Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 27 Sæl nú!.. Hin gamalreynda rokkhljóm- sveitThe Cars hefur nú ekið götuna fram eftir veg - á enda. Aðalástæðan fyrir því að bilarnir eru endanlega stopp eru dræmar viðtökur plötunnar Door To Door sem kom út i fyrra. Sömuleiðis þótti liðsmönnum hljóm- sveitarinnar það heldur niðurdrepandi að spila fyrir hálftómum húsum á tón- leikaferð sem farin vari kjölfar plötuútgáfunnar. Ekki er alveg Ijóst hvað fyrr- um liðsmenn Cars ætla að taka sér fyrir hendur i fram- tíðinni en sólóverkefni eru fyrst á dagskránni... Vitna- leiðslur í máli hljómplötu- útgáfunnar ZTT gegn Holly Johnson, fyrrum söngvara Frankie goes To Hollywood, halda áfram í Lundúnum. Þar kemur margt fróðlegt fram eins og það að peninga- mál urðu tilefni deilna innan hljómsveitarinnar eftir fyrstu smellina, Relax og Two Tribes. Einnig kom fram að í lok tónleikaferðar, sem hljómsveitin fór i rétt áður en seinni breiðskífa hennar var tekin upp, kom til rysk- inga milli Holly Johnson og IWark O'Toote. Tilefnið voru sögusagnir i slefpressunni um að Holly hygðist hætta i hljómsveitinni og vildi IVIark fá svar frá fyrstu hendi. Endaði samtalið með pústrum en engu að siður hélt hljómsveitin ágætis tónleika á Wembley um kvöldið .... Sykurmolamir ætla að bregða sér í stutta tónleikaferð til Bretlands i mars og halda hljómleika i Manchester 24. mars, Sheffield 2S. mars, Glasgow 26. mars og í London 28. mars. Breiðskífa molanna Life's Too Good, sem upp- haflega átti að koma út í mars, kemur að öllum lik- indumekki útfyrreni maí... Heimildarmynd um John heitinn Lennon verður frum- sýnd vestanhafs i sumar og er þar tvimælaiaust um at- hyglisverða kvikmynd að ræða. Andrew Solt heitir sá er gerir myndina og við vinnslu hennar fékk hann aðgang að einkasafni Yoko Ono, þar sem er að finna ógrynni mynda afLennon heitnum, bæði kvikmyndir og Ijósmyndir. j hinni vænt- anlegu kvikmynd verður einnig flutt áður óútgefnin tónlist eftir Bitilinn fyrrver- andi.... sæl að sinni............ -SþS- Johnny Hates Jazz - Tum Back The Clock Glæsileg frumraun í uppgjöri hljómplötugagnrýnenda hérlendis um síðustu áramót voru nokkrir sem tilnefndu tríóið Johnny Hates Jazz sem bjarta von á árinu 1988. Og nú, þegar fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar er komin á mark- aðinn, verður ekki annað sagt en að hún ætli að láta þessar vonir verða að raunveruleika. Ég held að það sé ekkert ofsagt að þessi frumraun Johnny Hates Jazz sé með því besta í létta poppinu sem komiö hefur út á árinu og það kæmi mér ekki á óvart þótt platan yrði í hópi þeirra bestu við lok ársins. Það sem fyrst og fremst einkennir tónlist Johnny Hates Jazz er þetta mjúka fágaða yfirbragð; engin dúnd- urkeyrsla eöa hetjusóló, heldur líöur þetta áfram átakalaust að mestu. Samt er ekki um neina lognmollu að ræða, lögin eru fjölbreytt og sömu- Nýjar plötur leiðis útsetningar. Þrjú lög af þessari plötu hafa þegar komið út á smáskífum og náð mikl- um vinsældum bæði í Bretlandi og hér á landi. Þetta eru lögin Shattered Dreams, I Dont Wanna Be A Hero og nú síðast Turn Back The Clock. Allt eru þetta popplög í besta klassa, góðar melódíur sem grípa auðveld- lega. Flest lögin á þessari plötu eru í þessum anda, en trauðla eru þau öll til útgáfu á smáskífum. Sá sem ber hitann og þungann af lagasmíðum hljómsveitarinnar er söngvarinn Clark Datchier en hinir liðsmennirnir, Calvin Hays og Mike Nocito koma einnig við sögu. Það er ekki amalegt að ýta úr vör með grip eins og þessari plötu og fróölegt að vita hvort róðurinn verð- ur eftir því. -SþS- Foreigner - Inside Information Heimildir, sem telja verður áreið- anlegar, herma að samstarf liðs- manna Foreigner sé í molum, sér í lagi sé stirt millum forsprakkanna tveggja, Micks Jones og Lous Gramm. Einhvers staðar las ég meira að segja að platan Inside Information hafi orðið til með miklum herkj- um. Enda held ég að tónlist Foreigner hafi aldrei verið jafnsviplítil og á nýju plötunni. Þessi fyrrum fram- vörður iðnaðarrokks heimsins átti allnokkra áheyrilega smelli hér á árum áður, svo sem Cold As Ice, Dirty White Boy, Urgent og Juke Box Hero svo nokkrir séu nefndir. Og ekki má gleyma ballöðunum Waiting For A Girl Like You og I Want To Know What Love Is sem mér þykja reyndar toppurinn á ferli Foreigner. Því miöur nær ekkert lag á Inside Information fyrrnefnum eldri lögum að gæðum, helst að einhverjar bjöll- ur klingi þegar Say You Will og Counting Every Minute hljóma. Þau eru þó ekki nema í slöku meðallagi séu þau borin saman við fyrri afrek hljómsveitarinnar. Mér sýnist ljóst af plötunni Inside Information aö tónlistarlega séð hafi hljómsveitina Foreigner dagað uppi, hún sé orðin að enn einum dínósárn- um í poppheimum. Hennar bíður því tæpast annað en annarra dínósára. Þó eru að vísu til dæmi um að lang- þreyttar rokksveitir hjarni við - samanber Yes fyrir nokkrum árum. Ég hef þó trú á að til dæmis Lous Gramm, söngvari hljómsveitarinnar, eigi eftir að spjara sig betur upp á eigin spýtur en í hópi sinna gömlu félaga. Hann sendi fyrir nokkrum árum frá sér sólóplötu, svo sem ekk- ert meistarastykki en síst verri en þá sem Foreigner lét síðast frá sér fara. -ÁT Dínósárar Trevor Jones og Courtney Pine - Angel Heart Seiðandi og dularfull Kvikmyndin Angel Heart var í senn bæði spennandi og dularfull - full af svartri mystík sem lausn •fékkst ekki á fyrr en í lokin. Svo er einnig um tónlistina er samin var við myndina. Höfundurinn Trevor Jones hefur í sköpun sinni ’og útsetningum náð fram þessum áhrifum. Sannar- lega mögnuð kvikmynd og tónlistin er einnig áhrifamikil. Farin hefur verið sú leið, til að ná sem best áhrif- um myndarinnar, að samræður úr henni hafa verið settar inn í tónlist- ina á viðeigandi stöðum, einkanlega samræður aðalleikaranna, Mickey Rourke og Robert de Niro. Tónlistinni má skipta í tvennt. Frumsamin kvikmyndatónlist sem er nokkuö flókin en um leið dular- full og seiðandi. Ekki er samt hægt að neita því að áhrifin eru nokkuð blendin. Með aðstoð saxófónleikar- ans Courtney Pine tekst Trevor Jones vel að ná þeirri mystík í tón- listina sem einkenndi myndina. Hinn hluti tónlistarinnar er svo eldri blustónlist. Skyldi það engan undra, því að myndin gerist aö mestu leyti í New Orleans. Þessi gamli blús á því vel við þema myndarinnar og einn blússöngvarinn, Brownie McGee, fer meira að segja með hlut- verk í kvikmyndinni. Hann syngur aldeilis með ágætum Rainy Rainy Day. Önnur blúslög eru Honeyman Blues með Bessie Smith og er sú upptaka frá 1926, The Right Key, But The Wrong Keyhole með Lillian Bou- ite og Soul on Fire meö LaVern Baker. Frumsamda tónlistin tekur samt meginplássið og eru þar tvö stórverk. Harry Angel, sem skiptist í fimm hluta en byggir samt upp á megin- stefi kvikmyndarinnar sem er sér- lega heillandi. i seinna verkinu, Looking for Johnny, er skiptist í fjóra hluta, munar um minna en að hafa sér við hlið saxófónleikara á borð við Courtney Pine sem er meðal efnilegri jassista á Bretlandi. Hann er einkar magnaður á háu tónunum. Tónlistarhöfundurinn sjálfur, Tre- vor Jones, er á mikilli uppleið í heimi kvikmyndanna. Hann er einn þeirra ungu tónlistarhöfunda sem nota nær eingöngu hljóögervla og þótt undir- ritaður sé ekki beint hrifinn af þeirri aðferð er ekki að hægt að neita því að hún kemur til góða hér því effekt- ar eru mikið notaðir til að auka áhrifin. Þótt Angel Heart bjóði svo sannar- lega upp á eftirtektarverða tónlist, þá eru heildaráhrifm einum of yflr- þyrmandi og eins gott að vera í léttu skapi þegar hlustað er á plötuna. En sjaldan hefur heyrst kvikmyndatón- list sem passar jafnvel við viðfangs- efnið. HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.