Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. Heimir Karlsson er „kvenmannslaus“: „Það rætist úr þessu“ - segir íþróttafréttamaðurinn sem sér nú einn um að sinna íþróttaáhorfendum Stöðvar 2 Heimir Karlsson, íþróttafréttamaður Stöðv- ar 2, hefur sannað að almenningur getur haft gaman af íþróttaþáttum þrátt fyrir að sportáhugi sé ekki fyrir hendi. DV-mynd Gunnar V. Andrésson eimir Karlsson, íþróttafréttamaöur á Stöð 2, er oröinn „kvenmannslaus" og óvist hvort úr rætist á næstu dög- um. Hann verður því án hjálpar að sjá um að áhorfendur fái sinn skerf af sportinu. Ama Steinsen er nefnilega hætt störfum og er nú leitað að nýjum manni í hennar stað. Eiginkona Heimis, 4nna Kristín Bjarnadóttir, þarf að sitja uppi með það í staðinn að maðurinn er nær aldréi heima. Því fyrir utan að senda út íþróttir af skjánum fimm klukkustundir í hverri viku þjálfar og spilar Heimir með Víði í Garði auk þess að þjálfa Njarövíkinga í annarri deild í handbolta. Maðurinn er því sannur sportídjót. Heimir hafði aldrei fengist við íþróttaskrif eða komið fram í sjónvarpi þegar honum bauðst að taka að sér starf íþrótta- fréttamanns Stöðvar 2. „Það var Ólafur H. Jónsson, einn eig- andi Stöövarinnar, sem bað mig um það,“ segir Heimir. „Ég kannaðist við Ólaf en hann hef- ur spilað með bróður mínum, Jóni Karlssyni, í „Old boys“ í Val. Það kom mér á óvart að ég væri beðinn um þetta því ég hafði aldrei svo mikið sem séð sjónvarpsstúdíó. Éngu að síöur vildi ég prófa án þess að vera viss um að ég gæti gert þetta. Núna er ég- hæstánægður og uppfullur af hugmyndum sem eiga eftir að líta dagsins ljós ein- hvern tíma. Nei, frá þeim skýri ég ekki núna,“ hélt hann áfram. „Ég ákvað strax í byrjun að vera með fjölbreytta íþrótta- dagskrá og koma inn ameríska körfu- og fótboltanum. Ég vildi fá inn allar tegundir af íþróttum sem hingað til hafa ekki verið sýndar hér. Það er til ákveðið sjónvarpssport sem fólk hefur mjög gaman af að horfa á en þykir kannski ekki eins spenn- andi að fara og sjá þar sem íþróttin er stunduð. Slíkt sport hefur verið vinsælt í sjónvarps- stöövum um víða veröld.“ íþróttaþáttur Heimis á þriðju- dagskvöldum hefur fengið jákvæða dóma í blöðum og hann hefur fengið fólk, sem aldrei hefur haft áhuga fyrir íþróttum, til að fylgjast með. „Já, ég hef heyrt það og mér hefur verið sagt að fólk, sem aldrei hefur haft áhuga fyrir íþróttaþáttum, horfi á þennan þátt. Ég er auðvitað mjög glaður með það enda var alltaf ætlun mín að vera með áhugavert efni fyrir almenning. Fyrir knatt- spymusjúklingana er ég síðan með sérþætti og þá þurfa hinir ekkert að horfa. Það er mikið atriði að blanda þessu ekki saman,“ segir Heimir. Þriðj udagsíþróttaþættirnir verða þó ekki til á borði Heimis því hann fær „pakkann" sendan frá TWI í Bretlandi. Síð- an þarf einungis að setja inn íslenskar kynningar. „Ég var svo heppinn að okkur voru boðnir þessir pakkar sem eru mjög tjölbreyttir og skemmti- lega uppsettir. Ég haíði leitað lengi eftir heppilegum þáttum þegar boðið barst frá TWI. Það hefur sýnt sig að fólk vill íjöl- breytta þætti' líka,“ segir Heimir ennfremur. Þeir sem halda að hann lesi kynningar sinar úr stóru sjón- varpsstúdiói hafa rangt fyrir sér. Heimir hefur ca sjö til átta fermetra skrifstofu .sem einnig gegnir því hlutverki að vera stúdíó þegar hann þarf að birt- ast á skjánum. Helmingur herbergisins er hljóðeinangrað- ur og þar hanga uppi graíík- myndimar sem birtast með Heimi á skjánum. Þær eru unn- ar af grafíkdeild Stöðvar 2 sem leggur mikið upp úr litadýrð. „Það er í stíl við starfsandann hér sem er mjög skemmtileg- ur,“ útskýrir Heimir. Hann segist hafa haft mjög ákveðnar skoðanir á hvaða efni eigi að vera í sérþáttum og nefn- ir körfubolta, knattspymu, handbolta og golf sem dæmi. „Það eru svo margir sem hafa áhuga fyrir þessum greinum.“ Einn þáttur enn segir hann að eigi sér íjölmarga aðdáendur og stutt sé fyrir þá að bíða eftir sínum þáttum. „Það er bíla- íþróttin. Ég ætla að vera með hálftíma þátt klukkan hálfsjö á þriðjudögum fyrir bílamenn- ina. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að þeir hefjist. Þar með bætist enn einn íþrótta- þátturinn við. Sem betur fer eru yfirmenn hér á Stöðinni mjög jákvæðir gagnvart íþróttum enda vita þeir að það eru tug- þúsundir sem eru í þeim áhugamannahópi." Heimir hefur átt við eitt vandamál aö stríða en það er enski boltinn. Ríkissjónvarpið hefur haft einkarétt á ensku deildarkeppninni og því hefur Stöð 2 ekki átt aðgang að henni. „Nú er að rætast úr þessu því við höfum gert samning við FA í Englandi um bikarleiki þannig að við erum aö koma inn með ensku knattspymuna núna,“ segir hann og andar léttar. „Það er gífurlegur áhugi hér á landi fyrir enska boltanum.“ Eins og áöur kom fram er Arna Steinsen hætt á Stöð 2. „Jú, það kemur nýtt andlit en þaö er ekki fundið ennþá. Það væri gaman að hafa kvenmann því hugsunin var sú að kven- maður sæi úm kvennahliðina í íþróttunum sem margir telja að sé út undan. Hins vegar er það staðreynd að sá kvenmaður er vandfundinn sem hefur víð- tæka þekkingu á íþróttum og getur komið fram í sjónvarpi," sagði Heimir en bætti því við að enn væri ekkert farið aö ger- ast í ráðningarmálum. Heimir viðurkennir að hon- um hafi sjálfum fundist skrýtið að sitja allt í einu fyrir framan sjónvarpsvélar. „Þetta er allt annar heimur en ég hafði áður kynnst. Ég var að vinna hjá Eggert Magnússyni, formanni Knattspyrnudeildar Vals sem er meö glerverksmiðju. Þar sat ég á skrifstofu en áður hafði ég verið á fasteignasölu.“ Heimir hefur auk þess alltaf veriö mikill knattspyrnumað- ur. Hann byijaði í Víkingi, spilaði síðan í Hollandi í fyrstu deildinni eitt tímabil. Honum var síðan boöið í Val þegar Ian Ross þjálfaði liðiö og urðu Vals- menn íslandsmeistarar það ár. „Mig'langaði síðan að breyta til eftir að hafa verið í 1. deildinni í átta ár og var boðið að þjálfa í þriðju deild hjá ÍR. Liðið fór upp í aðra deild í fyrra og núna er ég kominn yfir til Víöis í Garði,“ segir íþróttafréttamað- urinn. Þaö er ekki ofsögum sagt aö Heimir, sem er 26 ára gamall, sé á kafi í sportinu því þegar ég spurði hvað sonur hans væri gamall hugsaði hann sig um og svaraði: „Það ætti ég nú að muna. Það var í hálfleik Arg- entínu og V-Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Mex- íkó. Ég missti af leiknum og hef ekki ennþá haft tíma til að sjá hann.“ -ELA Gské ?$yóenbetq J7 Kvcrii/uni íi ndir LœíjartungCi. Lctíqdrgötu 2 Borðpantanir í símum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaður. NÝR OPNUNARTÍMI Opið alla virka daga í hádeginu og á kvöldin. Um helgar: Föstudaga til kl. 02 Laugardaga frá kl. 18-02 Sunnudaga frá kl. 18-23.30 ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.