Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö LJtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF, - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr, - Helgarblað 75 kr. Orðaslæður gefast illa Rétt eins og ríkisstjórnin mun snarlega lækka hina formlegu skráningu á gengi krónunnar, þótt hún haldi ööru fram, er hún einnig að hækka raunvextina, þótt hún þykist vera aö gera annaö. Hvort tveggja fer eftir blekkingarhefð, sem hér er talin til stjórnvizku. í sjónhverfmgum af þessu tagi er jafnan talið brýnt aö nefna hlutina aldrei réttum nöfnum. Nýjasta vaxta- hækkunin heitir til dæmis lántökuskattur. Ríkisstjórnin er að undirbúa slíkan skatt á erlend lán til aö gera vexti þeirra jafnháa hinum háu vöxtum af innlendum lánum. Með gjaldinu er girt fyrir, að lántakendur geti vikið sér undan háum vöxtum í landinu með því að nýta sér lægri vexti í útlöndum. Þetta jafngildir hækkun heildar- vaxta lántakenda um nokkur hundruð milljónir króna á ári, hugsanlega nokkuð yfir heilan milljarð króna. Um leið nælir ríkið sér í sömu peningaupphæð án þess að kalla það nýja skattheimtu. Ríkið eykur veltu sína á einfaldan hátt, um leið og það hækkar heildarupp- hæð þeirra vaxta, sem greiddir eru í landinu. Svona vinnubrögð þykja afar sniðug í stjórnmálunum, Sennilega er þessi vaxtahækkun og þessi skattahækk- un gagnleg ráðstöfun, alveg eins og gengislækkunin er gagnleg. Hins vegar má efast um, að nauðsynlegt sé að fela slíkar ráðstafanir undir fölskum nöfnum, þegar málsaðilar og almenningur vita í rauninni betur. Seðlabankinn hefur verið einna duglegastur opin- berra stofnana við að slá ryki í augu fólks. Hann fann á sínum tíma upp á að nota orðið gengisbreytingu yfir gengislækkun. Það er samkvæmt reglunni, að orð eigi að gefa sem minnstar upplýsingar um innihaldið. Orðið gengisbreyting er lævísara en fræg orð stjórn- málamanns um eina gengislækkunina, að hún væri ekki gengislækkun, heldur hratt gengissig í einu stökki. Seðlabankinn var þó snjallastur í orðaslæðum, þegar hann tók upp á að nota orðið frystingu um sparifé. Orðið frysting gaf í skyn, að peningar væru læstir inni í Seðlabanka til að minnka verðbólgu. í rauninni voru þessir peningar teknir af hinum tiltölulega heiðar- lega lánavettvangi bankanna og notaðir í ósæmileg gæluverkefni stjórnvalda, með milligöngu Seðlabanka. Einnig hafa fastmótaðar klisjur, sem eru endurteknar í síbylju, öðlast sess sem mikilvægur þáttur í að þyrla upp ryki til að hylja raunveruleikann. Ein klisjan, sem heyrist daglega um þessar mundir, er setningin: „Geng- islækkun leysir ein út af fyrir sig engan vanda“. Þessi klisja hefur til dæmis ruglað ýmsa frystihúsa- menn svo í ríminu, að þeir telja brýnna en gengislækkun að fá aðgerðir stjórnvalda til að koma í veg fyrir, að fólk fái gott kaup í þjónustu á Reykjavíkursvæðinu, svo að það hlaupi ekki frá færiböndum fiskvinnslunnar. Með alls konar rugli af þessu tagi er reynt að við- halda þeirri blekkingu, að stjórnvöld geti leyft eða bannað efnahagslögmál, sem minna á náttúrulögmál. Tilraunir til slíks hafa alltaf skaðað þjóðarhag og munu halda áfram að gera það. Þær skaða þjóðarhag núna. Skyld þessu er hefðin að framleiða pappír, þegar pen- ingar eru ekki til. Löngum hefur til dæmis verið reynt að leysa húsnæðisskortinn með nýjum lögum og reglum um húsnæðislán, verkamannabústaði og nú síðast kaup- leigu, eins og þannig sé unnt að búa til fé úr engu. Auðveldara væri að stjórna landinu til lengdar, ef ráðmenn vildu hverju sinni taka á sig óþægindin af að neita sér um að bregða slæðu yfir raunveruleikann. Jónas Kristjánsson Sextíu og þrír dýrgripir ásafni Þjóðminjasafniö er illa haldið fjár- hagslega eins og fram hefur komið í fréttum. Þaö er meira að segja svo að safniö á ekki fyrir klukkug- armi, níu hundrað ára gömlum, af Ströndum. Klukkan kostar þó vart meira en Land-Róver af gamalli gerð. Kröfur klukkueigandans geta ekki talist miklar, langt innan við þúsundkall á hvert æviár kluk- kunnar góðu. En þjóðin lítur til með safni sínu og splæsir í klukkuna. Fréttist af þjóðargersemum í útlöndum er sjálfsagt að kaupa og hver man ekki þá dýrðardaga er geirfuglinn flaug heim að tilstuðlan Nordals og félaga. Seðlabankinn gæti að visu keypt klukkuna því hann býr til peninga eins og kunnugt er. En það þarf ekki. Klukkan var vænt- anleg heim í gær og peningarnir eru farnir að streyma til Þórs í safninu. Það er einlæg ósk þjóðar- innar að á safni þessu séu geymdar þjóðminjar. Fengsæll var Þór Það mun einkenni á þjóðminjum, sem geymdar eru á safni, að þær séu nokkuð komnar til ára sinna. Það hljóp því á snæriö hjá safninu þegar tilkynnt var, nú um miðja vikuna, aö þingmenn þjóðarinnar, allir sem einn, væru settir á Þjóð- minjasafnið. - Klukkan forna af Ströndum féll alveg í skuggann. Fengsæll var Þór er hann setti í sextíu og þrjá safngripi á einu og sama síðdeginu. Það kom sVo sem ekki á óvart að Stefán Valgeirsson taldist safngripur eða jafnvel forn- gripur. Málmfríður, Aðalheiður, Þorvaldur Garðar og jafnvel Albert fara og að rykfalla. Árhringirnir í Matta Bjarna eru einnig þþð marg- ir að hann telst safntækur. En ill örlög eru það fyrir framherjann knáa, Inga Björn, og flakkarann Danfríði að lenda á safni, sannan- lega á besta aldri. Undur samtíðar sýnd En á þessu kunna að vera skýring- ar. Breytingar verða á söfnum eins og öðrum hlutum. Samkvæmt nýrri stefnu, sem kynnt var á dög- í talfæri Jónas Haraldsson unum, þykir best að safna sam- tímamunum. Kuml og haugar mega eiga sig. Helsta aðdráttaraflið á Þjóðminjasafninu að undanförnu hefur verið gallabuxnasýning. Þar eru sýndar gallabuxur af öllum gerðum, langar og mjóar, rifnar, bættar og gott ef ekki skítugar líka. Gallabuxnasýningin var sótt til Svíaríkis en þaðan hafa komið frumlegustu hugmyndirnar und- anfarin ár eins og dæmin sanna. Við viljum ekki vera eftirbátar frænda okkar og því komu þing- mennirnir eins og himnasending. Hægt er að setja upp sýningu í safn- inu þar sem sýnd eru undur samtíðarinnar. Ef vel er á spilum haldið má hala inn drjúgan að- gangseyri á þetta. Sérstaklega veröur að auglýsa Vestfjarðaundrið Ólaf Þ. Þórðar- son. Hann tekur öðrum mönnum fram í skeinmtilegheitum þessa dagana. Þá kröfu verður að gera til Vestfirðinga að þeir haldi Ólafi á þingi svo lengi sem honum endist örendið. Ólafur þessi var fluttur á safnið beint úr ræðustól Alþingis þar sem hann sagði bjórberserkj- um til syndanna. Þar átti hann að vísu skoðanabróður, reyndar Vest- firðing, Sverri Sturlubana. Þeir Sverrir voru boðnir í hákarl og brennivín þegar þeir mættu á saf- nið, enda sjálfsagt orðnir þurrir í hálsi eftir bjórmaraþonið. Megi allir njóta Þaö er þekkt úr menningarlífinu að atburðir eru fluttir út á land eftir að þeir hafa verið sýndir í Reykjavík. Þannig leggur sinfónian land undir fót og leikur Ijúfa tóna fyrir landsmenn alla. Þjóðleikhúsið gerir slíkt hið sama og sýnir verk sín víða um land. Þetta er ekki nema sjálfsagt, enda borgum við öll brúsann. Sama gæti Þór gert nú. Þegar höfuðborgarbúar hafa séð nægju sína af gersemum þings- ins er hægt að leigja rútu og fara um landið með þessa sýningu á samtímamunum. Farandsýning þessi gæti farið réttsælis um landið og endað í Festi í Grindavík. Ef þetta reynist safninu um megn má hugsa sér að skipta safngripunum niöur eftir kjördæmum og sýna í smærri hópum. Þannig yrði efa- laust góð aðsókn ef Stefán Valgeirs- son fengist sýndur á Raufarhöfn, Jón Baldvin í Alþýðuhúsinu á ísafirði og Þorsteinn i gamla Tryggvaskála á Selfossi. Þrauta- lendingin væri, ef safnið verður enn á kúpunni þegar líður fram á sumariö, að senda sýninguna með Sumargleöinni um landiö. Þá gæti Sverrir höggvið menn í héraöi, Ól- afur Þ. keppt í kappdrykkju viö innfædda og Hreggviður reynt að koma á þögn í salnum. Bannað innan sextán? Mjög er mælt með því að fara meö börn á Þjóðminjasafnið og sýna þeim fornar gersemar þjóðarinnar. Þetta þykir hollt í uppeldinu og skólar fara reglulega með nemend- ur á safnið. En svo undarlegt sem það nú er þá verður að banna börn- um aðgang að safninu á meöan á samtímasýningunni stendur. Þaö hefur nefnilega komið í ljós, og það í beinum útsendingum, að vinsæl- ustu safngripirnir eru svo orðljótir að viðkvæmar barnssálir myndu eigi þola. Það verður því að ætlast til þess að safnið hleypi ekki yngri börnum en sextán ára inn meöan þetta ástand varir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.