Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Síða 25
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 25 wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^—mmmmmmmm^m~——mmmm^~mmmmmmmmmm~mmmmin'!!*m DV Leikarinn og leikstjórinn Robert Redford. Kvikmyndir I nýjustu mynd sinni The Milagro Beanfield War fjallar Robert Red- ford um deilur landeigenda og ábúenda í Mexíkó Það þarf víst varla að kynna banda- ríska leikarann Robert Redford. Hann á að baki margar vinsælar myndir eins og Butch Cassidy and the Sundance Kid (1969), The Sting (1973), All the Presidents Men (1976) og Leagal Eagles (1986). Fyrir um það bil sex árum kom Robert Redford aðdáendum sínum þægilega á óvart. Eins og margir þekktir leikarar hafði hann lengi gengið með þann draum að leikstýra kvikmynd. Hann lét þennan draum verða að veruleika og útkoman varð óskarsverðlaunamyndin Ordinary People. Myndin fjallar um ungan pilt sem býr hjá foreldrum sínum og á við geðræn vandamál að stríða. Hann verður vitni að því þegar yngri bróðir hans drukknar þegar þeir eru á siglingu og telur sig að hluta bera sökina á þessu hörmulega slysi. Myndin hlaut alls staðar frábæra dóma og samsvarandi viðtökur áhorfenda og þar með hafði Robert Redford tekist það sem ílesta leikara dreymir um að sýna og sanna að hann væri ekki síður fær um að standa á bak við kvikmyndatökuvél- ina en að leika á hvíta tjaldinu. Framhaldið En þetta var árið 1980 og síðan þá hafa menn beðið með eftirvæntingu eftir næstu mynd Redfords sem leik- stjóra til að sjá hvort fyrsta myndin var slemmbilukka eða hvort meira lægi að baki. Og nú er farið að nálg- ast frumsýningardag á The Milagro Beanfield War sem gerð er eftir sam- nefndri.sögu John Nichols frá 1974. Það hefur gengið á ýmsu við gerð „Milagro“ sem þýðir kraftaverk á spænsku. Redford er kominn langt fram úr kostnaðaráætlun auk þess að vera langt á eftir áætlun hvað varðar tímasetningar. Opinberlega átti öllum kvikmyndatökum að vera lokið í október 1986 en sakir veðurs og vinnubragða Redfords að endur- skoða og enduskrifa handritið, samhliöa kvikmyndatökunni, hefur stór hluti myndarinnar verið kvik- myndaður upp á nýtt og þar á meðal upphafsatriðið. Þetta hefur' leitt til þess að heill flokkur rithöfunda hef- ur korriið við sögu til að fínpússa handrit Nichols sem hann upphaf- lega gerði fyrir þremur árum. Erfið- ast var þó að þjappa þessu viðamikla efni saman svo það kæmist fyrir í tveggja tíma langri kvikmynd. Bakgrunnur Nýlega birtist viðtal við Redford um myndina í bandaríska kvik- myndatímaritinu „Film Comment". Hér á eftir fara lauslegaþýddir kaflar úr þessu viðtali til fróðleiks fyrir les- endur en Redford hefur hingað til farið mjög laumulega með efni The Milagro Beanfield War. Sp: „Hvers vegna hefur þú ekki leik- stýrt kvikmynd í rúm 6 ár?“ Sv: „Ein af ástæðunum er sú að ég tók mér frí í tvö ár. Ég var búinn að ákveða þetta. Ég hef enga tímatöflu hvað varðar minn listamannsferil. Ég stóð á ákveðnum tímapunkti í lífi mínu eftir að hafa gert þessa mynd. Ótal hlutir lágu fyrir sem þurfti að taka ákvörðun um og mér fannst þetta rétti tíminn til að taka mér frí frá kvikmyndunum. Þegar ég hóf störf aftur hafði ég undir höndum 3-A handrit sem mig langaði að gera kvikmynd úr. Það varð ekkert úr því og sama gilti m.a. um handritið að þessari mynd. Fyrir þremur árum reyndi ég þrívegis að gera kvik- myndahandrit byggt á The Milagro Beansfield War ásamt höfundi bók- arinnar en án árangurs. Ég vildi hins vegar fara að vinna og tók því tilboö- um um að leika í kvikmyndum." Sp: „Hvert var vandamálið?" Sv: „Megin vandamálið var það sama og hjá öllum sem reyna að gera hand- rit byggt á bók. Kvikmynd er ekki fjölmiðill fyrir bókmenntaverk. Það er ekki auðhlaupið að draga saman 630 blaðsíðna bók með texta sem get- ur leyft sér að staldra við ákveðna hluti, gæla við efniö hér og þar og svo allt í einu stökkva fram á við líkt og elding. Við urðum að þjappa sam- an 630 blaðsíðna bók í 120 blaðsíðna kvikmy ndahandrit. ‘ ‘ Stjórnmál eða heimspeki Sp: „Er ekki ástæðan fyrir því að þú ákvaðst að kvikmynda þessa bók sú að þér fannst áhugavekjandi sögu- þráöurinn um deilur landeigenda við ábúendur?" Sv: ,-,Nú ertu farinn að tala um stjórn- mál eða heimspekilegt efni. Það má færa sterk rök fyrir því að „vestrið" eins og við þekkjum það, sem sam- anstendur af stórum ósnortnum landsvæðum, sé búið að vera. Það sem ég meina er að landið verður tekið undir annað. Þetta liggur í eðli okkar. Við lifum í þjóðfélagi sem byggist á velmegun - við erum að leita eftir auðsæld. Því er eðhlegt að álíta að þegar þar að kemur, þrátt fyrir að allir séu á móti og hræddir við eitraðan úrgang, loftmengun og of mikla fólksíjölgun, að mannkynið muni finna einhver ráð til að halda áfram að byggja, auka hagsæld og stækka við sig. Þetta þýðir að við munum nýta þau landsvæði sem eft- ir eru en það er einmitt „vestrið" okkar. Því lít ég svo á þrátt fyrir öll mót- mæli - og ég tel mig í þeim hópi fólks sem berst á móti ómanneskjulegri og óskynamlegri eyðileggingu náttú- runnar - að þegar tímar líða verði ekkert vannýtt landsvæði eftir. Þetta merkir að við munum týna stórum hluta af hefö okkar og þar með rótum menningarinnar. Því má segja að þetta hafi veriö okkur að kenna en jafnframt okkar eigin ósk. Það verð- ur ekki hægt að snúa klukkunni aftur á bak... Með tilliti til þessa má segja aö sögupersónur myndarinnar eða bók- arinnar hafi unnið sigur þó að þær hafi ef til vill ekki unnið stríðið. En það er einmitt þetta sem ég vil undir- strika í myndinni, þ.e. gildi þeirra bardaga sem vinnast. Og þótt menn geti ef til vill kæst aðeins í stutta stund frá mannlegu sjónarmiði þá held ég að það sé þess virði." Erfiðfæðing Sp: „Þurftir þú að gefa eitthvað eft- ir til að geta gert þessa mynd?" Sv: „Það var ekki auðvelt að finna kvikmyndaver til að aðstoða við framleiðslu myndarinnar. Ég fékk að heyra alls konar sígildar athuga- semdir eins og: „Hver hefur áhuga á að sjá hóp Mexíkana hlaupandi fram og aftur um einhverjar hlíðar Nýju- Mexíkó." Hinir kurteisu sógðu aftur á móti: „þetta er frábær söguþráður en hann virðist dálítið langdreginn." Einnig mátti heyra athugasemdir eins og: „Hvers vegna viltu taka svona efni fyrir?“ Nei, þetta var ekki auðvelt en sama mátti segja um Ord- inary People. En ég þurfti ekki að fórna neinu né gefa neitt upp á bátinn til að gera þessa mynd. Svo slæmt var nú ástandið ekki. Sp: „Þegar þú ert að leikstýra mynd, ertu þá búinn að ákveða í huganum hvernig hún á að líta út?“ Sv: „Það er einmitt þetta sem er svo stórkostlegt við kvikmyndir. Ég er búinn að gera upp við mig í huganum hvernig myndin á að lita út, hvers konar landslag á að vera í bakgrunni og myndræna útfærslu ásamt hegð- unarmynstri leikara. En ég hef ekki oft minnstu hugmynd um hvað muni síðan gerast. Þetta finnst mér einna mest spennandi hvað varðar leik- stjórn því kvikmyndin virðist hafa sitt eigið líf sem er m.a. ástæðan fyr- ir því að ég fylgi ekki þeirri kenningu að leikstjórinn eigi að fara gaum- gæfilega eftir handritinu. Þú finnur það út þegar klippingin hefst. Já, kvikmyndin hefur sitt eigið líf. Ég man að það voru nokkur atriði í Ordinary People sem ég vildi endi- lega hafa með. Ég þrjóskaöist og þrjóskaðist við en að lokum hafnaði myndin sjálf þessum atriðum, líkt og ónæmiskerfi líkamans sem rekur óboðna gesti á braut. Að lokum sagði ég: „Þetta eru falleg atriöi en þau eiga einhvers staðar annars staðar heima.““ Helstu heimildir: Film Comment, fe- brúar 1988. Baldur Hjaltason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.