Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 36
48 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Drottningarfómir í kiallaranum skákir frá Reykjavíkurmótinu Skák Jón L. Árnason Bandaríski stórmeistarinn Larry Christiansen fann ekki borðið sitt við upphaf þriðju umferðarinnar á Reykjavíkurskákmótinu á Hótel Loftleiðum. Hann hefur teflt áður á mótum hér heima og ávallt fundið sinn rétta stað. Loksins áttaði hann sig á köldum veruleikanum. „Ég er niðri í kjallara!" hrópaði hann furðu lostinn en glotti um leið að lítilsvirð- ingunni. Það er auðvitað galli á annars ágætum taflaðstæðum á Hótel Loft- leiðum að Kristalsalurinn skuh ekki rúma alla þátttakendur. Þeir sem fæsta vinninga hafa eru því sendir niður í kjallara. Þar mega sumir dúsa út mótið en öðrum tekst að vinna sig upp aftur. Baráttan um að komast upp tekur glímunni um efstu sætin langt fram. Hvergi er fórnað meira en í kjallaranum, enda eru áhorfendur síst færri þar en í Kristal- salnum. Larry Christiansen er þekktur fyr- ir keppnishörku á opnum mótum og varla hefur það komið honum úr jafnvægi að þurfa að tefla niðri í „gú- anóinu". Hann var a.m.k. fljótur að vinna sína skák og væntanlega hefur hann aftur fengið borð uppi er fjórða umferðin hefst í dag. Akureyringur- inn Jón Garðar Viðarsson bakaði honum þessa smán. Hann sneri lag- lega á stórmeistarann eftir að hafa haft vonda stöðu, eins og sjá mátti í miðvikudagsblaði DV. Jón Garðar var þar með kominn með 1 v. sama daginn gegn tveimur af þremur stigahæstu mönnum mótsins - fyrr um daginn hafði hann gert jafntefli Frá Reykjavikurskákmótinu. við sovéska stórmeistarann Gurevic. Illu heilli tapaði Jón þriðju skák sinni en sá sem þetta ritar á víst sök á því. Þátttakendur á Reykjavíkurskák- mótinu eru 52 talsins, heldur færri en verið hafa. Arið 1982 vtir mótið í fyrsta skipti opnað öðrum en völdum köppum og þá mættu 54 skákmenn til keppni. Tveimur árum síðar voru keppendur 60 og 1986 voru öll met slegin meö 74 keppendum. Margir þeirra sem skráðu sig á mótið nú létu svo ekki sjá sig. Aðrir fundust hreinlega ekki, eins og naéstyngsti stórmeistari heims, Júgóslavinn I. Sokolov, sem hafði fengið farseðil sendan heim til sín. Engu að síður tefla margir skemmtilegir skákmenn á mótinu og áhorfendur ættu að fá eitthvað fyrir snúð sinn. Óstyrkir Sovétmenn Stigahæsti maður mótsins er sov- éski stórmeistarinn Mikhail Gurevic með 2625 stig. Gurevic þessi hefur náð frábærum árangri síðasta hálfa árið, nánast orðið efstur á öllum þeim mótum er hann hefur tekið þátt í, og við það hækkað um 110 stig. Hann hefur lítið teflt utan síns heimalands og í Austur-Evrópu. Þó sigraði hann á Rilton-Cup skákmót- inu í Stokkhólmi um áramótin. Jón Garðar átti í fullu tré við hann í fyrstu umferð og lauk skák þeirra með jafntefli eftir 75 leiki. Þá átti Gurevic í mesta bash með alþjóðlega meistarann Jonathan Tisdall í þriðju umferð. Lev Polugajevsky kemur næstur á stigalistanum, með 2575 stig. Hann þekkja allir íslenskir skákunnendur, enda er þetta í þriðja sinn sem hann teflir í Reykjavík. Fyrstu tvær skák- irnar tefldi hann nokkuð örugglega en í þriðju skákinni samdi hann um jafntefli gegn Karli Þorsteins með vinningsstöðu. Polugajevsky var al- veg' að falla á tíma og afréð að þráleika. Honum sást yfir tiltölulega einfalda vinningsleið og Karl slapp þar með skrekkinn. Larry Christiansen er þriðji stiga- hæstur, með 2575 stig, en síðan kemur þriðji sovéski stórmeistarinn, Sergej Dolmatov, með tiu stigum minna. Dolmatov á það sammerkt með félögum sínum fyrrnefndum að hafa ekki sýnt sérlega sannfærandi taflmennsku. í 2. umferð lá hann flat- ur fyrir danska alþjóðameistaranum Carsten Höi. Þetta var snaggaraleg skák. Dolmatov virtist vera að byggja upp „strategískt" góða stöðu eftir varkára byrjun Danans. En skyndi- lega henti Höi frá sér sauðargærunni og lét skína í vígtennur. Dolmatov sá engin önnur úrræði en að fórna skiptamun en það reyndist skamm- góður vermir. Hvítt: Carsten Höi Svart: Sergei Dolmatov Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 e6 2. Rf3 c5 3. e3 Rf6 4. Bd3 b6 5. 0 0 Bb7 6. Rbd2 Rc6 7. c3 d5 8. De2 Be7 9. b3 0-0 10. Bb2 a6 11. Hacl b5 Bridgehátíð 1988: F allegt vamarspil Sundelins Eins og mönnum er í fersku minni sigruðu Svíarnir Sundelin og Gull- berg glæsilega í opnu tvímennings- keppninni á Bridgehátíð 1988. Svíarnir voru í baráttunni allan timann og síðari hluta mótsins í fyrsta sætinu. Vandvirkni þeirra og kurteisi var rómuð og varla vinsælli sigurvegara um að ræða. Hér er fallegt varnarspil hjá Sund- elin sem kom fyrir i siðustu um- ferðunum, gegn Páli Valdimarssyni og Magnúsi Ólafssyni. Eftir nokkuð harða sagnseríu varð Páll sagnhafi í íjórum hjörtum á eft- irfarandi spil. A/A-V ♦ Á962 f ÁG7 ♦ K + ÁG832 ♦ DG4 V- ♦ D432 + KD10964 ♦ K53 V D109652 ♦ G5 + 75 ♦ 1087 VK843 ♦ Á109876 Svíarnir Gullberg og Sundelin voru n-s en a-v voru Páll og Magnús. Sundelin spilaði út tígulás og skipti síöan í tromp. Páll hleypti heim á níuna og trompaði tígulgosann með ás. Trompgosinn fylgdi í kjölfarið og hann fékk að eiga slaginn því Sundel- in gaf. Nú spilaði Páll litlum spaða, Gullberg stakk í milli, Páll drap á kónginn og spilaði hjartadrottningu. Sundelin drap á kónginn og spilaði spaða. Páll gaf og Gullberg átti slag- inn á drottninguna. Hann spilaði nú laufakóng og Sundelin kastaði spaða. Páll drap á ásinn en komst ekki hjá því að gefa slag á lauf og trompáttuna. Tveir niður var toppur í n-s og treysti Svíana í fyrsta sætinu þegar mest var þörfm. Bridge Stefán Guðjohnsen Frá Bridgesambandi Islands Úrtökukeppni fyrir íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveita- keppni var háð um síðustu helgi í Sigtúni. 12 sveitir kepptu í kvenna- flokki en aðeins 9 sveitir í yngri flokki. Fjórar sveitir úr hvorum flokki spila til úrslita nk. laugardag og hefst spilamennska kl. 10 árdegis. Úrslit urðu: (Kvennaflokkur) Sveit Stig Estherar Jakobsdóttur 208 Hjördísar Eyþórsdóttur 201 Þorgerðar Þórarinsdóttur 192 Drafnar Guðmundsdóttur 191 Grethe Iversen 171 Aldísar Schram 162 Sigrúnar Pétursdóttur 161 (Yngri flokkur) Ara Konráðssonar 166 Ragnars Jónssonar 148 M.H. 148 Hard Rock Café 144 Ágústs Sigurðssonar 139 Hótel Hafnar Hornaf. 131 Eins og fyrr sagði spila fjórar efstu sveitir úr hvorum flokki til úrslita og hefst spilamennska kl. 10 árdegis næsta laugardag. Sveitir nr. 1 leika við sveitir nr. 4 og sveitir nr. 2 gegn sveitum nr. 3. Spilaðir verða 32 spila leikir, í 4 sveita úrslitum og einnig úrslitum, strax á eftir sama dag. Dregið hefur verið í riðla í undan- rásum íslandsmótsins í sveita- keppni, seni háð verður í Gerðubergi dagana 10.-13. mars nk. 32 sveitir Sigurvegarar opna tvímenningsmótsins, Svíarnir Gullberg og Sundelin. taka að þessu sinni þátt í undanrás- unum (fjölgun um 8 sveitir frá fyrri árum). Tvær efstu úr hverjum riðli spila síðan um íslandsmeistaratitil- inn en tvær næstu komast í B-úrslit, sem spiluð verða samhliða úrslita- keppninni. Úrslitin fara fram á Loftleiðum um páskana. Riðlarnir eru: (töfluröð) A) • Sigfús Örn Árnason, Reykajvik. Hörðui- Pálsson, Akranesi. Sveit Pólaris, Reykjavík. Guðjón Einarsson, Selfossi. Ásgrímur Sigurbjörnsson, Siglufirði. Sveit Austfjarða 3. Sævar Guðjónsson, Þorlákshöfn. Jón Þorvarðarson, Reykajvík. B) Sveit Delta, Reykjavík. Sveit Atlantik, Reykjavík. Kristján Guðjónsson, Akureyri. Sigmundur Stefánsson, Reykjav. Pálmi Kristmannsson, Egilsst. Erla Sigurjónsdóttir, Reykjanesi. Jón Andrésson, Reykjanesi. Sveit Flugleiða, Reykjavík. C) Dröfn Guðmundsdóttir, Reykjanesi. Sveit Austfjarða 2. Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík. Sigurður Steingrímsson, Reykjavík. Sveit Fatalands, Reykjavík. Ævar Jónasson, Tálknafirði. Gunnar Berg, Akureyri. Sigfús Þórðarson, Selfossi. D) Samvinnuferðir/Landsýn, Rvk. Alfreð Viktorsson, Akranesi. Jón St. Gunnlaugsson, Rvk. Sv. Verðbréfam. Iðnaðarb., Rvk. Sverrir Kristinsson, Rvk. Valtýr Jónasson, Sigfuf. Halldór Tryggvason, Þingeyri. Sigurður Ámundason, Rvk. Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 22. febr., var haldið áfram með barómeter-tvímenning félagsins og er staða efstu para eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.