Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988.
17
Michael segir aö hann hafi lengi
átt í erflðleikum meö aö venjast
myndavélunum og vera eðlilegur
fyrir framan þær. Hann hefur lengst
af staðiö bak viö vélarnar og skipað
öðrum fyrir en fundist hann óörugg-
ur sem leikari. „Þetta er eins konar
sviðsskrekkur," segir Michael. „Ég
er ekki fæddur leikari. Það var ekki
fyrr en ég lék í myndaflokknum
Streets of San Francisco að ég öðlað-
ist þetta öryggi sem allir leikarar
verða að hafa til að geta verið eðlileg-
ir í upptökum. Upptökur á þáttunum
gengu mjög hratt fyrir sig og ég vissi
að þeir sátu uppi með mig þættina á
enda. Ég varð því aö láta mig hafa
það þar til yflr lauk.
Skrekkur
Ég flnn samt enn til sviðs-
skrekksins. Ég fæ það á tilfinninguna
að eitthvaö sé að og reyni að fmna
út hvað það geti verið. Þetta er nokk-
uð sem ég verð bara að sætta mig
við. Stundum dettur mér í hug að
þessi kvíði stafi af því að ég hafi borð-
að eitthvað sem ég hefði betur sleppt
eða drukkið of mikið af kaífi. En
hver sem ástæðan er þá veit ég að
skrekkurinn á eftir að fylgja mér.
Ég undirbý mig ailtaf mikið fyrir
hvert hlutverk. Við upptökur þarf
oft að bíða eftir að allt sé til reiðu
og þá gefst oft meira en nógur tími
til að hugsa og efast. Get ég þetta eða
get ég þetta ekki?
Þaö getur vel verið að kvíðinn stafi
að einhverju leytiaf því að ég er son-
ur frægs leikara. Þegar ég byrjaði
fékk ég betri tækifæri vegna þess að
ég er sonur Kirks Douglas og útlitið
er áþekkt. Það var verið að yngja upp
þann gamla. Undir þessu hef ég auð-
vitaö orðið að standa.
Ég ætlaði mér aldrei aö verða leik-
ari og gat ekki hugsað mér að gera
það sama og faðir minn. Mig vantaði
sjálfstraust og var miklu lokaðri en
ég finn að átta ára gamall sonur minn
er nú. Ég flæktist eiginlega inn í leik-
Ustarnám vegna þess að ég vissi
ekkert hvað ég átti að gera og var
lengi vel alls ekki viss um að ég væri
á réttri hillu.
Lærði ekki
klassíkina
Þrátt fyrir leiklistarnám lærði ég
aldrei þessa klassísku tækni sem
góðir leikarar verða að hafa. Ég lék
bara af fingrum fram. Ég gat vel ver-
ið einlægur en ósköp lítið umfram
það og einlægnin dugar ekki enda-
laust.
Ég fékk ekki trú á sjálfum mér sem
leikara fyrr en ég lék fatlaðan mann
í mynd sem heitir Medical Center.
Það var fyrsta hlutverkið sem ég
lagði einhverja vinnu í. Ég lagði allt
í að skapa persónuna innra með
mér. Takist það er eftirleikurinn
vandalaus. Ég held að mér hafi tekist
þetta líka í hlutverki Gekkos. Mér
tókst aö skapa þann náunga og gefa
honum svolítið af sjálfum mér en í
aðalatriðum er hann sköpunarverk.
í Hættulegum kynnum varö ég að
fara öðruvísi að. Þar varð ég að vera
ég sjálfur, standa eiginlega berstríp-
aður fyrir framan myndavélina og
segja: Sjáiði, þetta er ég.
I hlutverki Gekkos skipti ég um
karakter um leið og fór í búninginn
og setti upp farðann. Hann er pjattað-
ur og smámunasamur þegar kemur
„Ég skil menn eins og Gekko,“ segir Michael Douglas.
Hættuleg kynni. Glenn Close og Michael Douglas.
að klæðnaði og útliti. Gekko er líka
hákarl sem vill gína yfir öllu. Hann
er fæddur fátækur og vill bæta sér
upp með glæsileika allt sem hann
hefur farið á mis viö.
Græðgin rekur
hann áfram
Handritið gerir ráð fyrir að
Gekko hafi unnið sig upp. Græðgin
rekur hann áfram. Hann ætlar sér
að ná langt og hefur endalausa þörf
fyrir að auðgast meira og meira.
Svona menn eru til og þeir hafa
blómstrað á síðustu árum.“
Á móti Michael í Wall Street leikur
Charlie Sheen, ungur leikari sem
einnig vann með Oliver Stone aö gerð
Platoon. „Sheen er atvinnumaöur,"
segir Michael. „Hann var líka mjög
upptekinn af að hafa fengið þetta
stórkostlega tækifæri og óðfús aö
nýta sér það. Hann er ekki eins og
sjónvarpsstjörnurnar sem halda að
þær hafi gert góöa hluti ef þættirnir
þeirra eru vinsælir. Hann ætlaði sér
að leika vel.“
Eitt af einkennum Gekkos í Wall
Street en hefnigirnin. Hann situr um
að ná sér niðri á öllum sem staðið
hafa uppi í hárinu á honum. Michael
segir að hann þekki vel þessa tilfinn-
ingu því hann hafi oft átt í baráttu
við að fá fjármagn í myndir sínar og
oft orðiö undir. „Ég held að ég hafi
ráðið við þessa tilfinningu og tekist
að beina henni inn á réttar brautir,"
segir Michael. „Þetta hefur rekið mig
áfram. Ég nefni engin nöfn í þessu
sambandi en ég hef notið þess að
benda mönnum, sem ekki hafa viljað
leggja fjármagn í myndir mínar, á
hvernig þær hafa gengið.
Hefrdgimi
Ég hef rekist á slíka menn á veit-
ingahúsum eftir frumsýningar og
sagt: .„Gaman að sjá þig.“ Gauks-
hreiðrið breytti miklu fyrir mig. Þar
tókst mér að sanna að ég gæti fram-
leitt kvikmyndir með góðum árangri.
Myndin fékk fimm óskara og þó var
þetta mynd sem enginn vildi gera.
Við sem unnum að myndinni náðum
vel saman og vináttan hélst eftir að
vinnunni var lokið. Það er ekki alltaf
svo.
Þetta sama var uppi á teningnum
hjá okkur sem unnum við Hættuleg
kynni. Við hittumst reglulega og er-
um góðir vinir. Annar framleiðandi
þeirrar myndar, Sherry Lansing,
hefur alltaf stutt mjög við bakið á
mér og hjálpaði mér mikið í upphafi
ferilsins. Við erum góðir vinir.
Ég man að þegar ég var krakki
hafði ég miklar áhyggjur af þvi að
eiga fáa vini. Stjúpfaðir minn benti
mér þá á að ég væri heppinn ef ég
gæti talið vini mína á fingrum ann-
arrar handar. Ég veit nú að hann
hafði á réttu aö standa."
Michael átti hugmyndina að mynd-
inni Hættuleg kynni. Hann kynnti
hana fyrir framleiðendunum fyrir
fjórum árum þannig að myndin var
lengi í undirbúningi. „Þegar ég var
uijglingur hreifst ég mjög af bók sem
heitir Virgin Kisses eftir Gloria
Nagy,“ segir Michael. „Þetta er bók
um losta og hvernig hann gengur frá
manni nokkrum. Eg sagði þeim að
ég hefði áhuga á að gera mynd
byggða á þessu sama efni.
Níu lokasenur
Hugmyndin þótti að vísu ekki
mjög góð því söguhetjan er ekki sér-
lega geðfelldur náungi. Samt var
ákveðið að skrifa handritið og ég tók
að mér aðalhlutverkið. Ég las hand-
ritiö yfir á nokkrum stigum þess. Við
ræddum mikið um hvernig mynd-
inni ætti að ljúka og það urðu til níu
ólíkar lokasenur. Á endanum var
ákveðið að láta myndina enda þannig
að allir töpuðu.
Ég he orðiö var við aö mörgum líka
þessi endalok sögunnar illa en það
verður að hafa það. Sumir koma aft-
ur að sjá myndina til að átta sig betur
á sögunni. Það gæti litiö út fyrir aö
við hefðum valið torskilin sögulok tif
að fá fólk aftur í bíó að sjá sömu
myndina tvisvar. Þetta er auðvitað
út í hött. Ég spái aldrei í slíkt þegar
ég geri kvikmyndir.“
Michael hefur ekki enn leikstýrt
mynd þótt hann hafi komið nærri
flestum öðrum þáttum kvikmynda-
gerðar. Hann segir að sig langi í raun
og veru ekki mikið til þess. „Þegar
ég er í hlutverki framleiðandans tek
ég mikinn þátt í sjálfri leikstjóm-
inni,“ segirMichael. „Undanfariö hef
ég líka verið að hyggja upp feril minn
sem leikari og má eiginlega ekki viö
því að taka svo langt hlé frá leiknum
sem það tekur aö leikstýra einni
mynd.“
Þriðja myndin
um steininn
Mörgum þótti sem Michael væri
farinn út af sporinu þegar hann gerði
framhald af myndinni Romancing-
the Stone. „Ég veit ekki hvort menn
trúa því en mig langaði verulega til
þess,“ segir Michael. „Ég kunni vel
við leikarana og sömu sögu er að
segja af áhorfendum. Það er meira
að segja til handrit aö þriðju mynd-
inni. Hún á að heita The Crimson
Eagle ef hún verður nokkurn tíma
gerð. Það kemur þó vel til greina ef
fjármagn fæst.“
Fyrir nokkrum árum gat Michael
sér orð fyrir afskipti af stjórnmálum
og þá var hann mikill andstæðingur
stefnu Bandaríkjastjórnar í Miö-
Ameríku. Síðustu ár hefur Michael
látið lítið að sér kveða á þessu sviði
og segir raunar aö stjórnin hafi þegar
spilað rassinn úr buxunum varðandi
málefni Mið-Ameríku.
Michael hefur þó ekki gerst með
öllu fráhverfur stjórnmálum og er
gagnrýninn á efnahagsstefnu Reag-
ans. í Wall Street er tónninn einnig
pólitískur. Myndin fjallar um verð-
bréfabraskið á Wall Street.
Þegar hann gerði Romancing the
Stone var hann hins vega orðinn leið-
ur á öllum vandamálamyndum og
vildi „gera eitthvaö létt og skemmti-
legt“, eins og hann segir sjálfur. „Ég
var gagnrýndur fyrir þetta og get
ekki sagt annað en ég hafi tekið gagn-
rýnina til greina þvi nú er græðgin
helsta viðfangsefni mitt.“
Þýtt/-GK
Heimavist eða gisting á heimilum.
Vinsamlega útfyllið eyðublaðið og sendið
það til:
Principal (DV), y
LTC College of English
Compton Park, Compton Place Road,
Eastbourne, Sussex, England BN21 ÍEH
Vmsairdega sendið bækling ykkai. Ég hef áhuga á:
□ ltarlegu almennu enskunámi
□ Ensku fyiii einkaiitaia
0 Ensku fyrii veislun, viðskiph og
hótelstjóin
0 Sumamámskeiðum
Nafn.......
Heimilisfang.
...Hi/Fi |
Ltc college
OF ENGLISH
Rccogniscd as efficicnt by Thc British Council
Á fallegum orlofsstað við sjóinn, í East-
bourne á suðurströnd Englands. Nám-
skeið frá þrem vikum upp í eitt ár.
Tel: 27755 Tlx. 878763 LTC G
(DvrJ
i DV á mánudag ergrein um bilaviðskipti í Bandarikjunum.
Þarlendir eru orðnir tregir til kaupa á dýrum hlutum vegna óvissu í efnahagsmálum,
og keppast þvi framleiðendur við aö demba yfir fólk gylliboðum.
Lesið nánar um þau i Lifsstil á mánudag.
Ekki er langt siðan
reiðnámskeið voru
haldin úti hvernig
sem viðraði. Þýddi
þá ekki að spyrja
hvort var rok eða
rigning, slydda eða
snjókoma. En nú er
öldin önnur. Risin er
ný og glæsileg reið-
höll í Víðidalnum.
Þarstanda nú yfir
námskeið fyrir börn,
unglinga og konur.
Verður sagt frá nám-
skeiðum þessum í
máli og myndum i
Lifsstil á mánudag.