Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Handknattleikur unglinga Grótta sigraði á heimaslóðum - KR í 2. sæti Helgina 12.-14. febrúar síðastliöinn fór fram síðasta umferðin í 4. flokki kvenna. í 1. deild, sem leikin var í Fellaskóla, sigraði lið Selfoss með töluverðum yfirburðum og eru stúlk- urnar frá Selfossi greinilega til alls líklegar í úrslitunum. Þær unnu alla leiki sína og fengu því 10 stig. Tvö stig taka þær með sér í úrslitin og standa því vel að vígi. ÍBK varð í öðru sæti með 7 stig og taka stúlkumar með sér eitt stig og spila ekki í sama riðli og Selfoss. ÍBK tapaði fyrir liði Selfoss, 5-7, og gerði jafntefli við Fram, 14-14. Aðra leiki vann það. UBK varð í þriðja sæti með 6 stig og Fram í fjórða sæti með 5 stig. Það er líklegt að þessi fjögur lið komi til með að berjast um íslandsmeistara- titilinn í þessum flokki því þau hafa nokkra yfirburði umfram önnur lið. HK fékk tvö stig en UMFG fékk ekkert stig að þessu' sinni. í 2. deild, en leikið var í Vest- mannaeyjum, tryggðu Grótta, ÍBV og Haukar sér sæti í A-úrslitum. Grótta sigraði, fékk 8 stig, ÍBV fékk 7 stig og Haukar 5 stig. Fylkir, KR og Víkingur verða því að sætta sig viö að leika í B-úrslitum. Stjarnan hafði umsjón í 3. deildinni en leikirnir fóm fram í Garðabæ. FH sigraði nokkuð auðveldlega og sigr- aði alla keppinauta sína. Stjarnan varð í öðru sæti og UFHÖ í því þriðja. UMFN hlaut tvö stig en UMFA varð neðst að þessu sinni, fékk ekkert stig. Spiluð var önnur umferðin í Norð- urlandsriðli. KA-stelpumar eru greinilega í mikilli sókn því að þær unnu Þór nokkuð örugglega, 7-5, en í fyrstu umferðinni töpuðu þær. Það verður spennandi að sjá hvort liðið tryggir sér sæti í úrslitakeppninni. Úrshtakeppnin fer fram dagana 18.-20. mars næstkomandi. í A-úrlitum leika: í B-úrslitum leika: Selfoss Fylkir ÍBK FH UBK Stjarnan Fram KR Grótta Víkingur ÍBV UFHÖ HK UMFN UMFG UMFA Haukar Norðurl. Norðurl. • Ur leik FH og Grindavíkur í 5. flokki kvenna. í 1. deildinni Á Seltjarnarnesi fór fram keppni í l. deild í 3. flokki kvenna og var keppnin oft jöfn og spennandi. Tvö lið komu sterkust til leiks að þessu sinni og hirtu stigin sem í boði voru fyrir úrslitin. Grótta tapaði fyrir UMFN í fyrsta leik en eftir það héldu stúlkunum engin bönd og unnu þær alla leiki sína eftir það. KR kom fast á hæla Gróttu, tapaði aðeins inn- byrðisviðureigninni, 14-17, en vann aðra leiki sína. í 3. sæti varð lið UMFN sem sigraði Gróttu, Selfoss og ÍBV. Selfoss varð í 4. sæti, sigraði Fram og ÍBV en Fram varð í 5. sæti eftir sigra á UMFN og ÍBV. ÍBV vermdi botnsætið með ekkert stig. í 2. deild sigraði lið ÍBK flesta and- stæðinga sína en gerði þó jafntefli við Víkingaí síðasta leik sínum, 9-9. UMFA varð í 2. sæti 2. deildar, tap- aði aðeins leiknum við ÍBK, 9-16, gerði jafntefli við UMFG en sigraði aðra andstæðinga sína. Síðasta liðið í 2. deild, sem tryggði sér sæti í úrslit- um, varð lið UMFG en til þess þurfti það að sigra helstu andstæðinga sína, lið Víkings. Það tókjt og spilar UMFG því í A-úrslitum en Víkingar verða að leika í B-úrslitum ásamt Haukum, ÍA og FH sem urðu í þrem- ur neðstu sætum 2. deildar. Aðeins eitt lið 3. deildar er ekki öruggt um sæti í B-úrslitum og er það lið UFHÖ sem varð í neðsta sæti deildarinnar. Önnur lið 3. deildar eiga að spila í B-úrslitum ásamt liði úr Norðurlandsriðli. Af þessu má vera ljóst að aðeins eitt lið situr eftir og fær ekki að spila í úrsiitum í vor. Kemur það í hlut UFHÖ nema eitthvert lið taki ekki þátt í B-úrslitunum. Stúlkurnar í Þór, Akureyri, standa best að vígi í Norðurlandsriöli, eru þær ósigraðar og þurfa aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjunum. í A-úrslitum leika lið Gróttu, KR, UMFN, Seifoss, ÍBK, UMFA, Fram, ÍBV, UMFG og lið úr Norðurlands- riðli. B-úrslit verða skipuð liðum Vík- ings, Reynis, Fylkis, FH, Hauka, ÍA, UBK, ÍR, Þróttar og liði úr Norður- landsriðli. Úrslit fara fram helgina 25.-27. mars nk. Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson y Hverjir verða íslandsmeistarar í 3. flokki karla Bjarni Hjaltason, FH: Við ætlum að leggja allt í sölurnar fyrir titil- inn og stefnum að því að vinna hann. Valur verður svo í öðru sæti og Þór, Ve., í því þriðja. steyþtasta liðið. Síðan koma mörg lið sem geta barist um næstu sæti en HK verður í 2.-3. sæti. Júlíus Hallgrímsson, Tý, Ve.: Valur verður meistari en þar á eftir koma Fram, Týr, Ve., og Þór, Ve. Ármann Þór Sigurvinsson, Val: Valur eða Fram koma til með berjast um titilinn., Framarar eru okkar helstu keppinautar en þar á eftir koma FH og Þór, Ve. Jón S. Logason, Þór, Ve.: Valur er með sterkasta liðið en við ætl- um okkur að vera með í barát- tunni um titilinn. Einnig eru FH og HK með sterk lið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.