Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 50
50
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
Smáauglýsiiigar Fréttir
Subaru turbo árg. '87 til sölu, sjálf-
skiptur, rafmagnsrúður og fleira, verð
890 þús., skipti möguleg. Uppl. í símum
671534 og 76776.
Toyota Corolla Littback XL ’88 til sölu,
nýr bíll, bein sala. Uppl. í síma 675434.
■ Ymislegt
Gleddu elskuna þína með jólagjöf frá
okkur. Við eigum mikið úrval af
glæsilegum sexí nær- og náttfatnaði á
frábæru verði. Opið frá 10-18
mán.-fös. og 10-16 laug. Erum í Veltu-
sundi 3, 3. hæð (v/Hallærisplan), 101
Rvk, sími 14448 - 29559.
KOMDU HENNI/HONUM
ÞÆGILEGA Á ÓVART.
Jólagjafir handa elskunni þinni fást hjá
okkur. Geysilegt úrval af hjálpartækj-
um ástarlífins við allra hæfi ásamt
mörgu öðru spennandi. Opið frá 10-18
mán.-fös. og 10-16 laug. Erum í Veltu-
sundi 3, 3. hæð (v/Hallærisplan), 101
Rvk, sími 14448 - 29559.
■ Þjónusta
Slípum, lökkum, húðum, vinnum park-
et, viðargólf, kork, dúka, marmara,
flísagólf o.fl. Hreingerningar, kísil-
hreinsun, rykhreinsun, sóthreinsun,
teppahreinsun, húsgagnahreinsun.
Fullkomin tæki. Vönduð vinna. För-
um hvert á land sem er. Þorsteinn
Geirsson verktaki, sími 614207,
farsími 985-24610.
■5
Lýsing á leiði. Til leigu og sölu 2 teg.
krossa og rafgeyma. Öll þjónusta og
umhirða. Sími 15230 kl. 13—18.
Hveravellir:
Jólapakkamir komnir
Hafþór Ferdínantsson, oft nefndur
Hveravallarskreppur, fór um helg-
ina að heimsækja húsráðendur og
veðurathugunarfólk á Hveravöllum,
þau Kristínu Þorleifsdóttur, fyrrver-
andi bankastarfsmann, og Kristinn
Pálsson húsasmið. Tilefni heimsókn-
arinnar var að færa þeim hjónum
jólapóstinn og jólapakkana. Þetta er
í fimmta skiptið í röð sem Hatþór
tekur að sér að færa veðurathugun-
arfólki á Hveravöllum jólaglaðning-
inn.
Þau Kristinn og Kristín hófu störf
við veðurathugunarstöðina þann 1.
ágúst síðastliðinn. Að sögn þeirra
hefur þeim líkað dvölin mjög vel, þau
hati ailtaf verið miklir áhugamenn
um fjallaferðir, auk þess sem þau
hafi bæði gaman af aö bregða sér á
snjósleða. En raunar hefur lítið verið
hægt að stunda þá iðju í vetur því
veturinn hefur verið meö eindæmum
snjóléttur.
Mesta snjódýpt áranna 1975-1986
var 76,6 cm en þaö sem af er vetri
er mesta snjódýpt ekki nema 8,6 cm.
Nóvembermánuður er sá hlýjasti frá
1975, meðalhitinn mældist -0,9 gráður
en til gamans má geta þess að áriö
1977 var kaldasti nóvembermánuður
þessa timabils, þá var meðalhitinn
-6,8 gráður. Klaki er því mjög lítill í
jörðu og nær ekki nema 10-15 cm
undir yfirborðið.
Mikill gestagangur hefur verið á
Hveravöllum í haust og vetur þar
sem færð þangað hefur verið mjög
góð, raunar hefur aðeins ein helgi
hðið þar sem enginri hefur verið á
ferð. -J.Mar
Húsráðendur á Hveravöllum, þau Kristín Þorleifsdóttir og Kristinn Pálsson. DV-mynd Hafþór Ferdínantsson
Á útskriftardaginn færðu starfsmenn
saumastofunnar Tinnu Friðriki Sop-
hussyni iðnaðarráðherra peysu að
gjöf. DV-mynd Brynjar Gauti
Fata- og vefjariðnaður:
Á sjöunda hundrað manns
Ijúka starfsnámi
Um 350 starfsmenn í fata- og vefja-
riðnaði útskrifuðust á laugardag af
starfsþjálfunamámskeiði sem þeir
hafa sótt undanfarnar vikur og mán-
uði. Hinir nýútskrifuðu starfsmenn
eru frá fyrirtækjum í Reykjavík,
Kópavogi, Mosfellsbæ, á Akranesi og
Selfossi en alls hafa á sjöunda hundr-
að manns lokið námi þessu víðs
vegar um landið.
Meginmarkmið námskeiðsins var
að starfsmenn öðluðust betri verk-
kunnáttu og þekkingu í starfi. Auk
þess sem námskeiðinu var ætlað að
stuðla að áhuga, öryggi,. bættum
kjömm og vellíðan starfsmanna.
Frakvæmd námskeiðanna var í
höndum Fræðslumiðstöðvar iðnað-
arins, en yfirumsjón með þeim hafði
sérstök, verkefnisstjórn, skipuð full-
trúum Landsambands iðnverka-
fólks, Félags íslenskra iðnrekenda,
Vinnuveitendasambands íslands og
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna.
-J.Mar
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti:
Þrír dúxar á haustönn
Á haustönn -stunduðu 1320 nem-
endur nám í dagskóla Fjölbrauta-
skólans, þar af luku 48 nemendur
stúdentsprófi nú í desember, Dúx-
amir í dagskólanum voru tveir, þær
Eydís Olsen og Anna Sigríður Þrá-
insdóttir. Þær stunduöu báðar nám
á bóknámssviði, tungumálabraut.
Ekki var nóg með að þær stöllur
væm samstiga í náminu heldur út-
skrifuðust þær báðar með sömu
einkunn, luku þær 136 einingum og
fengu 374 stig. Það mun vera eins-
dæmi í sögu skólans aö tveir
nemendur dúxi með nákvæmlega
sömu einkunn.
Guðrún Jónsdóttir dúxaði í kvöld-
skólanum en hún lauk stúdentsprófi
af viðskiptasviði. Lauk Guörún 155
einingum og fékk 410 stig. í kvöld-
skólanum stunduðu 850 nemendur
nám á haustönn og 20 útskrifuðust
sem stúdentar.
AUs útskrifaðist 161 nemandi frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þar
af útskrifuðust 6 af nýrri braut,
snyrtifræðibraut. -J.Mar
Stefán Benediktsson aðstoðarskólameistari, Guörún Jónsdóttir, dúx úr kvöldskólanum, Anna Sigriður Þráinsdóttir
og Eydís Olsen, dúxar úr dagskólanum, og Kristin Arnalds, skólameistari Fjölbrautaskólans i Breiðholti.
DV-mynd Sigurjón Jóhannsson
Efri deild Alþingis afgreiddi á
laugardag tvö frumvörp til neöri
deildar en það voru frumvarp um
söluskatt og iánsíjárlög.
Söluskattsfrumvarpið var sam-
þykkt með 12 atkvæðum gegn 6
en áður haföi verið felld breyting-
artillaga frá Alþýðuhandalagi um
aö tryggt skuli vera að mjólk og
mjólkurvörur og kjöt og kjötvör-
ur hækki ekki vegna almennrar
skatlagningar á matvörur. Þá var
og felld tillaga frá Borgaraílokkn-
um um aö fiskur og fiskmeti verði
undanþegiö söluskatti.
í neðri deild var frumvarp um
verkaskiptingu milli ríkis og
sveitararfélaga til umræðu á
laugardag en umræöunni lauk
ekki. Fimdir verða í báðum deild-
um þingsins í dag, mánudag.
-ój