Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. Fréttir ___ Eggja- og kjúklingainnflutningur ekki leyfður: ..Eitthvað verðum við að framleiða sjálfir“ - segir landbúnaðarráðherra „Það hljóta að vera takmörk fyr- ir því hve lengi þjóðfélagiö getur sagt að þaö sé ódýrara að flytja inn vörur heldur en að framleiða þær hér. Einhver verðmæti verðum við að framleiða sjálfir,“ sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra en nú liggja fyrir hjá ráöuneyti 'tvær beiönir um að fá að flytja inn egg. Annarsvegar frá Landssambandi bakarameistara og hins vegar frá Hagkaupi sem reyndar biöur einn- ig um að fá að flytja inn kjúklinga. Ráðherra sagðist hafa beðið um álit viðskiptaráðuneytisins á þess- um innflutningi enda vildi hann ekki liggja undir ámæh um að fella órökstuddan dóm í málinu. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa mikla trú á því að þessi innflutningur- yrði leyfður því ákvörðun sem slik væri; „... ákvörðun um að leggja þannig búskap niöur hér og ég vil ekki taka slíka ákvöröun." Innan ríkisstjórnarinnar viröast vera andstæð sjónarmið í þessu máli og sagði t.d. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra að hann teldi ekki rétt að staðiö meö því að færa þessar greinar, eggja- og kjúklingá- framleiðslu, undir búvöruiög. Þá hafa bæði forsætis- og iðnaðarráð- herra sagst vera andstæðir þessu. Tveir flokkar af þrem virðast þvi vera andstæðir verðstýringu á þessum vörum. ■ Jón Helgason tók undir það aö ágreiningur væri um þessi mál þó fráleitt væri að ætla að það heföi einhver grundvallandi áhrif á stjórnarsamstarfið. „í stjórninni eru mismunandi sjónarmið um þessi mál, á því er engin vafi,“ sagði . landbúnaðarráöherra. Verðstríðið skilaði sér ekki til neytenda „Það verð sem nú er á þessum vörum er það verð sem hinn frjálsi markaður skapaði. Það verð breyt- ist ekkert við setningu reglugerð- arinnar." Ráðherra bætti því við að það væri sjónarmið sem þyrfti að koma fram að verslanir hefðu boðið verðið niöur fyrir bændum á meöan veröstríðið hefði geisað á eggja- og kjúklingamarkaðnum. En þó að verðið til framleiðenda lækk- . að mikið þá hefði það ekki sést í verði til neytenda. „Ég er hræddur um að kaupmenn hafi fleytt rjóm- ann af verðstríðinu." Ráðherra bætti við; að þó að þeir sem vildu nú innflutning gætu haldið á lofti lágu verði erlendis frá þá væru þaö að mörgu leyti falskar tölur. Það vaeri í raun ekki hægt að tala um heimsmarkaðsverö á landbúnaðarvörum þvi yfirleitt væru þessar vörur greiddar niöur af viðkomandi ríkisstjórnum með einum eða öðrum hætti. -SMJ Bruninn að Uppsölum: Landbúnaðanáðhena um vanda loðdývabænda: fjÆHa í má! við þá,“ segir Hátfdán Olafsson bóndi oddvitann í Súðavík að þeir tækju allar mínar persónulegu eignir út úr húsinu og geymdu þær fyrir mig meðan ég ætti í þessum veikindum mínum. Því lofuðu þeir en sviku síð- an. Ég sendi einn mann frá mér til að fara með þeim og taka mína hluti en hann hafði ekki við þeim að bera út, svo mikið lá á að kveikja í hús- inu,“ sagði Hálfdán. - Voru einhverjir dýrmætir hlutir þar á meðal? „Já, það voru allir mínir persónu- legu hlutir, sjónvarpið mitt og einn hlutur sem mér þótti vænt um en það var málverk sirka, 40x70 sm, eftir Jóhannes Kjarval. Þetta málverk, sem var hraunmynd, gaf Jóhannes mér sjálfur þegar ég var ungur en þá hjálpaði ég honum oft. Allar mín- ar eigur voru vel pakkaðar inn og tilbúnar til flutnings en þegar að þvi kom að sækja þær þá mátti enginn > vera að því að ná í þær inn í húsiö. Það lá svo mikið á að kveikja í.“ Hefur þú rætt þetta mál viö sveitar- stjórann í Súðavík? „Já, ég hef gert það og þegar ég sagði honum að ég væri búinn að fá mér lögfræðing varö hann eins og kvikindi. Þeir verða aö bæta mér þetta upp og ég ætla í mál við þá,“ sagöi Hálfdán. ■ Næstu daga mun Hálfdán halda til Reykjavíkur þar sem hann verður lagður inn á Landspítalann en síðan mun hann fara til Hveragerðis þar sem hann ætlar að reyna aö ná heils- unni. „Ég þarf bara aö megra mig þá er ég sloppinn yfir þessi veikindi mín. Ætli ég'komi ekki vestur aftur með vorinu og þá aftur aö Uppsölum og þar mun ég byggja upp. Þar á ég heima,“ sagöi Hálfdán Olafsson að lokum. Sguijón J. Sgurösson, DV, ísafirði: Fyrir stuttu var bærinn Uppsalir í Seyðisfirði við ísafiarðardjúp brenndur samkvæmt ákvörðun heil- brigðisnefndar Norður-ísafiarðar- sýslu, sveitarstjórans og oddvita sveitarstjórnar í Súðavík. Hálfdán Ólafsson, bóndi að Uppsölum, sagði í samtali við fréttamann DV á ísafirði aö þessi bruni hefði verið fram- kvæmdur í leyfisleysi. Hann hefði aldrei gefiö leyfi til þessara hluta. „Þegar, ég sá að þeir ætluöu að framkvæma-þessa ákvörðun sína fór ég þess á leit við sveitarstjórann og Hálfdán Olafsson - Uppsalir I baksýn. DV-mynd GVA Malverk eftir Kjaival eyðilagðist í eldinum Halldór til Washington: Viðræður um vísindanefnd hvatveiðiráðsins Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra hefur þegiö boð banda- rískra sfiómvalda um viðræður í Washington dagana 8.-9. febrúar um starfshætti vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins. Sjávarútvegsráð- herra heldur utan á mánudag og hittir hann að máli sama dag C. Will- iam Verity jr., viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Nákvæmur fundar- staður eða fundartími er enn ekki ákveöinn. í för með Halldóri Ásgrímssyni verða Hermann Sveinbjömsson, að- stoöarmaöur sjávarútvegsráðherra, Kjartan S. Júlíusson deildarstjóri, Helgi Ágústsson skrifstofustjóri, Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur og Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur. Þeir munu halda heim fimmtudaginn 11. febrúar. -JBj Verður að finna varanlega lausn Starfshópur hefur nú verið starf- eingöngu á refarækt sér til lífsviö- - andi um nokkurn tima til að ræða urværis. Þaö munu vera þessir vandaloðdýrabændaogþásérstak- bændur sem helst eiga við vanda lega refabænda. Að sögn Jóns aöetja. Helgasonar landbúnaðarráðherra Aöspurður um hvort byggðar- er niðurstööu og ákvörðunar að sjónarmið hefðu ráðiö of miklu vænta fljótlega eftir helgi. En sagði Jón að ekki væri það alls hvemig á að leysa þennan vanda? kostar rétt. „Þó að það sé dýrara „Það hlýtur að vera ætlunin að aö keyra einhverja leið þá hlýtur sefianúnaþápeningaíþettaaðþað það ávallt að vera hagkvæmara þurfi ekki frekari stuðningur að fyrir fóðurstöð að sefja fleiri við- komatil. Auðvitaðveitmaðuraldr- skiptavinum.“ ei hve lengi þær ráðstafanir, sem Reyndar hefur formaður sam- gripiö verður til, duga en það er taka fóðurstöðva, Reynir Barðdal, vonandi að menn haldi út núna,“ sagt þaö hér í DV að loðdýrafram- sagði landbúnaöarráðherra og leiðslan sé -of dreifö um landiö og bætti við að þaö ætti að finna var- dreifingarkostnaöur á fóðri allt of anlega lausn með' þvi að draga úr mikill. framleiðslukostnaöinum og gera' Um vanda fóðurstöðvanna sagði framleiðsluna betri. Hann sagði að ráðherra að í upphafi hefði verið enn væri ekki komin niðurstaða á of lítið eigið fé hjá stöðvunum og þaö hve mikla aðstoð þyrfti né til því væri fiármagnskostnaöur mik- hve margra - en þörfin beindist ill. Lausn é vanda þeirra hlyti að eingöngu að refarækt. fylgja öðrum lausnum í þessu máli. I upphafi var refarækt aðeins Ráðherra kvaðst vera bjartsýnn hugsuö sem aukabúgrein og þá sem á að bændur næðu tökum á skinna- nýr valkostur fyrir þá sem vildu framleiöslu í framtíðinni en stór minnkaviösigíhefbundnumland- hluti af vanda okkar er einmitt búnaöi. Síðan geröist þaö, sam- fólginn í því að gæöi skinna sem kvæmt vifia loðdýrabænda, aö framleidd eru hér eru ekki sem sögn ráðherra, aö búin fóru að skyldi. verða stærri og menn aö treysta -SMJ íslendingar drekka meira Meðaláfengisneysla íslendinga í prósentum var aukning í neyslu jókst um 3% í hreinum vínanda á sterkra vína 2,9%. Neysla léttra vín árinu 1987. Aukningin var öll í sterk- minnkaöi um 1,5%. um vínum. íslendingar 15 ára ogeldri Sígarettureykingar jukust um 1,7% drukku áð meðaltali 8,8 lítra af á árinu 1987 miðaö við áriö 1986. sterkuvíni. Af léttu víni var neyslan Vindlareykingar voru að meöaltali aö meöaltali.9,14 lítrar. Af hreinum þær sömu 1986 og 1987. Píputóbak vínandavarmeðalneyslan3,441ítrar. seldist mun minna í fyrra en árið á 1986 var meðalneyslan af hreinum undan. Breytingin á milli áranna var vínanda 3,34 lítrar. mínus 22%. -Sme Lestað fyrir Rússlandsmarkað Flutningaskipið Keflavik lestaði 3224 tonn af sild á Rússlandsmarkað á dögunum. Lítið hefur farið af saltsíldinni ennþá en fleiri skip eru væntanleg á næstunni til að taka síld. JI-DV-mynd Ragnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.