Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 6. FEBRUAR 1988.
Sérstæð sakamál
Svo eignaðist hann nýja vin;
konu sem var miklu yngri
Michael Klaus við hlið móður sinnar. Siegelinde Zants í handjárnum.
í þrjú ár hafði Michael Klaus, sem
var aðeins nítján ára, verið elskhugi
Siegelinde Zants en hún var gift og
tuttugu og einu ár! eldri en hann. Svo
gerðist það að Michael varð ástfang-
inn af stúlku sem var tveimur árum
yngri en hann.
Uppgjörið
„Eg elska Christine og get ekki
verið án hennar. Svo ert þú líka of
gömul fyrir mig.“ Þannig skýrði
Michael Siegehnde frá því að hann
væri búinn að finna stúlku sem hann
tæki fram yfir hana og vildi gjaman
kvænast.
Þessi orð fengu mikið á Siegelinde.
Hún fylltist afbrýöisemi út í ungu
stúlkuna, Christine Doppler, sem var
tuttugu og þremur árum yngri en
hún sjálf en Siegelinde stóð á fer-
tugu. Því grátbaö hún Michael að
láta Christine lönd og leið og halda
sambandinu við sig. En Michael
Klaus var búinn að taka sína ákvörð-
un og honum varö ekki haggað.
örlagaríkar afleiðingar
Staðfesta Michaels átti hins vegar
eftir að hafa skelfilegar afleiðingar
'cUil?
fyrir Christine Doppler. Harmleikur-
inn gerðist i bænum Andrá-Wördern
í Austurríki og varð mikið umræðu-
efni nágranna Zantsfjölskyldunnar.
Siegelinde var gift Harald Zants
sjónvarpstæknifræðingi. Hann var
fjörutíu og tveggja ára eða tveimur
árum eldri en kona hans en hann var
með krabbamein. Og sjúkdómurinn
hafði gert honum ókleift að uppfylla
sumar af skyldum eiginmannsins.
Fram til þess tíma er hann veiktist
hafði hjónabandið þó verið ágætt.
Leitaði því annað
Siegelinde var hins vegar blóðheit
og því greip hún tækifærið er Micha-
el Klaus kom í heimsókn, þá aðeins
sextán ára. Þá tældi hún hann upp í
rúm með sér og næstu þrjú árin var
hann elskhugi hennar. Það var mað-
ur Siegelinde, Harald, sem bauð
Michael fyrst heim en ungi pilturinn
var fjarskiptaáhugamaður eins og
hann.
Siegelinde dáði Michael. Hann var
gæddur góðri kímnigáfu og Siege-
linde fannst hann oft minna sig á
mann sinn áður en hann veiktist en
eftir það hafði hann að mestu dregiö
sig í hlé og umgekkst fáa.
Gaf honum gjafir
Siegelinde var svo ánægð með sam-
band sitt og Michaels að hún færði
honum margar góðar gjafir. Hún
hafði líka vel efni á því því Zants-
hjónin voru allvel stæð. Það mátti
þakka dugnaði Haralds fyrr á árum.
í þijú ár var Siegelinde glöð og
ánægð. Michael gaf henni það sem
hana skorti.
Svo kom kvöldið sem átti eftir að
breyta svo miklu, bæði fyrir hana
og Christine Doppler.
Ást við fyrstu sýn
Michael hitti Christine á diskóteki
og hann varð þegar í stað ástfanginn
af henni.
Honum tókst að halda því lengi
leyndu fyrir Siegelinde að hann var
búinn að eignast unga vinkonu og
þegar Siegelinde komst að því sagði
hún: „Þú verður að hætta við þessa
ungu dömu.“ Það var Michael hins
vegar ekki reiðubúinn að gera eins
og fyrr sagði.
Dauðadómur
Þegar Michael neitaði að hætta að
vera með Christine undirritaði hann
í raunar dauðadóminn yfir henni, þó
að sjálfsögðu án þess að hafa hug-
mynd um það. Siegelinde gat ekki
sætt sig viö að verða að sjá.af elsk-
huga sínum því henni fannst hann
hafa gefið sér nýjan tilgang í lífinu.
Er hún hafði velt því fyrir sér fram
og aftur í afbrýðisemi hvað hún ætti
til bragðs að taka ákvað hún að ryðja
keppinaut sínum um ást Michaels
úr vegi. Þá hafði hún þó aldrei séð
Christine.
Afbrýðisemin eykst enn
Hafi veriö einhver von til þess á
þessu stigi málsins að Siegelinde átt-
aði sig og hætti við að framkvæma
áætlun sína varð hún að engu er hún
sá Christine Doppler. Afbrýðisemin
jókst þá um allan helming því Christ-
ine var ekki bara ung heldur lagleg
og hafði aðlaðandi framkomu.
Ekki leið á löngu þar til Siegelinde
fór að fylgjast með ferðum ungu
stúlkunnar og þar kom að hún var
búin aö fá allgóða mynd af venjum
hennar.
Heimsókn
Morgun einn kom Siegelinde heim
til Christine sem hún hafði þá kynnst
og sagði: „Komdu, Christine, ég skal
aka þér í vinnuna."
Christine grunaöi ekki að hætta
væri á ferðum og fór út í bílinn.
Hvernig gat líka verið hættulegt að
setjast inn í bíl hjá frænku Michaels.
Að vísu var Siegelinde það ekki en
það var Michael sem hafði kynnt þær
og haföi hann þá sagt aö Siegelinde
væri frænka sín.
Ók með hana heim til sín
Siegeline Zants ók ekki með Christ-
ine til snyrtistofunnar sem hún vann
á heldur heim til sín. Þar hafði hún
undirbúið allt. Harald var ekki
heima því hann hafði verið lagður
inn á sjúkrahús til enn einnar með-
ferðar.
Á bak við húsið haföi húsmóðirin
fertuga grafið gröf sem átti að verða
síðasti hvílustaður unga keppinaut-
arins.
Ótti vaknar
Er Christine hafði verið í húsi
Zantshjónanna í nokkra stund varö