Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. Geirmundur Valtýsson. - Nikkan er alltaf í mestu uppáhaldi. DV-mynd Kristján Ari „Eg byrjaði að spila á harmóníku þegar ég var 11 ára,“ segir Geir- mundur Valtýsson, maðurinn sem orðinn er þjóðkunnur fyrir spila- mennsku á sveitaböllum og lögin sín í söngvakeppni sjónvarpsins. Geirmundur er Skagfirðingur og að sjálfsögöu hestamaður eins og aðrir sýslungar hans. Og hve marga hesta á hann? Geirmundur veltir spurningunni fyrir sér yfir kafFiboll- anum í eldhúsinu heima á Sauðár- króki. Svörin um fjölda hestanna veröa því óljósari sem meira er um þá rætt og á endanum stöndum við DV-menn upp frá kaffiborðinu án þess að vera nokkru nær. Skagfirð- ingar svara þessari spurningu alltaf svona. Söngvakeppnin í þriðja sinn Erindið norður á Sauðárkrók var heldur ekki að ræða um hestana hans Geirmundar heldur manninn sem staðiö hefur á bak við nikkuna frá 11 ára aldri og leggur nú upp í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í þriðja sinn. Hann stendur enn langt aö baki þeim margfræga Jahn Teigen sem leitar í vetur eftir stuðningi Norðmanna í áttunda sinn. Skagfirðingar eru ekki minni hestamenn en Húnvetningar, ná- grannarnir í vestri, og jafnvel meiri að^ eigin sögn. Þeir vestan Vatns-. skarðsins reyndust hlutskarpari í spurningakeppni sjónvarpsins og það sárnaði Skagfirðingum. Þegar kemur að söngvakeppni sjónvarps- stöðva verður þó lítið um keppni þessara granna. Húnvetningar eiga engan Geirmund. Rígur milli norð- anmanna er því látinn liggja milli hluta og þeir standa allir að baki eina landsbyggðarmanninum sem mætir poppurunum af Faxaflóasvæðinu. Geirmundur hefur gert sveitaböll- in að sérgrein sinni og gerir út hljómsveit á þau. Þar spilar hann á gítar og hljómborð en viðurkennir að nikkan sé enn í mestu uppáhaldi þótt önnur hljóðfæri séu nú vinsælli á dansleikjum ef ekki er þorrablót. Þá er það nikkan. Ekki kvöldið fyrir fermingar- daginn „Eg spilaöi fyrst á balli þegar ég var nýorðinn þrettán ára,“ heldur Geirmundur áfram frásögninni. „Ég var ekki fermdur þá. Það var meira að segja gengið á eftir mér að spila kvöldið áður en ég fermdist en for- eldrar mínir tóku þaö ekki í mál. En það er ekki fjarri lagi að segja að ég hafi spilað á hverri helgi síðan. Ég hef verið það grjótharður viö þetta og er ekki á þeim buxunum að hætta.“ Geirmundur er að mestu sjálflærð- ur í spilamennskunni eins og svo margir aðrir sem gert hafa sveita- böllin að sérgrein sinni. Hann var þó í læri í Reykjavík tvo vetrarparta á unglingsárunum. „Ég fór suður þegar ég var 16 og 17 ára og var í tím- um hjá Gretti Björnssyni, harmón- íkuleikara og Berta Möller gítarleik- ara og einnig hjá Hjörleifi Björnssyni," segir Geirmundur þeg- ar hann rifjar upp ferilinn. „Ég kunni þá orðið nokkuð og vildi læra frá því og sleppa að byrja á byrjuninni eins og ungum mönnum og áköfum er gjarnt. Þá fór ég að læra á gítar hjá Berta. Hann tók mig bara eins og ég var og ég lærði heil- mikið hjá honum.“ Búskapur á Geirmundarstöð- um Geirmundur er úr Sæmundarhlíð- inni í Skagafirði, frá bæ sem heitir Geirmundarstaöir, og þar bjó hann þar til fyrir 11 árum að hann flutti á Krókinn. Fyrstu sveitaböllin, sem hann þandi nikkuna á, voru því í heimasveitinni og nágrannasveitum. „Eftir því sem árin hafa hðið hef ég teygt mig lengra og þó aldrei meira en nú síðustu tvö árin,“ segir Geir- mundur. „Ég hef spilað þó nokkuö mikið fyrir sunnan og einnig víða um Norðurland.“ Geirmundur er einn þeirra manna sem alltaf eru kallaðir til að spila þegar þarf að slá upp balli. í flestum hérðuðum landsins eru slíkir menn sem virðast sjálfkjörnir til verksins og það jafnvel frá barnæsku. „Ég kann nú engar skýringar á þessu," segir Geirmundur. „Hvað mig varöar þá hef ég verið nokkuö iðinn við þetta og held að ég hafl á mér þokkalegt orð. Kannski er galdurinn að koma sér vel við húsverði í félagsheimilum víða um land. Þetta gerist eiginlega af sjálfu sér. Þegar ég var að byrja voru hér nokkur lítil félagsheimili, smákofar, en síðan voru byggð hér stærri hús eins og Húnaver og ég hef spilað mikið þar. Seinna var Miðgaður byggður. Það var árið 1968 og þar hef ég mikið spilað." Hestarnir einir eftir „Lengi vel hafði ég spilamennsk- una meö búskap á Geirmundarstöð- um. Ég tók þar við búi af foreldrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.