Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. Popp 13 V ian skein sól í æfinga kemúrfýíst’fi'am upp; miö[úm ntánuóiriilm: DV-mynd Kristján'Ari Undir fótum Agnars, byssusmiös á Grettis- götunni, er oft býsna líflegt þessa dagana. Og meira að segja dálítiö hávaöasamt eins og vill veröa þegar liðsmenn rokkhljómsveita æfa sig. Rúmu ári eftir aö hljómsveitin Síðan skein sól var stofnuð er hún vöknuö til lífsins á ný eftir margra mánaöa svefn. „Þaö var einfaldlega endaiaus tímaskortur sem geröi þaö að verkum að Síöan skéin sól hvarf af , sjónarsviðinu í fyrrasumar,“ segir Helgi Bjöms- son söngvari. „Viö sjáum nú fram á bjartari tíð og ætlum að reyna að spila sem oftast og mest, aö minnsta kosti fram á vor.“ Auk Heiga eru í Síðan skein sól þeir Jakob Magnússon bassaleikari, Eyjólfur Jóhannsson gitarleikari og Ingólfur Sigurösson trommari. Ingólfur settist viö settiö í staöinn fyrir Pétur Grétarsson. Hann lék áöur meö Rauðum flötum og Blátt áfram og er aö sögn Helga „ungur, ljós- hærður og geysilega efnilegur." Ungir áheyrendur Síðan skein sól kemúr fyrst fram þann 18. þessa mánaðar í Lækjartungli. En hvaö svo meö fram- haldið? „Okkur langar til aö spila virkilega mikið, setja saman eins konar sýningu og fara meö hana milli staöa,“ segir Helgi Björnsson. „Þaö er ofar- lega á stefnuskránni hjá okkur að reyna aö glæöa áhuga unga fólksins - grunnskólanemanna - á rokktónhst. Við viljum gjarnan ná til þess hóps, komast í skólana tii aö spila fyrir krakkana og svo náttúrlega einnig í félagsmiöstöðvarnar." ÖU dagskrá hljómsveitarinnar Síöan skein sól verður frumsamin. Fjórmenningarnir semja lög- in saman og Helgi sér um textasmíði. Er íslenskir tónhstarmenn gáfu út plötu til styrktar vímu- lausri æsku á síöasta ári átti Síðan skein sól þar eitt lag, Skemmtilega nótt. Er þaö dæmigert fyrir tónlistarstefnu hljómsveitarinnar? „Jaa,“ svarar Helgi hugsi. „Þaö má kannski segja það... Æth Skemmtileg nótt sé ekki dæmi um miðjuna í prógramminu hjá okkur. Ég vil leggja á þaö áherslu," bætir hann viö, „að okkur langar til aö spila virkilega mikið. Ekki einu sinni til tvisvar í viku, vera svo aö- gerðalausir í eina og spila kannski einu sinni þá þarnæstu. Meö slíku móti ná hljómsveitir aldrei almennilega saman og verða virkilega þéttar. Við setj um stefnuna á að verða þétt band! “ -ÁT- Bítlavinafélagiö leítar I íslensk dægurlög sjöunda áratugarins á þriöju plötu sina. Islensku bítlalögin á plast á nýjan leik Bítlavinaféiagiö er ekki dautt úr öUum æðum þótt gítarleikari þess, Stefán Hjörleifsson, stundi nú nám vestanhafs. Þótt félagiö komi ekki fram opinberlega hefur þaö ýmis- legt á pijónunum. Þar á meöal plötu sem væntanlega var hafist handa við í vikunni. „Viö verðum ekki raeð neitt frumsamiö aö þessu sinni. Aöeins gömul íslensk dægurlög - gömlu bítlalögin,“ segir Rafn Jónsson. „Mörg þessara laga eru hætt aö heyrast. Plöturnar eru löngu upp- seldar og flestar ónýtar. Viö ætlum með þessu að koma gömlum úrv- alslögum á framfæri á ný.“ Lögin sem ákveðið hefur veriö að hljóðrita eru Glugginn, Gvendur á Eyrinnni, Kling-klaiig, Ertu með?, Leyndarmál, Það er svo und- arlegt með unga menn, Ég er frjáls, Léttur i lundu, Miðsumarnótt, Dimmar rósir, Vetrarnótt og Skuldir. • „Við ætlum aö hafa lögin fjórtán i aht og eigum þar af leiðandi eftir að velja tvö til viðbótar," segir Rafn. „Þaö kemur jafnvel til greina að taka einhver sem aldrei voru gefm út. Það er þó ekki endanlega ákveöiö." Bítlavinafélagið áformar að láta upprunalegar útsetningar laganna halda sér að mestu. í mesta lagi verða gerðar smávægilegar breyt- ingar á tveimur eða þremur. Auk Rafns Jónssonar eru i Bítla- vinafélaginu þeir Jón Ólafsson, Haraldur Þorsteinsson, Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hjörleifs- son. Þeir sjá aö mestöllu leyti um flutning gömlu bítlalaganna sjálflr nema hvað þeir hafa boöið tveimur gömlum poppstjörnum að koraa fram og syngja sitt lagið hvor. Hvetjar skyldu þessar gömlu popp- stjörnur vera? „Þær vilja ekki láta naflis síns getið,“ svarar Rafn. „Það kemur bara í Ijós þegar platan kemur út. “ -ÁT- n i • •• n / / • Helgarpopp ðtjomuians a nyju Melody Makersplötunni Næsta plata Ziggy Marley and the Melody Makers ætti að hljóma vel. Auk Marleys koma fram á henni systkini hans Stephen, Sharon og Cedella, öll börn reggaekóngsins látna, og hjónin Tina Weymouth og Chris Frantz út Talking Heads sem jafnframt eru upp- tökustjórar plötunnar. Og íleiri mættu til leiks er platan var hljóðrituð ein- hvers staðar á hlýlegri eyju í vetur. Jerry Harrison, gítarleikari Talking Heads, fékk aö spila á píanó í einu lagi. í því syngja systur Tinu úr Tom Tom Club bakradd- ir. Og gamh gítarjálkurinn Keith Richards spilar meira aö segja í einu lagi, Lee and Molly. Hvernig líkaöi þeim hjónum, Tinu og Chris, svo aö vinna með Ziggy Marley og systkinum hans? „Það var ákaflega gaman. Ziggy er raunar mjög góöur söngvari og sýndi okkur fram á hversu vel er hægt að syngja á náttúrlegan hátt - með eðlilegri röddu.-Viö þekkj um slíkan söng einungis af afspurn enda vönust röddinni hans Davids Byrne!“ Tina Weymo- uth og Chris Frantz ásamt Ziggy Marley sem ku vera farinn að hljóma ákaf- lega líkt og faðirhans, Bob Marley, gerði. Rod Stewart til Kína Rod Stewart ætlar að hefja næstu hljómleikaferö sína um heiminn í Kína. Minna dugir ekki á þessum síöustu og verstu tímum. Hann áformar aö spila í Kína í apríl. Ste.wart hefur að undanförnu unn- iö að nýrri plötu. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Andy Taylor, sem eitt sinn lék í hljómsveit sem kallast Duran Duran eöa eitthvaö svoleiöis, Tony Thompson trommuleikari og Bernard Edwards bassisti. Tveir þeir síöarnefndu léku saman í Chic og Tony og Andy spiluðu með Power Station. Ný smáskífa með Stewart er vænt- anleg á hverri stundu en hvað á sú stóraaöheita? „Þaö hef ég ekki hugmynd um,“ svarar sá rámi. „Kannski Afsakiö fortíö mína (Pardon My Past).“ Rod Stewart og fjölskylda - Kelly Emberg og Ruby Rachel Stewart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.