Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 20
20 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Ustin að afklæða Bí'éftilvinar Kæri vin Hér er sjónvarpað í gríð og erg frá Ólympíuleikunum í Kanada. Nokkrir landar eiga að vera þarna meðai keppenda og ég hefi annaö slagiö verið að gjóa öðru auga á skjáinn í þeirri von að sjá þá í keppni. Var svo heppinn að sjá þá skálma um frakkaklædda viö opn- unarhátíðina og var þaö tilkomu- mikil sjón. En síðan hef ég ekki séð neitt til hópsins. Kannski að það hafi ekki verið hægt að ná fólkinu úr frökkunum? Eða þá að einhver meiðsli hafi átt sér staö viö þær tilraunir. Annað eins hefur nú gerst. Ungur Austfirðingur varð til dæmis fyrir því óhappi að tvíhand- leggsbrotna á vinstri handlegg þegar lögreglan aðstoðaði hann við að fara úr jakkanum. Og þegar slíkt á sér stað þá Austfirðingar bregða sér til Reykjavíkur hvað getur þá ekki gerst þegar flokkur íslendinga fer til Kanada í þykkum frökkum. Þaö er ábyggilega enginn leikur að afklæðast slíkum flíkum. Hins vegar skal ég játa að fleir- sinnis hef ég staðið upp og slökkt á skíðaþáttunum frá Kanada svo það má vel vera að sést hafi til land- ans í keppni. En ég er lítill áhuga- maður um skíða- og skautaíþróttir sem aðrar íþróttir. Fékk raunar andstyggð á öllu sem viðkemur skíðum þegar ég var barn. Þá var einhver norræn skíðakeppni í gangi og rekinn harður áróður fyr- ir því að allir gengju íjóra kíló- metra að því mig minnir. Þegar ég var orðinn sá eini í bekknum, sem ekki hafði gengiö, var farið að hóta mér öllu illu. Svo einn laugardag komst ég yfir gömul skíði og dreif mig í keppnina. Var mættur við rásmark fyrir hádegi. Þar var fátt annarra göngumanna, enda hvass sunnanvindur og asahláka. Ég vissi ekkert um að nauðsynlegt væri að bera áburð neöan á skíðin, þrammaði bara af stað. Eftir skamma stund fór snjórinn aö fest- ast við skíðin og ég varð að taka þau af mér og skafa snjóinn af. Svo var allt komið í sama far eftir nokkra metra. Ég kom örmagna í mark undir kvöld. Þá voru allir skráningarmenn farnir heim utan einn kall sem tók á móti mér með óbótaskömmum. Síðan hef ég ekki stigið á skíði og neitaði alfarið að taka þátt í norrænni sundkeppni sem haldin var seinna en þá áttu allir sem sundfotum gátu valdið að synda 200 metra. í fyrsta lagi var ég búinn að fá ímugust á norrænni íþróttakeppni, hverju nafni sem hún nefndist, og í öðru lagi var allsendis óvíst að ég kæmist þessa 200 metra ódrukkn- aður. En mig minnir að íslendingar hafi unnið sundkeppnina með glæsibrag einu sinni eða tvisvar og þá var þessu hætt. En ekki orð meira um íþróttir. Nú er bjórmálið enn einu sinni á dagskrá. „Þessar háttvirtu mömm- ur okkar á Alþingi... “, eins og Halldór Laxness komst að orði eitt sinn þegar hann drap á stælur þingmanna um bjórinn, ætla að gera enn eina tilraun til að afgreiða málið. Nú veit ég að þú ert lipur bjórmaður og drekkur helst ekki brennivín nema á þorrablótum ís- lendingafélagsins þarna úti. Eins og þú veist er ástandið hér þveröf- ugt. Brennivín notað til daglegrar neyslu en bjór til hátíðabrigða. En það voru merkilegar upplýsingar sem komu fram í Kastljósi sjón- varpsins á dögunum þess efnis að í fyrra voru fluttir inn nær ellefu hundruð þúsundir lítra af áfengu öli með blessun stjórnvalda. Einn virtasti lagaprófessor landsins, Sig- urður Líndal, kom í þáttinn og fullyrti með sterkum rökum að þessi innflutningur væri ólöglegur. Hér ríkti bjórbann lögum sam- k'væmt og þau lög giltu jafnt um alla, en ekki bara þá sem héldu sig hér á hólmanum og væru ekki að flandra til annarra landa. Það verð- ur fróðlegt að fylgjast með fram- vindu þessa máls.á Alþingi. Annars var verið að dæma mann í Hæsta- rétti fyrir að blanda pUsner út í vodka. Verjandi mannsins segist vera hættur að skilja lögfræði eftir þennan dóm svo það er ekki furða þótt áfengislögin þvælist fyrir öðr- um. Þetta er svona sama sagan hér aö heiman. Það var gott hjá þér að senda Ebbu frænku póstkort og segja henni að þú ætlaðir til Ítalíu um páskana. Þú losnar þá við að hýsa hana og hennar famelíu. Ann- ars er Ebba komin á kaf í ráð- húsmáUð. Farin að vinna meö samtökunum Lifi Tjörnin, eða Tjörnin lifi, hvað sem þau nú heita. Ég er hættur að nenna aö fylgjast Sæmundur Guðvinsson með þessu þvargi um ráðhúsið, enda er Davíð ákveðinn í að byggja húsið í Tjörninni hvað sem tautar og raular. Ég hef aldrei séð neitt sérstakt við þennan poll, nema þá fugla með unga sína á vorin og get ekki ímyndað mér að fuglamir fari að flýja ráðhúsið. Hitt er svo annað mál að mér er fyrirmunað að skUja nauðsyn þess að byggja heUt ráð- hús yfir kontórista borgarinnar. Akureyringar eiga sitt Ráðhústorg en ekkert ráðhús og hefur sú til- högun gefist vel. Því legg ég tíl aö hætt verði við að byggja ráðhús í Reykjavík en þess í stað verði Tjörnin nefnd Ráðhústjörn hér eft- ir. Þá ættu allir að una glaðir við sitt, eða hvað finnst þér? Nú auglýsa ferðaskrifstofur grimmt sólarferðir sumarsins. Verðið hefur víst aldrei verið lægra, sérstaklega ef þú ert hjón meö tvö böm innan tólf ára og deil- ir ferð og sumarhúsi með öömm hjónum sem eiga börn á sama aldri og þið troðið ykkur svo öU inn í fjögurra manna bfialeigubU. Svo fer verðið líka eftir því hvort um er að ræða staðgreiðsluverð eða almennt verð. Það er sumsé þannig komið að það er kallað venjulegt að borga með plastinu en hinum plastlausu umbunað nokkuð fyrir að vera óvenjulegir. Sæll að sinni. Þinn vinur Sæmundur Finnurðu átta breytingar? 82 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins en á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liönum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar- holti 2. Þau eru Supertech segulband (verðmæti 3.948,-), Supertech útvarp (verðmæti 2.840,-) og LED útvarpsvekjari (verðmæti 1.590,-). í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar-82, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík.“ Verðlaunahafar 80. gátu reyndust vera: Ragnar Þorvalds- son, Munkaþverárstræti 18, 600 Akureyri (segulband); Sigrún Olafsdóttir, Árstíg 3, 710 Seyðisfjörður (útvarp); Auður Magnúsdóttir, Vallargerði 26, 200 Kópavogur (út- .varpsvekjari). Vinningarnir verða sendir heim. §><- NAFN ............................. HEIMILISFANG ..................... PÓSTNÚMER ........................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.