Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 62
62 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Merming I lífsins ólgusjó Sigurdór Sigurdórsson: Spaugsami spörfuglinn. - Þröstur Sigtryggsson skipherra. úrn og úrlygur 1987. Og kemur þá ekki einn generáll- inn enn úr þorskastríðinu hugsar maður með sér og opnar bókina með blendnum huga. En bíðum við. Hann hefur aö vísu gullhúfu á kápunni en líka íjaðrastél og bók- amafniö er ísmeygilegt. Kannski hann sé ekki eins ábúðarmikil hetja og hinir. Og maður fer að glugga í skræðuna. Kallaður Spörri, sonur séra Sigtryggs á Núpi, bróðir Hlyns veðurstofu- stjóra. Verra gat það verið. Hann byrja virðulega, segir frá heimskomu sinni vestur á Núpi í Bókmeimtir Andrés Kristjánsson Dýrafirði, segir settlega frá foreldr- um sínum og bamsranni en fer að hlaupa smávegis út undan sér þeg- ar hann er orðinn arfameistari í Skrúð, færist svo smátt og smátt í aukana og áður en varir er þetta orðin hin broslegasta bók í betri merkingu orðsins. Það' er les- andinn sem brosir, enda er gamanið mjög á kostnað spörfugls- ins skrautlega sem sjálfum stekkur ekki bros. Varla kominn á ævisögualdur En er hér ekki einhver misskiln- ingur á ferðinni? Maðurinn er ekki kominn á ævisögualdur, rúmlega fimmtugur, og hefur svo sem ekki frá miklu að segja en hann laumar þessum smámunum, sem hann tín- ir til, bara svo fagurlega út úr sér gegnum Sigurdór að maður lætur það gott heita þótt hann hafi kannski ekki bjargaö þjóðinni. Og sagan streymir fram án fossa og sviptinga en með því fleiri smárós- um í straummynstrinu. Tökum til að mynda rósaflúrið hans í skólalíf- inu á Núpi, bæði sem nemanda og kennara. Það er ekki amalegt. Nú, var þá þorskastríðið hans kannski aðeins smáskrítla? Nei, hann skar f RISINU HVERFISGÖTU 105 KL.23 - 03 ANNAN JÓLADAG MEÐAL SKEMMTIKRAFTA- MEGAS OG KVENNAHLJÓMSVEITIN LESUOS BLAÐ BURÐARFÓLK i /weAsjjL: Barmahlið Reykjahlíð Mjóahlið Grundarstíg Þinghoitsstræti Ingólfsstræti Hátún Miðtún Hverfisgötu 1-66 Smiðjustíg Þórsgötu Lokastíg Freyjugötu Hverfisgötu 68-115 Snorrabraut 22-24 Barónsstíg 1-9 Kópavog Álfhólsveg 64-95 Digranesveg 91-125 Lyngheiði Melaheiði Tunguheiði f t t AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 •fc f ^ Þröstur Sigtryggsson skipherra. auðvitað og klippti eins og hinir og tókst það oft vel. En hann lýsir því ekki meö neinum tilþrifum enda var hann útsmoginn við að komast í klippufærið með ofurlitlum leik- fléttum og þær standa nú huga hans nær, að því er manni virðist, og um fram allt ýmsar smáskrítlur sem gerðust. Þær koma eins og á færibandi þarna - og í bókinni allri. Og þótt efnið sé raunar háalvarlegt og það komist allt til skila sem umflrstraumur er yfirbragðið alltaf með léttum gamansvip. Jafnvel ásiglingu á bryggju gerir hann að skrítlu um sjálfan sig og mundi þó flestum skipherrum þykja margt annað kímilegra. Hlýlegt og mannlegt Þröstur skipherra hefur víða far- ið og kann frá mörgu að segja, jafnt frá Japan sem Grænlandi, en allt er þetta með léttum og gamansöm- um frásagnarblæ og má ekki á milli sjá hvort hann sjálfur eða sam- ferðamenn eru betra skopsagna- efni - en hann lætur ekki hallast á sig. Þetta skop er allt hlýlegt og mannlegt. Maðurinn hefur aðeins svona næmt auga fyrir hinu kími- lega og virðist fyrst og fremst muna eftir því. Spjall hans um sína nán- ustu og fjölskyldufólk er meö sama lífslistarblænum. Frásögnin er lipurlega rituð. Samvinna Sigurdórs og Þrastar virðist hin ágætasta svo frásagnar- blærinn verður jafnfelldur og hnökralítill, steypir engum stömp- um, hvort sem skrásetjari tileinkar sér svona vel launkímni og sögu- stíl Þrastar eða fellir hann í þennan stakk. Þetta er einkar notaleg og hýrleg lesning, morandi af hnyttn- um smásögum úr öllum áttum og af ótal mönnum og smáatvikum úr daglegu lífi. Frásögnin er vörðuð lýsifyrirsögnum sem létta og lyfta. Og nafnaskrá fylgir. A.K. SÍMI 27022 BLAÐAMAÐUR - MATREIÐSLA DV auglýsir eftir blaðamanni sem getur annast um- sagnir og frásagnir af matreiðslu, matargerð, matar- innkaupum og hliðstæðu efni á neytendasíðu. Um fullt starf er að ræða. Kjör skv. samkomulagi. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist fyrir áramót, merkt: Ritstjórn DV, umsókn um blaða- mannsstarf. Ritstjórar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.