Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 34
46
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988.
Handknattleikur unglinga
Grótta sigraði á heimaslóðum
- KR í 2. sæti
Helgina 12.-14. febrúar síðastliöinn
fór fram síðasta umferðin í 4. flokki
kvenna. í 1. deild, sem leikin var í
Fellaskóla, sigraði lið Selfoss með
töluverðum yfirburðum og eru stúlk-
urnar frá Selfossi greinilega til alls
líklegar í úrslitunum. Þær unnu alla
leiki sína og fengu því 10 stig. Tvö
stig taka þær með sér í úrslitin og
standa því vel að vígi.
ÍBK varð í öðru sæti með 7 stig og
taka stúlkumar með sér eitt stig og
spila ekki í sama riðli og Selfoss. ÍBK
tapaði fyrir liði Selfoss, 5-7, og gerði
jafntefli við Fram, 14-14. Aðra leiki
vann það.
UBK varð í þriðja sæti með 6 stig
og Fram í fjórða sæti með 5 stig. Það
er líklegt að þessi fjögur lið komi til
með að berjast um íslandsmeistara-
titilinn í þessum flokki því þau hafa
nokkra yfirburði umfram önnur lið.
HK fékk tvö stig en UMFG fékk
ekkert stig að þessu' sinni.
í 2. deild, en leikið var í Vest-
mannaeyjum, tryggðu Grótta, ÍBV
og Haukar sér sæti í A-úrslitum.
Grótta sigraði, fékk 8 stig, ÍBV fékk
7 stig og Haukar 5 stig.
Fylkir, KR og Víkingur verða því
að sætta sig viö að leika í B-úrslitum.
Stjarnan hafði umsjón í 3. deildinni
en leikirnir fóm fram í Garðabæ. FH
sigraði nokkuð auðveldlega og sigr-
aði alla keppinauta sína. Stjarnan
varð í öðru sæti og UFHÖ í því þriðja.
UMFN hlaut tvö stig en UMFA varð
neðst að þessu sinni, fékk ekkert stig.
Spiluð var önnur umferðin í Norð-
urlandsriðli. KA-stelpumar eru
greinilega í mikilli sókn því að þær
unnu Þór nokkuð örugglega, 7-5, en
í fyrstu umferðinni töpuðu þær. Það
verður spennandi að sjá hvort liðið
tryggir sér sæti í úrslitakeppninni.
Úrshtakeppnin fer fram dagana
18.-20. mars næstkomandi.
í A-úrlitum leika: í B-úrslitum leika:
Selfoss Fylkir
ÍBK FH
UBK Stjarnan
Fram KR
Grótta Víkingur
ÍBV UFHÖ
HK UMFN
UMFG UMFA
Haukar Norðurl.
Norðurl.
• Ur leik FH og Grindavíkur í 5. flokki kvenna.
í 1. deildinni
Á Seltjarnarnesi fór fram keppni í
l. deild í 3. flokki kvenna og var
keppnin oft jöfn og spennandi. Tvö
lið komu sterkust til leiks að þessu
sinni og hirtu stigin sem í boði voru
fyrir úrslitin. Grótta tapaði fyrir
UMFN í fyrsta leik en eftir það héldu
stúlkunum engin bönd og unnu þær
alla leiki sína eftir það. KR kom fast
á hæla Gróttu, tapaði aðeins inn-
byrðisviðureigninni, 14-17, en vann
aðra leiki sína. í 3. sæti varð lið
UMFN sem sigraði Gróttu, Selfoss
og ÍBV. Selfoss varð í 4. sæti, sigraði
Fram og ÍBV en Fram varð í 5. sæti
eftir sigra á UMFN og ÍBV. ÍBV
vermdi botnsætið með ekkert stig.
í 2. deild sigraði lið ÍBK flesta and-
stæðinga sína en gerði þó jafntefli
við Víkingaí síðasta leik sínum, 9-9.
UMFA varð í 2. sæti 2. deildar, tap-
aði aðeins leiknum við ÍBK, 9-16,
gerði jafntefli við UMFG en sigraði
aðra andstæðinga sína. Síðasta liðið
í 2. deild, sem tryggði sér sæti í úrslit-
um, varð lið UMFG en til þess þurfti
það að sigra helstu andstæðinga sína,
lið Víkings. Það tókjt og spilar
UMFG því í A-úrslitum en Víkingar
verða að leika í B-úrslitum ásamt
Haukum, ÍA og FH sem urðu í þrem-
ur neðstu sætum 2. deildar.
Aðeins eitt lið 3. deildar er ekki
öruggt um sæti í B-úrslitum og er það
lið UFHÖ sem varð í neðsta sæti
deildarinnar. Önnur lið 3. deildar
eiga að spila í B-úrslitum ásamt liði
úr Norðurlandsriðli.
Af þessu má vera ljóst að aðeins
eitt lið situr eftir og fær ekki að spila
í úrsiitum í vor. Kemur það í hlut
UFHÖ nema eitthvert lið taki ekki
þátt í B-úrslitunum.
Stúlkurnar í Þór, Akureyri, standa
best að vígi í Norðurlandsriöli, eru
þær ósigraðar og þurfa aðeins eitt
stig úr síðustu þremur leikjunum.
í A-úrslitum leika lið Gróttu, KR,
UMFN, Seifoss, ÍBK, UMFA, Fram,
ÍBV, UMFG og lið úr Norðurlands-
riðli.
B-úrslit verða skipuð liðum Vík-
ings, Reynis, Fylkis, FH, Hauka, ÍA,
UBK, ÍR, Þróttar og liði úr Norður-
landsriðli.
Úrslit fara fram helgina 25.-27.
mars nk.
Umsjón:
Heimir Ríkarðsson og
Brynjar Stefánsson
y Hverjir verða
íslandsmeistarar
í 3. flokki karla
Bjarni Hjaltason, FH: Við ætlum
að leggja allt í sölurnar fyrir titil-
inn og stefnum að því að vinna
hann. Valur verður svo í öðru
sæti og Þór, Ve., í því þriðja.
steyþtasta liðið. Síðan koma mörg
lið sem geta barist um næstu
sæti en HK verður í 2.-3. sæti.
Júlíus Hallgrímsson, Tý, Ve.:
Valur verður meistari en þar á
eftir koma Fram, Týr, Ve., og
Þór, Ve.
Ármann Þór Sigurvinsson, Val:
Valur eða Fram koma til með
berjast um titilinn., Framarar eru
okkar helstu keppinautar en þar
á eftir koma FH og Þór, Ve.
Jón S. Logason, Þór, Ve.: Valur
er með sterkasta liðið en við ætl-
um okkur að vera með í barát-
tunni um titilinn. Einnig eru FH
og HK með sterk lið.