Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 52
64 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Smáauglýsingar Bílar til sölu Mazda 626 GTI ’87 til sölu, rauður, 5 gíra, ekinn 38 þús., verð _750 þús., skipti á ódýrari. Uppl. í síma 13037 eftir kl. 18. BMW 520i ’82. Til sölu hlotið hefur vandaða meðferð frá upp^ hafi, sjálfskiptur, vökvastýri, afl- bremsur, rafmagn í speglum, ekinn aðeins 62.000 km, 6 cyl. vél, vandað stereo, verð kr. 490.000 (nýr frá Kristni). Uppl. í síma 19985 e.kl. 19. Suzuki - jeppi - sala - skipti. Til sölu hvítur Suzuki SJ 410 árg. ’82, bifreiðin er í toppstandi, vel útbúin, t.d. stereo, útvarp/segulband, tvöfaldur Bridge- stone dekkjagangur á felgum (þar af annar nýr), grjótgrind, dráttarkúla, skíðabogar. Tekið niður gólf aftan. Klæddur, með góðum sætum. Verð 280 þús. Skipti á litlum fólksbíl á sama verði eða ódýrari koma vel til greina. Uppl. í síma 72399. Mercedes Benz 2,5 dísil ’86, ekinn 140 þús., grænsanseraður, sjálfskiptur, skipti koma til greina, bíll í sérflokki. Uppl. i síma 46060 og í Ræsi hjá Stefáni í síma 619550. M. Benz 230 E ’83 til sölu, sjálfskiptur, ' sóllúga, ekinn 115 þús. Skipt^á ódýr- ari. Uppl. í síma 99-4370. Dodge Ramcharger 78 dísil turbo, 38" dekk, verð 670 þús., mögul. á skulda- bréfi. Uppl. í síma 673445. Hino KM ’81 til sölu, ekinn 115 þús., vél nýupptekin, ekin 400 km, vandað- ur stálpallur, sturtur, vökvastýri, 6 manna farþegahús, minnaprófsbíll, verð 450-500 þús. Uppl. í síma 30262. Magrius-Deutz 10 tonna m. framdr. og spili, ekinn 35.000 km, selst með eða án kassa, tilvalinn til snjóbíla- og sleðaflutnings. Jón Baldur, s. 91-686408. ACRYL PLASTGLER Háborg sérhæfir sig í sölu á ACRYL plastgleri. Mikið úrval af glæra og lituðu plastgleri, 2-20 mm þykkt. ACRYL plastgler er hægt að virma og fornta á allan máta. Sérsmíðum eftir pöntunum. Hagstætt verð. Getum einnig útvegað ýmsar aðrar gerðir af plasti í plötum. Heildsala - smásala. Háborgi Skútuvogi 4 Sími 680380 M. Benz 300 D ’82, ekinn 340 þus., nýsprautaður, vel með farinn, verð 570 þús. Uppl. í síma 99-2071. Nissan Sunny GLX ’87 til sölu, grár, 5 dyra, ekinn 6.000 km. Uppl. í síma 666177. Antik! Til sölu Ford Mustang ’68, í góðu ástandi. Uppl. í síma 95-5814. Toyota 4 Runner SR5 ’86 til sölu, verð 1.100 þús. Uppl. í síma 41417. BMW 520i ’82. Af sérstökum ástæðum er þessi glæsilega bifreið til sölu, hún er mjög vel með farin, sjálfskipt, vökvastýri, aflbremsur, rafmagn í speglum o.íl., ekin 71 þús. Verð 495 þús. Einnig Dodge Aries ’78, innflutt- ur ’80. Uppl.-í síma 687258. Hinhliðin dv „Ég var ekkert feiminn við Vigdísi forseta“ - segir hinn 86 ára gamli Eskfirðingur, Tryggvi Eiríksson Tryggvi Eiríksson er vist- maður á dvalarheimili aldraðra að Hátúni á Eskifirði. Hann hefur ve- rið erfiðismaður alla sína ævi. Um 16 ára skeið var hann á Krossanesi við norðanverðan Reyðar- fiörð og við þann bæ er -Tryggvi almennt kennd- ur. Á árunum 1 síðari heimsstyrjöldinni fórst þýsk herflugvél við Krossanes og var Tryggvi fyrstur manna að flak- inu. Að sögn Tryggva var talið að fimm menn hefðu verið með flugvélinni en einungis fiórir fundust. Þar af voru tveir menn sem greinilega höfðu fa- rist með flugvélinni en hinir tveir telur Tryggvi að hafi komist lífs af með því að kasta sér út í fall- hlíf en síðan hafi þeir, samkvæmt fyrirmælum, stytt sér aldur með því að taka inn eitur. Finnst Tryggva það mjög senni- leg skýring þar sem lík þeirra voru alveg heil. Tryggvi hefur alltaf ve- rið einhleypur og kunnað þyí vel. Hann er manna skemmtilegastur í við- ræðum og ógleymanleg- ur þeim sem hann hitta. Fyrirhugað var að breyta fyrirkomulagi þessa þáttar frá og með þessu blaði en við frest- um því um eina viku. Svör Tryggva fara hér á eftir. Fullt nafn: Tryggvi Eiríksson. Aldur: Verð 86 ára í mars. Fæðingarstaöur: Eskifjörður. Maki: Makalaus, ætíö veriö laus og liðugur. Böm: Engin. Bifreiö: Engin, ég hef aldrei lagt út í svoleiðis fyrirtæki. Starf: Elliiifeyrisþegi, fyrrum bóndi, sjómaður og verkamaður. Laun: Lífeyrir frá Tryggingastofn- un ríkisins. Helsti veikleiki; Ef ég ætti að telja upp allt það sem að minni heilsu snýr þá yrði það alltof langt mál. Helsti kostur: Þaö er annarra að dæma um það, ég ætla ekki að fara að hæla sjálfum mér. Uppáhaldsmatur: Ég borða allan mat. Enginn matur er þetri en ann- ar. Uppáhaldsdrykkur: Hreint vatn. Uppáhaídsveitingastaður: Veit- ingastaður! Ég hef nú aldrei fariö á neinn veitingastað og veit ekki hvar þeir em. Þegar ég er í Reykja- vík er ég hjá minu frændfólki. Uppáhaldstegund tónlistar: Ég spekúlera nú ekki mikið í svoleiðis löguðu. Uppáhaldshljómsveitir: Hljóm- sveitir, ja, því síður. Ég hef ekkert vit á slíku. En Ómar Ragnarsson finnst mér alltaf góður. Uppáhaldssöngvari: Það er ekki gott að segja, og þó, Ómar Ragnars- son. Uppáhaldsblað: Ekki neitt. Uppáhaldstímarit: Ekkert nú orðið. En Afturelding og Bjarmi, kristni- boðsblöð, sem eitt sinn voru gefin út. Uppáhaldsíþróttamaður: íþrótta- maður!! Ég er nú svo aldeilis hissa, hverskonar spumingar ertu eigin- lega með. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég hef aldrei haft vit á stjórnmálum. Mér finnst þeir allir vitlausir, því þeir vita ekkert hvað þeir eru aö gera. Uppáhaldsleikari: Mér er nú sama um þá, og þó, Ómar Ragnarsson er besti leikari landsins. Uppáhaldsrithöfundur: Það er ekki gott að segja. Besta bók sem þú hefur lesið: Ef ég má flokka bók undir sama hatt og timarit þá segi ég Ljósberinn, sem er kristilegt rit og gefið var út í gamla daga. Hvort er í meira uppáhaldi hjá þér Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið ér gott og Stöð 2 stundum. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson, hann er svo fjölhæfur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Þvi hef ég ekki vit á. Ég fylg- ist ekkert með því. Ég á ekkert útvarp. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Helstu áhugamál: Engin núorðið. Fallegasti kvenmaður sem þú hef- ur séö: Ha, ha, ha, þá vandast nú máhð. Ég ætti ekki annað eftir en að fara að telja þær allar upp, drengur minn. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta: Ég hefði ekkert á móti því að hitta Vigdísi forseta aftur. Hún hefur komið hingað og ég var ekk- ert feiminn við hana. Fallegasti staður á Íslandi: Ég hef nú ekki farið víða á langri ævi núnni. En mér þykir vænt um Eskifjörð og Hólmatind. Hvaö ætlar þú að gera i sumarfrí- inu? Bara þetta sama, það er ekki neitt. ET/Eskifirði/-SK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.