Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Side 6
6 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Sandkom Ívar iékk snjóinn ívarSlg- mundsson, forstööuinaöur íHlíöarfjalliviö Akureyri.er hressmaöuren sumumfinhst hannótrúlega „ósvífmn“við að„panta“ snjó. Ilann hef- urmarglýstþví yfiríveturaö þaðyröinægur snjór i Hlíðarfjalli nú í apríl er skiöa- landsmótið fer þar fram, hann „væri búinn að gera út menn til að sjá um það“. Oghonum varð svo sannarlega að ósk sinni. Snjó kyngdi niður á Akureyri frá miðvikudegi, ekkert var hægt að keppa á skíðalandsmótinu á fimmtudag vegna snjókomu og skaf- rennings og á föstudagsmorgni, þegar þetta er skrifað, snjóar enn og útlitið er vægast sagt Ijótt í Hlíðarfjalii enda hefúr ekki verið meirí snjór þar í vetur. Veriö er að ræða um að færa göngukeppni mótsins niöur á golf- vöil. Þá komum við að því að margir kylfingar á Akureyri eru í hópi þeirra sem hafa látið „snjópantanir" ívars fara í taugamar á sér. Lúðrasveitin á gönguskíðum Þaðergreini- legtaðAkur- eyringarog aðrirNorð- lendingar munuheilsa sumriíklofsnjó -svogeðslegt semþaðnúer. Einnóhress Akureyringur sagðiaðlúðra- sveitinyrðiað faraágöngu- skíðum í skrúðgönguna á fimmtu- daginn, og sennilega er það óvitlaus hugmynd. í smókjng og ull- arsokkum Hermann Gunnarsson (HemmiGunn) mættiíhádeg- isútvarp BjarnaDagsá Sfjömunni í síðustuvikuog áttu þessir eld- hressuungi- ingarlíllegt spjall.aðallega umsjónvarps- þættiHemma, A tali. Þeir ræddu m.a. um óvægna gagnrýni sem þættir Hemma fengu hjá Hluga Jökulssyni, „fjölmiðla- gagnrýnanda" Rásar2, í vetur. Hemmi gat þess m.a. að Illugi hefði gagnrýnt klæðaburð sinn í þáttunura og sagðist reyndar aldrei hafa verið „tískufrík". Síðan bætti Hemmi við að sennilega hefði hann þurft að mæta í smókingjakka og ullareokk- um til þess að falia niuga í geð, og Bjami Dagur, sem var vel með á nót- unum að venju, hló ógurlega eins og honum einum er lagið. Ekki sama hver er Viðþetta tækifæri hafði BjarniDagur orðáþvíaðþað væriekkisama hverjirættuí hlutþegar menninnan Rflásútvarps- insværuaö „rakkahver annan niöur“ ogáttiþar greinilegavið mál Ingva Hrafrts annars vegar og hína óvægnu „gagnrýni" Illuga á þátt Hermanns hins vegar. Satt best að segja var alls ekki um að ræða gagnrýni hjá flluga á þátt Hermanns heldur skítkast af vereta tagL Ekki er vitað tfl að fllugi hafi fengið svo mikiö sem tfltal, en mál Ingva Hraftis er litiö „alvarlegum augum“ eins og Geir Hallgrím8son geröi á.sínumt Fréttir____________________________________________pi Landbúnaðarráðuneytið deilir út milljörðum af komandi fjárlögum: Engin áætlun hefur staðist til þessa - ráðuneytið að verða búið með ætlað framlag á fjáriögum ársins 1990 20 ■ Framleiðsla Q Búvörusamningar □ Neysla 78 79 Áætlun 86 87 A þessu línuriti má sjá framleiðslu og innanlandsneyslu kindakjöts frá verð- lagsárinu 1978-1979 til verölagsársins 1986-1987. Skástrikuðu linurnar sýna hvar búvörusamningar Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra koma til. Landbúnaðarráðuneytið treystir því að framleiðslan muni dragast saman, meðal annars vegna niðurskurðar á riðuveikifé. Það mun hins vegar koma aftur inn í kerfiö en óvíst er að hve miklum hluta. Um 1.550 tonn af kindakjöti frá síð- asta hausti hafa verið flutt út. Af þvi hefur landbúnaðarráðuneytið greitt útflutningsbætur fyrir 400 tonn. Ráðuneytið á ekki eftir af framlögum til þessara hluta samkvæmt fjárlög- um nema 30 milljónir króna til þess að greiða bætur fyrir þau 1.150 tonn sem þegar hafa verið flutt út en eftir er að greiða bætur fyrir. 30 milljónir duga fyrir um 120 tonnum. Ráðuneytið hefur auk þessa lofað að borga útflutningsbætur fyrir 250 tonn til viðbótar fyrir næsta haust. Til þess að standa við þessar skuld- bindingar þarf ráðuneytið því 320 milljónir til viðbótar. Þá hefur ráðuneytið gengiö í ábyrgð fyrir 600 tonnum af þeim birgðum sem til voru í landinu þegar fyrsti búvörusamningurinn var gerður árið 1985. Sú ábyrgð þýðir um 150 milljónir til viðbótar, miðað við núgildandi gengi og markaðsverð. Næsta haust verður síðan slátrað um 1.500 tonnum umfram innan- landsneyslu, samkvæmt áætlun ráðuneytisins. Það er skuldbundiö að borga bætur vegna útflutnings á þessu kjöti, samkvæmt búvörusamn- ingum. Miðaö við núverandi forsend- ur mun það kosta um 375 milljónir. Loforð út á fjárveitingar næstu ára Landbúnaðarráðuneytið hefur því ekki bara farið fram úr fjárlögum þessa árs, eins og þess síðasta, heldur er fyrirsjáanlegt að einnig hefur ver- ið farið fram úr fjárlögum næsta árs ef gert er ráð fyrir að Alþingi veiji svipaöri upphæð til þessara hluta og tvö undanfarin ár. Ráðuneytið er þegar búiö með rúman helming af ætluðu framlagi til útflutningsbóta á fjárlögum fyrir áriö 1990. Ráðuneytið rökstyður þennan framúrakstur með því að mestur þungi vegna fækkunar sauðfjár komi á fyrstu ár búvörusamninga. Ráðu- neytið gerir ráð fyrir sambærilegum framlögum til þessara hluta á öllum flárlögum frá 1986 til 1992. Það eru um 3.843 milljónir króna. Ráöuneytið lofar útflutningsbótum í ár í trausti þess að Alþingi samþykki óbreytt framlög til þessara hluta bæöi næsta ár og þarnæstá. í áætlun ráöuneytis- ins er gert ráð fyrir að þetta dæmi gangi upp og að með sama framlagi á fjárlögum árið 1992 verði hægt að loka dæminu á núlli og jafnvel að þess árs framlag þurfi ekki að vera eins hátt. Áætlanir ekki staðist En hversu vel hafa áætlanir ráðu- neytisins staðist? Þegar fyrsti búvörusamningurinn var gerður sumarið 1985, en hann gilti fyrir tvö næstu verðlagsár, var gengiö út frá 10 þúsund tonna innan- landsneyslu. Sú áætlun stóöst ekki. Neyslan varð rúm 9.200 tonn fyrra árið og rúmlega 8.600 tonn síðara árið. Astæðan fyrir þessari sveiflu milli ára var sú að mikil útsala var á kindakjöti fyrra árið sem dregur úr sölu síðara árið. í næsta búvöru- samningi var gert ráð fyrir 9.500 Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson tonna innanlandsneyslu. Sá samn- ingur nær yfir verðlagsárið frá september í fyrra og til september næstkomandi. Þessi áætlun er um margt ein- kennileg. Hún gerir ráð fyrir meiri neyslu en næstu þrjú ár á undan. Hún gerir einnig ráð fyrir aukinni neyslu miðað við þá skýringu, sem viðurkennd er í ráðuneytinu, að samdrátturinn árið 1986 hafi verið vegna útsölu árið á undan. Ef þessi mismunur er jafnaður út var meðal- neyslan þessi tvö ár rúm 8.900 tonn. Ráðuneytið gerir því enn bjartsýnar spár þrátt fyrir að þær hafi í tvígang brugðist. Ef reiknað er með að innanlands- neyslan verði 8.900 tonn á yflrstand- andi ári, í stað 9.500 tonna eins og ráðuneytið re'iknar með, þarf að reiða fram 150 milljónir til viðbótar í útflutningsbætur á næsta verðlags- ári. Þá væru ekki eftir nema rétt rúmar 100 milljónir af framlagi á fjárlögum ársins 1990 til útflutnings- bóta. Þá væri auk þess búiö að slátra enn meira haustið 1989 og vandinn hefði því vaxið enn. Haustið 1990 koma síðan þau 700 tonn af riðuveikifé, sem skorið hefur verið niður, aftur inn í kerfiö. Ráðu- neytið reiknar með að töluvert verði um það aö þeir bændur, sem skorið hafa niður fé, verði komnir í aðrar búgreinar eða aðra atvinnu. Hins vegar er alls óvíst hversu mikið af því kemur í framleiðslu aftur. Margir óvissuþættir Eins og sjá má af þessu eru margir óvissuþættir sem hafa áhrif á það hvort dæmi landbúnaðarráðuneytis- ins gengur upp. Verðfall á kindakjöti hækkar til dæmis útflutningsbæt- urnar þar sem sláturleyfishöfum er tryggt fast verð, um 362 krónur í dag á kílóið. Nú fást um 100 krónur fyrir kílóiö á erlendum mörkuðum. Geng- isþróun getur sömuleiöis skekkt dæmið, eins og reyndar varð raunin í fyrra.. Þrátt fyrir þessa óvissuþætti treystir landbúnaðarráöuneytið á að dæmið gangi upp og lofar útflutn- ingsbótum á kjöt upp á framlög í flárlögum næstu fjögurra ára. -gse Þegar Páll Axelsson, útgerðarstjóri Jarlsins i Keflavík, ætlaði að skira togar- ann, festist bandið i flöskunni i hettu dóttur hans, Maríu. Þeim feðginum tókst i næstu tilraun að skira skipið, Jöfur KE 17, sem er um 300 tonna frystitogari. DV-mynd GVA Fresta varð sjosetningu í sólarhing: Jöfur sat fastur Krafa iðnverkafólks um höft á innflutning iðnvamings: Get ekki ímyndað mér að höft nái í gegn - segir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra „Ég get ekki ímyndað mér að hug- mynd um höft nái í gegn,“ sagði Friörik Sophusson iðnaðarráðherra um þá hugmynd sem kom fram á fundi Landsambands iðnverkafólks í lok síðustu viku um að takmarka innflutning á iðnaðarvörum til aö vernda íslenska framleiðslu. Friðrik sagðist þó ekki hafa fengið að sjá þessa ályktun í smáatriðum, aöeins frétt af henni, og því gæti hann ekki úttalað sig um einstök at- riði hennar. í ályktun fundarins var einkum vísað til innflutnings á fatnaði frá láglaunalöndum. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landsambands- ins, sagði í samtah við DV að hugmyndin væri aö „setja kvóta á innflutning til þess að hann gengi ekki á hlut íslenskrar framleiðslu. í þessari ályktun er ekki að finna ná- kvæma útfærslu á þessari hugmynd en við vísum til þess aö svipuð aðferð er viðhöfð í ýmsum nágrannalönd- um okkar.“ Guömundur sagði að iðnverkafólk hefði ekki góða aðstöðu til að ná þess- ari kröfu fram, en þó væri taliö rétt aö minna á þennan möguleika, sérs- taklega þar sem fataiðnaðurinn stendur höllum fæti.* -GK Kennaradeilan: Engir fundir boðaðir Erfiölega gekk aö sjósetja nýja rækjutogarann Jöfur hjá Stálvík um helgina. Á laugardaginn sat skipið sem fastast á hhðargörðum í dráttar- brautinni og fresta varð sjósetning- unni um sólarhring. Skipið náöist á flot í gærkvöldi. Jöfur KE 17 er 300 tonna rækjutog- ari, eign útgerðarfyrirtækisins Jarlsins í Keflavík. Hann er hinn síð- asti af 5 togurum sem hafa verið raðsmíðaðir á undanfórnum árum. Framkvæmdir hófust viö togarann í ársbyijun 1983. Jón Gauti Jónsson, framkvæmda- stjóri Stálvíkur h.f., segir aö óvíst sé um verkefni hjá fyrirtækinu í bili. Þó liggja um 40 umsóknir fyrir um nýsmíöar togara hér á landi. Vanda- mál sé þó að fá eigendur til þess að átta sig á þeirri staðreynd að kostn- aður sé síst meiri hér á landi en erlendis. -ÓTT. Bandalag kennarafélaga átti fund með fulltrúum úr samninganefndum Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands íslands þar sem rætt var um nýafstaðna fundi með samninganefnd ríkisins. Ekkert nýtt kom fram á þeim fundum og engin ný tiiboð hafa veriö lögð fram, aö sögn Svanhildar Kaaber hjá KÍ. Fundarmenn ræddu um sam- ræmdar aðgerðir kennarafélaganna til að fylgja eftir kröfum sínum. Eng- ar ákvarðanir hafa enn verið teknar en frekari fundarhalda er að vænta á næstunni. Engir fundir hafa þó verið boðaðir. -ÓTT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.