Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 60
/'ti
F R F
Hafir þú ábéndingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Frjáist,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
Líklegast að
Bandaríkjamenn
kosti ný vatnsból
„Bandaríkjamenn gera sér fyllilega
grein fyrir því aö um gífurlegar
skaðabætur getur verið að ræða ef
olia kemur fram í vatninu og því
muni líklega véra ódýrast fyrir þá
að kosta ný vatnsból,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson utanríkisráð-
herra en í viðræðum hans og James
Webb, flotamálaráðhérra Bandaríkj-
anna, var mengunarslysið við her-
stöðina við Keflavík einmitt tekið
fyrir.
Steingrímur sagði að Webb hefði
verið gert ljóst að líklega yrði að
finna ný vatnsból og hefði það kom-
ist vel til skila enda Bandaríkja-
mönnum umhugað að leysa þessi
naál farsællega og þeir gerðu sér fylli-
lega grein fyrir skyldum sínum. Þá
sagði ráðherra að meðal íslenskra
ráðamanna væri engin spurning um
að varnariiðið ætti að kosta þær
breytingar sem yrði að gera vegna
olíulekans.
-SMJ
Sexmanna-
nefrídin
ákveður verðið
„Það eru fyrirmæli um það í bú-
vörulögunum að berist beiðni til
nefndarinnar frá löglegum samtök-
um framleiðenda og stéttarsamtök-
um bænda þá beri nefndinni að taka
þetta fyrir,“ sagði Baldur Óskarsson
sem á sæti sem fulltrúi neytenda í
sexmannanefndinni svokölluðu en
nefndin mun nú finna verðlags-
grundvöll á verð til bænda sem
framleiða egg, kjúklinga og kartöfl-
ur. Það fellur hins vegar í hlut
fimmmannanefndarinnar svoköll-
uðu að finna verðgrundvöll á slátr-
unar- og heildsölukostnað. Það er því
i-Aáfjóst að nefndimar eiga mikið starf
fyrir höndum.
Fulltrúar neytenda í nefndiftni
lögðu fram bókun á fundi nefndar-
innar í gær þar sem þeir harma að
viðkomandi framleiðendur skuli nú
óska eftir opinberri verðlagningu á
vörur sínar.
-SMJ
Hjaitaþeganum líður vel og losnaði úr einangrun í gær:
Axel T. Ammendrup, DV, London
„Það urðu miklir fagnaðarfundir
þegar Halldór Halldórsson, sem
gekkst undir hjarta- og lungna-
skiptaaðgerð á þriðjudagskvöld,
tók á móti foreldram sínum, þeim
Halldóri Sigurðssyni og Aðalheiði
Guðmundsdóttur, í gær. Hann
Halldór Halldórsson, fyrsti islenski hjartaþeginn, liggur enn á Old Court-spitalanum i London þar sem hann
var skorinn upp annan febrúar. DV/Simamynd Reuter/ATA
losnaði úr einangrun um hádegis-
bilið og þá fengu foreldrar hans að
líta til hans. Þau hafa beðið í Eng-
landi frá því í september eftir aö
Halldór gengist undir aðgerðina,“
sagði Jón A. Baldvinsson, sendi-
ráðsprestur í London, í samtali við
DV í gærkvöldi.
„Batiim hefur orðið eins og best
verður á kosið. Halldór hefði átt
að losna úr gjörgæslu í gær. Hann
hefði þá verið fluttur til Harefield-
sjúkrahússins, en þar mun hann
dvelja næstu vikumar í eftirmeð-
ferð. Vegna þrengsla á Harefield-
sjúkrahúsinu gæti dregist að flytja
Halldór í einn til tvo daga.“
Foreldrar Halldórs voru í sjö-
unda himni eftir að hafa hitt hann
í gær. Hann var hress í máli, glað-
legur og alltaf stutt í brosiö hjá
honum. Þau sögöu aö hann hefði
ekki litið svona vel út í mörg ár.
Litaraftiö var eðlilegt og hann var
laus við súrefnisslöngur sem hann
hefur orðið aö ganga með á annað
ár.
Jóhann í hóp átta bestu
skákmeistara heims
ÞRðSTllR
. 68-50-60
VANIRMENN
Eftir stórkostlega taflmennsku í
gærkvöldi sigraði Jóhann Hjartar-
son Viktor Kortsnoj í 39 leikjum.
Kortsnoj féll á tíma með gjörtapaða
stöðu. Þegar klukkan féll rétti
Kortsnoj Jóhanni höndina, stóð upp
og strunsaði út úr salnum. Það var
sigurbros á andliti Jóhanns. Það fer
ekkert á milli mála að árangur Jó-
hanns hér í Saint John er mesta
skákafrek sem íslendingur hefur
unnið. Með því að sigra Viktor
Kortsnoj hefur Jóhann tryggt sér
sæti í átta manna úrslitum um rétt-
inn til að tefla við sjálfan heims-
meistarann Garry Kasparov ásamt
þeim Timman frá Hollandi, Short frá
Englandi, Speelman frá Englandi,
Yusupov frá Sovétríkjunum, Port-
isch frá Ungverjalandi, Anatoly
Karpov og annaðhvort Sjokolov eða
Spragett frá Kanada.
Hér er að sjálfsögðu ríkjandi óskap-
leg gleði meðal íslendinganna á
staðnum og ekki bara þeirra heldur
allra stórmeistaranna. Aflir ensku
stórmeistaramir, sem sátu í blaða-
mannasalnum, ráku upp siguröskur
er Kortsnoj gafst upp.
Þegar leiknir höfðu verið 28 leikir
og taugar okkar íslendinganna voru
þandar til hins ýtrasta hitti ég gamla
stórmeistara og fyrrum heimsmeist-
ara, Mikhail Tal. Hann brosti breitt
og klappaði á öxflna á mér og sagði:
„Þinn maður hefur yfirburðastöðu.
Nigel Short, enski stórmeistarinn,
öskraði manna hæst er Kortsnoj
gafst upp, enda eru þeír Jóhann
mikflr vinir. Hann sló brosandi á
öxlina á mér og sagði: „Skilaöu ham-
ingjuóskum mínum til íslensku
þjóðarinnar.“ -S.dór
Ég hef tekið þá ákvörðun
að læra manngariginn!
Veðrið um helgina:
Austanátt og
snjókoma
sunnan-
lands
Á sunnudag og mánudag verður
austlæg og suðaustlæg átt á
landinu, víða snjókoma sunnan- og
vestanlands en þurrt norðaustan-
lands. Frost verður á bilinu 1 til 8
stig.
Bensínið lækkar
í 31,90 kr.
Bensínið lækkaði í dag og kostar
nú bensínlitrinn 31,90 kr. en kostaði
síðan 1. nóvember 33,70 kr. Þetta er
5,3% lækkun sem stafar af lægra inn-
kaupsverði og lækkandi gengi doll-
ars. Það má búast við að þetta
bensínverð gildi í um tvo mánuði, á
meðan birgðir endast.
Olíufélögin óskuðu eftir þessari
lækkun 25. janúar en óvenjulengi
hefur dregist að ákveða hvort af
lækkun yrði. Þess má geta að sVartol-
ía lækkar um 14,5% af sömu ástæð-
um og kostar nú tonnið 5.900 kr. en
kostaði 6.900 kr.
-SMJ