Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Sælkerinn Marc Chapo- utier, vin- bóndi með 100 ára reynslu. Líklegast eru helstu léttvinin í heiminum ennþá framleidd í Frakk- landi. Ef miðaö er við heildarfram- leiðslu eins lands er enginn vafi á því að besta vínið kemur þaðan. Annars er það nú svo að „vín“ heimsins verða æ betri. Mest munar um hinar miklu kynbætur sem. gerð- ar hafa verið á vínviðnum og svo nýja tækni við sjálfa framleiösluna. Einn er þó galli á gjöf Njarðar að vínin eða hinar einstöku tegundir verða æ iíkari hver annarri. Vín- framleiðendur eru farnir að laga vínin að smekk fólks í ríkara mæli. Vínfyrirtækin verða stærri, litlu fjöl- skyldufyrirtækin eru keypt af al- þjóðlegum auðhringum og það er erfitt fyrir nýja framleiðendur að brjótast inn á markaðinn. Sem betur fer eru þó einstakar undantekningar frá því ástandi sem nú ríkir og í því sambandi mætti nefna fjölskyldufyrirtækið Chapo- utier í Rónardalnum. Fyrirtækið var stofnað 1888 og á því 100 ára afmæli í ár. Nú er. sjötti ættliöurinn að taka við fyrirtækinu en frá upphafi hefur það verið svo -að sonur hefur tekið við af föður. Chapoutier er eitt af virtustu vínfyrirtækjum i Frakk- landi. Chapoutier-fjölskyldan býr í þorp- inu Tain skammt frá Hermitage fjallinu. Fjölskyídan hefur í gegnum árin keypt bestu vínakrana á svæð- inu, í hlíöum Hermitages og St. Joseph, Tain-Tournon, Valence og allt suður til Chiateauneuf-du-Pape. Þá framleiðir fyrirtækið rósavínið Tavel, sem raunar hefur veriö fram- leitt frá 1304 og er það pressað úr Grenache-berinu. Núverandi for- stjóri er Max Chapoutier en synir hans, Marc og Michel, eru vitaskuld á' kafi í rekstrinum. Þess má geta hér til gamans að for- nöfn allra Chapoutier-feðga byrja á bókstafnum M, þó mun vera ein und- antekning. Þau vín sem koma frá Cotes-du- Rhone eru framleidd beggja vegna árinnar. Samanlagt vex vínviðurinn á 700 km belti í Rónardalnum. Dúfiirí helgarmatim Nú hafa kjúklingar hækkað all- nokkuð í verði sem kunnugt er - því miður. Kjúklingar voru orönir vin- sæll matur hér á landi. Ekki er mikið úrval af fuglakjöti hér á markaðnum. Vissulega er hægt að fá endur, ali- gæsir, kalkúna og svo auðvitað villta fugla og þá helst rjúpur. Erlendis er nú farið að rækta ýmsar fuglateg- undir, nefna mætti t.d. fasana. Nú er það svo aö það er bannað að flytja fulgakjöt til landsins. Hvernig væri að auka fjölbreytnina og einhveijir verkefnalausir bændur færu að rækta dúfur til manneldis. Dúfur eru nefnilega Ijómandi matur ef þær eru rétt aldar og notað er rétt kyn. Hér gæti veri um áhugaverða aukabú- grein aö ræða. Hermitage liggur á sömu breidd- argráðu og Bordeaux eða þeirri 45. Fróöir menn segja að einmitt íHermi- tage sé einn af heppilegustu stöðum í heiminum til vínframleiðslu. Sú kenning byggist á því aö vínrunninn þurfi um 12 klst. sólskin á sólar- hring, sólarljósið endurkastast frá vatnsfletinum, jarövegurinn er grýttur og Alparnir veita ökrunum skjól. Öll þessi skilyrði eru fyrir hendi í Hermitage. Eins og áður sagði er Chapoutier eitt af virtustu vínfyrirtækjum Frakklands. Vín frá fyrirtækinu er hægt að fá í öllum bestu veitingahús- um Frakklands og þau eru fiutt út til 42ja landa. En hvetju vilja þeir Chapoutier-feðgar þakka hina miklu velgengni sína? Því svarar yngsti framkvæmdastjórinn, Marc Chapo- utier: „í fyrsta lagi að við erum fjölskyldufyrirtæki, þekkingin hefur safnast saman í fjölskyldunni, ef svo má segja. Þá höfum við ekki kastað fyrir róða gömlum framleiðsluað- ferðum, t.d. er ein víntegunda okkar framleidd þannig að berin eru „troð- Sælkerinn Sigmar B. Hauksson in“ með gamla laginu, þ.e. með fótafli. Vitaskuld er þetta mun dýr- ara en við þessa aöferð fær vínið meira súrefni og nær vissum eigin- leikum sem við fáum ekki öðruvísi. Við erum þeir einu sem gera þetta svona enn í Frakklandi. Við fram- leiðum vín sem koma aldrei nálægt neinum vélum. Við framleiðum okk- ar eigin vínámur. Starfsfólk okkar hefur unnið að víngerð kynslóð fram af kynslóð. Tunnusmiðurinn okkar er beykir í þriðja ættlið. En hins veg- ar notum við einnig nýtísku fram- leiðsluaðferðir þar sem þaö á viö, eðli vínsins ræður framleiðsluað- ferðinni." HERMITAGE M. de la SIZERANNE AP P E LLATION HERMITAGE CONTRÓLÉE m MIS EN BOUTEILLE PAR M. CHAPOUTIER S.A. c 75 d j :| NÉGOCIANTS -ÉIEVEURS A TAIN-L'HERMITAGE (DRÓME) FRANCE PRODUIT DE FRANCE Því miður eru engin vín frá Chapo- utier á boðstólum í verslunum ÁTVR. Nú orðið er orðið töluvert úrval af ódýrum borðvínum hér á landi. Hins vegar vantar enn góö millivín og gæðavín. Það voru ein- mitt þessi frábæru millivín sem vöktu sérstaka athygli Sælkerasíð- unnar. Sérstaklega mætti nefna hin svokölluðu Grand Cuvée vín en þau eru þannig gerö að þeim eru blandað saman úr bestu árgöngunum. Með þessum hætti fást jöfn gæðavín sem ná bestu einkennum hverrar tegund- ar. Þá mætti nefna hvítu Hermitages- vínin sem éru sérlega ljúf, að ekki sé nú talað um Saint-Joseph vín sem seint gleymist. Höskuldur og Svava! Gleymið ekki Chapoutier. Kaupið fiskinn í fiskbúðinni Auðvitaö, hvað annars staöar? Jú, nú er svo komið að hægt er orðið að kaupa fisk í velflestum matvöruverslunum, að ekki sé nú talað um stórmarkaöina. Svo virð- ist sem þessi fiskur sé dýrari en sá sem seldur er í fiskbúöunum, hvernig sem á því stendur. En verra er þó að í mörgum tilfellum er sá fiskur, sem seldur er í stór- mörkuöum og matvöruverslunum, lakari vara en sá sem fisksalarnir selja. Þá er oft vægast sagt hálfó- geðslegt aö sjá fisk og kjötvörur í sama boröinu eöa ýsusporöinn í kjötfarsinu. Auðvitað er þetta ekki algild regla. Þaö er auðvitað hægt að fá góðan fisk í matvöruverslun- um. Líklegast eru það einhvers konar fiskheilsölufyrirtæki sem útvega matvöruverslunum fisk, starfsfólkið er svo kannski ekki eins þjálfað og fisksalarnir en þeir kaupa fiskinn yfirleitt sjálfir, ann- aðhvort á fiskmörkuöunum eða beint afbátunum. Sem sagt, fiskur- inn hjá fisksölunum er yfirleitt ódýrari og nýrri en hjá öðrum verslunum. En það skal þó endur- tekið að þetta er ekki algild regla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.