Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Aðalfundur Aðalfundur Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna verð- ur haldinn að Hótel Sögu 5. mars kl. 14.00. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns. 2. Skýrsla gjaldkera. 3. Lýst kjöri stjórnar. 4. Kosning nefnda. 5. Önnur mál. Stjórn F.Í.K. BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS Blóðgjafafélag Islands heldur aðalfund sinn 29. febr- úar nk. kl. 21 í húsi Rauða kross Islands að Rauðarár- stíg 18, gengið inn frá Njálsgötu. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf 2. Stutt fræðsluerindi frá læknaþingi í Japan': a) Um nýlegar rannsóknir á arfgengri heilablæð- ingu. b) Stuttir ferðaþættir úr Japansferð. Fyrirlesarar: dr. Ástríður Pálsdóttir, dr. Leifur Þorsteinsson og dr. med. Ólafur Jensson. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin AKUREYRI: KEA, LÓNSRAKKI ÍSAFJÖRÐUR: GE. SÆMUNDSSON KEFLAVÍK: JÁRN OG SKIP SELFOSS: KAUPFÉLAG ÁRNESINGA GÓLFDÚKUR SEM EKKI ÞARF AÐ LÍMA Br. 2 m, 3 m, og 4 m KPMBUMN OEJ css Suðurlandsbraut 26, Rvik - simi 84850 GigjaSigurð- ardóttir syngur ásamt Grétari Örv- arssyni. Mikil tilþrif eru sýnd i söngn- um enda um mikiðað keppa. Upptökur hafnar á lögum í söngvakeppninni Baráttan um sextánda sætið heldur áfram Þaö er alveg greinilegt aö Söngvakeppni sjónvarpsins er beðiö meö mikiili óþreyju. Allir auglýsingatímar í kringum lagakynninguna og keppnina eru orðnir stútfullir. Þetta er þaö sem fólkið vill sjá, því hvað hefur veriö meira rætt á þess- um árstíma í fyrra og hitti- fyrra? Gleöibankinn og Hægt og hljótt hafa átt vinningana fram yfir stjórnmálamennina og nú bíða menn eftir hvaða lag kemur næst. Undanfarnir dagar hafa verið annasamir hjá starfsfólki því sem vinnur viö keppnina. Stúdíóið hefur verið í stööugri notkun viö upptökur á lögun- um. Tvö til þrjú lög hafa verið tekin upp á dag. Einn keppandi fær ekkert aö vita um hinn og sviðsmyndinni er breytt á milli laga. Sjálf upptakan fer fram fyrir luktum dyrum og þar fær enginn óviökomandi aögang. Leikmyndateiknarinn Snorri Sveinn Friöriksson á hugmynd- ina að sviösmyndinni sem búin er tii úr merki sjónvarpsins. Sviðsmyndin er hönnuð þannig að henni má breyta og snúa á alla vegu og hægt aö fá fram tíu mismunandi útfærslur. „Lýs- ingin skiptir öllu máli,“ sagöi Björn Emilsson, sem er æðsti maðurinn á bak við keppnina, er hann var aö búa til sviðs- mynd fyrir lagið Ástarævintýri. Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson eru eig- endur og flytjendur lagsins. „Þaö fer alltaf langmesti tíminn í að flnna út réttu lýsinguna," sagöi Höröur Vilhjálmsson, einn kvikmyndatökumaðurinn, á meðan hann beið eftir aö hægt væri að hefjast handa. Aörir kvikmyndatökumenn ræddu töku á spurningaþætti Ómars sem fram átti aö fara í Vestmannaeyjum. Eyjólfur og Ingi Gunnar biðu þolinmóðir þrátt fyrir aö þeir hefðu einungis nokkrar klukkustundir til verksins. Þá áttu þeir aö víkja fyrir Magnúsi Kjartanssyni. Þegar var búiö að taka upp lög Grétars Örvars- sonar og Kristins Svavarsson- ar. Loks, er dágóð stund haföi farið í aö stilla ljósin, gátu þeir Eyjólfur og Ingi Gunnar hafiö upp raust sína. Þeir sungu af öllum lífs og sálar kröftum og sjónvarpsmenn fylgdust meö á sjónvarpsskermi hvernig lýs- ingin kæmi út. Björn stóð álengdar þungbúinn á svip. Greinilegt aö.hon- um líkaði ekki eitthváö. „Ingi Gunnar, þú veröur ekki með þennan gítar,“ sagði hann loks. Stóll, sem var inni í sviðsmyndinni, fékk líka að fjúka. Æfingin fór aftur í gang í breyttri mynd og þeir Eyjólfur og Ingi Gunnar hófu aftur að kyrja Ástarævintýri. Allt átti aö vera fullkomið áður en upptak- an í endanlegri mynd færi fram. Loks var þriöja lagið að komast i endanlegt form en starfsmenn sjón- varpsins fóru að huga að þeim sjö er eftir var að taka. Síöan rúlla lögin í gegn á skjám landsmanna á fimm dög-' um, tvö á dag, frá 12.-16. mars. Öll verða flutt í einum þætti þann 19. mars og stóra stundin rennur upp 21. mars þar sem vinningslagiö verður valið. Eyjólfur Kristjánsson, sem var að takaupp eigið lag er DV-menn voru að forvitnast í sjónvarpssai, kemur einnig fram í öðru lagi sem söngvari. Þá ásamt Sigrúnu Waage í lagi Guð- mundar Árnasonar, Mánaskin. Hann eins og Geirmundur Valtýsson hefur verið meö í öll þrjú skiptin í keppninni. Aðrir söngvarar eru Pálmi Gunnars- son, sem syngur lag Kristins Svavars- sonar, Grétar Örvarsson, sem syngur eigið lag ásamt Gígju Sigurðardóttur, Magnús Kjartansson, sem syngur eigið lag, Bjarni Arason, sem syngur lag Jakobs Magnússonar, Stefán Hilmars- son, sem syngur tvö lög, Geirmundar Valtýssonar og Sverris Stormskers, Edda Borg og Björgvin Halldórsson, sem syngja lag Gunnars Þórðarsonar, og Guðrún Gunnarsdóttir, sem syngur lag Valgeirs Guöjónssonar. -ELA Björn Emils- son og Snorri Sveinn Frið- riksson ráðfæra sig við söngvar- ana og laga- höfundana Eyjólf Krisf- jánsson og Inga Gunnar Jóhannsson. Vel sést hvernig leik- myndin kemur út í þessu eina lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.