Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. Spumingin Ætlar þú að sjá Vesaling- ana? Sigurlaug Karlsdóttir: Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en hef jafn- vel áhuga á því. Guðlaugur Kristinsson: Ég hef ætlað mér það og hef mikinn áhuga. Halla Haraldsdóttir: Mig langar til að sjá þá en er ekki búin að því. Þröstur Helgason: Ég hef ekkert ákveðið um það ennþá. Katarínus Ingvason: Það stendur til en að koma því í verk er annað raál. Lesendur Hefúr ísland kosti bankalands? Þorsteinn skrifar: Oft hefur verið ýjað að þvi að ís- Iendingar ættu að geta tekist á við fleiri þætti atvinnulífs en fiskveið- ar og útflutning á hráefni því sem sú atvinnugrein aflar. Jafnoft hef- ur verið reynt að kveða niður alla tilburði til að brjótast út úr víta- hring veiðimannaþjóðfélagsins og sagt sem svo: Við eigum ekki að láta sem við séum eitthvert stór- veldi og allra síst í fjármálum. Á viðskiptasíðu DV, rétt fyrir áramótin, er þetta mál tekið fyrir undir fyrirsögninni: Mjög svo tíma- bær umræða - ísland hefur kosti sem bankaland eins og Sviss. Auð- vitað er þetta tímabær umræða. í kjallaragreinum DV hefur einnig stundiun verið fialiað um þetta efni og er það lika eini vettvangurinn þar sem ég hef séð menn rita um þetta mál enda kjallaragreinar kjörinn vettvangur til vangaveltna um þjóðmál á breiöum grundvelli. Á áðurnefndri viðskiptasíðu DV er vitnað í Dr. Mikael M. Karlsson, Bandaríkjamann, er kennir heim- speki við Háskóla íslands. Telur þessi maður aö íslendingar eigi aö huga vel að því hvort ísland sé ekki upplagt „bankaland'1 líkt og Sviss og mörg önnur smáríki. Síðan er rætt um fleiri lönd, svo sem Lúxemborg, Lichtenstein, Andorra og fleiri. Jafnvel í Sovét- ríkjunum gilda lög sem tryggja útlendingum bankaleynd, segir f greininni. Þá er minnst á kosti ís- lands og m.a. talaö um aö hér sé ekki ófriður eða hætta vegna inn- rásar, uppreisnar eða annarra sviptinga sem fæla viðskipti á fiár- málasviðinu frá mörgum öðrum löndum. Einnig er rainnst á þann kost að við séum ein af Norðurlandaþjóð- unum sera séu taldar traustar og vandvirkar og ættum viö að njóta þar góðs af. Þá er málakunnáttan einn þátturinn sem okkur er talinn til tekna. Og svona mætti áfram telja. Állt er þetta gott og blessaö. Og ekki er nema gott að umræða af þessu tagi sé dregin fram í dagsfiós- ið við og við. Hins vegar hefur þessi umræða ávallt dagað uppi eða rétt- ara að segja að hún hafi verið bæld niður, líkt og gerist með uppreisnir í einræöisríkjunum. Þessi útlendi kennari við Háskól- ann, sem vitnað var til í upphafi, viröist sem sé ekki þékkja vel til okkar sem þjóðar. Ef svo hefði ver- ið þá' hefði hann ekki minnst á að ísland hafi kosti sem „bankaland". Hér er það nefnilega sem eitur að nefna peninga í sömu andrá og ís- land. Eða svo telja margir og kannski flestir þeir sem þykjast vilja landi okkar sem best! Þetta er samansafn manna sem berst hatrammri baráttu gegn hvers konar viðskiptasamböndum við útlendinga og telur aíla um- ræöu á því sviði vera Qandsamlega íslensku þjóölífi. Meira að segja tungumálakunnátta landsmanna er ekki af hinu góða, einkum er enskan talin hættuleg ógnun við sjálfstæði þjóðarinnar! Þaö er því langt í land að island geti oröiö sú vin í fiármálaheimin- um sem margir sjá fyrir sér og sennilega með réttu ef allt væri með felldu og þjóðarrembingurinn væri ekki svo yfirþyrmandi sem raun ber vitni. í l > - " & „Langt í land að island geti orðið sú vin í fjármálaheiminum sem marg- ir sjá fyrir sér... þjóðarrembingur orsökin," segir m.a annars í bréfinu. Talnaleikur stjóm- málamanna Hildur H. Karlsdóttir hringdi: í nýjustu aðgerðum ríkisstjórnar- innar við álagningu svokallaðs matarskatts, finnst mér stjórnmála- menn ganga ansi langt í því aö tala við kjósendur sem hreina fávita. Framfærsluvísitala hækkar ekki - er sagt við landsmenn, með réttu. En þegar betur er að gáð reynist ástæðan sú að t.d. straujám og fleiri heimilistæki lækka í verði! Það er gott og blessað en ríkis- stjómin veit vel að fólk káupir þessi tæki ekki á hverjum degi. Þetta eru því ekki sambærilegir liðir í fram- færsluvisitölunni. Hér er um hrein- an leik að tölum að ræða sem breytir þó ekki þeirri staðreynd að greiðslu- byrði heimilanna eykst. Það fólk, sem fyrir á mjög erfitt með að láta enda ná saman, getur það alls ekki eftir þessa hækkun. Það er mjög augljóst á skilnings- leysi stjómmálamanna gagnvart aöstöðu þessa fólks að þeir sitja ekki viö sama borð og það. Ef einhver hefur haldiö aö stjórnin væri að hugsa um fólkið í landinu, ætti sá hinn sami að vera farinn að sjá að svo er ekki. Fólkið t þessu landi virðist ekki vera annað og meira en „tölur á blaði“, sem stjórnmálamenn geta leikið sér að. Rás tvö og Stjaman: Af hlustun á nætuivaktinni S.S. skrifar: Þar sem ég vinn vaktavinnu og er haldinn sömu áráttu og flestir aðrir íslendingar hlusta ég mikið á útvarp )ær nætur sem ég er á næturvakt. Einu sinni í viku neyðist ég til að hlusta á þá útvarpsstöð, sem ég er skyldaöur til að greiða afnotagjald af, en það er einmitt á laugardags- kvöldum, þegar útdráttur úr Lottó- inu fer fram. Þá neyðist maður sökum spilaíiknar sinnar til að stilla á rás 2. Lottóið kemur þar einmitt inn í oátt, sem nefnist Rokkbomsan, og hélt ég, að tónlistin í þeim þætti ætti eitthvað skylt við gamla, góða rokkið og stillti því á „rásina“ í þeirri von að heyra eitthvað frá gömlu, góðu meisturunum. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að óhljóð þau sem bárust frá tækinu höfðu eftirtöld áhrif; fyrst stækkuðu í mér augun, þá risu hárin á höfði mér, síðan lyftust hendur mínar frá búknum, ósjálfrátt, teygðu sig í átt að tækinu og slökktu á því. Eftir þessa lífsreynslu læt ég mér nægja að lesa dagskrá „rásarinnar" í blöðunum, en þar er margt fróðlegt t.d. fyrir fólk sem enn er á „steinald- arstiginu“ í tónhst. Þarna eru þættir meö þungarokki og þess háttar tón- list, sem leikin er á góðum hlustun- artímum. En það kemur einnig margt skrýtið frá öðrum stöðvum en rásum RÚV. - Á Stjömunni heldur um stjórn- völinn maður að nafni O.M. Orðið „cirka“ virðist tungu hans mjög tamt, og aöfaranótt hins 29. des. sl. sagði hann þrisvar um nóttina, að klukkan væri „cirka“ þetta eða hitt. Hvorki ég né aðrir næturvaktmenn sem ég þekki kæra sig nokkuð um að vita hvað klukkan er „eirka“, nógu er nóttin löng samt. Nefnda nótt var O.M. að lesa áætlun um flug, til og frá landinu. Tók ég þá eftir því að Flugleiðir voru ekki með neitt flug þann dag, - heldur Flugfélag íslands! eins og hann las það eða sagði. Engin leiðrétting kom á þessu en mig minnir að Flugfélag íslands hafi ver- ið til endur fyrir löngu en ekki nú. Ef ég væri einn af forráðamönnum Stjömunnar myndi ég umsvifalaust senda umræddan aðila í talskóla, annaðhvort til Ævars Kvarans eða Gunnars Eyjólfssonar því bæði er maðurinn linmæltur og talar rangt. Eöa er það rétt að flugvél sé að fara til Glasgow-„ar“? Að öðm leyti hrósa ég dagskrá og dagskrárgerðarmönnum Stjörnunn- ar í hástert. Á nóttinni verða þeir þó að gera aðeins betur, vegna þess að þá er Bylgjan með „Brávallagötu- hyskið“ með sér á næturvakt og er það óneitanlega ljós punktur í svartri nóttinni. Æfingataska tapast Þorgerður Kristjánsd. skrifar: Á nýársdag tapaði ég ljósbrúnni æfingatösku í Keflavík eða ná- grenni Keflavíkur. Ef þú hefur 'rekist á eina slíka á förnum vegi eða hefur einhverja hugmynd um örlög hennar þá höfða ég til alls hins besta í þér og bið þig um að koma henni til skila. í þessari æfingatösku er svart- ur poki, sem inniheldur skart- gripi og aðra muni, sem allir eru mér mjög kærir. - Ef þessum hlutum veröur skilað mun það veita mér mun meiri gleði en þér - og heiti ég þér vænum fundar- launum og innilegu þakklæti. Vinsamlegast hafðu samband við Elsu í síma 92-14322 eða 92-12416 eftir klukkan 18. Vonast til að heyra frá þér. Skattafrekja - Hvílík sljóm! H.S.J. hringdi: Ég vil taka undir skoðanir Þóröar Halldórssonar í DV í dag (7. jan.) um lýðræðið í útvarps- og sjónvarpsmálum. - Við eigum að mynda félag og mótmæla þess- um yfirgengilegu sköttum. Þá verðum við þrýstihópur sem hlustað verður á. Skattafrekja stjórnmálamanna er orðin það mikil að hana verður að stöðva. Enginn má eyða krónu án þess að reynt sé að skattleggja hana, helst margsinnis (sbr. hugmyndir um að leggja skatt á vexti á bankabókum sem fólk er svo sannarlega búið að greiða skatt aí). Nú vill enginn lengur spara og leggja fyrir, heldur kaupa mál- verk og húsgögn eða fara í sigl- ingar eins og hefur sýnt sig nú í vetur. - Já, hvílík stjórn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.