Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988.
Neytendur
Neytendasamtökin eru ósátt við þá neyslustýringu sem fellst I því að
mætvæli á borð við kindakjöt í heilum skrokkum skuli undanþegin sölu
skatti en grænmeti t.d. ekki.
Neytendasamtökin:
Ósátt við
matarskatt
DV hafði sambandi við Jóhannes
Gunnarsson, formann Neytenda-
samtakanna, og spurði hann um
álit samtakanna á matarskattin-
um.
„Varðandi matarskattinn þá
leggjum við áherslu á að þessar
aðgerðir hljóta að koma verst niður
á þeim lægst launuðu. Þarna er
verið að skattleggja vörur sem allir
þurfa að neyta, ríkir jafnt sem fá-
tækir.
í öðru lagi er veriðað gefa öllum
manneldissjónarmiðum langt nef
með þessum aðgerðum. Þarna er
veriö að hækka grænmeti og ávexti f
meðan smjör er niðurgreitt. Þetta
er fráleit aðgerð.
í þriðja lagi felur þessi aðgerð,
með niðurgreiðslum og öðrum
hliðarráðstöfunum, í sér neyslu-
stýringu sem Neytendasamtökin
eru alfarið á móti.“
-PLP
Heimilisbókhaldið í nóvember:
Matarkostnaður
með lægra móti
Heimilisbókhaldið fór heldur
betur niður á við í nóvember en
þá var meðaltalskostnaður á mann
í mat og hreinlætisvörur aðeins kr.
5.306,80. Þetta er mun lægra en í
október en þá var meðaltalskostn-
aður kr. 6.893. Hafði kostnaðurinn
þá aldrei verið hærri, en í sept-
ember var hann kr. 5.549.
Það er því greinilegt að í nóv-
ember hafa menn heldur hert
sultarólina fyrir jólahald og verður
því forvitnilegt að fylgjast með des-
embertölunum. Viljum við því
eindregið hvetja fólk til að senda
inn seðil með desembertölunum
því að nú er brýnt að fylgjast vel
með hvernig matarskattur og tolla-
breytingar koma niður á heimilis-
bókhaldinu í janúar. Til þess að
hægt sé að gera marktækan sam-
anburð er best að sem flestir sendi
inn upplýsingar.
í tölum nóvembermánaðar kem-
ur fram að fólk eyðir mismiklu í
mat og hreinlætisvörur. Lægsti
aðihnn var með kr. 2.835 á mann
en sá hæsti fór vel á tíunda þúsund-
ið. Athygli vekur að bæði hæsti og
lægsti liðurinn voru á seðlum frá
Reykjavík.
Liðurinn „Annað" var hins vegar
að jafnaði þremur sinnum hærri
en matarkostnaður. Inn í þennan
lið koma alls kyns afborganir, fata-
kaup og fleira sem telst kannski
ekki til daglegs rekstrar heimil-
anna en virðist vera meginuppi-
staðan í fjárútlátum fólks. Þessi
liður fór aílt upp í kr. 150 þúsund
þannig að ekki er ofsögum sagt að
hann vegur þungt.
Við viljum hvetja sem flesta til
að senda okkur inn upplýsingar því
að það hefur margoft sýnt sig að
ef menn gefa sér smátíma til að
hugsa við innkaupin má lækka
kostnað svo um munar. -PLP
Kennitalan óðum
að komast í gagnið
Á árinu 1985 var ákveðið af Hag-
stofu íslands að í stað nafnnúmera
skyldi tekin í notkun svonefnd
kennitala. Tala þessi skyldi saman-
standa af fæðingardegi, mánuði og
ári einstaklings, 3ja stafa fæðingar-
númeri (sem verið hefur) að
viðbættu eins stafs aldamúmeri.
Dæmigerð kennitala lítur þá þann-
ig út: 201161-6149. Aldamúmerið er
síðasti stafurinn og stendur fyrir
1900.
Ljóst var aö breyting þessi yrði
það viðamikil að erfitt væri að
framkvæma hana á skömmum
tíma.
Fyrsti vísir að kennitölu einstakl-
inga kom fram á skattframtölum
fyrir árið 1987. Um áramótin sfð-
ustu tóku þær reglur gildi hjá hinu
opinbera, þ.e.a.s. hjá skattstióra,
tollstjóraembætti, ríkisféhirði og
gjaldheimtu, að notuð skyldi kenn-
itala einstaklinga. Þannig em t.d.
skattkort með kennitölu.
Bankakerfið hefur enn ekki tekið
kennitöluna í notkun. Gert er þó
ráð fyrir að kennitalan verði komin
í notkun í bönkum áður. en ár er
liðið. Þannig verða öll bankakort
árituð kennitölu. Um næstu ára-
mót munu svo nafnskírteini,
ökuskírteini og sjúkrasamlagsskír-
teini bera kennitölu einstaklinga.
Notkun nafnnúmera mun þannig
smám saman fjara á næstu árum
án þess þó að hverfa alveg þar sem
alltaf má gera ráð fyrir að eldri
skjöl stofnana verði aðeins merkt
nafnnúmerum. -ÓTT.
Könnun Neytendasamtakanna:
ísskápar end-
ast vel á íslandi
í nýútkomnu Neytendablaði em
birtar niðurstöður úr notendakönn-
un Neytendasamtakanna á ísskáp-
um. Könnunin náði til 1028 skápa og
var hringt eftir úrtaki úr símaskrá.
Niðurstöður könnunarinnar eru um
margt forvitnilegar. Lítum aðeins
nánar á þær.
Könnunin leiðir í ljós að á íslensk-
um heimilum em til ísskápar frá að
minnsta kosti 60 framleiðendum.
Sumir þessara skápa hafa aldrei ver-
ið seldir hér á landi, aðra er hætt að
framleiða. Af þessum 60-vöramerkj-
um voru 21 með fleiri en átta skápa
í úrtakinu. Sex vörumerki voru með
liðlega helming aUra skápanna. Þessi
vörumerki eru: Electrolux, Ignis,
Philips, Westinghouse, Gram og Si-
emens.
Einna athyghsverðast er hve end-
ing ísskápa virðist vera góð hér á
landi. Um fjórðungur skápanna
reyndist vera eldri en 16 ára og aldr-
ei hefur þurft að gera við 79% þeirra.
Skápar frá Philco og General Electric
sem náð höfðu þessum aldri höfðu
aldrei þurft neinnar viðgerðar við.
Þetta hlýtur að teljast ótrúleg end-
ing og neytendur því upp til hópa
ánægöir með skápana sína, en 77%
aðspurðra kváðust .mjög ánægðir.
Einna besta útkomu fá Westinghouse
ísskápar en 95% eigenda þeirra kváð-
ust mjög ánægðir með skápana
meðan enginn kvaðst óánægður. Þó
kváðust 3% þeirra ekki geta mælt
með skápunum og 2% voru óánægðir
með þjónustu seljenda.
Næstbestu einkunn fengu ísskápar
frá Siemens. 93% eigenda þeirra vom
mjög ánægðir og enginn óánægður.
Þó sögðust 3% ekki geta’mælt með
slíkum skáp og 2% vom óánægðir
með þjónustu seljenda.
Þeir skápar sem lökustu einkunn
fengu meðal sinna eigenda vom frá
Ignis. Aöeins 52% Igniseigenda vom
ánægöir, óánægðir reyndust 21% og
35% gátu ekki mælt með slikum
skáp. Um 11% vora óánægðir með
þjónustu seljenda.
-PLP
Miminkiiwn
NEYTENDUR INNTIR EfTIR REYNSLU SINNIAF ÍSSKÁPUM
Vörumerkl FJÖIdl skápa Þaraf 5Araog yngrl Þaraf 6-15 Ara Þaraf 16Araog eldrl Hlutfall skApa semekkl hefurþurft aögeravlö 5Araog yngri Hlutfall skApa semekkl hefurþurft aögeravlö 6-15 Ara Hlutfall skApa semekkl hefurþurft aðgeravlð 16Araog eldrl Mjög ánægðlr ÓAnsgðlr Getaekkl mæltmeð skApnum ÓAna»gölr með þjónustu seljanda
Electrolux 139 62 62 15 95% 77% 67% 88% 4% 9% 4%
Ignls 110 23 70 17 87% 79% 53% 52% 21% 35% 11%
Philips 95 44 14 37 93% 50% 86% 72% 7% 16% 7%
Westinghouse 65 6 11 48 67% 64% 81% 95% 0% 3% 2%
G»-am 62 40 22 93% 86% 82% 3% 8% 0%
Siemens 60 52 8 96% 100% 93% 0% 3% 2%
Zanussi 59 18 24 17 100% 83% 71% 78% 0% 14% 10%
Philco 51 12 27 12 92% 85% 100% 69% 12% 20% 10%
Atlas 49 4 19 26 100% 79% 73% 71% 2% 16% 6%
Bauknecht 46 18 28 89% 82% 80% 4% 11% 9%
Candy 37 20 17 95% 88% 81% 0% 8% 3%
Kelvinator 25 4 21 100% 81% 64% 4% 8% 4%
Boch 22 9 13 78% 92% 77% 0% 5% 0%
Indeset 22 9 13 89% 92% 64% 18% 27% 5%
General Electric 21 3 10 8 67% 60% 100% 86% 0% 5% 5%
Snowcap 20 20 95% 75% 15% 10% 0%
KPS 14 8 6 63% 67% 64% 14% 14% 7%
Husqvama 13 6 7 83% 71% 77% 15% 23% 15%
AEG 13 3 6 4 67% 100% 50% 85% 0% 8% 15%
Westfrost 9 2 7 100% 43% 78% 11% 22% 11%
Blomberg 8 8 75% 75% 13% 13% 13%
Allir ísskáparnlr 1028 379 383 266 92% 79% 79% 77% 6% 14% 6%
Af þessum isskápum eru eftirtáldir ekkl fluttir inn lengur: Atlas, Kelvlnator. Boch, Indesit, KPS og Westfrost.
Reiðhjól og
tollalækkanir
Videotökuvélar lækka nú verulega.
Videotökuvél-
ar lækka um
nær helming
Miklar lækkanir em nú í gangi á
munaðarvöram, svo sem á video-
tökuvélum, myndböndum og sjón-
varpstækjum. Þær upplýsingar
fengust hjá versluninni Japis að
mest væri lækkunin á videotökuvél-
um þar sem aðflutningsgjöld hafa
verið felld niður. Má sem dæmi nefna
að tæki, sem áður kostaði 166.360
kr„ lækkar nú um rúmar 70.000 kr.
eða niður í 94.900 kr. Þessi lækkun
nemur 42.95%,
Myndbandatæki lækka að jafnaði
úm 25%. Því lækka tæki, sem áður
kostuðu 35.000 kr„ niður í 26.250 kr.
Sjónvarpstæki lækka að meðaltali
um 10%. Sem dæmi má nefna sjón-
varpstæki sem áður kostaði 35.900.
kr„ það kostar nú 32.500 kr. Lækkun
þessi nemur 9.47%. Lækkun sjón-
varpstækja er á bilinu 7-15%. -ÓTT
Þó reiðhjól séu Iftiö notuð yfir vetur-
inn er þó alltaf einhver sem þrjósk-
ast við og býöur veðrinu byrginn.
Ein af þeim vörutegundum sem
taka verðbreytingum í kjölfar nýrra
tollalaga era reiðhjól. Samkvæmt
gömlu tollskránni var tollur á þeim
80%. Þeir voru þó felldir niður með
undanþágu 1979 en tollskráin er frá
’78. í stað tolla var þó sett á reiðhjól
30% vörugjald.
í nýju tollskránni hefur þetta vöm-
gjald verið fellt niður en þess í stað
er kominn 10% tollur. Lækkun á
verði reiðhjóla kemur því til með að
verða um 12% út úr búð sé miðað
við óbreytta álagningarprósentu.
Hjá reiðhjólaversluninni Erninum
fékk DV þær upplýsingar að fregnir
af fyrirhugaðri tollalækkun hefði
valdið hiki hjá væntanlegum kaup-
endum. Því brá verslunin á það ráð
að lækka þegar fyrir jól um 20%.
Sala á reiðhjólum er þó árstíða-
bundin og sakir óvissu í gengismál-
um er óvíst um verð reiðhjóla þegar
sölutími hefst með stórum sending-
um í vor.
-PLP