Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 18. APRlL 1988. Útlönd Ektflaugaárás á íranskar borgir Björgunarmenn að störfum í íran um helgina. Simamynd Reuter írakar skutu í morgun eldflaug- um á þijár íranskar borgir skömmu eftir aö stjórnvöld í írak tilkynntu að her landsins hefði hafiö nýja sókn í því skyni að frelsa svæði sem íranar hafa hertekið á Faw-skaganum. Að sögn yfirmanna íraska hers- ins var eldflaugum skotið á borg- irnar Qom, Teheran og Shiraz. íranska fréttastofan IRNA sagði í morgun aö nokkrir heíöu látiö líf- ið í árasinni á Qom. írakar skutu sex eldflaugum á Teheran í gær. Fréttir bárust einnig af hörðum bardögum á Faw-skaganum í gær en íranar segjast hafa hrundiö sókn íraka og hafi orðið mikiö mannfall. Ættar að gera kraftaverk Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, sagði í morgun að hún ætlaöi að gera Filippseyjar að næsta efna- hagsundri Asíu. Sagöi hún efna- hagsmál héðan í frá verða meginviðfangsefni sitt, enda væru úrbætur í þeim efnum mikilvægari en eltingaleikur viö uppreisnar- menn. Nær sex prósent hagvöxtur varð á Filippseyjum á síðasta ári og búist er við aö hann verði yfir sex prósent í ár. Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, aetlar að gera efnahagslegt kraftaverk. Simamynd Reuler Sprengjutilræði í V-Þýskalandi Lögreglumenn rannsaka skrifstofur flugfélags Saudi-Arabíu eftir spreng- inguna þar i moraun. Símamynd Reuter Tvær sprengjur sprungu nálægt miðstöð gyðinga og skrifstofu flugfé- lags Saudi-Arabíu í Frankfurt í V-Þýskalandi snemmna í morgun. Sprengingarnar ollu miklum skemmdum en engum meiðslum á fólki, að sögn lögreglunnar í borginni. Talið er aö öfgamenn hafl staðið aö sprengingunum sem urðu með mjög skömmu millibili. Lögreglan segir að sprengjurnar hafi að öllum líkindum verið heimatil- búnar og leitaö er að pari í rauðum Volkswagen, sem sjónarvottar sáu skammt frá skrifstofu flugfélagsins skömmu áður en sprengingin varð þar. I báðum tilvikum hafði sprengjunum verið komið fyrir í bifreiðum. Stöðvar vopnaútflutning Gunnlaugur A. Jcnssan, DV, Lundi Ingvar Carlsson, forsætisráöherra Svíþjóðar, íhugar nú að stöðva allan útflutning á sænskum vopnum. I ræðu á laugardag réðst hann harkalega á vopnaiðnaðinn og dró í efa aö nokkru sinni yrði heiðarlega að homun staðið. „Óheiðarlegur og ólögmætur vopnaútflutningur á síðastliðnum árum er framandi fyrir land okkar og hefur skaðað baráttu okkar fyrir af- vopnun. Það er illmögulegt að beijast fyrir afvopnun ef sænsk vopn eru flutt á ólöglegan hátt,“ sagði Ingvar Carlsson. Efast um árangur friðawiðræðna Kontraskæruliöar í Nicaragua sögðu í morgun að þeir efuðust um aö friður næöist í baráttu þeirra viö stjórnvöld í Nicaragua, eftir aö þeir höfnuðu friðartillögum þeim sem stjómvöld lögðu fram um helgina. stjórnarhermenn og kontraskæru- liðar ræðast við á fundi um helg- ina. Símamynd Reuter Albert Gore horfir hlæjandi á þegar Jesse Jackson og Michael Dukakis takast á i grini eftir kappræður í sjónvarpi í gær. Gore virðist heldur ekki ætla að blanda sér i baráttuna um fyrsta sætið í New York á morgun. Símamynd Reuter Tvísýn barátta Ólafur Amaison, DV, New York: Þaö var mikið um að vera hjá for- setaframbjóðendum demókrata um helgina. Forkosningar verða í New York á morgun og um helginá áttust frambjóðendurnir við á nokkrum kappræðufundum. Baráttan virðist ætla að verða tví- sýn og spennandi. Samkvæmt skoðanakönnunum Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem gerð var fyrir helgi, hefur Jesse Jack- son dregiö mjög á Michael Dukakis. Dukakis hefur samkvæmt könnun- inni 43 prósent fylgi en Jackson 37 prósent. Albert Gore hefur stóraukið fylgi sitt en virðist samt ekki á neinn hátt ætla að blanda sér í baráttuna um fyrsta sætiö. Hann hefur 13 pró- sent fylgi. Úrtakið í þessari könnun var mjög lítiö og er skekkjuhlutfallið 8 pró- sent. Samkvæmt því gæti Jackson verið með meira fylgi en Dukakis en það voru einmitt niðurstöður skoð- anakönnunar sem gerð var í gær. Samkvæmt henni er Jackson kom- inn fram úr Dukakis. Efnislega kom ekkert nýtt fram á kappræðufundum þremenninganna um helgina. Aðalmálin voru afstaðan til ísraels og Frelsissamtaka Palest- ínumanna og vandamálin í Miðaust- urlöndum. Astæðan er að sjálfsögðu sú að gyðingar eru mjög stór hluti kjósenda. Einn gyðingur í New York, Ed Koch, borgarstjóri New York- borgar, hefur undanfarna daga tekið virkan þátt í kosningabaráttunni. í síðustu viku lýsti hann óvænt yfir stuðningi sínum við Gore og um helgina hefur margbirst auglýsing sem Koch gerði fyrir Gore. Koch lét Jesse Jackson fá það óþvegið um helgina og sagði að hann gæti ekki starfað undir streitu og væri þar að auki lygari. Tilefni þessara ummæla var framkoma Jacksons er Martin Luther King var myrtur fyrir tuttugu árum. Jackson hélt því þá fram að hann hefði verið síðasti maðurinn til að tala við King og að hann hefði haldiö höfði Kings í kjöltu sinni er hann dó. Síðar kom í ljós að hvort tveggja var ósatt. Auglýsingar frá frambjóðendum dynja nú á sjónvarpsskjám New York-búa mörgum sinnum á dag. Ef dæma má af auglýsingamagni er ljóst að Jesse Jackson hefur langminnst fé til umráða af þeim þremenningum. Það hefur hins vegar vakið athygli sumra að Massachusetts-ríki hefur hafið mikla auglýsingaherferð í sjón- varpsstöðvum í New York. í þeim auglýsingum er ágæti Massachusetts dásamað mjög. Þetta eru einmitt sömu skilaboðin og koma fram í aug- lýsingum frá Michael Dukakis, sem er, jú, ríkisstjóri í Massachusetts. Auövitað kann að vera að tilefni Massachusetts-auglýsinganna sé að laða ferðamenn til ríkisins í sumar en óneitanlega virðisí tímasetning þeirra vera heppileg fyrir Dukakis. Það verður forvitnflegt að sjá hvort auglýsingarnar frá Massachusetts halda áfram að birtast í eins miklu magni eftir morgundaginn. Heimiluðu Banda- ríkjamenn morðið? Ólafur AmaiBon, DV, New Yorlc Samkvæmt óstaðfestum heimild- um í Washington munu bandarísk stjórnvöld hafa gefið samþykki sitt fyrir vígi Abu Jihad, æðsta herfor- ingja Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO). ísraelsk stjórnvöld munu hafa látið bandarísk stjórnvöld vita af fyrirætl- unum Moshad, ísraelsku leyniþjón- ustunnar, og Bandaríkjamenn fyrir sitt leyti gefið leyfi. Talsmenn Hvíta hússins vildu í gær ekki tjá sig um þetta mál. Abu Jihad var einn helsti skipu- leggjandi hryðjuverka hjá PLO. Það er meðal annars talið nær fullvíst að hann hafi skipulagt morðin á ísra- elsku íþróttamönnunum á ólympíu- leikunum í Múnchen árið 1972. Samkvæmt heimildum mun ísra- elska leyniþjónuStan lengi hafa viljað koma honum fyrir kattarnef en álltaf mun hafa staðið á samþykki frá ríkisstjórninni. Samþykkið kom eftir aö PLO-menn rændu rútu í ísra- el í síðasta mánuði og urðu þremur ísraelskum börnum að bana. Það mun hafa veriö Abu Jihad sem skipulagði þann verknað. Samkvæmt heimildum mun Sham- ir, forsætisráðherra ísraels, hafa fylgst mjög náið með aðgerðinni í Túnis og þegar ljóst var að hún hafði heppnast og engan ísraelsmannanna hafði sakað mun hann hafa sent sjö- menningunum heillaóskir. Taliö er að þessi aðgerð leyniþjón- ustunnar muni bæta andrúmsloftið í herafla ísraelsmanna sem berjast gegn Palestínumönnum á herteknu svæðunum. Óeirðirnar þar hafa nú staðið yfir í fjóra mánuði og virðist lítið lát á. Mun liðsandinn meðal hermannanna þar hafa verið orðinn heldur bágborinn. Viðbrögð Palestínumanna þar við vígi Jihads voru hins yegar þau að herða baráttuna gegn ísraelsmönn- um og var laugardagurinn blóðug- asti dagúr óeirðanna frá upphafi, þrettán Palestínumenn féllu. I gær var hins vegar rólegra. Lögreglumenn á verði við heimili Jihads, æðsta herforingja PLO, sem myrtur var á laugardaginn í Túnis. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.