Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Qupperneq 61
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
61
Nýjar bækur
Upp á æru og trú
Mál og menning hefur gefiö út nýja
unglingabók eftir Andrés Indriöa-
son. Hún nefnist Upp á æru og trú
og fjallar um atburði sem eiga sér
hliöstæður í íslenskum veruleika.
Sagan gerist á einum sólarhring í
skammdeginu. Þaö er brotist inn í
sjoppu og afgreiðslumaðurinn, átján
ára strákur, sem hefur ekki áður
kynnst skuggahliðum tilverunnar,
dregst gegn vilja sínum inn í vafa-
sama atburðarás.
Upp á æru og trú er 158 bls., prent-
uð í Prentsmiðjunni Odda hf.
Ljósmynd á kápu tók Páll Stefánsson
en GBB Auglýsingaþjónustan hf. sá
um hönnun. Verð kr. 1390.
Björri Th. Bjömsson . ’A
Alda
slóð lif
Mál og mcnning
Aldaslóð
Bókaútgáfa Máls og menningar
hefur gefið út bókina Aldaslóð eftir
Björn Th. Bjömsson. Þetta verk er
af svipuðum toga og ein af fyrri bók-
um höfundarins, Aldateikn. Hér
rekur Björn ýmsa þætti úr sögu
myndlistarinnar með hliðsjón af því
umhverfi og þeim tíðaranda sem
verkin eru sprottin úr.
Aldaslóð prýða mörg hundruð
myndir, bæði litmyndir og svarthvít-
ar. Bókin er 157 bls. að stærð,
prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf.
Björn Th. Björnsson listfræðingur
er landskunnur fyrir bækur sínar og
þýðingar. Verð kr. 2690.
Bangsímon
í nýrri útgáfu með litmyndum.
Vaka-Helgafell hefur nú endurútgáfu
á hinum sívinsælu sögum breska rit-
höfundarins A.A. Milne um Bangsí-
mon og félaga hans, Jakob, Kaninku,
Grislinginn og Asnann. Bækurnar
eru í stóru broti og í fyrsta sinn gefn-
ar út með litmyndum hér á landi.
Allir muna eftir þessum skemmti-
legu söguhetjum en bækumar hafa
nú verið ófáanlegar um langt skeið.
Fyrsta bókin, sem kemur út, nefnist
Bangsímón í klípu, en fleiri bækur
munu fylgja í kjölfarið. Bangsímon í
klípu er með fjölda litprentaðra
mynda breska listamannsins E.H.
Shepard. Bókin er prentuð í Prent-
stofu G. Benediktssonar í Kópavogi,
en bundin í Bókfelli hf. Verð kr. 848.
Þegar ástvinur deyr
Útgáfufélagið Bros hf. hefur geflð
út bókina Þegar ástviriur deyr (A
Grief Observed) eftir C.S. Lewis í ís-
lenskun sr. Gunnars Björnssonar.
Bókin fjallar um sorg og sorgarvið-
brögð. Höfundur hugleiðir sorgina,
trúna, ástina, lífið og tilveruna í til-
efni af dauða eiginkonu sinnar. í sorg
sinni lendir höfundur í miklum and-
legum þrengingum gagnvart öllu
umhverfi sínu og tilveru og hann
velur þann kostinn að kryfja sjálfan
sig til mergjar í andlegum skilningi.
Bókin er einstakur vitnisburður um
uppgjör einstaklings á þeim andlegu
þrengingum sem mörgum reynast
svo erfiðar við fráfall ástvinar. Verð
kr. 895.
_ _ Reidhjólaverslunin t^
Sérverslun í meira en 60 ár ORNINNL
Spitalastig 8 við Öðinstorg símar: 14661,26888
• Fullkomin þráðlaus fjarstýring
• 5 banda tónjafnari
• Tvöföld kassetta
• Hraðupptaka (High speed dubbing)
• Dolby 70W magnari, 70W hátalarar
• Innstunga fyrir höfuðtól og hljóðnema
• Plötuspilari
• 7 stöðva minni á allar rásir, FM, LM, MB.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16. s. 691600.
Meiriháttar samstæða frá
SAflYO
Vegna sérstakra samninga við Sanyo getum við boðið
ykkur þessa íjarstýrðu samstæðu á LÆGRA VERÐI en
með fyrirhugaðri tollalækkun.
Aðeins kr. 27.690 stgr.