn sem
helgað hafa starfskrafta sína íslensk-
um iðnaði meginhluta ævinnar.
Þessir menn eru: Bjarni Einarsson
skipasmíðameistari, Björgvin Frede-
riksen vélsmíðameistari, Gisli Ólafs-
son bakarameistari, Guðgeir
Jónsson bókbandsmeistari, Jón
Björnsson, húsgagnasmíðameistari
og byssusmiður, og Sigurgestur Guð:
jónsson bifvélavirkjameistari. í
frásögnum þessara manna, sem stað-
ið hafa í fremstu röð hver á sínu
sviði, er samankominn mikill fróð-
leikur um íslenskan iönað og málefni
honum tengd. Frásögnin er gjarnan
samofin atvikum úr ævi sexmenn-
inganna og þeir kunna vel þá list að
leggja glettni við alvöru. Bók þessi
er mikill fengur öllum þeim sem
áhuga hafa á verkmenningu þjóðar-
innar, sögu iðnaðar á íslandi og þeim
mönnum sem hana hafa mótað. Verð
kr. 2380.
Gosi, eftir Collodi
Fjölvaútgáfan hefur gefið út nýja
þýðingu á hinu heimsfræga ævintýri
Gosa eftir Carlo Collodi.
Þorsteinn Thorarensen hefur þýtt
Gosa úr frummálinu og er þetta jafn-
framt fyrsta óstytta heildarþýðingin
á sögunni á íslensku. Eldri útgáfa,
sem birtist fyrir meira en hálfri öld,
var þýdd úr ensku og verulega stytt.
Nýja Gosabókin er fógur útlits,
ökum
^ávalttmeðtllltti til^
aðstœðna akkl of hæyt
^—ekklof hratt
skreytt 80 litmyndum eftir ítalska
listmálarann Giorgio Scarato. Sagan
skiptist í 36 kapítula, æði spennandi
á köflum.
Bókin er í stóru broti, um 120 bls.,
og gefur Fjölvi hana út í samstarfi
við Mondadori-útgáfuna á Ítalíu.
Verð kr. 1480.
Bækurnarum Lúlla
Komnar eru út hjá Iðunni þtjár
nýjar bækur um Lúlla kanínustrák.
Þær heita Lúlli fær gesti, Lúlli er
snjall og Lúlli fer í leik. Bækur þessar
eru eftir sænska listamanninn Ulf
Löfgren sem einnig er höfundur bók-
anna um Albin sem flestir krakkar
kannast við. - Fyrstu Lúllabækurnar
komu út á síðasta ári og hafa notið
mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóð-
inni. Þórgunnur Skúladóttir þýddi.
Verð kr. 248 hver.
Framtíðarsýnir sjáenda eftir
Guðmund S. Jónasson
Iðunn hefur gefið út bókina Fram-
tíðarsýnir sjáenda - sýnir Nostrad-
amusar og aðrir spádómar og er hún
eftir Guðmund S. Jónasson. Framtíð-
arsýnir sjáenda hefur aö geyma ýmsa
spádóma er varða ísland og framtíð-
arhlutverk íslensku þjóöarinnar þó
að meginefni hennar séu spádómar
eins mesta spámanns allra tíma,
Nostradamusar. Framtíðarsýnir sjá-
enda segir jafnframt frá ævaforn-
umm spádómum Hópi-indíána. Vikið
er að spádómi Gamla testamentisins
um Eldeyjuna í vestri og greint frá
kínverskum spádómi um íslendinga.
Einnig er greint frá kínverskum spá-
dómi Pýramídans mikla og á hvern
hátt þeir vísa á ísland. Verð kr. 1680.
Dóphringur í Danaveldi
Vasaútgáfan hefur gefið út skáld-
söguna Dóphringur í Danaveldi eftir
Frank Jensen. Þetta er í eðli sínu
spennusaga sem fjallar um æsileg
eiturlyfjaviðskipti í Danmörku. En
það sem gerir hana svo óvenjulega
og merkilega er að höfundurinn,
Frank Jensen, starfaöi um árabil í
fíkniefnadeild dönsku lögreglunnar
og öðlaðist við það þekkingu og inn-
sýn í þessi mál í hinu óhugnanlega
eiturlyfjabæli í Kaupmannahöfn.
Bókin Dóphringur í Danmörku er
160 bls. og skiptist niður í 32 kafla.
Steingrímur Pétursson íslenskaði en
Kjartan Arnórsson geröi kápumynd.
Verð kr. 488.
Yoga-heimspeki
Vasaútgáfan hefur gefið út bókina
„Yoga-heimspeki“ eftir Ramachar-
aka í þýðingu Steinunnar Briem. Hér
er um að ræða endurútgáfu á verki
sem guðspekingar telja eitt undir-
stöðurit austrænnar dulspeki. Kom
það fyrst út á íslensku fyrir 26 árum
en löngu uppselt og ófáanlegt. Bókin
er 192 bls., prentuð í Prentstofu G.
Benediktssonar, en Friðrika Geirs-
dóttir gerði kápuskreytingu. Verð kr.
488.
Lækjartorgi og Laugavegi 8
jdií^*19
Líkamsræktarsett
fyrir þá sem vilja halda sér i fínu formi
Yonduð og fjölbreytt áhöld,
í fallegtmi gjafaöskjmn ,
jaíht fyrir konur, sem karla
á öllum aldri. Blá og rauð.
Verð aðeins kr.
2.ÍM
Szndim ipóstíröfju.
m afflt dand/
SKIPHOLT119
SÍMI 29800
J