Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 30
30 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 43 i „Þegardýrk- un á hinu unga og óreynda er komin út í öfgar þá er- um við komin á hættu- mörk.“ m Lágmenning í íslenskum leikhúsum: - segir Arnar Jónsson sem hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist Arnar Jónsson leikari var valinn af dómnefnd sém verölaunahafi leiklistar er Menningarverölaunum DV var út- hlutað sl. fimmtudag. Arnar hefur þótt standa sig frábærlega vel í hlutverki Kajs Munk, í einþáttungum Harolds Pinter, sem sýndir eru um þessar mund- ir hjá Alþýðuleikhúsinu, hlutverki Juans í Yermu og Péturs í Bílaverkstæði Badda. Arnar Jónsson á langan leiklist- arferil að baki. Hann hefur verið at- vinnuleikari frá 21 árs aldri en verið viöloðandi leikhús ailt frá barnsaldri. Faðir hans var áhugaleikari og má segja að eins sé með Arnar og marga aðra leik- ara að leiklistin er honum í blóð borin. Arnar Jónsson hefur um langt árabil verið fastráðinn leikari við Þjóðleik- húsið. Hann hefur getið sér gott orð sem uppbyggjandi áhugaleikhúss, bæði á Akureyri og með Alþýðuleikhúsinu. Hlutverkin hafa verið færri innan veggj a Þjóðleikhússins. Arnar hefur engu að síður haft nóg að gera og starfað tölu- vert með öðrum leikhúsum og leik- hópum: Talað hefur verið um að ungir leikarar fái fremur hlutverk í leikhúsunum um þessar mundir en þeir sem eldri og reyndari eru. Ég spurði Arnar í upphafi spjalls okkur hvort sú væri raunin. Sam- tal okkar snerist því í upphafi um þroska leikarans, uppeldi, þjálfun og þessa nýju stefnu leikhúsanna. Það er nefnilega ekki ýkja langt síðan ungir og óreyndir leikarar áttu erfitt uppdráttar innan veggja Þjóðleikhússins og Iðnó. „Það eru að miklu leyti íjölmiðlar og gagnrýnendur sem stjórna þessu,“ svar- ar Arnar með sinni sterku og djúpu rödd. „Það er einmitt mikið áhugamál mitt um þessar mundir og kannski eðli- legt, þegar maður er farinn að eldast, að hugsa um uppeldisstarfið, hvernig það hafi tiltekist og hverju sé áfátt. Það skiptir mjög miklu fyrir listina að ein- staklingurinn sé ræktaður og að hann fái að þroskast á réttan hátt - að hann fái að glíma við þau verkefni á hverjum tíma sem henta honum," hélt Arnar áfram. - Hefur það ekki verið þannig? „Nei, ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé of mikið tilviljunum háð. Ég efast kannski ekkert um góðan vilja til þess en það hefur ekki tekist.“ - Nú virðast ungir leikarar og jafnvel ólærðir eiga upp á pallborðið í leikhúsun- um og er það af sem áður var. Hvað finnst þér um það? „Þetta er einmitt það sem er að gerast og er hluti af tíðarandanum. Þar eiga fjölmiölar og gagnrýnendúr stóran þátt. Þessi nýjungagirni, þessi dýrkun á hinu unga og óreynda. Þegar hún gengur út í öfgar og er farin að hafa áhrif á list- greinar, t.d. leikhús, þá er hún ekki endilega af hinu góða. I leikhúsi þarf sá yngri að læra af hinum eldri ef vel á til að takast. Fyrir kemur að ungur leikari verður stjarna í einni sýningu en síðan er hann gleymdur og kemur kannski aldrei aftur á fjalirnar. Það er eitthvað mjög skrýtið. Hugsanlega hefur leikar- inn kiknað undan hlutverkinu eða hreinlega verið ofætlað. Það getur ruglað ungan leikara í ríminu þegar gagnrýnendur og aðrir blása framgöngu hans upp í óeðlilegar stærðir, telja hann útvalinn. Það gerist oft að við sem erum eldri finnum fyrir því, þegar þetta fólk mætir okkur á sviði, að búið er að ala það af gagnrýnendum í gegnum Nem- endaleikhús. Að þau séu hin útvöldu og Nemendaleikhúsiö sé besta leikhús landsins og svo framvegis. Það vill bara oft verða miklu minna úr þegar þau þurfa að takast á við hina sem hafa ver- ið lengi í glímunni.“ - Er rígur á milli ungu leikaranna og þeirra eldri? „Það held ég alls ekki. Mér virðist þaö unga fólk sem ég hef komist í tæri við skypja og skilja mikilvægi þess aö nema af þeim sem hafa á löngum tíma náð að fóta sig á hálli braut listarinnar. Þau hafa'bara fengið svo fá tækifæri til þess. Svo er það aldarandinn, sem reyndar vanmetur þjóðfélagslegt gildi listanna og brenglar dómgreindina. Gagnrýnend- ur dansa oft með. Iðulega skortir þá yfirsýn, þeir þekkja ekki feril lista- mannsins og miða því ekki gagnrýni sína út frá honum. Þó tel ég alls ekki að gagnrýnendur eigi að segja listamönn- um faglega til. Þeir gætu veitt listastofn- unum visst aðhald í að rækta sitt listafólk þegar ljóst er að misbrestur er á því. Maður sér stundum að það er eitt- hvað mikið að gerast hjá listamönnum, sem lengi hafa klappað steininn, en eftir því er ekki tekiö. Fjölmiðlar líta ekki á það sem spennandi hlut. Öll einbeitingin er annars staðar, á ungu fólki, á því nýja. Það er allt í lagi en vægið þarf að vera rétt. Þá er ég aftur kominn inn á uppeldið, fyrst inn á við í leikhúsinu en ekki síður út á við, uppeldi áhorfenda. Það er viss vá fyrir dyrum og ég var ein- mitt að lesa grein í Newsweek um vanda bresks leikhúss. Annars vegar er Thatc- her alveg að ganga af því dauðu. Hins vegar er það söngleikjafárið, menn eru logandi hræddir um að annars konar leiklist, sem annars verður að teljast grunnur leikhússins, muni eiga undir högg að sækja. Þetta er kannski að ger- ast hjá okkur líka.“ - Eru það gróðasjónarmið sem ráða þar sem meiri markaður virðist vera fyrir létta söngleiki en þung, dramatísk verk? „Jú, þar komum við að því. Ég sé þetta allt sem hluta af einni heild. Söngleikir eru hluti af poppmenningu sem kemur mikið til okkar í gegnum sjónvarp og er viss lágmenning sem er hættulegt að játast alfarið undir." - Er þessi lágmenning ríkjandi í leik- húsum hér? „Ekki enn. Ég held þó að margir leikar- ar séu uggandi út af þróun mála. Þegar ákveðið er að þetta skuli vera það sem hefur mest áhrif og á öllu að þjóna þá eru þeir ekki vinsælir og litnir hornauga sem gagnrýna slíka hluti. Mér finnst ansi mikið offors fylgja afstöðu þess fólks sem hefur játast undir að þetta sé það sem koma skal og svona eigi þetta að vera. Það er eins og ekki megi koma með neina gagnrýni öðruvísi en allt ætli vitlaust að verða. Það er í fyrsta lagi lít- ið umburðarlyndi og í öðru lagi mikil skammsýni. Þá get ég nefnt þegar verið er að flytja sýningar milli landa, nánast alveg end- urgerðar. í sumum tilfellum er það skilyrði en stundum er það svo að menn hreinlega stela höfundarrétti. Þeir fara utan, stúdera sýningar og setja upp hér og þá finnst mér vera lágt lagst,“ sagði Arnar. - Nú hefur Iðnó ákveðið að taka upp sýningar á Hamlet og hefur valið ungan leikara í það erfiða hlutverk. Hvað finnst þér um þá ákvörðun? „Mér finnst það orka tvímælis. Þegar sett er upp stór klassísk sýning er skyn- samlegra að huga slíkt út frá grunnein- ingunni, þ.e. leikaranum. Á leikhúsið leikara sem þarf - og ætti hér og nú að glíma við þetta stóra, sígilda hlutverk? Sé svo þá skal hiklaust að mínum dómi ráðast í verkefnið. Ég er þeirrar skoðun- ar aö það þurfi að breyta vinnubrögðum og ég held að með skipulagningu sé það vel hægt. Alltof oft gerist það að leikarar fá í hendur mjög stórt hlutverk, næstum á samlestri leikverks. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt.“ - Hefðir þú viljað hlutverkið? „Mér er nokkuð sama. Ég er búinn að afskrifa Hamlet enda hefði verið nær að Þjóðleikhúsið hefði látið mig í hlutverkiö fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið hef- ur oft haft skrýtnar hugmyndir um notkun á fólki, bæði mér og öörum. Þeir heföu átt að ala mig og fleiri upp og nota í slík hlutverk. Þess vegna eigum við fáa mjög kröftuga leikara af yngri kynslóð. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér stjörnuleik eða stórleik. Klassíkina höfum við kannski ekki tekið þeim tök- um sem uppeldið inn á við og út á við krefst." - Nú er nokkuð talað um að frægir leik- arar sjáist ekki í stórum hlutverkum í Þjóðleikhúsinu og fólk spyr: Hvar er Árni Tryggvason, Róbert, Bessi og marg- ir fleiri? Hvar er allt þetta fólk? „Þetta er alveg rétt og er mjög slæm þróun og kjánaleg. Heilu leikárin geta liðið án þess að við sjáum suma af okkar reyndustu og bestu leikurum bregða fyr- ir, fólki eins og Kristbjörgu, Þóru Friðriksdóttur, Margréti Guðmunds- dóttur, Helga Skúlasyni, Baldvin Hall- dórssyni, Helgu Bachmann og fleiri á sviði. Þú getur kannski ímyndað þér hvað það gerir leikaranum og leikhús- inu. A meðan er Litla sviðið rekið á hálfum afköstum vegna þess að leikarar eru teknir úr Bílaverkstæði Badda yfir í Vesalingana. Þetta tel ég ekki skynsam- legt.“ - Nú hlýtur þú Menningarverðlaun DV í leiklist í ár. Hvert er álit þitt á þeirri viðurkenningu? „í dómnefnd er fólk sem þekkir inn- viði þessarar listgreinar og á aö vera afskaplega vel í stakk búið að dæma hæfni eftir því sem það er hægt. Þegar listamaður finnur' að vel er staðið að hlutunum er slík viðurkenning fyrst og fremst hvetjandi og ánægjuleg fyrir við- komandi. Kannski er fátt nauðsynlegra á þessum síðustu og verstu efnishyggjut- ímum en að hlúð sé að listinni. Kannski er ekkert jafn-þjóðhagslega nauðsynlegt í svona ungu og rótlausu þjóðfélagi. Þess vegna er sérhver viðleitni, sem minnir á mikilvægi lista, af hinu góða um leið og hún getur verið listamanninum hvatning á grýttri braut.“ - Hér í eina tíð voru leikurum veitt verð- laun, silfurlampi, fyrir góða frammi- stöðu. Finnst þér að taka eigi upp slík verðlaun aftur hér á landi? „Nei, það finnst mér ekki. Það er hins vegar alltaf mjög gleðilegt fyrir lista- mann að finna að einhver fylgist meö því sem hann er að gera. Maöur er þó eftir sem áður í sinni glímu - því þetta er jú glíma.“ - Er mikil samkeppni milli leikara? „Frekar myndi ég segja að það væri samvinna. Mín skoðun er sú að þrátt fyrir mikla fjölgun leikara sé ennþá pláss fyrir alla, sérstaklega alla sem eitt- hvað hafa til brunns að bera. Hitt er svo annað mál að vegna eðlis vinnunnar erum við varnarlausir að mörgu leyti. Við þurfum að opna okkur, geta og þora. Stundum fellur fólki ekki hverju við annað, sem gerist á öðrum vinnustöðuni líka, þar getur fólk leitt það hjá sér. Það er erfiðara á leiksviði. Leikari þarf að geta treyst því fólki sem hann vinnur með og geta tekið það inn á sig. Þess vegna er ekkert óeðlilegt þó að klíkur myndist. Þannig verður þetta alltaf og mér finnst það eðlilegt. Leikarar sem vinna vel saman skipta miklu máli fyrir leikhúsið. Ef þeir fá að leika mikið sam- an eignast leikhúsið kannski afburða- fólk." - Hvað er svona eftirsóknarvert vid starfið? „Leikhúsið er heillandi heimur og mér finnst það mikil synd að allir geti ekki fengið að kynnast því. Það mundi hafa sérdeilis holl og góð áhrif. Öll áhuga- mennskan um allt land ber því vitni og ég held að í öllum tilfellum hafi hún verið mannbætandi. Verst er að leiklist- in skuli ekki vera meira inni í skólum landsins.“ - Er lítil samvinna milli Leiklistarskóla íslands og leikhúsanna? „Já, því miður. Tilraunir hafa veriö gerðar til að bæta samvinnuna en ég hef aldrei skilið þessa einangrunarstefnu skólans, sem er ekki af hinu góða. Mér fmnst að leiklistarnemar eigi að alast upp í leikhúsinu og hvergi annars stað- ar," svaraði Arnar. - Oft er því slegið fram að leiklistin sé arfgeng. Ert þú að ala upp nýja kynslóð af leikurum? „Ætli þaö ekki. Mér sýnist það helst. Ég á fimm börn. Öll nema yngsta, sem er fimm ára, hafa komiö nálægt leiklist- inni. Guðrún, sú elsta, hefur lagt stund á nútímadans. Sólveig, sem er næstelst, ákvað þégar hún var þriggja ára að verða leikari og leikstjóri. Allt sem hún tekur sér fyrir hendur miðast að því.“ - Nú hefur þú einnig fengist talsvert við kvikmyndaleik og fékkst boð um að koma á kvikmyndahátíð. Hvers konar hátið er það? „Já, mér er boðiö að koma á kvik- myndahátíð í Rúðuborg í Frakklandi sem haldin verður 2. til 8. mars. Á hátíð- inni verða Útlaginn og Á hjara veraldar sýndar. Það eru Frakkar sem halda há- tíðina til kynningar á norrænum kvikmyndum og mér skilst að þeir vilji gera hana að árlegum viðburöi. Þeim rennur blóöið til skyldunnar, forfeður okkar hjuggu þarna mikið strandhögg, þannig að ýmislegt á þessum stað minnir á norræna menn. Það er stjórn hátíðar- innar sem býður mér og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að prófa að vera á slíkri hátíð,“ sagði Arnar Jóns- son leikari en boðið á kvikmyndahátíð- ina er önnur viðurkenningin sem hann hlýtur nú á örfáum dögum. -ELA Arnar Jóns- son i hlut- verki sínu sem Kaj Munk. DV- myndirBrynj- ar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.