Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Qupperneq 52
52
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
Fréttir
Jálagetraun DV:
Skilafrestur til 11. janúar
- dregið um sextán glæsiiega vinninga
Skilafrestur í jólagetraun DV, sem
lauk sl. fóstudag, er til 11. janúar
nk. Þá þurfa allir aö hafa sent inn
seðlana sína, vilji þeir veröa með
þegar dregið verður. Og það þarf
að gæta vel að því að allir getraun-
aseðlamir tíu séu í umslaginu sem
senda á til DV, Þverholti 11, 105
Reykjavík. Umslagið skal merkt:
„Jólagetraun.“
Fyrsti vinningur í jólagetraun
DV, sem dreginn verður út í janúar
nk., er fullkominn geislaspilari
með fjarstýringu. Hann er af gerð-
inni Technics SLP-520 og kostar hjá
Japis 45.660 krónur.
Vinningur nr. 2 er ferðageisla-
spilari af gerðinni Sony D-30,
Discman, að verðmæti 27.720 krón-
ur.
Vinningur nr. 3 er ferðaútvarps-
tæki af gerðinni Panasonic
RXFM-27. Það er mjög fullkomið,
með raðspilun, tónjafnara, inn-
byggðum hljóðnema o.fl. Með
einum takka er hægt að skipta um
hlið á spólunni. Verð þess er 7.380
krónur.
Vinningar nr. 4-6 eru þeir vinirn-
ir Bangsi bestaskinn og Gormur.
Bangsi hreyflr bæði munn og augu
þegar hann syngur fyrir vin sinn
eða segir honum sögur á íslensku.
Parið kostar í Radíóbúðinni kr.
8.800.
Vinningar nr. 7-10 eru Lazer-Tag
leiktækin, sem njóta mikilla vin-
sælda um þessar mundir. Vihning-
ar nr. 11-16 eru gamlir kunningjar,
þau Svínka, Kermit froskur, Andr-
és önd, Mikki mús, Mína mús og
Feitimúli. Þau dansa í takt við
hvaða lag sem er og áreiðanlega
eiga einhverjir eftir að hafa góða
skemmtun af þeim.
En sem sagt, þið munið að senda
inn getraunaseðlana í jólagetraun
DV fyrir 11. janúar næstkomandi
svo að þið getið verið með þegar
dregið verður um þessa glæsilegu
vinninga. Og umslagið merkið þið:
DV, Þverholti 11, 105 Reykjavik.
„Jólagetraun.“
Bangsi bestaskinn og Gormur vinur hans eru meðal
vinninga.
Svona lítur hann út, ferðageislaspilarinn, sem er vinn-
ingur nr. 2 i jólagetrauninni.
Sá sem hreppir 3. vinninginn i jólagetraun DV fær þetta fullkomna ferða-
útvarpstæki.
flf fli
Igfj! 1|||| / % v
Allir ættu að þekkja þennan hóp sem dansar eftir hvaða lagi sem er.
Þetta eru vinningar nr. 11-16 í jólagetrauninni.
MUNIÐ að merkja umslagið:
DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík.
„Jólagetraun."
SVÖRTU AUGUN
Erik Nerlöe
Hin svörtu augu unga sígaun-
ans vöktu þrá hennar eftir
frelsi — frelsi sem hún hafði
lítið kynnst áður. Og Ijúfir
tónar fiðlu hans ollu því, að
hún ákvað að fiýja burtu með
honum. En vissi hún hvert
hún var að flýja? Nei, hún var
of ung og reynslulítil til að
vita það. Hún skildi ekki að
blind ást hennar leiddi hana
aðeins út í ófyrirsjáanlegar
hættur.
TÍNA
Eva Steen
Hún er ung og fögur og hefur
kynnst manni sem hún elskar.
Framtíðin blasir við þeim,
en örlögin verða til þess að
skilja þau. Hún sér sig
nauðbeygða til að hverfa úr
lífi hans. Með fegurð sinni og
miklum hæfileikum sínum
á listskautum nær hún Iangt,
en þegar best gengur upp-
götvast að hún er haldin
banvænum sjúkdómi. Einmitt
þá kemur maðurinn sem hún
elskar aftur inn í líf hennar.
GÓÐI HIRÐIRINN
Else-Marie Nohr
Hún hvarf og ekkert fréttist af
henni. Loks var hún talin af
og álitin dáin. Dag einn birtist
hún í sendiráði í Thailandi,
aðframkomin og þungt haldin
af hitasótt, og mundi ekki
hvað hún hét. Með góðri
læknishjálp nær hún sér fljótt,
og nokkru seinna er hún á
leið heim. Hún er full af lífs-
þrótti og hlakkar til að sjá
aftur manninn, sem hún
elskar og hún hafði gifst stuttu
áður en hún varð fyrir áfall-
inu. En Qögur ár eru langur
tími, og maður hennar hafði
fyrir löngu talið hana af.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEMS SF
ÆakMMUKi V * ÁlitltðtlllilKltliliiÍwltldfillalAíaiAái&ijljLÍlliilillilíllÍÁÉli I ® • MhÉj£j£iiÍ’J
Skuggsja
ANGELA
Theresa Charles
Angela Smith sækir um
læknisstarf í bænum Whey-
stone. Þar ætlar hún einnig að
reyna að jafna sig eftir slys,
sem hún lenti í, í hreinu
sveitalofti og kyrrlátu um-
hverfi. Hún fær starfið, en
henni er vantreyst sem lækni
og litin hornauga sem persóna
í fyrstu. En smátt og smátt
vinnur hún traust og álit
fólks. Angela missti mann
sinn og dóttur í bílslysi og líf
hennar hefur verið tómlegt
síðan slysið varð. En er hún
kynnist Mikael Traymond, ró-
legum og yfirveguðum lækni,
vakna tilfinningar hennar á
ný.
ÁST OG HAMINGJA
Barbara Cartland
Aðeins tvær persónur bjargast
í land, þegar skipið brotnar í
klettunum við strönd Ferrara,
ævintýramaðurinn Sir Harvey
Drake og hin fagra Paolina
Mansfield. Þau voru bæði á
leið til Feneyja og faðir
Paolinu fórst með skipinu. Sir
Harvey Drake stingur upp á
því við hana, að hún ferðist
með honum sem systir hans
áfram til Feneyja. Þar segist
hann auðveldlega munu geta
fundið ríkan eiginmann
handa henni — og um leið
ætlar hann að tryggja sína
eigin framtíð. Paolina fellst á |
hugmyndina, og framundan 1
.er ævintýralegt og viðburða-
ríkt ferðalag.