Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
Fréttir
Þorsteinn Pálsson um samningamálin:
Ekki grundvöllur fýrir
afskiptum ríkisvaldsins
„Við ræddum stöðuna eftir að upp-
stytta varð í viðræðunum og vinnu-
veitendur höfnuðu skammtíma-
samningi. Ég lagði á það áherslu við
báða aðila að viðræður yrðu teknar
upp á nýjan leik sem fyrst. Ég á von
á því að það verði í næstu viku,“
sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra.
í gær átti hann fundi með forystu
Verkamannasambandsins ogforystu
Vinnuveitendasambandsins.
Þorsteinn sagði að ekki væri
grundvöllur fyrir afskiptum ríkis-
stjórnarinnnar af samningaviðræð-
unum. Hann sagði það fyrsta skilyrði
að samningsaðilar kæmu sér að
samningaborðinu.
„Það er fyrsta skilyrði fyrir því að
ríkisvaldiö geti með einhveijum
hætti tengst samningum að aðilar
komi sér saman sjálflr. í öðru lagi
verða þeir að koma sér saman um
niðurstöður sem samrýmast efna-
hagsstefnu ríkisstjómarinnar.
Þessum skilyrðum hefur ekki verið
fullnægt.
Þorsteinn sagði að það hafi verið
góður andi í viðræðunum. Og að
greinilegur vilji væri hjá báóum aðil-
um til að hefja nýjar viðræður.
„Báöir aðilar em að vinna úr erfiðri
stöðu,“ sagði forsætisráðherra.
-sme
Hvert ár halda hádegisgestir heita pottsins í Laugardalslauginni þorrablót eitt veglegt. Að fornum sið er þar bo-
rið fram súrmeti i trogum og mjöður kneyfaður. Á myndinni sjást meðal annarra Jón Einarsson, kaupmaður í
Sunnukjöri, en hann hefur veg og vanda af súrmetisburði, og Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og
súpa þeir félagar hveljur því á gaffli Steingríms er hvalrengisbiti eigi ósúr. DV-myndir GVA
Kaþólskur
biskup
vígður
í dag
Vígsla kaþólska biskupsins á ís-
landi fer fram í dag. John O’Connor,
kardínáli í New York, mun vígja dr.
Alfred Jolson til biskups í Landakoti
kl. 10.30 í dag.
Allt að 70 erlendir gestir verða við-
staddir vígsluna. Dr. Alfred Jolson
sagði í samtali við DV í gær að meö-
al erlendu gestanna væm Virschu-
ern, biskup frá Finnlandi, og Grand,
biskup frá Noregi. Auk þeirra sagði
hann marga aðra erlenda biskupa og
presta koma til landsins vegna vígsl-
unnar.
-JBj
Biskupsvígslan undirbúln. Systir Henrika fægir kaleik sem Pius páfi ellefti
gaf Landakotskirkju við vígslu hennar. DV-mynd GVA
Akranes:
Fluttur á sjúkrahús með reykeitrun
Eldur kom upp í gömlu íbúöarhúsi maður. Þegar slökkvfiiö kom á vett- Eldurinn mun hafa kviknaði í rúm-
á Akranesi í gær. I húsinu em tvær vang var ekki mikfil eldur laus í dýnu. Maðurinn, sem var í íbúðinni
íbúöir og kviknaði eldurinn í íbúð á íbúðinni en umtalsverðan reyk lagði er eldurinn kom upp, var fluttur á
jarðhæð hússins. í íbúðinni var einn frá eldinum. sjúkrahús með reykeitrun. -sme
■
Fulltrúar vinnuveitenda á fundi með forsætisráöherra. Frá vinstri: Ólafur
Ólafsson, Ólafur ísleifsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Þorsteinn
Pálsson, Gunnar Friðriksson og Þórarinn V. Þórarinsson. DV-mynd GVA
Guðmundur J. Guðmundsson:
Lýðræðið er þungt í
vöfum og leiðinlegt
Forysta Verkamannasambandsins
átti fund með forsætisráöherra í
gær. Á fundinum var staðan í samn-
ingamálum rædd. Guðn;undur J.
Guömundsson, formaður VMSÍ,
sagði að farið hefði verið yfir stöðu
mála og að forsætisráðherra hefði
spurt hvað ylli mestri óánægju hjá
Verkamannasambandinu.
„Það er unnið mikið í sjö manna
nefndinni. Það eru komnar tillögur
á blað. Þær verða lagðar fyrir stjóm-
ar- og trúnaðarmannafund á þriðju-
dag og formannafund á miðvikudag.
Lýðræðið er það þungt í vöfuní og
leiðinlegt."
í Þjóðvfijanum í gær deildi Sigurð-
ur T. Sigurðsson, formaður Hlífar í
Hafnarfirði, á forystu VMSÍ. Um þá
gagnrýni sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson: „Sigurði var boöið að
vera með í samninganefndinni, hann
svaraði því engu.
Annars lýsir þetta ákaflega vel
heflindum Þjóðviljans í þessu máli.
Verkamannasambandið stendur í
mjög erfiðum samningum og vitan-
lega eru skiptar skoöanir í hinu og
þessu eins og gengur og alltaf er. Þá
kemur Þjóðvfijinn með fimm dálka
fyrirsögn um ólgu innan VMSÍ. Þetta
er sama rætnin og óþverrahátturinn
og gengur út úr þessu blaði. Þetta á
að vera biað verkalýðshreyfingar.
Vitanlega er hægt að finna menn sem
eru óánægðir með eitthvað. Enda er
Þjóðvfijinn orðinn lélegasta heimild-
arblað um verkalýðsmál sem til er.
Það eru ekki nema heilsugóðir menn
og þeir sem hafa nægan tíma sem
nenna að lesa það,“ sagði Guömund-
ur J. Guðmundsson. -sme
Húsnæðislánaréttindi glatast vegna ógreidds Irfeyris:
Aðeins einn staður af
sex greiddi Irfeyri
„Það er töluvert um það að til okk-
ar komi fólk sem hefur unniö í lengri
eða skemmri tíma á veitingastöðum
án þess að tilskildum lífeyrisgreiðsl-
um eða félagsgjöldum sé skfiað inn,“
sagði Sigurður Guðmundsson, for-
maður Félags starfsfólks í veitinga-
húsum. Það hefur löngum viljað
brenna við að lífeyrisgreiðslum
launafólks sé ekki skfiað inn en
óhætt er að segja að nú sé það orðið
mun alvarlegri hlutur en áður því
réttur fólks tfi húsnæðislána skerðist
verulega af því.
í janúarblaöi Gests, fréttabréfs Fé-
lags starfsfólks á veitingahúsum, er
sagt frá konu einni sem haíði unnið
á 6 vinnustöðum undanfarin þrjú ár
en þegar hún ætlaði að athyga rétt-
indi sín tfi húsnæöislána kom í ljós
að ekki hafði nema einn þessara
vinnustaða greitt í lífeyrissjóð. Því
stóð konan frammi fyrir þvi að hafa
unnið í 36 mánuði án þess að hafa
aflað sér neinna lífeyrissjóðsrétt-
inda. Staðimir voru: Klúbburinn,
Pöbbinn, Duus-hús, Fógetinn, Öl-
keldan og Pizza-húsið.
Aö sögn Sigurðar þá er þetta líklega
mest sláandi dæmi um þessi misferli
en þó fengju þeir mörg svona mál inn
til sín. Hann sagöi að það væri lík-
lega áberandi um hvernig þessi
átvinnurekstur væri að tveir þessara
staða væru hættir og aðrir tveir
hefðu skipt um eigendur. Það væru
hröð umskipti á eigendum og starfs-
fólki og því vandamál sem þetta
líklega algengari í þessari atvinnu-
grein en öðrum.
Sigurður sagði að auðvitað væri
þetta ekkert annað en fjárdráttur og
reynt væri að aöstoða félagsmenn við
innheimtu skuldanna en til þess
þyrftu þeir aö geta lagt fram launa-
seðla. -SMJ