Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Side 4
4 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Fréttir Siglufjörður: Milljónatjón vegna snjóflóða á lyftumar Milljónatjón varö á skíöasvæðinu á Siglufiröi er snjóskriða féli og gjör- eyðilagði eina lyftu og stórskemmdi aðra. Isak Ólafsson bæjarstjóri sagði að þetta væri mjög bagalegt og erfitt væri að meta tjónið fyrr en snjóa leysti. Eitt dæluhúsa Hitaveitunnar á Siglufirði eyðiiagðist í snjóskriðu. ísak bæjarstjóri sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á Hitaveituna. Holan sem skriðan féll á var ekki í gangi og sagði hann tjón vegna þessa vera óverulegt. Fyrir fáum árum féll snjóskriða á leiöslur Hitaveitunnar og hefði þá eyðilagst 400 metra leiösla. Nú væri hins vegar búið aö koma miklum meirihluta leiðslanna í jörðu og stefnt væri að ljúka því verki sem fyrst. Einn íbúi varð að yfirgefa hús sitt á Siglufirði. Enskur knattspymu- þjálfari var fluttur úr því húsi sem hann hefur til umráða. Margar snjó- skriður hafa fallið á vegi í nágrenni kaupstaðarins. ísak sagði að ein stór skriöa og margar smærri hefðu fallið. í Skriðunum og sagði hann sýnt að ekki veitti af skála yfir hluta vegar- ins í Skriðunum, líkt og byggður hefur verið á Óshlíðarvegi. Á vegin- um eru mörg gil sem skapa hættu á snjóskriðum. Isak sagðist telja að mesta hættan væri liðin hjá. „Það fara allir varlega á þeim stöðum sem þykja hvað hættulegastir," sagði ísak Ólafsson bæjarstjóri á Siglufirði. -sme Mikill snjór hefur fallið á Siglufirði. Heimamenn telja þetta eitthvert mesta fannfergi i mörg ár. Snjóskriður hafa fallið á skiðasvæðið, á dæluhús Hitaveitunnar og margar snjóskriður hafa falliö á vegi i nágrenni bæjarins. DV-mynd Guðmundur Davíðsson Aukið atvinnuleysi úti á landi Samkvæmt skýrslu Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðimeytisins voru í marsmánuöi í fyrra skráðir um fimm þúsund færri atvinnuleys- isdagar en í sama mánuði í ár. Aukningin hefur öll átt sér staö utan höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er skráður Qöldi atvinnuleysisdaga nánast óbreyttur milli ára þótt verulega hafi dregið úr þeirri þenslu sem ein- kenndi vinnumarkaðinn á höfuð- borgarsvæðinu síðastliðið haust. í marsmánuði í ár voru skráðir 17.300 atvinnuleysisdagar á öllu landinu, svipað og mánuðinn á und- an. Það jafngildir því að um 800 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá allan mánuðinn en það jafngildir 0.7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt Þjóöhagsstofnun. Atvinnu- leysi var þó nokkru meira en þessar tölur gefa til kynna vegna verkefna- lauss fiskvinnslufólks sem naut samt launa vegna fastráðningarsamninga og annarra sem sagt hafði verið upp störfum en nutu enn launa, segir í skýrslu ráöuneytisins. Því má ætla að raunverulegt atvinnuleysi sé um 1% af mannafla á vinnumarkaði. -ÓTT. Amarflug: Nýfa þotan komin til landsins Arnarflug hefur tekiö á leigu farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-200 til að nota á áætlunarleið- um félagsins milli íslands og Evrópu, aðallega til Amsterdam og Hamborgar. Þotan er leigð til sex mánaða með rétti til fram- lengingar og kaups. Kaupverö véla af þessari gerð er um 300 milljónir króna. Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Amarflugs, sagöi í samtali við DV að fýrst um sinn væri stefnt að því að notá þotuna á háannatímanum í sumar en enn væri ekki ákveðið hvort hún yrði áfram í þjónustu félagsins. Eins og þotan er innréttuð hjá Amarflugi tekur hún 112 farþega en hægt er að hafa i henni 130 sæti. Kristinn Sigtryggsson sagði að eldri þota félagsins heföi veriö innréttuð á sama hátt og þaö heföi gefiö góða raun. „Þetta þýð- ir að við getum bætt.þjónustuna og það vegur upp á móti því aö við töpum nokkmm sætum.“ Nýja þotan var höfuöborgarbú- ura til sýnis á laugardaginn þegar hún flaug yfir borgina ásamt hinni þotu Araarflugs. Til stend- ur að hún verði til sýnis á Reykjavíkurflugvelli á sumar- daginn fyrsta. -GK áfisld: Samningar hafatekist í Moskvu um sölu á 10.700 tonnum af fryst- um fiski tfl Sovétríkjanna. Af þessu era 9.500 tonn af flökum en afgangurinn er heilfrystur fiskur. Verö fyrir fiskinn er 6% hærra í dollurum talið en var í samningi síðasta árs. Kaupandi pr sem fyrr sovéska fyrirtækið Sovrybflot en það erú Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild Sambands- inssemselja. -GK I dag mælir Dagfari Forysta með jarðsamband Verslunarmenn felldu kjarasamn- ing viö vinnuveitendur í síðustu viku. Formaður VR, Magnús L. Sveinsson, fann þaö strax út að ástæðan fyrir því að samningurinn var felldur væri óánægja verslun- arfólks út í matarskattinn. Þetta er í sjálfu sér merkileg niðurstaða hjá Magnúsi L. en þá er líka þess að geta að Magnús er glöggur maður og veit hvað fólkið vill. Verslunar- mannafélag Reykjavíkur er tvíveg- is búið aö undirrita kjarasamninga en í bæði skiptin hafa þeir samn- ingar verið felldir af félagsmönn- um. Dagfari hefur alltaf sagt að þaö sé misskilningur hjá verkalýðs- forystumönnum aö bera kjara- samninga sem þeir gera undir hinn almenna félagsmann. Verkalýðs- forystan veit miklu betur hvað fólkinu er fyrir bestu heldur en fólkið sjálft. Á þessu fékk Magnús L. og VR aö kenna vegna þess að félagsmenn fóru að asnast á félags- fund og felldu samningana. Þaö var ekki Magnúsi aö kenna og ekki samningunum sjálfum aö kenna og hann sagöi strax aö það heföi veiö bannsett stórmarkaösfólkiö sem heföi mætt án þess að gera boð á undan sér og það væri að mótmæla opnunartíma á laugardögum. Vinnuveitendur kipptu þessu í lag og samþykktu lokun á laugar- dögum og segjast reyndar hafa samþykkt allar kröfur VR. En samt fór svo að samningamir vora aftur felldir og þó tóku mun fleiri þátt í atkvæðagreiðslunni heldur en fólkið í stórmörkuðunum og úr því fólkiö felldi samningana þá gat það ekki bara verið lokunin á laugar- dögum sem fór fyrir brjóstið á reykvískum verslunarmönnum. I fljótu bragði kynni einhver aö halda að Magnús L. og VR forystan hefði samiö eitthvað rangt og samningamir væra sennilega ekki nógu góðir. En því er ekki að heilsa og atkvæðatölur vora ekki fyrr komnar fram en Magnús L. Sveins- son gaf út nýja yfirlýsingu í fiöl- miölunum. Fólkið er ekki að mótmæla Kjarasamningunum, sagöi Magnús. Fólkið er ekki að lýsa vantrausti á VR forystuna fyr- ir lélega samningagerð. Nei, fóliciö var að mótmæla matarskattinum! Hann er glöggur hann Magnús. Hann veit nokk hvað fólkiö syngur. Hann er til dæmis líka forseti borg- arstjómar og sem slíkur tekur hann ekki mark á tíu þúsund imd- irskriftum vegna þess aö hann veit upp á hár að öll hin áttatíu og fimm prósent Kjósendanna í Reykjavík eru hundraö prósent fylgjandi ráö- húsi úr því þeir skrifuðu ekki undir. Magnús L. er nefnilega í jarösambandi. Og líka í VR. Fólkið í VR er ekki á móti kjarasamning- unum þótt þaö greiði atkvæði á móti kajrasamningum. Fólkið 1VR er ekki á móti lokun á laugardögum þótt þaö greiði ekki atkvæði með samningum sem kveða á um lokun á laugardögum. Fólkið í VR er að mótmæla matarskattinum sem kemur auðvitað ekki VR við. Nú væri þetta afar sennileg skýr- ing hjá Magnúsi nema vegna þess að um sama leyti og kjarasamning- ar vora felldir af verslunarmönn- um um land allt flutti Jón Baldvin fiármálaráðherra ræðu í þinginu. Sú ræða var merkilega fyrir þá sök að þar sagði ráðherrann að matar- skatturinn væri markverð tekju- jöfnunarleið og láglaunafólk mætti þakka fyrir matarskattinn. Það var slæmt að ráðherrann skyldi ekki hafa flutt ræðuna ögn fyrr því þá hefði verslunarfólk ekki þurft að fella kjarasamninginn á fölskum forsendum. Matarskattur- inn er ekki böl heldur blessun og í rauninni þarf láglaunafólkiö ekki á neinum kjarasamningum að halda eftir að matarskatturinn var settur á. Allt þetta mál sýnir þó enn hvaö Magnús L. er í góðu jarösambandi. Hann vissi að þaö var matarskatt- urinn sem réði úrslitum í atkvæða- greiðslunm í VR. Þaö eina sem Magnús raglaðist á var að fólkið var aö þakka fyrir matarskattinn með því aö fella samninginn. Ekki að mótmæla honum. Aðalatriöið er hitt aö Magnús og VR forystan veit að það var eitt- hvað allt annaö en þeirra eigin samningar sem fólkið var að fella. Og þess vegna ber þeim að veita þessu fólki áfiam öragga forystu því forystan veit nákvæmlega hvað fólkið vill. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.