Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 2
2 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Fréttir Efnahagsráðstafanir um helgina: Gengið fellt um 6% - dregið ur lántokum, viðbótartekna aflað. húsnæðisvextir hækkaðir Efnahagsráöstafanir ríkisstjórn- arinnar, sem kynntar veröa nú um helgina, eru aö taka á sig endanlega mynd. haö sem í ráðstöfununum felst er meðal annars aö gengið veröur lækkað strax um 6%. fram- kvæmdir verða skornar niður. dregiö verður úr erlendum lántök- um og viðbótartekna verður aflað. há mun söluskattur í sjávarútvegi verða endurgreiddur tii að bæta stöðu fiskvinnslunnar, samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér. í samtali viö DV sagði Ólafur ísleifsson. efnahagsráðgjafi ríkis- stjórnarinnar, að með efnahags- ráðstöfunum þeim sem unnið væri að væru gerðar ráðstafanir til þess að bæta hag útflutningsgreinanna. stuðla að hjöðnun verðbólgu og draga úr viðskiptahalla. Jafnframt væri ætlunin með efnahagsráðstöf- ununum að nýgerðir kjarasamnig- ar vrðu ekki sprengdir upp með launa'skriði. ólafur sagði nauðsynlegt aö draga úr opinberum framkvæmd- um. ekki síst í ljósi þeirrar þenslu sem verið hefði á bvggingamarkað- inum. þar sem vinnuafl heföi riánast verið á uppboði. Ólafur sagðist vonast til ríkið myndi ganga þar á undan með góðu fordæmi og að sveitarfélög og fyrirtæki fylgdu því fordæmi með því að hægja á eða fresta framkvæmdum. Þá sagði Ólafur að liður i efnahagsráöstöf- ununum væri að tekið yröi á íbúðalánakerfinu sem væri að verða að sérstöku efnahagsvanda- máli og hefði ekki gagnast lántak- endum eins og vonir hefðu staðið til. Til stæði að hraða endurskoðun á húsnæðislánakerfinu og haga lánskjörum með hliðsjón af vaxta- kjörum sem væru á lánum lífeyris- sjóðanna til húsnæðiskerfisins. i Samkvæmt heimildum DV stend- ur til aö fella niður 55% kaupa- skyldu lífeyrissjóðanna á skuldabréfum húsnæðisstjórnar og að vextir af húsnæðislánum verði hækkaðir. Ólafur ísleifsson sagði aðspurður að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um þetta efni. Þá hefur verið upplýst að lántöku- gjald ,ef erlendum lánum, sem nýlega var sett á og er nú’3% af lánum til eins árs og lengri tíma, verði hækkað og gildi út þetta ár. Samkvæmt upplýsingum DV mun þetta gjald verða fellt niður um áramót. -ój Nýju umferðariögin: Kynning seint á ferðinni Á þriðjudaginn kemur taka gildi ný umferðarlög. Svo virðist sem kynningu á þeim breytingum. sem verða með gildistöku nýju laganna. sé ábótavant. Gefinn hefur verið út sérstakur bæklingur til kynningar á nvju lögunum, Bæklingnum verður dreift inn á hvert heimili á landinu. Bæklingurinn fór seint í dreifingu og er útilokað að hann veröi kominn inn á öll heimili fyrir 1: mars. Lögreglumenn hafa fengið mjög takmarkaðan undirbúning. Lög- reglumenn á landsbyggðinni hafa sumir hverjir ekki séö nýju umferð- arlögin. Yfirmenn hafa komið á námskeið tii Revkjavíkur. en al- mennir. lögreglumenn hafa sumir hverjir hafa ekki haft tækifæri til að lesa umferðarlögin nýju. Farþegum i framsætum leigubíla verður gert skylt að hafa beltin spennt. Leigubílstjórar eru undan- þegnir bilbeltanotkun þegar þeir eru í leiguakstri. Á þriðjudag veröur öllum öku- mönnum gert skylt að aka með ljós allan sóla"hringinn, allt árið. Hægt verður að beita sektarákvæði ef mis- brestur verður á'ljósanotkun. í nýju lögunum segir að hópbifreið, gerð fyrir níu farþega eða fleiri, hafi forgang þegar ekið er af biðstöð. -sme jangbraut, Sektir fyrir umferðarlagabrot íJ stöðvuh ökutæHjs - . eldur oþægindum: «.000 krónur vif Bílbetti ekki spenn 1.000 krónur Okuljós slökkt: 1.000 krónur gangstétt, stöðvun ökutækis veldúr óþæglndum: 2.000 krónur DV brá á leik í Austurstræti og var bíl þá lagt eins ólöglega og hugsast gat. Á myndinni má sjá hin ýmsu um- ferðarlagabrot. Upphæðir sektar við brotunum eru settar inn á myndina. Þess ber þó að geta að ekki þarf að vera með beltin spennt i kyrrstæðum bíl og ekki heldur með ökuljósin kveikt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni hefði liklega aðeins verið ein sekt við þessari stöðu bilsins. 2.000 krónur fyrir að leggja þannig að til óþæginda er. DV-mynd KAE Mestu deilurnar um hvort reka ætti Geir Ólafur Amarson, DV, Harrisburg: Samkvæmt heimildum, sem DV hefur aflaö sér, mun brottrekstur Eysteins Helgasonar forstjóra og Geirs Magnússonar aðstoðarfor- stjóra frá Iceland Seafood Corpor- ation stafa aö mestu leyti af ágreiningi Eysteins og Guðjóns B. Ólafssonar u.m hvort reka ætti Geir eða ekki. Geir var aðstoðarforstjóri undir stjórn Guðjóns allan þann tíma sem Guðjón stjórnaði Iceland Sea- food. Upphaflega hafði Geir verið ráðinn af stjórn Iceland Seafood árið 1975 til að gegna forstjóra- starfi. Þegar Guðjón B. Ólafsson fór til Bandaríkjanna skömmu síöar var hann gerður að forstjóra en Geir að aðstoðarforstjóra. Samstarf þeirra hjá Iceland Seafood mun, samkvæmt heimildum DV, alla tíð hafa gengiö fremur stirðlega. Guð- jón rak þó aldrei Geir, enda var það stjórn Iceland Seafood sem réð Geir til starfa og því í verkahring stjórnarinnar aö reka hann ef ástæða þætti til, að sögn heimildar- manna DV. Eftir að Eysteinn Helgason tók við af Guðjóni sem forstjóri haustið 1986 mun Guðjón, samkvæmt heimildum DV, fljótlega hafa fariö að þrýsta á Eystein um að reka Geir. Eysteinn mun hafa viljað at- huga hvernig Geir reyndist í starfi áður en slík ákvörðun yrði tekin. Vorið 1987 mun Eysteinn síðan hafa tilkynnt Guðjóni aö hann teldi sig hafa not fyrir Géir. Guðjón mun hafa haldið áfram að þrýsta á um brottrekstur Geirs og sá þrýstingur aukist fremur en hitt. Að sögn heimildarmanna DV mun Eysteinn hafa neitað aö reka Geir og bent á að stjórn Iceland Seafood gæti-ein rekiö mann sem hún hefði ráðið. Samkvæmt heimildum DV mun hótun um brottrekstur Eysteins þegar hafa verið komin fram síðla sumars 1987. Áhrif á starfsemi fyrirtækis- ins Þegar þarna var komið sögu var þetta mál farið að hamla starfsemi Iceland Seafood því önnur mál voru látin sitja á hakanum og sam- skipti stjórnar og Eysteins með minnsta móti. í ágúst sama ár barst það til stjórnarmanna að Guðjón heföi ákveðið að geyma Geirsmálið og bjuggust menn þá við að hægt væri að snúa sér að öðrum málum varðandi rekstur Iceland Seafood. Þetta reyndist hins vegar á mis- skilningi byggt og Geirsmáliö hélt áfram að hamla samskiptum stjórnar og stjórnenda og ágrein- ingurinn stigmagnaöist. Úrslitin urðu Ijós á miövikudaginn er stjórn Sceland Seafood samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur tillögu um tafarlausan brottrekstur Eysteins og Geirs. Á fimmtudagskvöld komu Guð- jón og Sigurður Markússon, vara- formaður stjórnar Iceland Seafood, ásamt eiginkonum sínum. Tilgang- ur ferðarinnar var að sjá svo um að forstjóraskiptin yrðu með þeim hætti aö fyrirtækið yröi ekki fyrir skaða. Samkvæmt heimildum DV mun harkan í þessu máli hafa verið orð- in gífurleg, sem meðal annars sést á því að Eysteini og Geir var gert að láta tafarlaust af störfum. Eftir því sem DV kemst næsf munu ýmsir starfsmenn Iceland Seafood hafa frétt af brottrekstrinum áöur en Eysteinn og Geir fengu tilkynn- ingu um hann. Gísli Jonatansson: Staða Guð- jóns orðin ansi veik „Ég held að það halli verulega á Guðjón í þessu máli. Hann er þarna kominn á mjög hættulega braut að fara svona með sitt vald,“ sagði Gisli Jónatansson, kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði og stjórnarmaður í Iceland Seafood Corporation, i gær. Gísli greiddi atkvæði ásamt Er- lendi Einarssyni, fyrrum forstjóra SÍS, gegn brottvikningu Eysteins og Geirs. Fyrirtækið ytra hefur staöið sig prýðisvel og aldrei betur en á síð- asta ári. Ástæðan fyrir brottrekstr- inum er fyrst og fremst persónuleg misklið Guðjóns og Eysteins og mér finnst mjög halla á Guðjón i þvi efhi. Þótt það séu skiptar skoð- anir innan Sambandsins um þetta mál þá held ég að staða Guðjóns sé nú ansi veik, Það eru mjög marg- ir andvígir þessari málsmeðferð." -gse Marteinn Friðriksson: Stefndi hagsmunum okkar í hættu „Guðjón og Eysteinn gátu hrein- lega ekki starfað saman. Því var ekkert annað hægt að gera. Ástandið hefur 'versnað eftir því sem þessi ákvöröun hefur verið dregin lengur," ságði Marteinn Friöriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárskróks og stjórnar- maður í Iceland Seafood Corporati- on, í gær. Marteinn greiddi atkvæði með brottrekstri Eysteins og Geirs. „Guðjón hefur margsinnis lagt það til í stjóminni aö þessir menn yrðu látnir víkja. Það aö forstjóri Sambandsins og forstjóri Iceland Seafood Corporation gátu ekki starfað saman hefur náttúrlega stefnt hagsmunum okkar í hættu. Þegar stjórn Félags Sambands- frystihúsa samþykkti að höggva yröi á þennan hnút ákvað ég að greiða atkvæði með Guðjóni;" sagði Marteinn. -gse Styður Guðjón Stjórn Félags Sambandsfrysti- húsanna lýsti yfir stuðningi sínum við Guðjón B. Olafsson á fundi sem haldinn var á miðvikudag, stuttu áður en stjóm Iceland Seafood Corporation samþykkti á sínum fundi að reka þá Eystein Helgason forstjóra og Geir Magnússon að- stoðarforstjóra. Jafnframt skoraði stjóm félagsins á Guðjón og stjórn- ina að höggva á þann hnút sem kominn var á samskipti Iceland Seafood og Sambandsins. „Viö lögðum ekki til að Eysteinn og_Geir yrðu reknir. Við létum stjóminni algerlega eftir hvernig staöið yröi aö því aö leysa þetta mál. Ef ekki er samstaða og fullt traust milli þessara manna geta hagsmunir okkar veriö í hættu. Öll tannhjól verða að vera samstillt svo vélin vinni vel,“ sagði Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Fisk- iðjusamlags Húsavíkur og stjórn- arformaður Félags Sambands- frystihúsa, í gær. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.