Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 11
.11 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Hluti þátttakenda í Fordkeppninni í heimsókn á DV Val á stúlkunum sem komast í úrslitin stendur yfir hjá Ford Models Hluti af þeim stúlkum sem áhuga hafa á að taka þátt i Fordkeppninni. Stúlkurnar horfðu á Face of the 80’s á myndbandi en Andrea Brabin var þátttakandi fyrir íslands hönd í keppninni i fyrra. DV-mynd Kristján Ari Nálægt sjötíu stúlkur hafa sent inn myndir í Fordkeppnina. Rúmlega helmingur þeirra kom hingað á rit- stjórn DV um síöustu helgi í myndatöku. Þær sem þegar höfðu farið á ljósmyndastofu í myndatöku þurftu ekki að mæta hingað til DV nema ef þær vildu. Einnig eru marg- ar stúlkur úti á landi sem áttu erfitt um vik að komast. Af þessum hópi eru tvær'búsettar erlendis þannig að áhuginn á keppninni teygir sig út fyrir landsteinana. Stúlkurnar, sem mættu hingað á DV, skoðuðu myndband af keppn- inni Face of the 80’s sem fram fór á Flórída. í keppninni var Andrea Brabin fulltrúi frá íslandi en hún var annar sigurvegari Fordkeppninnar hér heima. Sú stúlka, sem verður valin fulltrúi Ford hér á landi nú, verður þátttakandi í Face of the 80’s sem fram fer á Ítalíu í júní næstkom- andi. Gífurlegur áhugi virðist vera á fyr- irsætukeppni Ford hér á landi. Þátttakan nú er meiri en nokkru sinni fyrr. Því miður fá þó ekki allar stúlkurnar að taka þátt í úrslitunum því Eileen Ford og Lacy dóttir henn- ar velja úr hópnum sex til tíu stúlk- ur. Myndirnar af stúlkunum hafa verið sendar til New York og bíðum við nú eftir að fá upplýsingar um hverjar fá að halda áfram. Það er enginn vafi á því að þær mæðgur. eiga vandasamt verk fyrir höndum að velja úr þessum stóra hópi. Stúlkurnar, sem komu hingað á ritstjórnina, voru fullar áhuga að fá allar upplýsingar um fyrirsætustarf- ið. Katrín Pálsdóttir, fréttamaður á sjónvarpinu, sem er jafnframt um- boðsmaður Ford á íslandi, svaraöi spurningum stúlknanpa greiðlega. Stúlkurnar vildu vita hvort gerðar væru kröfur um lágmarkshæö, ald- ur, háralit, jafnvel hvort þær yrðu tilneyddar að búa heima hjá Eileen Ford, hvort allar stúlkurnar, sem tækju þátt í úrslitunum, gætu hugs- anlega fengið fyrirsætustörf erlendis ogsvo framvegis. Þátttaka í Fordkeppninni er nánast eins og atvinnuumsókn. Sú stúlka, sem verður kjörin Fordstúlka, er á sama andartaki komin á samning hjá Ford Models í New York. Kjörinu ■ fylgir einnig þátttaka í keppninni Face of the 80’s þar sem valin er „Su- permodel of the World“. Þó ótrúlegt sé eru verðlaun til sigurvegarans í þeirri keppni 10 milljónir króna. Sjálfsagt vildu margir eignast slíka upphæð. Þar aö auki eru verðlaun í annars konar formi, svo sem pels, demantar og að sjálfsögðu tryggður samningur hjá Ford Models. í fyrsta skipti í ár fer keppnin fram utan Bandaríkjanna. Ítalía varð fyrir valinu enda landið þekkt fyrir há- tísku. Áður en að því kemur verður Fordfulltrúi íslands valinn þann 10. apríl. Úrslitin verða kynnt með viö: eigandi hófi í nýjum og glæsilegum sal, Mánaklúbbnum, sem er í húsi Þórscafé við Brautarholt. Mána- klúbburinn hefur nýverið tekið til starfa, en þar fá aðeins inngöngu meðlimir klúbbsins. Inngangur Mánaklúbbsins er líka sérstakur því glerlyfta, sem er utan á húsinu, þjón- ar þeim tilgangi að ílytja gesti inn í herlegheitin. Við munum segja nán- ar frá tilhögun úrslitakvöldsins þégar nær dregur auk þess sem við kynnum alla þátttakendur í helgar- blaðinu. -ELA í tilefni af IMorrænu tækniári 1988 verð- ur opið Kús hjá Pósti og síma sunnudaginn 28. feb. kl. 14—18 Kynning á símatækni og þjónustu verður á eftirtöldum stöðum: < C/) Ármúli 27: Múlastöð: » Ráðstefnusjónvarp ♦Samskipti með tölvum í alna,enna gagnanetinu •Skjalaflutningur með myndsenditækjum •Tenging Ijósleiðara *Ritsíma(Djónusta *Ýmsir þjónustumöguleikar fyrir símnotendur *o.fl. *Sjálfvirkar símstöðvar *Farsímastöð *Gagnaflutningastöð ♦Búnaður fyrir sjónvarpssendingar *Ljósleiðarar og Ijósleiðarabúnaður *Mælistofa Landsímans Fjarskiptastöðin Gufunesi: Jarðstöðin Skyggnir: •Gervitunglafjarskipti * Radíóflugþjónusta * Skiparadíó * Bílaradíó Boðið erupp á veitingar á 2. hæð í Múlastöð. Næg bílastæði. PÓSTUR OG SIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.