Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 51
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. 51 Merming Líkn þeim sem lifa Þrællinn, 269 bls. Höfundur: Isaac Bashevis Singer. Þýöandi: Hjörtur Pálsson. Isaac Bashevis Singer er sannar- lega ekki með öllu óþekktur hér á landi. Það væri þó kannski að taka fulldjúpt í árinni að segja að hann sé jafnvel kynntur og hann Alister okkar en frá bókmenntalegu sjón- armiði er það án allra tvímæla að hinn fyrrnefndi skrifar mun betri bækur og er Þrællinn ekki síðra dæmi um það en aðrar bækur skáldsins. Sjö af bókum Singers hafa verið þýddar á íslensku, þar af sex af Hirti Pálssyni, en þekkt- ust þeirra er að líkindum Töfra- maðurinn frá Lúblín sem kom út á íslensku árið 1979, ári eftir að Sin- ger hlaut nóbelinn. Þrælinn skrifaöi Singer fyrir tæp- um þijátíu árum á jiddísku eins og aðrar bækur sínar. Sagan gerist um miðja 17. öld og í henni segir frá Jakobi sem í upphafi bókar er þræll pólskrar fjölskyldu í htlu íjallaþorpi ekki óralangt frá Lú- blín. Forskriftir Talmúösins Hann verður ástfanginn af dóttur húsbónda síns, Wöndu, sem fyrsti hluti bókarinnar heitir eftir. Lengi vel stendur Jakob gegn fýsnum holdsins og þránni til Wöndu því hann er gyðingur en hún ein af „hinum" og honum er mikið í mun að hafa í heiðri þær trúarreglur og forskriftir sem Talmúðinn býður. En ekki er ástin litvönd og að lok- um lætur Jakob undan ástleitni Bókmenntir Kjartan Árnason stúlkunnar og þrá sinni til hennar, þótt honum sé Ijóst að shkt sé gróf- legt brot á Lögmáhnu. Jakob og Wanda giftast að lokum á laun eftir að Jakob losnar úr ánauðinni en þau neyðast til að grípa tíl sinna ráða svo Wanda veröi tekin inn í samfélag gyðinga. Hún tekur upp nafnið Sara, sem jafnframt er heiti annars hluta bókarinnar, og gerir sér upp málleysi því hún var illa mælt á jiddísku. Að öðru leyti vís- ast tíl bókarinnar um söguþráð og er þar af nógu að taka! Það þarf ekki að spyrja að því hver þrællinn sé í þessari bók - það er Jakob Elíesersson. En hvemig þræh er hann? í fyrstu er hann í eiginlegum skilningi þræll Pólveija en eftir að hann kemur aftur í sam- félag sinna líkra verður hann þeirra þræll þótt í óeiginlegum skhningi sé, þræh þeirra aðstæðna sem verða þegar iðkun trúarforms- ins verður mikilvægari en skhn- ingur á inntaki trúarinnar. Pislarsaga hinna réttlátu Eftir áralangan þrældóm meðal Pólverja kemur gyðingasamfélagið honum aht öðruvísi fyrir sjónir en fyrr: „Þegar Jakob leit í kringum sig sá hann líka að söfnuðurinn hélt í heiðri þau boðorð Lögmálsins sem beinlínis snertu Almættið en braut siðareglumar um hegðun manns við mann“. Og ef til vhl er þetta einmitt kjami málsins: menn smjaðra fyrir Álmættinu en svíkja náungann, hafa af honum fé, bera hann út og guð má vita hvað. Mað- urinn hefur vissulega frjálsan vilja th aö velja mhh réttlætis og rangs- leitni en þaö virðist henta honum betur að hafna réttlætinu (það gef- ur hka oft meira í aðra hönd) og styijaldir geisa, kúgun og svik. Saga Jakobs og Söm-Wöndu er píslarsaga hinna réttlátu meðal ranglátra. Ekki svo að skhja að aðrar persónur bókarinnar séu skhyrðislaust ihar en þegar harðn- ar á dalnum er iöulega stutt í íjandskapinn eða afskiptaleysið sem í sjálfu sér er fjandskapur. Bjartur og uppljómaður Undir lok sögunnar, í þeim hluta sem heitir Heimkoman, veröur sagan hreinasta helgisaga, Jakob Isaac Bashevis Singer. hefst th himna, bjartur og uppljóm- aður, eftir að hafa eytt síðustu nótt jarðlífsins í viðbjóðslegu greni þar sem höfðust við fátæklingar, sjihdr og gamalmenni. Skhin milh jarðlifs og upphafningar em vissulega skörp í bókinni en mér er th efs að Singer sé að boða gyðingatrú eða trú yfirleitt umfram hið holdlega og veraldlega. Isaac Bashevis Sin- ger er að segja sögu Mannsins og vekur lesandann um leið th um- hugsunar um sína eigin stöðu gagnvart náunganum og lífinu. Upphafningin felst ekki í aö viðhafa trúarbrögð heldur að auðsýna rétt- læti. Þýðing Hjartar Pálssonar er afar vönduð og það var nákvæmlega ekkert í henni sem truflaði mig við lesturinn en það hef ég iðulega th marks um ágæti þýðinga. Góð bók og brýn. KÁ Nýjar bækur I morgunljómann. . . Saga LH í 35 ár geymir sögulegar heimhdir um stofnun Laridssam- bands hestamannafélaga og starf þess í 35 ár. Hér segir frá þeim stór- felldu straumhvörfum í ræktun reiðhesta og reiðmennskuhst sem. leitt hefur af thvist samtakanna og samtakamætti þeirra. Höfundurinn, Steinþór Gestsson á Hæh, var með frá því fyrstu sporin voru stigin og þekkir sögu Lands- sambandsins betur en nokkur annar. I Ijósi líðandi stundar 30 ára starf Pólýfónkórsins er rakiö í máh og myndum í 120 blaðsíðna bók sem ber þennan tith. Þar senda 18 landsþekktir greinarhöfundar kórn- um kveöju sína. Jón Ásgeirsson skrifar stórmerka grein um íslensk söngmál. í umíjöllun 18 íslenskra gagnrýnenda um flutning kórsins á fjölda kórverka í 30 ár kennir marga grasa og er fróðlegt th glöggvunar mörgum árum síðar. Auk þess er vitnað í umsagnir flölda erlendra gagnrýnenda. Þá eru feröasögubrot' og flöldi mynda, þar af 36 htmyndir. Birtar eru myndir af 45 einsöngvur- Frumherjamir eru nú fáir á lífi og því sögu hestamennskunnar óneit- anlegur fengur að geta notiö starfa hans viö þetta verk. Hér er sagan skráð í máli og mynd- um. Við lestur þessa rits geta menn fylgst með þróun hins sérstæða menningararfs sem hesturinn og hestamennskan óneitanlega er. Pét- ur Beherens myndskreytti en einnig eru í bókinni ljósmyndir frá ýmsum tímum LH. Verð kr. 2.290. um með kórnum á þessu tímabih, íslenskum og erlendum, auk 14 und- irleikara og aðstoðarfólks viö æfing- ar. í bókarlok er skrá um öh verk sem Pólýfónkórinn hefur flutt frá. upphafi, um 200 talsins eftir 70 höf- unda og loks nafnaskrá ahra þeirra sem sungið hafa á hljómleikum kórs- ins frá upphafi, ahs á níunda hundrað manns. Bókin geymir margar sögur um In- gólf Guðbrandsson og Pólýfónkórinn og eru sum ummælin býsna rætin. Verð kr. 2.990. Söngur um draum Síðastliöinn fimmtudag hóf Skífan hf. dreifingu á lagi Gunnars Þórðar- sonar, Söngur um draum. Draumurinn er að geta byggt tón- Ustarhús og því hafa tónlistarmenn sameinast um gerð þessarar hljóm- plötu sem er 45 snúninga. Eins og áður segir er það Gunnar Þórðarson sem semur lagið en Krist- ján frá Djúpalæk semur textann. Björgvin Halldórsson er framleið- andi plötunnar fyrir byggingarnefnd tónhstarhúss og sér einnig um undir- búning og umsjón ásamt Gunnari Gunnarssyni. Söngur er í höndum þeirra Björg- vins Hahdórssonalr, Jóhönnu Linnet, Eghs Ólafssonar pg Eiríks Hauks- sonar. Auk þeirra aðstoöar flöldinn ahur af tónhstarmönnum við gerð þessar- ar plötu. Á hhð 2 er sama lag en í flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Stjórnandi er Páll P. Pálsson en út- setning var í höndum Jóns Ásgeirs- sonar. AUur ágóöi af hljómplötunni renn- ur til byggingar tónlistarhúss. Spádómsbókin Út er komin Spádómsbókin eftir Guðna Björgólfsson, íslenskukenn- .ara frá Akranesi. Þetta er fyrsta bók höfundar sem er mikill áhugamaður um hvers konar dulspeki. Segja má að Spádómsbókin sé afurð margra ára heimildaskoðunar og vanga- veltna. Hún er skrifuð með hliðsjón af reynslu flölda einstakhnga sem stundað hafa spádóma auk þess sem stuðst hefur verið við fræðirit inn- • lend sem erlend. Hér er allt samankomið í einrii bók1 sem unnendur dularfræða hafa beðið eftir: lófalestur, sphaspá, tarot og bohaspá. Spádómsbókin vísar veginn til framtíðar á auðskiljanlegu og skýru máh með flölda skýringar-, mynda og teikninga. Verð 795 kr. Óskabækurnar Námsgagnastofnun hefur nú hafið útgáfu á nýjum bókaflpkki sem nefn- ist Óskabækurnar. Óskabækurnar eru ætlaðar til þjálfunar í lestri fyrir börn. Fyrsta bókin í þessum flokki er eftir Iöunni Steinsdóttur og nefnist Iðunn og eplin. Sagan byggir á frásögn í Snorra Eddu. Búi Kristjánsson myndskreytti bókina. Sköpunin er önnur Óskabókin sem út kemur. Hún hefur að geyma end- ursögn og myndskreytingu Ragn- heiðar Gestsdóttur á sköpunarsög- unni í 1. kafla Mósebókar. Sköpunin hlaut verðlaun í samkeppni Náms- gagnastofnunar um bækur fyrir 6-9 ára börn. Verð kr. 995 hver. Saga1987 Efni Sögu 1987 er af ýmsum toga. Einar Laxness minnist Björns Þor- steinssonar prófessors, fyrrum forseta Sögufélags. Jón Thor Har- aldsson flahar ítarlega um Lúther, einkum hvernig siöskiptafrömuöur- inn hefur komið íslenskum sagnarit- urum fyrir sjónir. Loftur Guttorms- son hefur rannsakað upphaf sóknarmannaskráningar. Kjartan Ólafsson skrifar um uppreisn ísfirö- inga gegn Jóni Sigurðssyni vegna andstöðu þeirra við beiöni Frakka um ítök í Dýrafirðd. Sigurður Péturs- son flallar um stofnun og rekstur Sariívinnufélags ísfirðinga frá 1928 til stríðsloka, en félagiö var fyrsta útgeröarsamvinnufélag landsins. Síðasta ritgerð bókarinnar er eftir hohenskan fræðimann, Gryt Anne Piebenga, og flallar um Gozewijn Comhaer Skálholtsbiskup 1435-1446. Auk annars efnis eru síðan 20 rit- fregnir eftir 12 höfunda. Jaðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns kemur út í nýrri ljósprentaðri út- gáfu. Þetta er tíunda bindið og er um Eyjaflarðarsýslu, samið á árunum 1712 og 1713. Jarðabókin um þessa sýslu var fyrst gefin út í Kaup- mannahöfn árið 1943 af Jakobi Benediktssyni. Hún var síðan gefm út flósprentuð árið 1945. Um Jarða- bók Áma og Páls hefur m.a. eftirfar- andi verið ritað: Hún er merkasta heimUd um hag- sögu landsins á þessum tíma, hrein fróðleiksnáma um landshagi og efria- hagsmál. Hinni ljósprentuðu útgáfu veröur lokið á næsta ári með ellefta bindi og verður síðan gefið út ýmislegt efni sem snertir jarðabókarverkið. Gunn- ar F. Guðmundsson sagnfræðingur sér um þá útgáfu og semur atriðis- orðaskrá um öll bindin. Verð kr. 3.230. íslandssaga A-K Einar Laxness: Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefiö út ritið íslandssaga a-k eftir Einar Laxness, fyrra bindi af tveim- ur í flokknum Alfræði Menningar- sjóðs. Er þetta önnur útgáfa, aukin og endurskoðuð svo nyög aö ný má heita. íslandssaga a-k kom fyrst út 1974 og flaUar um hlutaðeigendi efni undir uppflettiorðum í stafrófsröð eins og önnur rit í flokki þessum. Hefur Ein- ar Laxness talsvert flölgað uppfletti- orðum í hinni nýju útgáfu, auk þess sem fyrra efni er víöa endurskoðaö og heimUdagreinar auknar til muna. fslandssaga a-k er unnin í prent- smiðjunni Odda. Hún er 287 bls. að stærð og prýdd ágætum myndum, sumum fágætum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.