Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
Háaloft
Firmurðu
átta breytingar?
Spumingar og svör
glasinu tilvonandi vísindamaður
sem hefur þá eiginleika að geta
bæði reiknað út þjóðhagsspár og
haldið þeim leyndum en nú til dags
er allt að verða leyndarmál nema
helst það hvaö Salome Þorkels-
dóttir hefur með kafíinu.
Ekki er sá átta ára ánægður með
svarið og þykist vita að ég hafi ekki
farið með alveg rétt mál að öllu
leyti en spyr hvort ég sé að segja
alveg satt um að það séu egg í kon-
um eins og hænsnum og þeirri
spurningu get ég svarað neitandi
með góðri samvisku, eggin í konun-
um séu talsvert ólík hænueggjum.
Þótt svör eins og það sem hér á
undan er getið séu góð til síns
brúks vil ég vara menn við að lofa
því að éta hattinn sinn ef hægt sé
að finna einhverja villu í þeim því
að þá yrði víðast hvar lítið um hatta
þegar fram liðu stundir.
Aftur á móti er víst alit í lagi að
lofa því að éta ljósastaurana við
Vesturlandsveg enn' um sinn að
minnsta kosti.
Kveðja
Ben.Ax.
Þessar tvær myndir sýnast í íljótu bragði eins en á neðri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir
breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna
þessar breytingar en ef íjölskyldan sameinast um að leysa
þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru
og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar.
Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og
veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar-
holti 2. Þau eru Supertech segulband (verðmæti 3.948,-),
Supertech útvarp (verðmæti 2.840,-) og LED útvarpsvekjari
(verðmæti 1.590,-).
í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu
en ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
„Átta breytingar - 79, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík.“
Verðlaunahafar 77. gátu reyndust vera: Guðmunda Guð-
mundsdóttir, Eyjahrauni 26, 815 Þorlákshöfn (segulband);
Hildur Ragnarsdóttir, Strandgötu 3, 735 Eskifjörður (út-
varp); Guðrún Þorláksdóttir, Hrísalundi 12 G, 600 Akureyri
(útvarpsvekjari).
Vinningarnir verða sendir heim.
&<---------------------------------------------------,
NAFN .......
HEIMILISFANG
PÚSTNÚMER ..
Nú er sá átta ára farinn að spyrja
ýmissa óþægilegra spuminga og
þess vegna er ég að hugsa um að
auglýsa viötalstíma heima hjá mér
og hafa hann stuttan því að þá
gæti farið svo að ég losnaði við aö
svara sumum spurninganna þar
sem við sem ekki erum í stjórn-
málum þurfum stundum að hugsa
okkur um. Niðri við Austurvöll
virðast menn aldrei þurfa að hugsa
sig um og sumir þurfa ekki einu
sinni að hugsa, þeir rétta bara upp
hendurnar á sér þegar þeim er sagt
að gera það og er slíkt kallað að
greiða atkvæði samkvæmt sann-
færingu sinni.
Við sem höfum enga sannfæringu
og getum þess vegna til dæmis aldr-
ei orðið bankastjórar og erum ekki
sendir til útlanda að frelsa heiminn
sitjum uppi með spumingar sefn
við neyðumst til að svara því að
við höfum enga þagnarskyldu eins
og læknarnir sem mega ekki segja
hvað sé að sjúklingunum sínum
nema það sé vírus.
Sem dæmi um í hvers konar
vanda við þessir sannfæringar-
lausu getum lent vil ég nefna það
að um daginn vildi sá átta ára endi-
lega fá að vita hvemig glasaböm
yrðu til og hafði hann ekki fyrr
sleppt orðinu en ég óskaði þess að
nú væri ég búinn að koma mér upp
stuttum viðtalstíma.
í svona tilfellum dugir stúndum
að benda baminu á að spyija
mömmu sína því að kvenfólkið sé
svo vel að sér um allt sem lúti að
börnum og leirtaui og sjálfvirkum
þvottavélum en oftast nær er fyrir-
spyijandinn sendur til baka með
þau skilaboð að pabbi sinn eigi að
hætta að reyna að koma sínum
Háaloft
Benedikt Axelsson
Niðri við Austurvöll virðast menn aldrei þurfa að hugsa sig um og sumir þurfa ekki einu sinni að hugsa.
vandamálum stöðugt yfir á aðra.
Einnig má reyna að komast hjá
því að svara svona spumingum
með því að bjóðast til að segja fyrir-
spyrjandanum hvemig kálfarnir
verði til eða fíflamir en því miður
hefur hann aldrei neinn áhuga á
kálfum og þaðan af síður fíflum
þótt þjóðin meti þetta tvennt einna
mest flesta daga ársins.
Svör
Sá átta ára vill sem sagt bara fá
að vita hvernig glasabörn verði til
og þá er ekki um annað að ræða
en svara spurningunni: Maður
byijar á því að fara í glasskápinn
í eldhúsinu og ná sér í glas, helst
óbijótandi, og setja það á eldhús-
borðiö. Síðan fer maður í sæðis-
banka og kaupir sæði úr
heimsfrægum vísindamanni og
nóbelsverölaunahafa sem hefur
fundið út með þrotlausum rann-
sóknum að það sé hættulegt að
ganga fyrir strætisvagna ef þeir eru
á ferð.. Að því búnu er egg tekið úr
konunni sem ætlar að eiga glasa-
barnið og því blandað saman við
vessana úr nóbelsverðlaunahafan-
um og effir níu mánuði kemur úr