Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 45 Islensk tunga Digital og kvenkyns Umsjónarmaður helgarblaðs DV, Gísli Kristjánsson, tók mig afsíðis um daginn og benti mér á orðið digital sem nú er notað í sambandi við allskyns raftækni. Hann var með nýja þýðingu orðsins. Hingað til hefur verið notast við orðið stafrænt en hann stakk uppá orðinu tölritaður. Fyrra orðið er meðal annars að fmna í tölvuorða- safni. Tilefni þessa er að á markaðinn eru að koma digital hljómsnældur sem eru með þeim ósköpum gerðar að vera mun minni en venjulegar snældur en geta þó geymt margfalt meira efni. Galdurinn felst í digitaltækninni. Útaf þessu hef ég lent í töluverð- um vandræðum því mér er ill- mögulegt að skilja eðlisfræðilegar útskýringar á þessu fyrirbæri en að því er ég kemst næst er í þessu tilfelli hljóðinu gefið tölugildi og geymt þannig. Síðan hef ég litlu við það að bæta og læt lesendur um að dæma orðið tölritaður. Gaman væri hins vegar að fá upplýsingar frá þeim sem starfa við þessa hluti, til dæmis starfsmönn- um hljómtækjaverslana, og fá álit þeirra. Mér segir nefnilega svo hugur að orðið digital sé mikið notað, jafnvel meira en stafrænt. Kvenkyns... Mér barst nýlega í hendur tví- EIRIKUR BRYNJÓLFSSON KENNARIVIÐ ÁRMÚLASKÓLA blöðungur frá Framkvæmdanefnd norræns kvennaþings. Þar er kynnt norrænt kvennaþing • sem fyrirhugað er að halda í Osló í sum- ar. Þar eru meðal annars þessar tvær klausur (undirstr. eru mínar): „Á kvennaþinginu verða flutt verk eftir tónskáldin okkar þrjú, kvenkyns, þær Jórunni Viðar, Karólínu Eiríksdóttur og Mist Þor- kelsdóttur.“ „Arkitektar kvenkyns eru að hugsa um að sýna hvernig Hlað- varpinn tók stakkaskiptum eftir að hann komst í eigu íslenskra kvenna." Það hefur færst í vöxt að menn vilji kyngreina á þann hátt sem gert er í klausunum. Þetta stafar af því að konur hafa gengið inn í störf sem voru hefðbundin karla- störf og öfugt. Starfsheitin eru hinsvegar kynbundin. ' Ýmsar leiðir hafa verið farnar. Konur á alþingi hafa tekið upp orð- ið þingkona, karlar eru flugþjónar, stundum er kven- sett framan við orð, til dæmis kvenrithöfundur. í öðrum tilvikum getur þetta orðið erfiðara. Og í sumum starfsheitum virðist þetta engu máli skipta. Ég nefni kennara. Dæmin sem ég undirstrikaði í klausunum að framan þykja mér vera óheppileg og klaufaleg. Fyrri klausuna hefði einfaldlega mátt orða svona: „Á kvennaþinginu verða flutt tónverk eftir Jórunni Viðar, Karólínu Eiríksdóttur og Mist Þorkelsdóttur." Það er degin- um ljósara að þessi tónskáld eru„ kvenkyns“ og því óþarfi að taka það fram. Að vísu mætti segja: ....eftir konurnar... “ o.s.frv. Hin klausan er erfiðari. Orðið arkitekt segir ekkert um það hvort viðkomandi er karl eða kona. Oft er það af sérstöku tilefnisem menn kjósa að tilgreina kyn manna sér- staklega og því tel ég óþarft aö búa til orð eins kvenarkitekt. Um það má líka deila hvort þessi kyngreining er þörf eða ekki þótt það verði ekki rætt hér. Það verður hinsvegar að finna heppilegt orða- lag. Fréttabréf Norrænt kvenna.þing í Qslo '8S. Otgefandi: Framkvæmdanefnd NK 88 Abyrgöarmenn og ritstjórar: Arndis Eteinþórsd.,Gu6rin Agústsi 1.tbl.1987. ~Á Norreena kvennaþinginu sgnnm við ret/nveri/leikenn eð beki goðsógnum um jefnrétii kynjenne: Við stjm/m beg/egt /i 'f kvenne. og sem ermeire t/m vert, orðt/m dreume okker og fremtiðersýn t/m semfé/eg með menneskjtt/egi/ svipméti þer sem konur fá einnig notið sih. /i kvennepingint. geft/m við okkt/r tíme tii eð rækte vináttu og vera með öðn/m kont/m, og peð veitir okkt/r sjáifsvitimd og styrk tii eð tekest á við hVersdegs/ifið f WEZ. PbB ELfiA m-ATífVA/ 'rt- ITIE-Örtrv/ þU Btz.T '‘l OSt-O,5*/ Ve/komner é norræne kvennopingið.' Þannig býftur formaöur undirbúningshópsins og þingrna&urinn Grethe Knudsen norrænar konur velkomnar til Norreena kvennaþingsins í Oslo. Dagana 30. júlí til 7.ágús£ 1988 munu þúsundir kvenna frú öllum Nor&urlöndunurn hittast i Oslo til aó skiptast á skoSunum og hugmyndum, mi&la af reynslu sinni, bindast vináttuböndum og setja sameiginlega fram kröfu um betra lif i framti&inni. Þaó er mikilvægt aö islenskar konur taki þar virkan þátt. Ef þi& hafiö áhuga á a& vera me&, hafi& þá samband vi& okkur á skrifstofu Jafnréttisráðs, Laugavegi 116, simi 91—27420 og 91— 27877. Vísnaþáttur Vor á hausti og annað ósamsett efiii * Skáldskapur gengur í ættir. Svo hljóðaði fyrirsögn á einum þætti okkar í sumar sem leið. Þá birti ég vísur eftir þá Emil Petersen, verka- mann á Akureyri, sem var einn af hagyrðingum sem þeir Margeir Jónsson og Þorsteinn M. Jónsson bókaútgefandi kynntu í Stuðlamál- um 1925-32. Sonur hans, Tryggvi Emilsson, varð löngu síðar kunnur rithöfundur og gaf út ljóðakver eft- ir föður sinn. Bróðir Tryggva, Adolf J.E. Petersen, var síðast verkstjóri í Kópavogi, f. 1906, d. 1985, yngri en Tryggvi. Adolf J.E. Petersen Adolf gaf út ljóðakver 1973. Það bar nafnið Vorljóð að hausti. Úr því leyfi ég mér að velja vísur í þennan þátt. Fer vel á því að byrja á stökum sem hann kallar Skóflan og ég: Skóflan sem í höndum hef hlýðir mínum vilja. Utan nætur, er ég sef, ekki munum skilja. Vinnubjart þá orðið er önn með henni þreyti, hún var ungum ætluð mér æviföruneyti. Æskutap og ævitjón enginn vill mér greiða. Skipaði mig skófluþjón skapanornin leiða. Mín í æsku vonin var að verða eitthvað meira. Oft ég spurði, en ekkert svar aftur fékk að heyra. Okkar beggja ævi þver, orka dvín í mundum, feyskist hún en förlast mér, fækkar vinnustundum. Þegar síðast fell á fold,' fölnuð lokast bráin, ætlar hún að ausa mold yfir bleikan náinn. Adolf naut náttúrufegurðar á landi og sjó, við margs konar störf, og einnig síöar í minningunni. Yfir sæinn seglum þöndum siglir fley. Stormur hvín í stagi og böndum, stillist ei. Sævardrífa feykir földum, freyðir um ál. Valt er kvikum undir öldum eiga mál. Þá er vandi hug og hendi að hafa stjórn, svo aö engin atvik sendi ægi fórn. Nú snúum við okkur í aðrar áttir. Úr Nóvemberbókinni Nokkrar vísur verða að koma úr ljósrituðu bókinni frá nóvember 1984. Þökkum Svavari. Vegna ríms- ins færðum við til nokkur orð, án þess að breyta merkingu: 1. Elsku besta móðir mín, mikið á ég þér að launa. Angurblíðu orðin þín, athvarf minna sáru rauna. Einatt kom ég þá til þín, þú varst best að græða sárin, barstu smyrsl á meinin mín, mýktir þau í gegnum árin. 2. • Þegar nöpur nístings hríð náköld vill ei linna, leiti ástin angurblíð æskustöðva sinná. Lausnarinn þig leiði lífs um hálan stig. Blessun sína breiði, barn mitt, yfir þig. Hér talar höfundur til móður sinnar, ástkonu og barns síns. Þetta er gripið úr lengra máli. Ekki samfellt. Fyrir litlu kveri, sem mér er sent, er skrifaður Svavar H. Jó- hannsson. Ég veit ekki meira. Kannski fleiri vísur síðar. Víða að Á meðan Matthías Jochumsson átti heima á Sigurhæðum, uppi á brekkunni á Akureyri, rétt þar hjá sem kirkjan var síðar byggð, ortu margir um bústað skáldsins, undir nafni og nafnlaust. Ein vísan var svona: Þótt oss tíðum þjaki neyð, þegar sorgin mæðir, eru þó á allra leið ótal sigurhæðir. Unnur Bjarklind, Hulda skáld kona, orti: Gott er að hafa starfað, strítt, strauminn þunga brotið, hugar kraft og handa nýtt, harms og gleði notið. Oft mig dreymir ást og vor, einskis þá ég sakna, en mig skortir einatt þor aftur til að vakna. Þorleifur Repp, 1794-1857, mál- fræðingur, var lengst ævi sinnar í Kaupmannahöfn og vann m.a. á Árnasafni. Landar kölluðu hann Hrepp. Hann þýddi Laxdælasögu á latínu og kom hún út í Kh. 1826. Orðtak hans var þetta: Gá aldrig pá Akkord med Sletheden. - Step- han G. orti: Vertu aldrei vinnumaður varmennskunnar. Þó hún bjóði gull og goöorð: Gamli Hreppur setti í boðorð. Þura Árnadóttir í Garöi í Mývatns- sveit bjó til þessa stöku: Ævin verður eins og snuð eða svikin vara, þeim sem ekki góður guð gefur meðhjálpara. Þessari undarlegu visu verðum vér að bjarga frá algjörri glötun, nógu vont er nú ástandið samt. En vilji höfundur endilega gefa sig fram, höfum vér ekkert við það að athuga: 111 við stríðir ástarflog, á hjá strákum tengsli, hefur blöðrubólgu og býr við kynleg þrengsli. Ekki er vitað hvort er átt við karl eða konu. Hér er margt tvírætt. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.