Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Page 11
.11 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Hluti þátttakenda í Fordkeppninni í heimsókn á DV Val á stúlkunum sem komast í úrslitin stendur yfir hjá Ford Models Hluti af þeim stúlkum sem áhuga hafa á að taka þátt i Fordkeppninni. Stúlkurnar horfðu á Face of the 80’s á myndbandi en Andrea Brabin var þátttakandi fyrir íslands hönd í keppninni i fyrra. DV-mynd Kristján Ari Nálægt sjötíu stúlkur hafa sent inn myndir í Fordkeppnina. Rúmlega helmingur þeirra kom hingað á rit- stjórn DV um síöustu helgi í myndatöku. Þær sem þegar höfðu farið á ljósmyndastofu í myndatöku þurftu ekki að mæta hingað til DV nema ef þær vildu. Einnig eru marg- ar stúlkur úti á landi sem áttu erfitt um vik að komast. Af þessum hópi eru tvær'búsettar erlendis þannig að áhuginn á keppninni teygir sig út fyrir landsteinana. Stúlkurnar, sem mættu hingað á DV, skoðuðu myndband af keppn- inni Face of the 80’s sem fram fór á Flórída. í keppninni var Andrea Brabin fulltrúi frá íslandi en hún var annar sigurvegari Fordkeppninnar hér heima. Sú stúlka, sem verður valin fulltrúi Ford hér á landi nú, verður þátttakandi í Face of the 80’s sem fram fer á Ítalíu í júní næstkom- andi. Gífurlegur áhugi virðist vera á fyr- irsætukeppni Ford hér á landi. Þátttakan nú er meiri en nokkru sinni fyrr. Því miður fá þó ekki allar stúlkurnar að taka þátt í úrslitunum því Eileen Ford og Lacy dóttir henn- ar velja úr hópnum sex til tíu stúlk- ur. Myndirnar af stúlkunum hafa verið sendar til New York og bíðum við nú eftir að fá upplýsingar um hverjar fá að halda áfram. Það er enginn vafi á því að þær mæðgur. eiga vandasamt verk fyrir höndum að velja úr þessum stóra hópi. Stúlkurnar, sem komu hingað á ritstjórnina, voru fullar áhuga að fá allar upplýsingar um fyrirsætustarf- ið. Katrín Pálsdóttir, fréttamaður á sjónvarpinu, sem er jafnframt um- boðsmaður Ford á íslandi, svaraöi spurningum stúlknanpa greiðlega. Stúlkurnar vildu vita hvort gerðar væru kröfur um lágmarkshæö, ald- ur, háralit, jafnvel hvort þær yrðu tilneyddar að búa heima hjá Eileen Ford, hvort allar stúlkurnar, sem tækju þátt í úrslitunum, gætu hugs- anlega fengið fyrirsætustörf erlendis ogsvo framvegis. Þátttaka í Fordkeppninni er nánast eins og atvinnuumsókn. Sú stúlka, sem verður kjörin Fordstúlka, er á sama andartaki komin á samning hjá Ford Models í New York. Kjörinu ■ fylgir einnig þátttaka í keppninni Face of the 80’s þar sem valin er „Su- permodel of the World“. Þó ótrúlegt sé eru verðlaun til sigurvegarans í þeirri keppni 10 milljónir króna. Sjálfsagt vildu margir eignast slíka upphæð. Þar aö auki eru verðlaun í annars konar formi, svo sem pels, demantar og að sjálfsögðu tryggður samningur hjá Ford Models. í fyrsta skipti í ár fer keppnin fram utan Bandaríkjanna. Ítalía varð fyrir valinu enda landið þekkt fyrir há- tísku. Áður en að því kemur verður Fordfulltrúi íslands valinn þann 10. apríl. Úrslitin verða kynnt með viö: eigandi hófi í nýjum og glæsilegum sal, Mánaklúbbnum, sem er í húsi Þórscafé við Brautarholt. Mána- klúbburinn hefur nýverið tekið til starfa, en þar fá aðeins inngöngu meðlimir klúbbsins. Inngangur Mánaklúbbsins er líka sérstakur því glerlyfta, sem er utan á húsinu, þjón- ar þeim tilgangi að ílytja gesti inn í herlegheitin. Við munum segja nán- ar frá tilhögun úrslitakvöldsins þégar nær dregur auk þess sem við kynnum alla þátttakendur í helgar- blaðinu. -ELA í tilefni af IMorrænu tækniári 1988 verð- ur opið Kús hjá Pósti og síma sunnudaginn 28. feb. kl. 14—18 Kynning á símatækni og þjónustu verður á eftirtöldum stöðum: < C/) Ármúli 27: Múlastöð: » Ráðstefnusjónvarp ♦Samskipti með tölvum í alna,enna gagnanetinu •Skjalaflutningur með myndsenditækjum •Tenging Ijósleiðara *Ritsíma(Djónusta *Ýmsir þjónustumöguleikar fyrir símnotendur *o.fl. *Sjálfvirkar símstöðvar *Farsímastöð *Gagnaflutningastöð ♦Búnaður fyrir sjónvarpssendingar *Ljósleiðarar og Ijósleiðarabúnaður *Mælistofa Landsímans Fjarskiptastöðin Gufunesi: Jarðstöðin Skyggnir: •Gervitunglafjarskipti * Radíóflugþjónusta * Skiparadíó * Bílaradíó Boðið erupp á veitingar á 2. hæð í Múlastöð. Næg bílastæði. PÓSTUR OG SIMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.