Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Síða 53
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 65 Afmæli Marteinn Björnsson Auðunn Gestsson blaðsölumað- ur, til heimilis að Hjallavegi 22, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Auðunn fæddist í Flatey á Breiða- firði og ólst þar upp. Hann flutti til Reykjavíkur með Gerði systur sinni 1961 en hann er til heimilis hjá henni og Jóni manni hennar. Félagar og samstarfsmenn Auðuns hér á DV óska honum hjartanlega til hamingju með afmælið en hann hefur verið einhver duglegasti og samviskusamasti blaðsölumaður DV um árabil. Hann hefur stundað lausasölu á DV frá því að blaðiö var stofnað 1981 en þar áður seldi hann Vísi af sömu eljusemi. Systkini Auðuns eru: Björn, sem lengi var forstöðumaður Kópa- vogshælisins, f. 1.7. 1919, kvæntur Ragnhildi Ingibergsdóttur, en þau búa í Reykjavík og eiga tvö börn; Gerður, húsmóðir í Reykjavík, f. 2.7. 1921, gift Jóni Guðmundssyni, starfsmanni Samvinnutrygginga, en þau eiga þrjú börn; Yngvi bygg- ingatæknifræðingur, sem nú er látinn, f. 27.12. 1922, en eftirlifandi kona hans er Guðrún Gunnars- (jóttir, húsmóöir í Reykjavík, og eignuðust þau þrjú börn; Nanna, húsmóðir í Reykjavík, f. 14.7. 1925, ekkja eftir Ólaf Jóhannesson stýri- mann, en þau eignuöust sjö börn; Heiður, húsmóðir í Reykjavík, f. 8.5. 1930, gift Jóni Zophoníassyni kerflsfræðingi en þau eiga einn son. Foreldrar Auðuns voru Oddný Sölvadóttir, f. 24.4. 1895, d. 1944, og Gestur Gestsson, kennari í Flatey, f. 2.1. 1895, d. 27.12. 1982. Föðurfor- eldrar Auðuns voru Gestur frá Hjarðardal í Dýrafirði, Björnsson og Jóna Benediktsdóttir. Móður- foreldrar Auðuns voru Sölvi, b. að Gafli í Austur-Húnavatnssýslu, Teitsson og Signý Sæmundsdóttir. Marteinn hefur verið félagi í Rot- aryklúbbi Selfoss frá 1960. Hann var forseti klúbbsins 1966457 og umdæmisstjóri Rotary á íslandi 1982-83. Marteinn kvæntist 29.1. 1949, Arndísi, þáverandi fulltrúa hjá Fiskifélagi íslands, f. 26.3. 1910, dóttur Þorbjarnar, héraðslæknis á Bíldudal, Þórðarsonar og konu hans, Guðrúnar Pálsdóttur. Börn Marteins og Arndísar eru Björn, f.9.1.1950, arkitekt og verk- fræðingur hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins í Reykjavík, og Guðrún, f.8.1.1955, M.sc. í fersk- vatnslíffræði, en hún vinnur nú að doktorsritgerð sinni við Rutgers University of New Jersey í Banda- ríkjunum. Foreldrar Marteins: Björn Ey- steinsson, b. að Orrastöðum, f.1.1. 1848, d. 27.11. 1939, og ráðskona hans, Kristbjörg Pétursdóttir, f. 26.6. 1882, d. 18.10. 1974. Föðurfor- eldrar Marteins voru Eysteinn Jónsson á Torfalæk og síðar á Orrastöðum og kona hans, Guðrún Erlendsdóttir á Sveinsstöðum í Þingi, Árnasonar. Albróðir Mar- teins: Erlendur, sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði, faðir Jóns sakadómara. Hálfsystir Marteins var Guðrún, kona Páls Hannesson- ar á Guðlaugsstöðum og móðir Björns alþingismanns á Löngu- mýri, Halldórs búnaðarmálastjóra, Hannesar, afa dr. Hannesar Hólm- steins, og Huldu, móður Páls, alþingismanns á Höllustöðum, og Más, sýslumanns í Hafnarfirði. Meðal hálfbræðra Marteins má nefna Sigurgeir, fóður Þorbjarnar prófessors, og Þórstein, föður Björns sagnfræðings og prófessors. Ingibjörg, fööursystir Marteins, var langamma Friðriks Sophus- sonar iðnaðarráðherra. Móöurforeldrar Marteins voru Pétur, b. í Miðdal í Kjós, Árnason og kona hans, Margrét, dóttir Benjamíns, b. í Miðdal og Flóakoti, Jónssonar og konu hans, Kristínar Þorkelsdóttur. Pétur var sonur Árna, b. í Hagakoti, Árnasonar, b. á Vatnsenda á Seltjarnarnesi, Pét- urssonar, vefara á* Vatnsenda, Jónssonar á Rauöará, Ólafssonar. Móðursystir Marteins var Þóra, móðuramma Ingjalds Hannibals- sonar, framkvæmdastjóra Útflutn- ingsráðs. Önnur móðursystir Marteins var Soffia, amma Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra. Árni í Hagakoti var bróðir Guðmundar, langafa Guðmundar, föður Einars Más rithöfundar. Marteinn verður ekki heima á afmælisdaginn. Marteinn Björnsson verkfræðing- ur, Víðivöllum 10, Selfossi, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Mar- teinn fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi. Hann varð stúdent frá MA 1936 og cand. polyt. frá Danmarks Tekniske Hojskole 1944. Marteinn var verkfræðingur hjá byggingafyrirtækinu Hoje- Christjensen í Hurup á Jótlandi 1944-45, hjá bæjarverkfræðingi Reykjavíkur 1945-47 og hjá Al- menna byggingafélaginu 1947-50 en þá haföi hann eftirlit með bygg- ingu Gönguskarðsárvirkjunar. Hann rak sjálfstæða verkfræði- skrifstofu í Reykjavík 1950-56 og hannaði þá m.a. Akureyrarflug- völl. Marteinn var tæknilegur ráðunautur Húsnæðisstjórnar 1956-58 og byggingarfulltrúi Suð- urlands með búsetu á Selfossi 1958-83, en þá fór hann á eftirlaun. Auðunn Gestsson Björgvin Leonardsson rafverk- taki, Beykilundi 1, Akureyri, er fimmtugur í dag. Björgvin fæddist á Akureyri og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum. Hann stundaði nám í Iðnskólanum á Akureyri og lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1959. Björg- vin hefur að mestu starfað við rafvirkjun en hann hefur einnig unnið að vélvirkjun og plötusmíði. Hann stofnaði verktakafyrirtæki sitt 1964 og hefur starfrækt það síð- an. Kona Björgvins er Helen Þorkels- son, f. 1940, dóttir Jóhanns héraðs- læknis Þorkelssonar, sem nú er Björgvin Leonardsson látinn, og eftirlifandi konu hans, Agnete Þorkelsson. Björgyin átti dóttur fyrir hjóna- band, Ástu Hrönn, húsmóður á Akureyri, en sambýlismaður hennar er Guðjón Steindórsson og eiga þau tvö börn. Börn Björgvins og Helenar eru Jóhann, vélfræð- ingur á Akureyri, í sambýli með Ásthildi Sverrisdóttur og eiga þau eina dóttur; Erla Björg, húsmóðir á Akureyri, á tvö börn; Halla, hús- móðir á Húsavík, á einn son, gift Sigurði Gunnari Sigurðssyni bif- vélavirkja, og Emma Agneta sem býr í foreldrahúsum. Hálfbróðir Björg\úns er Halldór. garðyrkjustjóri í Solna í Svíþjóö, kvæntur Ullu Britt Ivö. Þau eiga þrjú börn. Alsystkini Björgvins eru Guðrún, húsmóðir og kennari á Akureyri, gift Birgi Stefánssyni. húsgagnasmið og bílstjóra. og eiga þau íjögur börn; Albert, verkstjóri í Noregi, á eina dóttur og er kvænt- ur Unu Rögnvaldsdóttur. Foreldrar Björgvúns: Leonard Al- bertsson. vegaverkstjóri á Akur- eyri, f. 1901, d. 1977. og Ásta Friðriksdóttir. f. 1911. Asta Bjarnadóttir Asta Bjarnadóttir, Dísastöðum. Sandvíkurhreppi, er sjötug í dag. Ásta fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Á unglingsárunum starf- aði hún á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði en gerðist síðar kaupa- kona að Dísastöðum þar sem hún kynntist syni hjónanna þar. sem varð síðar maðurTiennar. Hannesi. b. að Dísastöðum. f. 20.12. 1910. d. 1973, syni Guðjóns, b. að Dísastöð- um, Tómassonar frá Auðsholti í Biskupstungum, Tómassonar og konu hans. Þuríðar frá Skipum á Stokkseyri Hannesdóttur. Asta og Hannes bjuggu allan sinn búskap að Dísastöðum en eftir að Hannes lést hefur Ásta haldið þar heimili ásamt dóttur sinni. Ásta og Hannes eignuöust þrjú börn. Þau eru: Hilmar. verktaki í Reykjavík. f. 21.8. 1942, en hann á tvö börn. og sambýliskona hans er Halla Jónsdóttir: Erna. starfs- stúlka hjá NLFÍ í Hveragerði. f. 6.12.1945. en hún á þrjá syni: Guðr- ún Jóna. kennari við Barnaskólann á Selfossi. f. 4.5.1949. en hún á einn son og býr með móður sinni á Dísa- stöðum. Ásta á tvær systur á lífi. Þær eru: Kristín. f. 2.9. 1915, sem gift var Eyjólfi Sveinssyni. glerskurðar- manni í Reykjvík, en hann er látinn fyrir allmörgum árum: og Guðrún. f. 8.7.1911. sem gift var Karli Ibsen verkamanni. en hann er látinn. Foreldrar Ástu voru Bjarni. dag- launamaður í Reykjavík. Bjarna- son og Anna Ólafsdóttir. • Ásta tekur á móti gestum á af- mælisdaginn á heimili sínu að Dísastöðum. Til hamingju með daginn! Stefán Jónsson 80 ára______________________ Einar Aðalsteinsson, Grettisgötu 38, Reykjavík, er áttræður i dag. Þorbjörg Björnsdóttir, Hæli, Torfu- lækjarhreppi, er áttræð í dag. 75 ára_______________________ Sigurður Björgvinsson, Miðbraut 21, Vopnafirði, er sjötíu og fimm ára í dag 70 ára_______________________ Þorgerður Vilhjálmsdóttir, Tryggvagötu 1, Selfossi, er sjötug í dag. 80 ára Hulda Ásbjarnardóttir, Víöilundi 18B, Akureyri, verður áttræð á morgun. 75 ára___________________ Jóhann K. Guðmundsson, Háteigs- vegi 25, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. 60 ára________________________ Guðný Ingibjörg Hjartardóttir, Kóngsbakka 10, Reykjavík, verður sextug á morgun. Helgi Jóhannsson verkstjóri. Bröttuhlíö 6, Hveragerði. er sjötug- ur í dag. 60 ára_______________________ Grétar Jónsson, Akurgerði 10. Akranesi, er sextugur í dag. Ingimar Sveinsson kennari. Hvanneyri, Andakílshreppi. er-sex- tugur í dag. 50 ára_____________________ Björn Bjarnason, Laugavegi 28D. Reykjavík. er fimmtugur í dag. 50 ára Sverrir Guðmundsson, Brunnum 25, Patreksfirði, verður fimmtugur á morgun. Jón Benediktsson, Kleif, Skefils- staðahreppi, verður fnnmtugur á morgun. Vilhelmína Sigurðardóttir, Skarðs- hlíð 2J, Akureyri, verður fimmtug á morgun S'igurður R. Björgvinsson, Sunnu- hlíð 9, Akureyri, verður fimmtugur á morgun. Örn Árnason, Sætúni, Grýtu- bakkahreppi, verður fimmtugur á morgun. Júlíus Bjarni Guðmundsson teppa- lagningamaður. Leirubakka 2. Reykjavík. er fimmtugur í dag. Anna Andrésdóttir. Hábergi 3. Reykjavík. er fnnmtug í dag. Ingibjörg Matthíasdóttir. Máva- nesi 12. Garðabæ. er fimmtug í dag. 40 ára- Birna Jónsdóttir, Dalsbvggð 12. Garðabæ. er fertug í dag. Helgi Hermannsson. Öldugerði 6. Hvolsvelli. er fertugur í dag. Þórir Haraldsson. Steinsholti I. Gnúpverjahreppi. er fertúgur í dag. 40 ára Sesselja Inga Guðnadóttir, Jöldu- gróf 9. Reykjavík, verður fertug á morgun. Guðrún Sveinsdóttir, Holtaseli 35, Reykjavík, verður fertug á morgun. Margrét Ólafsdóttir, Kleifarseli 16. Reykjavík, verður fertug á morgun. Einar Æ. Jóhannesson, Skúla- skeiði 30, Hafnarfirði, verður fertugur á morgun Hjördís Bára Sigurðardóttir, Klapparstíg 10, Njarðvíkum, verð- ur fertug á morgun. Sigríður J. Aradóttir, Víkurási 3, Reykjavík, verður fertug á morgun. Stefán Jónsson. Brekkugötu 29. Akureyri. er sjötugur i dag. Stefán fæddist aö Hallgilsstöðum í Hörg- árdal og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Á unglingsárunum stund- aði hann öll almenn bústörf en ók jafnframt mjólkurbíl í fjögur ár. Stefán fór rúmlega tvítugur til Ak- ureyrar og var þá m.a. á togurum en flutti eftir sex ár aftur að Hallg- ilsstööum þar sem hann tók við búi fóður síns. Stefán bjó svo í tíu ár að Hallgilsstööum en flutti þá aftur til Akureyrar þar sem hann hefur búið síðan. Á Ákureyri hefur Stef- án lengst af starfað hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa og þar starfar hann nú. Kona Stefáns er Þóra. ættuð frá Sauðárkróki, f. 1926, dóttir Jóns. sjómanns á Sauöárkróki. Jónsson- ar og konu hans, Önnu Egilsdóttur. Stefán og Þóra eignuðust þrjú Kristinn Ólafsson, b. og póstur, Hænuvík innri, Rauöasands- hreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Kristinn er fæddur á Sellátranesi við Patreksfjörð og ólst þar upp til þrettán ára aldurs. Hann fluttist þá til Hænuvíkur og liefur verið bóndi og póstur þar frá 1945. Krist- inn á tvær systur á lífi, Jóhönnu Fanneyju, gifta Haraldi Snorra- syni, málara í Rvík, og Dagbjörtu Unu, gifta Bjarna Sigurbjartssyni, börn. Þau eru: Jósefína. starfsmað- ur á bæjarfógetaskrifstofunni á Akureyri. gift Ólafi Stefánssyni. starfsmanni hjá Útgerðarfélagi Akurevringa. en þau eiga tvö börn: Jón Melstað lést af slysfórum. en hann var kvæntur Auði Stefáns- dóttur og eignuðust þau þrjú börn: Birgir. nemi í Stýrimannaskóla. kvæntur Sigrúnu Stefánsdóttur. en þau eru búsett á Ólafsfirði og eiga þrjú börn. Stefán á sex systkini en elsti bróð- ir hans lést af slvsförum. Foreldrar Stefáns: Jón. b. á Hallg- ilsstöðum. Stefánsson og kona hans. Albína Pétursdóttir. b. á Svertingsstöðum í Kaupangssveit. Hallgrímssonar. Fööurforeldrar Stefáns voru Stefán vinnumaður og síðar verkamaður á Akureyri, Jónasson og kona hans Margrét Eggertsdóttir. jarðýtustjóra á Patreksfirði. Foreldrar Kristins voru Ólafur Pétursson, b. á Sellátranesi á Rauðasandi, og kona hans, Gróa Brandsdóttir. Faðir Ólafs var Pétur Kjartansson, b. á Sellátrum, og kona hans, Kristrún Jónsdóttir, af Kollsvíkurættinni. Gróa var dóttir Brands Árnasonar, b. á Hnjóti, og konu hans, Sigþrúðar Einarsdótt- ur, af Kollsvíkurættinni. Til hamingju með morgundaginn! Kristinn Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.