Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Menningarverðlaun DV 1987 fyrir bókmenntir: Mevskí 1 / i i aypKarsmiM / omra mannskmniiJini Spjallað við Ingibjörgu Haraldsdóttur þýðanda g verð aö viðurkenna að verðlaun- in komu mér á óvart. Þaö voru gefin út svo mörg íslensk skáldverk á síðasta ári að mér datt einhvem vegin ekki i hug að þýðingar kæmu til álita,“ segir Ingibjörg Haralds- dóttir, en hún hlaut menningar- verðlaun DV 1987 fyrir þýðingu sína á Fávitanum eftir rússneska rithöfundinn Fjodor Dostojevskí. Fávitinn kom út í tveimur bindum á vegum bókaútgáfu Máls og menningar, fyrra bindið haustið 1986 og seinna bindið fyrir síðustu jól. Ingibjörg er fyrst innt eftir því hvað hafl orðiö til þess að hún byrj- aöi að fást við þýöingar. í kvikmynda- skóla í Moskvu „Það er æði löng saga. Árið 1963 fór ég til Sovétríkjanna og hóf kvik- myndanám við skóla í Moskvu. Á þessum tíma hafði sjónvarpið ekki hafið göngu sína hér heima, íslensk kvikmyndagerð var í lágmarki, þannig að þetta var langt frá því að vera hagnýtt nám. Ég var sex ár í þessum skóla en að honum loknum fluttist ég til Kúbu og dvaldi þar í önnur sex ár. Á þeim tíma vann ég mest við leikhús þannig að þegar ég kom hingað til Islands að nýju var svo langt Uðið frá því að ég fékkst við kvikmyndir að ég var ekki tilbúin í þann slag sem fylgir kvikmyndagerð hér á landi. Mig skorti þá sannfæringu sem þarf til að hella sér út í slíkt ævintýri. Þegar ég áttaði mig á að ég hafði eytt löngum tíma til að læra eitt- hvað sem ég kæmi ekki tU með að vinna við fór ég að skoða máhn aö nýju. Ég uppgötvaði aö hluti af þessu námi voru tungumáUn sem ég hafði lært, þau voru nokkurg konar aukabúgrein og mig langaði til að reyna að notfæra mér þá þekkingu við að þýða.“ Nógu forhert fyrir Dostojevskí Fyrsta bókin sem Ingibjörg þýddi var Meistarinn og Margaríta eftir rússneska rithöfundinn Mik- haíl Búlgakov sem út kom á ís- lensku 1981. „Þetta er ein af mínum uppáhaldsbókum sem ég komst í kynni við í Moskvu á sínum tíma. Ég byijaði á því að þýða fyrstu tvo kaflana, fór síðan með þá niður í Mál og menningu og sýndi Þorleifi Haukssyni, þáverandi útgáfu- stjóra. Hann las kaflana yfir og sagði mér að halda áfram. Á næstu árum þýddi ég tvær bækur úr spænsku eftir perúansk- an rithöfund, Manuel Scorza, fyrir bókaútgáfuna Iðunni. Svo var ég orðin nógu forhert til að ráðast á Dostojevskí. Ég haföi lesið Glæp og refsingu á rússnesku meðan ég var í námi og langaði mikið til að þýða hana yfir á íslensku. Hún hafði að vísu verið þýdd áður, af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, en ekki úr frummál- inu. Ég vildi bæta um betur.“ Glæpur og refsing hlaut góðar viðtökur híá íslenskum lesendum þegar hún kom út 1984 og Ingibjörg réöst ótrauð í næsta stórvirki, þýð- ingu á Fávitanum. Henni reiknast til að það hafi tekiö hana um það bil eitt ár að ljúka við hvort bindi fyrir sig, en á þessum tíma hefur hún ekltí sinnt neinni annarri vinnu sem neinu nemur, fyrir utan þýðingarstarfið. Aðspurð um þau vandamál, sem fylgja því að þýða úr rúmlega 100 ára gamlli rússnesku, segir hún þau vart meiri en að þýða úr öðrum tungumálum. „Að mörgu leyti er sú hugsun, sem einkennir bók- menntír þessara 19. aldar „raun- sæis“höfunda, ekki svo fjarlæg þeirri hugsun sem okkur er töm. Ég hef til dæmis átt í mun meiri erfiöleikum með suðurameríska texta þar sem hugsunarhátturinn er framandi. Aftur á móti er ýmislegt í stíl Dostojevskí sjálfs sem er mjög erf- itt að þýða yfir á íslensku. Bækurn- ar eru til dæmis fullar af smáorðum sem er ekki hægt að þýða og þýða ekki neitt. Þetta eru rússneskar upphrópanir sem má helst líkja við orðið „sko“ í ís- lensku. Dostojevskí bætir þeim inn í samtöl tíl að færa þau nær tal- máli. í þessu tilviki er aðalvanda- málið ekki rússneskan sem slík heldur íslenskan." Nákvæmni og tilfinning Þegar Ingibjörg er beðin um að meta sjálfa sig sem þýðanda segist hún vera frekar nákvæm. „Það má ef til vill segja að tíl séu tvenns konar þýðendur. Annars vegar eru þeir sem þýða frá orði til orðs og hins vegar eru þeir sem leggja allt kapp á að ná andblæ textans. Ég á ef til vill meira sameiginlegt með fyrrnefnda hópnum en hinum síð- arnefnda, en auðvitaö reynir maður að hafa bæði sjónarmiðin í huga. Ég reyni að fá tilfmningu fyrir frumtextanum og þýði síöan eins nákvæmlega og hægt er án þess að þýðingin hætti að vera ís- lenska." Ingibjörg líkir þýðandastarfinu við starf rithöfundar að því leyti að það er ekki hægt að læra til þess. Óþýðanlegar upphrópanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.