Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 52
64
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988.
Smáauglýsingar
Bílar til sölu
Mazda 626 GTI ’87 til sölu, rauður, 5
gíra, ekinn 38 þús., verð _750 þús.,
skipti á ódýrari. Uppl. í síma 13037
eftir kl. 18.
BMW 520i ’82. Til sölu
hlotið hefur vandaða meðferð frá upp^
hafi, sjálfskiptur, vökvastýri, afl-
bremsur, rafmagn í speglum, ekinn
aðeins 62.000 km, 6 cyl. vél, vandað
stereo, verð kr. 490.000 (nýr frá
Kristni). Uppl. í síma 19985 e.kl. 19.
Suzuki - jeppi - sala - skipti. Til sölu
hvítur Suzuki SJ 410 árg. ’82, bifreiðin
er í toppstandi, vel útbúin, t.d. stereo,
útvarp/segulband, tvöfaldur Bridge-
stone dekkjagangur á felgum (þar af
annar nýr), grjótgrind, dráttarkúla,
skíðabogar. Tekið niður gólf aftan.
Klæddur, með góðum sætum. Verð 280
þús. Skipti á litlum fólksbíl á sama
verði eða ódýrari koma vel til greina.
Uppl. í síma 72399.
Mercedes Benz 2,5 dísil ’86, ekinn 140
þús., grænsanseraður, sjálfskiptur,
skipti koma til greina, bíll í sérflokki.
Uppl. i síma 46060 og í Ræsi hjá
Stefáni í síma 619550.
M. Benz 230 E ’83 til sölu, sjálfskiptur, '
sóllúga, ekinn 115 þús. Skipt^á ódýr-
ari. Uppl. í síma 99-4370.
Dodge Ramcharger 78 dísil turbo, 38"
dekk, verð 670 þús., mögul. á skulda-
bréfi. Uppl. í síma 673445.
Hino KM ’81 til sölu, ekinn 115 þús.,
vél nýupptekin, ekin 400 km, vandað-
ur stálpallur, sturtur, vökvastýri, 6
manna farþegahús, minnaprófsbíll,
verð 450-500 þús. Uppl. í síma 30262.
Magrius-Deutz 10 tonna m. framdr.
og spili, ekinn 35.000 km, selst með
eða án kassa, tilvalinn til snjóbíla- og
sleðaflutnings. Jón Baldur, s.
91-686408.
ACRYL
PLASTGLER
Háborg sérhæfir sig í
sölu á ACRYL plastgleri.
Mikið úrval af glæra og lituðu
plastgleri, 2-20 mm þykkt.
ACRYL plastgler er hægt að
virma og fornta á allan máta.
Sérsmíðum eftir pöntunum.
Hagstætt verð. Getum einnig
útvegað ýmsar aðrar gerðir
af plasti í plötum.
Heildsala - smásala.
Háborgi
Skútuvogi 4
Sími 680380
M. Benz 300 D ’82, ekinn 340 þus.,
nýsprautaður, vel með farinn, verð 570
þús. Uppl. í síma 99-2071.
Nissan Sunny GLX ’87 til sölu, grár, 5
dyra, ekinn 6.000 km. Uppl. í síma
666177.
Antik! Til sölu Ford Mustang ’68, í
góðu ástandi. Uppl. í síma 95-5814.
Toyota 4 Runner SR5 ’86 til sölu, verð
1.100 þús. Uppl. í síma 41417.
BMW 520i ’82. Af sérstökum ástæðum
er þessi glæsilega bifreið til sölu, hún
er mjög vel með farin, sjálfskipt,
vökvastýri, aflbremsur, rafmagn í
speglum o.íl., ekin 71 þús. Verð 495
þús. Einnig Dodge Aries ’78, innflutt-
ur ’80. Uppl.-í síma 687258.
Hinhliðin dv
„Ég var ekkert
feiminn við
Vigdísi forseta“
- segir hinn 86 ára gamli Eskfirðingur, Tryggvi Eiríksson
Tryggvi Eiríksson er vist-
maður á dvalarheimili
aldraðra að Hátúni á
Eskifirði. Hann hefur ve-
rið erfiðismaður alla sína
ævi. Um 16 ára skeið var
hann á Krossanesi við
norðanverðan Reyðar-
fiörð og við þann bæ er
-Tryggvi almennt kennd-
ur.
Á árunum 1 síðari
heimsstyrjöldinni fórst
þýsk herflugvél við
Krossanes og var Tryggvi
fyrstur manna að flak-
inu. Að sögn Tryggva var
talið að fimm menn hefðu
verið með flugvélinni en
einungis fiórir fundust.
Þar af voru tveir menn
sem greinilega höfðu fa-
rist með flugvélinni en
hinir tveir telur Tryggvi
að hafi komist lífs af með
því að kasta sér út í fall-
hlíf en síðan hafi þeir,
samkvæmt fyrirmælum,
stytt sér aldur með því
að taka inn eitur. Finnst
Tryggva það mjög senni-
leg skýring þar sem lík
þeirra voru alveg heil.
Tryggvi hefur alltaf ve-
rið einhleypur og kunnað
þyí vel. Hann er manna
skemmtilegastur í við-
ræðum og ógleymanleg-
ur þeim sem hann hitta.
Fyrirhugað var að
breyta fyrirkomulagi
þessa þáttar frá og með
þessu blaði en við frest-
um því um eina viku.
Svör Tryggva fara hér á
eftir.
Fullt nafn: Tryggvi Eiríksson.
Aldur: Verð 86 ára í mars.
Fæðingarstaöur: Eskifjörður.
Maki: Makalaus, ætíö veriö laus og
liðugur.
Böm: Engin.
Bifreiö: Engin, ég hef aldrei lagt út
í svoleiðis fyrirtæki.
Starf: Elliiifeyrisþegi, fyrrum
bóndi, sjómaður og verkamaður.
Laun: Lífeyrir frá Tryggingastofn-
un ríkisins.
Helsti veikleiki; Ef ég ætti að telja
upp allt það sem að minni heilsu
snýr þá yrði það alltof langt mál.
Helsti kostur: Þaö er annarra að
dæma um það, ég ætla ekki að fara
að hæla sjálfum mér.
Uppáhaldsmatur: Ég borða allan
mat. Enginn matur er þetri en ann-
ar.
Uppáhaldsdrykkur: Hreint vatn.
Uppáhaídsveitingastaður: Veit-
ingastaður! Ég hef nú aldrei fariö
á neinn veitingastað og veit ekki
hvar þeir em. Þegar ég er í Reykja-
vík er ég hjá minu frændfólki.
Uppáhaldstegund tónlistar: Ég
spekúlera nú ekki mikið í svoleiðis
löguðu.
Uppáhaldshljómsveitir: Hljóm-
sveitir, ja, því síður. Ég hef ekkert
vit á slíku. En Ómar Ragnarsson
finnst mér alltaf góður.
Uppáhaldssöngvari: Það er ekki
gott að segja, og þó, Ómar Ragnars-
son.
Uppáhaldsblað: Ekki neitt.
Uppáhaldstímarit: Ekkert nú orðið.
En Afturelding og Bjarmi, kristni-
boðsblöð, sem eitt sinn voru gefin
út.
Uppáhaldsíþróttamaður: íþrótta-
maður!! Ég er nú svo aldeilis hissa,
hverskonar spumingar ertu eigin-
lega með.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég
hef aldrei haft vit á stjórnmálum.
Mér finnst þeir allir vitlausir, því
þeir vita ekkert hvað þeir eru aö
gera.
Uppáhaldsleikari: Mér er nú sama
um þá, og þó, Ómar Ragnarsson er
besti leikari landsins.
Uppáhaldsrithöfundur: Það er ekki
gott að segja.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ef
ég má flokka bók undir sama hatt
og timarit þá segi ég Ljósberinn,
sem er kristilegt rit og gefið var út
í gamla daga.
Hvort er í meira uppáhaldi hjá þér
Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið
ér gott og Stöð 2 stundum.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar
Ragnarsson, hann er svo fjölhæfur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Þvi hef ég ekki vit á. Ég fylg-
ist ekkert með því. Ég á ekkert
útvarp.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn
sérstakur.
Helstu áhugamál: Engin núorðið.
Fallegasti kvenmaður sem þú hef-
ur séö: Ha, ha, ha, þá vandast nú
máhð. Ég ætti ekki annað eftir en
að fara að telja þær allar upp,
drengur minn.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta: Ég hefði ekkert á móti því
að hitta Vigdísi forseta aftur. Hún
hefur komið hingað og ég var ekk-
ert feiminn við hana.
Fallegasti staður á Íslandi: Ég hef
nú ekki farið víða á langri ævi
núnni. En mér þykir vænt um
Eskifjörð og Hólmatind.
Hvaö ætlar þú að gera i sumarfrí-
inu? Bara þetta sama, það er ekki
neitt.
ET/Eskifirði/-SK