Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
49
Enski stórmeistarinn Jonathan Speelman ienti í árekstri við pálmatré
en fór þó létt með Bandaríkjamanninn Seirawan.
inda. Timman vann sjöttu skákina
og þar meö var einvíginu lokið,
3'/2-2'A, Timman i vil.
Fyrir nokkrum árum var Tim-
man álitinn helsta von Vesturlanda
en eftir síendurtekið misgengi hans
í heimsmeistarakeppninni hefur
fylgismönnum hans fækkað. En
það skyldi þó ekki vera að honum
tækist loks nú að tefla um titilinn
við Kasparov? Hér er sjötta og síð-
asta skák einvígisins við Salov.
Taflmennska Salovs ber vott um
nokkra óþolinmæði en Timman
teflir markvisst og vandað og vinn-
ur öruggan sigur.
Hvítt: Jan Timman
Svart: Valery Salov
Bogo-indversk vörn.
1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4.
Rbd2 d5 5. Da4+ Rc6 6. a3 Bxd2+
7. Bxd2 Re4 8. Dc2
Nýjasta nýtt í skákfræðunum.
Timman fær þennan leik að láni
úr skákinni Tsekhov - Goldin, sem
tefld var í Sovétríkjunum í fyrra.
Svartur lék þar 8. - e5 sem leiddi
til mikilla sviptinga.
8. - a5 9. e3 0-0 10. Bd3 f5 11. 0-0 a4
12. Bb4 Hf6
Svarta staðan virðist lofa góðu,
því að hann getur byggt upp sókn
með - Hh6 og síðan - Dh4. Vandi
hans felst í hvítreita biskupnum
sem er vandræðagripur. Salov
reynir í framhaldi skákarinnar að
gera hann að manni en á meðan
nær Timman góðum tökum á stöð-
unni.
13. Re5 Bd7 14. f3 Rg5 15. Hacl Rf7?!
16. f4 Be8
abcdefgh
17. Bel! Hh6 18. cxd5 Dxd5
Ekki 18. - exd5, því að þá félh
f5-peðið.
19. Be2!
Með því að draga báða biskupa
sína til baka nær Timman yfir-
burðastöðu. Svartur reynir að
hindra að hvítur nái að setja biskup
sinn á f3 en á meðan missir hann
tök á d-línunni og drottningin lend-
ir á hrakhólum.
19. - Rfxe5 20. dxe5 Bh5 21. Hdl Da2
22. Bxh5 Hxh5 23. Hd7 Hc8 24. Hf2
Db3
Drottningin tók ekki mikinn þátt
í baráttunni á a2 en uppskipti létta
síður en svo á stöðu svarts. Hrók-
urinn á h5 stendur þar eins og illa
gerður hlutur í endatafli. •
25. Dxb3 axb3 26. Hfd2 Kf8 27. H2d3
Re7 28. Bb4 c5 29. Hd8+ Hxd8 30.
Hxd8+ Kf7 31. Bxc5
Peð er fallið og framhaldið er ein-
ungis spurning um tæknilega
úrvinnslu.
31. - Rd5 32. Hd7+ Ke8 33. Hxb7 g5
34. g3 gxf4 35. exf4 Kd8 36. Bf8 Ke8
37. Bg7
Svartur gafst upp. .JLÁ
Bridgehátíð 1988
um næstu helgi
Um næstu helgi hefst Bridgehátíð 1988
á Hótel Loftleiðum. Að þessu sinni eru
Evrópumeistarar Svía meðal þáttakenda
og er ekki að efa að Göthe-Gullberg-
Sundelin-Morath verða öðrum keppend-
um erfiðir viöfangs. Pakistaninn Zia
Mahmood kemur einnig ásamt þremur
bandarískum atvinnumönnum, Mittel-
man, Cohen og Ron Smith. Allt kunnir
bridgemeistarar. Hin geðþekku Grano-
vetterhjón eru einnig meðal gesta á
bridgehátíðinni en sveitarfélagar þeirra
eru Alan Sontag og Mark Molson.
Án efa bætast fleiri erlend pör í hópinn
en hátíðin hefst á föstudag með tvímenn-
ingskeppni og lýkur á mánudagskcöld
með úrslitum í sveitakeppninni. Nánar
næsta laugardag.
Pakistaninn Zia Mahmood spilar á
Bridgehátíð 1988.
Bridgefélag Akraness
Akranesmót í tvímenningi
Fimmtudaginn 28. janúar sl. lauk
Akranesmóti í tvimenningi. Spilaður
* var barómeter-tvímenningur meö
þátttöku 20 para. Keppnisstjóri var
Alfreð Kristjánsson. Akranesmeist-
arar urðu Tryggvi Bjarnason og Bent
Jónsson en þeir sigruðu með nokkr-
um yfirburðum. Röð efstu para:
Tryggvi B. - Bent J. 139
Karl Ó. - Halldór H. 91
Alfreð V. - Þórður E. 90
Jón A. - Karl A. 75
Hörður J. -Kjartan G. 73
Ingi Steinar G. - Einar G. 51
Ólafur Grétar Ó. - Guðjón G. 49
Næsta keppni á vegum félagsins er
Akranesmót í sveitakeppni sem hefst
fimmtudaginn 4. febrúar.
Bikarkeppni sveita á Akranesi
Þremur leikjum af fjórum er nú
lokið í átta liða úrslitum bikarkeppni
sveita á Akranesi. Úrslit urðu þessi:
Sveit Halldórs Hallgrímssonar vann
sveit Hreins Björnssonar, sveit Al-
freðs Viktorssonar vann sveit Einars
Guðmundssonar og sveit Harðar
Pálssonar vann sveit Böðvars
Björnssonar.
Leikurinn sem ólokiö er.er viður-
eign sveitar Alfreðs Alfreðssonar og
sveitar Sjóvá.
Bridgesamband Vesturlands
Dregið hefur verið í undanúrsMt
bikarkeppni sveita á Vesturlandi.
Sveit Ellerts Kristinssonar, Stykk-
ishólmi, mætir sveit Árna Bragason-
ar, Akranesi, og sveit Harðar
Pálssonar, Akranesi, mætir sveit
Sjóvá, Akranesi.
Þessum leikjum á að vera lokið
fyrir 1. mars.
I>V
íþróttapistiU
Það er varla ofsögum sagt að
róstusamt hafi verið í heimi íþrót-
tanna hér innan lands síðustu
dagana. Það eru einkum tvö mál
sem hafa verið ofarlega á baugi,
annars vegar úthlutun úr afreks-
mannásjóði ÍSÍ til þeirra íþrótta-
manna sem fram úr skara í sínum
greinum vegna væntanlegra
ólympíuleika og hins vegar pen-
ingagreiðslur tfl íþróttamanna og
undarlegur skyldleiki þeirra við
áhugamannareglur.
Árangur íþróttamanna
aukaatriði?
Þegar peningum er úthlutað til
íþróttamanna veldur sMk athöfn
jafnan deiium og svo hefur ætíö
verið þegar úthlutað hefur verið
styrkjum úr afreksmannasjóði
íþróttasambands íslands. Oft hefur
úthlutunin verið vafasöm en varla
í annan tíma einkennilegri en
nú.
Ég hefði haldið að þegar úthlutað
væri úr sjóönum væri árangur
íþróttamanna í heiðri hafður og
hann væri raunar algert aðalatriði.
Svo virðist ekki hafa verið að þessu
sinni. Tvö dæmi: Eggert Bogason
kringlukastari kastaði á síðasta ári
63,18 metra sem vissulega er árang-
ur á alþjóðlegan mælikvarða.
Aiþjóða ólympíulágmarkið er 61,50
metrar og íslenska viðmiðunartal-
an er 63 metrar. Þessi afreksmaður
fékk ekki styrk og get ég ekki séð
af hverju.
Sama óréttlætið í sundinu
Hitt dæmið sem ég nefni hér er
styrkveiting til sundmanna. Eð-
varð Þór fékk eðMlega styrk og alMr
eru sammála um réttmæti þeirrar
ákvörðunar. Ólympíunefndin set-
ur sér eins konar ólympíulágmörk
í sundinu eða viðmiðunartölu.
Bryndís Ólafsdóttir, ein besta
sundkona okkar, var með bestan
árangur á eftir Eðvarði Þór og ár-
angur hennar næstur viðmiðunar-
tölu ólympiunefndarinnar.
Magnús bróðir hennar Ólafsson og
Ragnheiður Runólfsdóttir komu
þar á eftir. Samt fékk Bryndís ekki
styrk en þau Magnús og Ragn-
heiður hlutu náð hjá afreksmanna-
sjóðnum. Verið getur að mig skorti
hreinlega vit til að finna réttlætið
í þessu máli. Ég dreg hins vegar í
efa að þeir sem skipa afreksmanna-
sjóðinn séu betur haldnir. Lítum á
yfirlýsingu eins stjórnarmanna í
afreksmannasjóðnum í DV í gær:
„Við vinnum út frá ákveðnum for-
sendum og skoðum eins vandlega
og við höfum vit til árangur þeirra
íþróttamanna sem til greina koma
við styrkveitinguna.“.
Hróplegt óréttlæti
Svo mörg voru þau orð. Það sér
hver maður að stjóm afreks-
mannasjóðsins hefur orðið á stór
mistök og ég vil skora á stjórnina
aö endurskoða afstöðu sína og færa
hana í átt til fuUkomins réttlætis.
Það yrði henni til sóma en efla
ykist það vantraust sem almenn-
ingur hefur nú þegar til sjóðsins.
GísM Halldórsson, formaður
ólympíunefndar íslands, lýsti því
yfir í DV á dögunum að ekki væri
hægt að taka árangur Eggerts
Bogasonar gUdan þar sem hann
hefði kastaö kringlunni 63,18 metra
á innanfélagsmóti en ekki á móti
sem auglýst hefði verið með 14 daga
fyrirvara. Varla hef ég heyrt meiri
vitleysu um dagana. Ef frjáls-
íþróttamaður setur íslandsmet á
innanfélagsmóti er metið gilt. Ef
Eggert Bogason hefði sett íslands-
met í fyrra þegar hann kastaði 63,18
metra hefði ÍSÍ og Gísli HaUdórsson
þá viðurkennt metið? Hvort sem
þessir aðUar hefðu viðurkennt
metið eða ekki þá hefði Fijáls-
íþróttasamband íslands gert það.
Við erum á villigötum
Það er mín skoðun að við séum
á viUigötum varðandi val og undir-
búning íþróttafólks fyrir ólympíu-
leika. 011 skipulagning þeirra mála
íþróttapistill
Stefán Kristjánsson
er í' megnasta ólestri. Ólympíu-
nefnd íslands dregur það sem mest
hún má að velja keppendur fyrir
íslands hönd á ólympíuleika. Það
er gert á síðustu stundu. Þá er búið
að dreifa þeim litlu peningum sem
til ráðstöfunar voru á óteljandi
staði og styrkveitingar hafa varla
komið íþróttamönnum að gagni.
Aö mínu mati hefðum við átt að
setjast niður tveimur árum fyrir
ólympíuleikana í Seoul og velja þá
þröngan hóp íþróttamanna. Þenn-
an hóp ætti síðan að styrkja í eitt
ár. Þegar ár væri tU ólympíuleika
væri valið tekið til endurskoðunar.
Þá yrði endanlegur hópur valinn
og styrktur fram að leikunum. í
þessum endanlega hópi væru ein-
ungis þeir íþróttamenn sem væru
í fremstu röð en ekki þeir sem ekk-
ert hefðu á ólympíuleika að gera.
Við höfum aUtof lengi verið að eyða
dýrmætu fjármagni til þess að
styrkja íþróttamenn sem ekki hafa
náð viðunandi árangri.
Sú ískalda staðreynd blasir við aö
hjá íþróttasambandi íslands er
ekki tíl nein heUdarstefna þegar
afreksmenn okkar í íþróttum eiga
í hlut. Hér er úrbóta þörf og það
sem fyrst. Við eigum orðið svo mik-
ið af frambærUegu íþróttafólki að
ekki verður Uðið lengur að forystu-
og skipulagsleysi, og endalaus
hringlandaháttur, standi afreks-
mönnum okkar hreinlega fyrir
þrifum.
Engar áhugamannareglur til
Eins og flestir vita þekkist ekki
atvinnumennska í íþróttum hér á
landi. Maður hefði þvi haldiö að
hjá íþróttasambandi íslands væru
til skýrar reglur varðandi áhuga-
mennsku en því er ekki að heUsa.
Þær eru ekki tU og hafa ekki veriö
til í tíu ár. Sérsamböndin hafa í
þessi tíu ár starfað eftir áhuga-
mannareglum sem þau sjálf hafa
sett og virðist ÍSÍ ekki hafa haft
finguma í máUnu. Enda hefur það
viðgengist í nokkum tíma að
íþróttamenn hafa fengið beinharða
peninga fyrir iðkun íþrótta án þess
að andmæU hafi heyrst. Hér er ekki
verið að mæla gegn því að íþrótta-
menn fái peningagreiðslur fyrir
íþróttaiðkun, ég hélt bara eins og
eflaust margir aðrir að það sam-
rýmdist ekki reglum ÍSÍ. Þessar
reglur eru sem sagt ekki til og því
geta sérsamböndin greitt sínum
iðkendum peninga að vild án þess
að ÍSÍ geti nokkuð aðhafst í malinu.
Forysta ÍSÍ á að víkja
Á þeim mörgu árum sem ég hef
starfað sem íþróttafréttamaður hef
ég hvarvetna rekist á ótrúlega tak-
markaö aht manna á fyrirbærinu
íþróttasamband íslands. Ég er
þeirrar skoðunar að alMr áhrifa-
menn hjá ÍSÍ eigi að vikja úr starfi
þegar í staö. Þeim hefur að mínu
mati mistekist á ótal mörgum svið-
um. Það er kominn tími til aö
hleypa nýju blóði í forystu ÍSÍ og
hleypa þar aö yngri mönnum. Ég
leyfi mér að fullyrða að meirihluti
er fyiir því á meðal íþróttafólks að
hreinsað verði til hjá ÍSÍ. Stað-
reyndin er hins vegar sú aö það
hefur enginn þorað að opna sig um
þessi mál en sú stund hlýtur að
nálgast að endurreisnar ÍSÍ verði
krafist af fleirum en mér.
Stefán Kristjánsson
• Eggert Bogason kringlukastari hefur sagt í DV að árangur hans hafi verið fótum troðinn af ólympíunefnd
íslands. Mál Eggerts og fleiri íþróttamanna hafa vakið athygli enda óréttlætið við völd sem aldrei áður.