Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. 15 Mér er til efs að óvinsælli maður finnist í hugum íslendinga en Vikt- or Kortsnoj. Þegar þetta er skrifaö liggja úrslit einvigisins ekki ennþá fyrir en ekki fer á milli mála að Kortsnoj hefur haft óstöðvandi hiksta alla vikuna eftir að honum tókst að klóra í bakkann og jafna stöðuna þegar Jóhann átti það eitt eftir að innbyrða sigurinn i fimmtu skákinni. Islendingar hugsuðu honum þegjandi þörfina, ekki síst eftir aö það spurðist að Kortsnoj beitti bolabrögðum til að taka Jó- hahn á taugum. Hann virti ekki leikreglur. Það skipast fljótt veður í lofti á barómeter vinsældanna. Viktor Kortsnoj hefur lengi verið þekktur og vel látinn á íslandi eftir að hann lét til skarar skríða gegn Sovét- stjóminni og barðist fyrir frelsi sínu með þijósku Jóns Hreggviðs- sonar. íslendingar tóku upp þykkj- una fyrir kappann, enda þekktir fyrir að halda með minnimáttar, og það þótti mannsbragur á karli þegar hann bauð ofstjórninni byrg- inn og hafði betur. Kortsnoj átti hug og hjarta íslendinga þegar hann tefldi gegn Karpov héma um árið og þraukaði fram á síðustu skák. Ég man ekki betur en Kortsnoj hafi haldið því fram að fylgismenn Karpovs siguðu á sig illum öndum í gegnum dáleiðanda sem sat úti í sal og starði úr honum alla rökrétta hugsun. Það var þá sem hann sótti Petm sína til að trufla dáleiðsluna og þau skötuhjú- in háðu sameiginlega taugastríð gegn transinum og öndunum sem sovéskir landar þeirra særðu fram honum til höfuðs. íslensk sérgrein En nú fer fram nýtt einvígi á nýjum stað og Kortsnoj er enn ekki búinn að gefa upp vonina um heimsmeistaratitilinn þótt aldur- inn færist yfir og æskuþrótturinn dofni. Honum líkar illa þegar óþekktur unglingur frá íslandi set- ur óvænt strik í reikninginn og stendur uppi í hárinu á meistaran- um. Hvað á þá til bragðs að taka annað en beita þeim ráðum sem hann hefur lært af langri reynslu - taka stráksa á taugum, trufla ein- beitinguna, reykja framan í hann? - meðan þeir setja ekki upp skilti með reykingar bannaðar eða giröa keppinautana af eins og þeir eru famir að gera í briddsinu. Og svo gekk hann um gólf og drap í síga- rettunni á handarbakinu á Jóhanni - eða svo gott sem - og Friörik greip til þess ráðs að kæra Kortsnoj, enda fræg sérgrein hér á landi að kæra alla þá sem sigra ef ske kynni að hægt sé að vinna hjá dómstólunum það sem tapast á vígvellinum. Einhveijum datt í hug að senda Jóhanni hákarl og svæla karlinn frá skákborðinu eða þá að ráð- leggja Jóhanni að éta hvitlauk ómældan! En Jóhann er víst of kurteis til að kunna bellibrögðin. Hann er ekki búinn að tefla nógu lengi til að vita að svona keppni gengur ekki út á það eitt að færa til mennina á reitunum. Á toppn- um em engin grið gefin og þar er einskis svifist til að hafa það fram sem mestu máli skiptir: vinning- inn. Reyndar þarf ekki toppinn til. Hvaö skyldu margar deilur hafa risið í hraðskákum fyrr og síðar þar sem allt hefur farið í bál og brand og menn hafa hrópað: Hreyfður maður er færður maður! Jafnvel snertur maður er hreyfður maður og enginn botn hefur fengist í skákina vegna þess að hvorugur getur játað sig sigraðan þegar ekki er.farið eftir leikreglum. Og hveijar eru leikreglumar? í handboltanum ætlaöi allt vit- laust að verða hér á landi í fyrra eða hittifyrra þegar Júgóslafar vom sakaðir um að kippa fótunum undan hornamönnunum þegar þeir flugu inn af línunni. Eg er ekki viss um að Júgóslöfum hafi nokkurn tíma borist það til eyrna að föðurlandsástin hafi gert íslend- inga hálfbijálaða yfir þessu fólsku- bragði, hvað þá allir dómararnir sem vísvitandi hafa dæmt sigrana af okkar mönnum þegar engar aðr- ar skýringar voru á ósigrum og áföllum. Leikreglurnar eru nefni- lega ekki alltaf skráðar niður þegar keppendur standa frammi fyrir því að tapa á því að taka þær of bókstaf- lega.. Of mikil séntilmennska í boltanum í gamla daga þótti það óbrigðult ráð að byija á því í upp- hafi leiks að láta finna vel fyrir sér, eins og það heitir á íþrótta- máh. Það að láta finna fyrir sér felst aðallega í því að bijóta duglega á andstæðingnum svo hann verði hræddur. Það er liður í taugastríð- inu að hræða líftóruna úr andstæð- ingnum svo hann viti hvar Davíð keypti ölið. Muhammed Ali var vanur að taka keppinauta sína á ta'ugum með kokhreysti og svívirð- ingum áöur en boxið hófst og ég man eftir einum íslenskum hnefa- leikamanni sem þótti bera af öörum. Gallinn var bara sá að hann vann aldrei lotu vegna þess að hann kunni ekki við að lemja keppinautaha í rot vegna góðsemi sinnar og prúðmennsku. Þeir þóttu bestir sem höfðu vit á því að slá hina kalda með höggum fyrir neð- an beltisstað. Hnefaleikarnir voru íþrótt þar sem allt var leyfilegt, nema það að vera kurteis viö and- stæðinginn, enda bannaði Alþingi þetta sport þegar kröfumar jukust um séntilmennsku. Síðan hafa ís- lenskir slagsmálahundar mátt berja hver á öðrum fríhendis, án dón\ára, og ekki haft áhyggjur af leikreglum. Þaö hefur lengi verið til siðs í hinum göfugustu íþróttum að taka þá menn á taugum sem liggja vel við höggi, ýmist ef þeir eru veik- burða, þá er þeim troðið um tær, eða ef þeir eru skapbráðir, þá eru þeir æstir upp. Sumum er laus höndin og aðrir brúka munn og þá er gengið á það lagið að stríða manninum og angra þangað til hann missir stjórn á skapi sínu og slær til baka. Þar með er honum vísað af leikvelli og tilganginum náð. Eftirleikurinn er auðveldur. Margar sögur eru til af því að kapplið, sem gista á erlendum hót- elum, fá ekki nætursvefn vegna skipulagðra óláta úti fyrir og í haust varð það frægt að endemum þegar skoska knattspyrnufélagið Glasgow Rangers minnkaöi völl sinn um tvo metra á breiddina þeg- ar það fékk Dynamo Kiev í heim- sókn. Aumingja Rússarnir gerðu ekki annað en að sparka út af þeg- ar þeir voru í góðri trú að senda knöttinn út á kantinn sem hafði verið færður til í húmi næturinnar. Óskráðar leikreglur Já, hreyíður maður er .færður maöur, segir leikreglan, enda þótt ekki séu allir tilbúnir að fara eftir henni Og þarf raunar ekki íþrótt- imar til. Þeir þjófstörtuöu á Vest- fjörðum með kjarasamninga, segir Verkamannasambandið sunnan heiða, færðu til mann og vinnuveit- endur segja: hreyfður maður er færður maður, og heimta sams konar samninga. Þetta var bara fingurbijótur, segir jakinn og boð- ar yfirvinnuverkfall ofan í kjara- viðræðumar án þess aö fara eftir þeim leikreglum að kynna verk- falliö fyrirfram. Hann viðurkennir ekki regluna um hreyföa manninn og tekur í nefið framan í viösemj- endur sína sem sennilega er þó saklausara heldur en tóbaks- reykingarnar hjá Kortsnoj. Vinnu- veitendur eiga næsta leik og haga sér þá væntanlega samkvæmt þeirri óskráðu leikreglu að í kjara- viðræðum kemur auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Þar gengur allt út á taugastríðið eins og hjá Kortsnoj. Alls staðar í þjóðfélaginu ganga menn á lagið og brjóta leikreglur eins og þeim hentar. Sums staðar þykir það besta frammistaðan þeg- ar einhverjum tekst að læðast að andstæðingnum, koma honum í opna skjöldu eða svína á honum. í briddsinu er það meira að segja ein höfuðsnilldin í spilinu að svína rétt! Hvað um stjórnmálin, verslunina og menningarmafíuna? Skyldi ekki vera hægt að benda á ýmsa Kortsnojana á þeim vettvangi og mætti kannski ekki kæra ýmis bolabrögðin á bæjunum þeim ef grannt er skoðað? Bakarar hækka veröið á brauðunum í skjóh matar- skattsins og ríkisstjórnin fækkar undanþágum frá söluskatti með því loforði að lækka skattinn um leið. En þegar á reynir segja þeir að lækkunin borgi sig ekki og leik- reglurnar eru látnar lönd og leið. Leikregla leikbrellunnar heitir þetta víst. Mórallinn í menningárlífinu aflífa þeir hver annan með köldu blóði ef listin er ekki í samræmi við læröu list- fræðina og stundum þarf ekki listfræðina til. Öfundin og afbrýði- semin duga vel þegar menn mega ekki njóta sannmælis. Hvergi munu þeir víst reykja meira hver upp í annan heldur en í menning- unni og listunum. Og hvaða leikreglur skyldu gilda í bankaviðskiptunum þegar skuldunautarnir eru komnir uppá náð og miskunn bankastjóranna sem hafa líf manna í hendi sér með einu jái eða neii. Þar ganga leik- reglumar út á vinskap og pólitík og aðstöðu og enginn Friðrik til að kæra framferðið þegar þeir fá af- svörin sem ekki eru í náðinni. Og í pólitíkinni eru þeir fyrirferðar- mestir sem stunda fyrirgreiðsluna og enginn veit um leikreglurnar nema þeir sem njóta þeirra. Hvaða leikreglur eru það þegar menn era beittir þvingunum og hótunum, hvaða leikreglur eru það þegar sumir komast upp með svindl og pretti og hvaða leikreglur eru það þegar ríkisendurskoðun fær ekki leyfi til að skoða hvort einn milljarður króna í niður- greiddan lækniskostnað fær stað- ist? Þær leikreglur eru nú tíðkaðar að leyfa almenningi aö greiða keis- aranum það sem keisarans er en banna honum að fylgjast með því hvernig keisarinn ver fénu. Ríkis- valdið getur byggt flugstöð fyrir milljarð fram yfir áætlun, bygging- arnefnd listasafnsins fer hundrað milljón krónur fram úr fjárveit- ingu og svo kemur menntamála- ráðherra og segist blása á alla krítik - bara svona til að láta þjóð- ina vita að henni komi það alls ekki hætis hót við hvort opinberir aðilar bruðla með almannafé eða ekki. Þetta er mórallinn. En af því Jóhann Hjartarson er þjóðhetja og Kortsnoj er vondur karl þá rís þjóðin upp og fordæmir prakkarastrik og bolabrögð þegar menn fara ekki eftir settum leik- reglum. Það er ekki sama hver á í hlut. Þjóðernisstoltið sameinast í hneykslan sinni á útlenskum skúrkum sem reykja framan í ís- lendinga þegar þeir mega síst viö því - ég líka. Svona er maður nú afstæður og hlutdrægur og er þá nema von að leikreglumar breyti um lit og umfang eftir því hvér á í hlut? Er nema von að siöferðið sé tvöfalt í mannlegum samskiptum þegar það skiptir máli hvort maður hefur svart eða hvítt? Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.