Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Veröld vísindaima Myndböndin að víkj a fyrir geisladiskum Myndböndin hafa nú eignast alvar legan keppinaut því sala og leiga á kvikmyndum á geisladiskum á vax- andi vinsældum að fagna víöa um heim og þó einkum í Bandaríkj- unum. Kvikmyndir hafa verið fáanleg- ar á geisladiskum frá því laust fyrir 1980 án þess þó að ná veru- legri útbreiðslu. Myndböndin náðu yfirhöndinni í samkeppn- inni vegna þess að hver notandi getur tekið upp á þau en upptök- ur á geisladiska eru ekki á fgpri almennings. Stóru dreifingarfyrirtækin eins og RCA og MCAveðjuðu á mynd- böndin meöan nokkur smáfyrir- tæki þrjóskuðust við framleiðslu á sýningartækjum og útgáfu mynda á geisladiskum. Nú er svo komið að Bandaríkjamenn geta valið úr 2000 kvikmyndum á geisladiskum. Myndir á geisladiskum eru mun betri en á myndböndum. Margir kvikmyndaunnendur vilja því held- ur geisladiskana en láta sig engu skipta þótt ekki sé hægt að taka upp á geisladiskana. Á það hefur einnig verið bent aö ekki er heldur hægt að taka upp á venjulega plötuspilara og hefur það þó ekki heft útbreiðslu þeirra. Éftir að sala hófst á geisladiskum með tónlist hefur áhuginn á geisla- diskum með myndum aukist veru- lega. Nú er einnig farið að selja í Bandaríkjunum spilara sem nota má jöfnum höndum fyrir myndir og tón- list enda er tæknin í aöalatriðum sú sama. í Japan ráðgera stóru raf- eindafyrirtæknin nú að hefja fram- leiðslu á slíkum geislaspilurum. Þegar myndir eru fluttar yfir á myndbönd er ekki hægt að sýna þær sem breiðtjaldsmyndir. Það er aftur I Bandarikjunum geta neytendur nú valið á milli kvikmynda á böndum og geisladiskum. á móti hægt með geisladiskunum. Myndgæðin á geisladiskunum eru því lík þeim sem borðið er upp á í kvikmyndahúsum. IVIOKIA INFORMATION SYSTEMS Nokia ætlar nú að færa út kvíarnar á tölvumark- aðnum. Stígvélagerðin snýr sér að tölvum Finnska stórfyrirtækið Nokia hef- ur keypt tölvudeild Ericsson í Sví- þjóð. Hér á landi er Nokia þekktást fyrir framieiðslu á stígvélum og far- símum en þetta fyrirtæki hefur mörg járn í eldinum og ætlar nú að bæta tölvudeild Ericsson við eigin tölvu- deild. Nokia er fyrirtæki í örum vexti og frá árinu 1983 hefur það bætt við sig fjölmörgum smáfyrirtækjum og er nú meðal stærstu fyrirtækja á Norð- urlöndum. Höfuðstöðvamar eru í Helsinki en eftirleiðis verður tölvu- deildin í Kista í Svíþjóð þar sem töl vudeild Ericsson hefur verið. Undanfarin ár hefur tölvudeild Ericsson verið rekin meö tapi en nú er verið að hanna nýjar gerðir af tölvum sem vonast er til að seljist vel. Talið er að Nokia hafi fyrst og fremst verið að sækjast eftir sér- fræðiþekkingu hjá Ericsson til að styrkja eigin tölvudeild. Þá er fyrir-. tækið þekkt fyrir að kaupa einkum fyrirtæki sem eiga í vandræðum en eru að rétta úr kútnum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld leggja nú allt kapp á að finna lyf sem drepur eyðniveirur. Þessar rannsóknir hófust um leið og eyðn- ín tók að breiöast út en hafa tfl þessa ekki skilað markveröum ár- angri. Yfirvöldin hafa sætt gagn- rýni fyrir að styðja ekki nægilega vel við bakið á vísindamönnum sem leita lyfja til að lækna eyðni en nú hefur verið ákveðið að bæta þar úr. Frá þvi um áramót hefur verið farið yfir öll þau lyf sem til álita koma og þau reynd að nýju. Nu eru eftir átta lyf sem sannanlega hafa áhrif á eyöniveiruna og eitt sem styrkir ónæmiskerfi iikamans. Lyf- in hafa verið reynd á um 3000 eyðnisjúklingum. Þá er einnig unnið að gerö nýrra lyfia til að vinna á eyðninni. Þrjú slík verða reynd í Bandaríkjunum áöur en langt um liður. Einstök lyfiafyrirtæki stunda lika sjálf- stæöar rannsóknir í sömu veru og ná þær til um 2000 sjúklinga. Enn 9em komið er hefur aðeins fundist eitt lyf sem dugar til að lengja líf eyönisjúklinga. Þaö geng- ur undir nafiiinu AZT. Að þvi beinist nú mest athygh. Þetta lyf hefur verið þekkt um nokkúm tíma án þess þó aö eiginleikar þess hafi verið rannsakaðir vandlega. Læknar kvarta mjög undan sei- nagangi við rannsóknimar. Nokkuð hefur boriö á aö sjúklingar leituðu á náðir alls kyns töfralyíja í von um lækningu. Þau lyf era öll gagnslaus og sum jafnvel talin hættuleg að auki AZT er einnig hættulegt lyf og vegna aukaverkana geta margir sjúklingar ekki tekið það. í Banda- ríkjunum hafa yfirvöld sætt gagnrýni íyrir að leggja ofurá- herslu á rannsóknir á þvi í stað þess að leita algerlega nýrra lyfja eða rannsaka nánar lyf sem seld era á svörtum markaöi og sögur eru um aö komi aö gagni. Af þeim lyfium er oftast bent á lyf sem auðkennt er HPA-23. Sagt er að Rock Hudson hafi nokkra áöur en eyðnin dró hann til dauða flogið til Parísar til að kaupa það. Nefndin, sem velur lyf til rann- sóknar vestra, telur ekki sérstaka ástæðu til að tannsaka þetta lyf. Einnig hafa veriö nefnd til sög- unnar lyf sem auðkennd era AL-721 og imuthiol. Bæði seljast þau vel á svörtum markaöi en eru ekki tahn þess virði aö vera rann- sökuð nákvæmlega. Molar Hjón þekkjast að sögn sálfræðinga á svipnum. Hjónasvipuriim leynir sér ekki Sálfræðingar í Bandaríkjunum hafa komist að raun um að í löngu hjónabandi myndast hjónasvipur með fólki sem áður þótti ekki sérlega líkt. Þessi svipur á að vera svo sterk- ur að hann kemur fram á myndum. Þetta kom í ljós þegar sálfræðistúd- entar voru látnir raða saman myndum af fólki sem hafði búið sam- an í 25 ár. Til samanburöar voru hafðar myndir af þessu sama fólki áður en þaö gekk í hjónaband. Við „pörun“ myndanna kom í ljós að engin leið var að gera það rétt þegar myndimar frá því fyrir hjóna- band voru notaðar. Stúdentunum tókst hins vegar oft að raða myndun- um af hjónunum rétt saman. Magasár er smitandi Nýjustu rannsóknir sýna að maga- sár getur verið smitandi. Sýkillinn, sem veldur sjúkdómnum, getur bor- ist frá einum manni til annars. Margir læknar telja nú að sýkill sem þeir kalla campylobacter pylori valdi magasári. Fólk með magasár hefur mótefni gegn þessum sýkli í blóðinu og við blóðgjafir getur hann borist milli manna. Læknar telja að það gerist éinnig við kynmök rétt eins og þegar eyðniveiran á í hlut. Vísindamenn geta nú búið til ský sem rignir úr. a skúraskýjum Bandaríski flotinn hefur fengið einkaleyfi á skúraskýjum. Vísinda- menn í þjónustu flotans hafa lengi haft hug á að framkalla rigningu en gengið misjafnlega. Nú hafa þeir fundið upp ský sem rignir úr við hentug tækifæri og flot- inn fengið einkaleyfi á aðferðinni. Enn hefur ekki verið gefið upp til hvers á að nota skýin en þau eru tæpast tahn hafa þýðingu í hernaöi. Svipuriimræður Allar ærlegar kindur þekkja andht annarra kinda í hjörðinni. Atferlis- fræðingar hafa rannsakað þetta og fundið út að réttur svipur skiptir öllu máh. Höfuð allra kinda í hjörö einni voru máluð með sama litnum. Við það hljóp styggð í kindumar og engin virtistþekkjaaðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.