Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
Veröld vísindaima
Tveir starfsmenn rannsóknarstofu í Banda-
ríkjunum hafa smitast af eyöni. Þeir unnu báöir
við rannsóknir á eyöniveirunni viö aðstæður
sem taldar voru öruggar. Þetta eru fyrstu dæm-
in um eyðnismit í rannsóknarstofum.
Talið er útilokað að þessir menn hafi getað
smitast utan rannsóknarstofunnar enda ekki
úr svokölluðum áhættuhópum. Þeir unnu við
að rækta veiruna í stórum stíl svo nóg væri af
sýnum til tilrauna með bóluefni.
Ekki hefur verið gefið upp hvar umrædd
rannsóknarstofa er og nöfn mannanna ekki
heldur. í rannsóknarstofunni er fariö eftir mjög
ströngum öryggiskröfum. Loftþrýstingur í hús-
inu er jafnaður til að forðast dragsúg og starfs-
menn nota viðurkennd hlífðarfot.
Ekki er vitað til að vikiö hafi veriö frá örygg-
iskröfum. Þeir sýktu minnast þess ekki að slys
hafi orðið þannig að veiran hafi átt greiöa leið
í blóð þeirra. Hins vegar er viðurkennt að leki
kom oft fram í tækjunum sem veiran var með-
höndiuð í.
Sérstök skilvinda var notuð til að skilja veir-
urnar frá vökvanum sem þær ólust upp í. Þetta
verkfæri reyndist gallagripur og lak oft. Þá eru
í rannsóknarstofunni notaðir hanskar sem ekki
veita fullkomna vörn. Það á þó ekki að koma
að sök nema sár sé á höndum þeirra sem nota
þá. Þannig var oftar en einu sinni ástatt um
þá sem sýktust.
Nú er unnið að því að auka öryggið í banda-
rískum rannsóknarstofum þar sem eyðniveirur
eru geymdar. Hættan á smiti er eftir sem áður
talin aJFar lítil. Sýnin sem þeir sýktu unnu við
voru með mun fleiri veirum en almennt er um
slík sýni þannig að áhættan hjá þeim var
óvenjumikil.
Enn hafa engin merki um eyðni komið fram
hjá þeim sem sýktust. Talið er að 20 til 30%
þeirra sem ganga meö veiruna fái einkenni
veikinnar innan fimm ára.
Mikill gróði
hjá tölvu-
fyrirtækjum
Apple tölvufyrirtækið hefur gefiö
út að hagnaður þess á síðustu þrem
mánuðum ársins 1987 hafi verið
108%. Sala á tölvum frá Apple jókst
verulega og hefur hlutur fyrirtæk-
isins á tölvumarkaðnum aldrei
verið stærri.
Þá hafa stjómendur fyrirtækis-
ins sagt að salan hafi farið stöðugt
vaxandi eftir því sem leið á árið.
Hagnaðurinn á sí.ðasta ári bendir
til að arður af hlutafé í fyrirtækinu
geti numið 90%.
Fleiri tölvufyrirtæki hafa sent frá
sér fréttir um hagnað. Eitt þeirra
er Unisys sem rekið var með tapi
á árinu 1986 en skilaði töluverðum
hagnaði á síöasta ári.
Eiie Wiesel víll bæta samstöðu
félaga sinna.
Vandamálastofíi-
un nóbelshafa
Fjöldi nóbelsverðlaunahafa
kom fyrir skömmu saman í París
til að ræða skipan stofnunar sem
gæti orðið þjóðum heims til ráð-
gjafar á tímum erfiðleika. Það var
friðarverðlaunahafinn Elie Wiesel
sem boðaði tíi fundarins. Til fund-
arins komu 76 félagar iians úr
ýmsum greinum og hafa þeir
ákveðið að ræða málið á fleiri fund-
um.
Stofnuninni er öðru fremur ætlað
að álykta um siðfræðileg álitamál.
Meðal þeirra vahdamála sem nefnd
hafa verið eru eyðni, skuldir van-
þróaðra ríkja, glæpir gegn mann-
kyninu og hagnýting nýrrar tækni.
Hjá Lockheed er nu verið að smiða nýja útgáfu at þessu verkfæri.
Ný njósnavél frá Lockheed
Sögur ganga nú um að hjá
Lockheed flugvélaverksmiðjunum
sé nú unnið að gerð nýrrar njósna-
flugvélar. Hún á að vera mjög
háfleyg og hraöskreið. Þá á hún að
komast óséð framhjá varnarkerf-
um óvinarins.
Lockheed hefur áður smíðaö
njósnavélina SR-71 Blackbird en
þessi á að vera sýnu fullkomnari.
Henni er að sögn ætlað að ná yfir
6000 kílómetra hraða og hún á að
geta flogið í 30.000 metra hæð.
Fylgitungl Plútós inn-
an lofthjúpsins
Nýjustu rannsóknir á reiki-
stjörnunni Plútó benda til að fylgi-
tunglið Karon gangi á braut innan
lofthjúps stjörnunnar. Mælingar
sýna að tunglið er í aðeins 30 kíló-
metra fjarlægð frá yfirborði stjörn-
unnar. Þetta hefur gefið stjam-
fræöingum tilefni til að álykta að
um tvöfalda stjörnu sé aö ræða.
Lofthjúpur Plútós er aöallega úr
metani. Samkvæmt nýjustu mæl-
ingum nær hjúpurinn vel út fyrir
Karon. Ef rétt teynist þá er þetta
eina dæmið um tvöfalda stjörnu í
sóikerfi okkar..
Jarðýta jafnar eyðimerkursandinn
undir bilastæði.
Pýramítamir
endurbættir
Nú stendur fyrir dyrum að verja
sem svarar um 650 milljónum ís-
lenskra króna til viögerða á
pýramítunum í Egyptalandi.
Egyptar hafa dijúgar tekjur af
ferðamönnum sem koma til aö
skoða þessi undur og nú ætla þeir
að hressa ofurlítið upp á þá. Vinna
er hafin og auk viðgerðanna á að
bæta aðstöðu fyrir ferðamenn, t.d.
með gerð bílastæðis.
Atta Evrópuríki vinna
saman að stjömuskoðun
Eftir áratug eöa svo er áætlað að
nýr og óhemjuöflugur stjörnusjón-
aúki verði kominn í gagnið í Chile.
Ef allt fer að óskum verður sjón-
aukinn sterkari en 20 öflugustú
stjörnusjónaukarnir, sem nú eru í
notkun, til samans. Það vekur
einnig athygh að stjórnstöðin fyrir
hann verður í Þýskalandi.
Með sjónaukanum verður unnt
að sjá 18 milljarða ljósára út í geim-
inn. Því má líkja við að skyggnst
sé jafnmörg ár inn í fortíðina en
það er kenning vísindamanna að
alheimurinn sé lítillega eldri.
Aldrei ský á lofti
Átta Evrópuríki standa saman að
smíði sjónaukans. Honum er ætl-
aður staður á fjallstoppi í Atacama
eyðimörkinni í Chile. Þar er úr-
koma mjög fátíð og himinninn
heiöur svo árum skiptir. Þetta er
ódýrari kostur en að koma honum
fyrir á braut um jörðu.
Þaö eru Belgar, Danir, Frakkar,
ítalir, Hollendingar, Svíar, Sviss-
lendingar og Vestur-Þjóðveijar
sem leggja ijármuni í áætlunina en
hún kostar vel á áttunda milljarð
króna.
Sjónaukinn er gerður úr fjórum
spegildiskum sem hver er 8 metrar
í þvermál. Hver spegill getur safn-
að saman meira ljósi en speglar
stærstu sjónauka sem nú eru not-
aöir. Hægt verður að nota sjónau-
kann til að.sinna fjórum aöskildum
verkefnum í einu eöa láta alla
speglana vinna saman. Ef þeir eru
samstilltir jafngilda þeir einum
spegli sem er 16 metrar í þvermál.
Tölva í Þýskalandi sér um að sam-
hæfa speglana.
Öflugasti sjónaukinn, sem nú er
í notkun, er í Kákasus í Sovétríkj-
unum. Sá er sex metrar í þvermál
og Bandaríkjamenn vinna nú að
smíði spegilsjónauka með spegli
sem er tíu metrar í þvermál.
Stjómstöð sjónaukans í Þýska-
landi hefur þegar verið komið á fót
og gerðar hafa verið tilraunir með
að stýra þaðan litlum sjónauka í
Chile. Tilraunin tókst vel enda er
notuð sama tækni og gefist hefur
vel við stjórn gervitungla á braut
um jörðu.
Vonir standa til að með sjónauk-
anum verði hægt að auka verulega
þekkingu manna á himingeimnum.
Einkum er ætlunin að leita sann-
ana fyrir kenningum um myndun
sólkerfa.
18 milljarðar Ijósára
„Ef við gefum okkur að alheimur-
inn sé 20 milljaröa ára gamall þá
er með þessu tæki ihögulegt að sjá
18 milljarða ára aftur í tírnann,"
er haft eftir Richard M. West
stjarnfræðingi sem vinnur að áætl-
uninni. „Þetta þýðir að við getum
fylgst með hiutum sem urðu til
tveim milljörðum ára eftir að al-
heimurinn varö til. Þetta er um það
bil aldur elstu sólkerfanna."
Með nýja sjónaukanum verður
unnt að rannsaka sólkerfi utan
Vetrarbrautarinnar en nú sjást þar
aðeins nokkrar skærar stjörnur.
„Við getum leitað uppi sólir sem
líkjast okkar og komist að því hvort
þær hafa um-sig reikistjörnur líkar
þeim sem viö þekkjum," er enn-
fremur haft éftir West. „Það er svo
annað mál hvort þar er lífs að leita.
Slíkt verður ekki sannað með þess-
um sjónauka."
Sjónaukinn er einkum gerður til
að nema innrautt ljós en hann get-
ur einnig numið útvarpsbylgjur.
Myndir frá sjónaukanum birtast á
skjá í Þýskalandi og þar fer öll úr-
vinnsla þeirra fram.
Enn eru ýmis tæknileg vandamál
óleyst við gerð sjónaukans. Þeir
speglar sem nú eru notaðir eru
mjög þungir. Þannig er stóri spe-
gillinn sem Sovétmenn eiga 42 tonn
og er nú talið útilokað að gera
stærri spegla af þeirri gerð.
Hver spegill í nýja sjónaukanum
verður settur saman úr 350 hlutum.
Þannig speglar hafa aldrei áður
verið gerðir en þó hafa nokkur fyr-
irtæki boðist til 'aö taka að sér
smíðina. Speglarnir verða settir
upp um leið og þeir eru tilbúnir.
Sá fyrsti ætti að vera kominn á sinn
staö áriö 1994 og sá seinasti fyrir
aldamót.