Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Síða 15
MÁNUDAGUR 18. APRlL 1988. 15 Risaálbræðsla í Straumsvík Fremst á óskalista ríkisstjórnar- innar í atvinnumálum er erlend risaálbræðsla í Straumsvík. Á sama tíma og útflutningsatvinnuvegum landsmanna er haldið í úlfakreppu með okurvöxtum er samninga- nefnd stjórnvalda að reyna að fá evrópska álhringi til að slá saman í 180 þúsund tonna álbræðslu. Þetta fyrirtæki og tilheyrandi virkjanir er talið munu kosta um 1000 millj- ónir bandarikjadala eða 40.000 milljónir islenskra króna. Engin þjóðhagsleg úttekt hefur farið fram á þessum áformum, sem myndu virka eins og olía á eld byggðarösk- unar á íslandi. Alþýðubandalagið krefst úttektar Á Alþingi h'efur þingflokkur Al- þýðubandalagsins flutt tillögu, þar sem lagt er til að þjóðhagsleg úttekt fari fram á áformunum um nýja risaálbræðslu í Straumsvík. í slíkri úttekt verði m.a. lagt mat á eftirfar- andi: ★ Arðsemi og þjóðhagslega hag- kvæmni álbræöslunnar. ★ Áhrifin af byggingu álbræðslu og orkuvera á efnahagslífið. ★ Afleiðingarnar fyrir byggðaþró- un í landinu. ★ Raforkusölu með tilliti til orku- verðs frá nýjum virkjunum. ★ Áhrif þess aö útlendingar eigi álverið. Tillagan gerir ráð fyrir að nefnd með fulltrúum frá öllum þingflokk- um sjái um þessa úttekt með aðstoð stjómvalda og hún verði tilbúin fyrir lok þessa árs. Fáheyrð vinnubrögð Ef ráðist verður í slíka risaál- bræðslu með tilheyrandi virkjun- um væri um að ræða mestu umsvif KjaUarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið í íslandssögunni í tengslum við eina framkvæmd og áhrifin á ís- lenskt efnahagslíf yrðu gífurleg. Vinnubrögðin í kringum þetta mál eru öll með eindæmum, bæði í tíð fyrrverandi og núverandi ríkis- stjórnar. Nokkrir gæöingar stjórn- arflokkanna í svokölluðum „starfshóp um stækkun álvers“ eru látnir að mestu einir um þetta mál. Alþingi er síðan ætlað að taka við pakkanum, ef þeim Jóhannesi Nordal og félögum tekst að koma böndum utan*um hann, og sam- þykkja innihaldið eða synja því fyrirvaralítið. Þessi aðferð er orðin vel þekkt úr fyrri álsamningum með hörmulegum afleiðingum. Þegar óbreyttir alþingismenn gerast svo djarfir að flytja frum- vörp, sem talin eru hafa útgjöld í for með sér, er gerð krafa um að kostnaðarmat fylgi frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun eða öðrum aðil- um. Ríkisstjórnin er hins vegar með starfshóp í gangi sem er að efna til meiri fjárfestingarumsvifa en áður hafa þekkst hér á landi og þá er ekki minnst á tilkostnað og efnahagsleg áhrif. 40 milljarðar á 5 árum! Samkvæmt upplýsingum Frið- riks Sophussonar iönaðarráðherra er stefnt að því að ganga frá stofnun formlegs undirbúningsfélags um nýja álbræðslu á miðju sumri 1988 og telur hann að endanlegrar á- kvörðunar um þetta óskabarn sitt geti verið að vænta um mitt ár 1989. Samkvæmt tillögum trúnaðar- manna ríkisstjómarinnar í „frum- hagkvæmniathugun" um álbræðsluna er gert ráð fyrir að hún taki til starfa í áföngum 1992-1994. Á sama tíma þyrfti auk Blöndu að reisa virkjanir með um 2000 gígavattastunda framleiðslu- getu á ári. Þessi pakki er talinn kosta um 40 milljarða króna. Miðað við 5 ára framkvæmdatíma þýðir þetta um 8 milljarða króna inn í hagkerfið á ári. Til að menn átti sig á hvaða fjármunir hér eru á ferð- inni má til samanburðar hafa í huga að heildarfjármagn til allra opinberra framkvæmda hér á landi á árinu 1988 er talið nema 12,5 milljörðum króna. Þar eru m.a. innifalin framlög ríkis og sveitarfé- laga til skólabygginga, sjúkrahúsa, hafna, flugvalla og vega um allt land. Alþingi kanni málið strax Framkvæmdir viö nýja ál- bræðslu munu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskap íslendinga og allar efnahagsstærðir um margra ára skeið. Gífurleg þensla mun verða þeirra vegna á peninga- og vinnu- markaði, ekki síst á höfuðborgar- svæðinu, og hefur þó mörgum þótt nóg um i þeim efnum að undan- fórnu. Afleiðingin .verður óhjá- kvæmlega stórfelldur samdráttur í öörum fjárfestingum um allt land, ef efnahagsstjómun, þar á meðal verðþensla og vaxtastig, á ekki að fara gersamlega úr böndunum. Hvað segja menn um þá staö- reynd að engin þjóðhagsleg úttekt hefur fariö fram á þeim áformum, sem nú er verið aö kynna væntan- legum samningsaðUum á fundum á hótelsvítum Evrópu? Ætti það ekki að vera skylduverk Alþingis að gera sér grein fyrir umfangi og áhrifum slíkra stórframkvæmda á efnahagslíf og byggðaþróun hið fyrsta, eins og við þingmenn Al- þýðubandalagsins gerum tillögu um? Oft hefur verið beðið um greinargerðir af minna tUefni! Raforkuverðið afgangsstærð Ekkert hefur verið upplýst um það hvaða raforkuverð sé.lagt til grundvallar i viðræðum við hina erlendu álhringi. Hið eina sem ég hef um það eru ummæli, höfð eftir stjórnarformanni Landsvirkjunar, í DV 12. mars sl„ þar sem hann segir: „Ekki hefur verið ákveðið neitt um raforkuverð ennþá, en ljóst er aö það verður ekki lægra en hjá ísal.“ Hvað segja menn um svona mála- tilbúnað? Álbræðslan á að vera eign útlpndinga og það sem íslend- ingar leggja í púkkið er raforka og vinnuafl. Þá halda stjórnvöld þann- ig á málum að engin stefnumótun liggur fyrir um raforkuverðið. Raf- orka á gjafvirði virðist eins og 1966 og síðar eiga að vera beitan til að draga útlendingana að landi og al- menningur á íslandi á að bera kostnaðinn, ef illa tekst tU. Árið 1982 upplýsti Landsvirkjun að raforkuverð til stóriðju frá nýj- um virkjunum þyrfti að vera á bilinu 18-22 mill. Samningurinn við ísal hefur eftir endurskoðun 1984 til þessa aðeins gefið 12,5-13,5 mill. aö meðaltali og raunvirði raf- orkuverösins lækkað um fjórðung á sama tíma vegna lækkunar bandaríkjadals og alþjóðiegrar verðbólgu. Er það þetta veganesti sem ríkisstjómin hefur gefið samn- ingamönnum sínum þegar verið er að ræða um andvirði fyrir orku frá sem svarar fjórum Blönduvirkjun- um? Hjörleifur Guttormsson „Á sama tíma og útflutningsatvinnu- vegum landsmanna er haldið í úlfa- kreppu með okurvöxtum er samninga- nefnd stjórnvalda að reyna að fá evrópska álhringi til að slá saman í 180 þús. tonna álbræðslu.“ Rrfandi gangur Þjóðhagsstofnun spáir íslending- um um 250 milljarða vergri lands- framléiðslu á árinu sem er á núverandi gengi um 26 þúsund dollarar á mann. Þetta eru gífurleg- ar tekjur og til marks um það má vitna til spár „The Economist Int- elligence Unit“ um tekjur helstu ríkja á árinu og samkvæmt því er- um við íslendingar næsttekju- hæsta þjóð veraldar og er það annað árið í röð. Aðeins Svisslend- ingar slá okkur viö með um 30 þúsund dollara tekjur. Mikil þjóðarútgjöld Þrátt fyrir þessi gleðilegu tíðindi eigum við við ýms vandamál að ejja. Fyrst og fremst er vandinn sá að þrátt fyrir gífurlegan hagvöxt á síðustu árum, sem líka nálgast heimsmet, þá hefur kaupgetan aukist helmingi meira og þannig eru þjóðarútgjöld komin úr bönd- unum. Við eyöum sem sagt rétt einu sinni enn um efni fram og það svo mikið að spár standa til þess þetta árið að tvöfoldun á öllum út- flutningi okkar til Bandaríkjanna og Japan myndi varla nægja til þess að brúa gapið. Þessi tvöföldun á'sér þó auðvitað ekki stað og í rauninni má þjóðin teljast góð ef hún getur marið sama útflutning og á síðasta ári. Við stöndum því núna frammi fyrir skuldasöfnun þetta árið upp á tíu til tólf milljarða ofan á þá 85 milljarða sem við skuldum nú þegar. Blæðir út efnahagslega Þetta eru í rauninni svo ótrúlegar tölur að fæstir gera sér nokkra grein fyrir þeim. Samt blasir það við að við erum að auka skuldir okkar, þrátt fyrir eitt mesta út- flutningsgóðæri sem yfir þessa þjóð hefur gengið og án þess að við séum nokkuð sérstaklega að íjárfesta í arðbærum útflutningsatvinnu- greinum umfram það sem venju- legt er. Auk þess má ekkert út af bera með útflutningsatvinnuvegi KjaUarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur okkar til þess að þetta dæmi líti enn verr út. í miðju góðærinu er okkur sem sagt að blæða út efnahagslega og erlendir fjármagnseigendur fá æ meira tak á þjóðinni. Þensla - erlendar skuldir Þjóðin hefur fylgst með hetjulegri baráttu stjórnvalda við verðbólg- una, minnkandi þenslu af völdum ríkisins í hagkerfinu og jöfnuð í ríkisútgjöldunum. Samt er mikil þensla enn í efnahagsmálum okkar og hæstu raunvextir í veröldinni virðast ekki fá slegið neitt á hana enn þá. Mörg þúsund manns vant- ar á vinnumarkaðinn og sem betur fer er full atvinna í landinu en í rauninnni er umframeftirspurn eftir vinnuafli. Útlendingum fiölg- ar við störf hér og við sitjum uppi með vaxandi skuldir, sem að vísu eru ekki eins tilfmnanlegar og áður vegna lægri alþjóðavaxta, en þeir hafa lækkað um helming síðan 1981. Hver býst þó við að þeim verði stjómað í okkar þágu sérstaklega í framtíðinni? Skjótt skipast veður Hækkun alþjóðavaxta eða minnkandi útflutningstekjur okk- ar, sem alltaf getur gerst því svipull er sjávarafli, eða minnkandi hag- kvæmni í útflutningnum, t.d. með hækkun olíuverðs, geta hvenær sem er haft gífurlega neikvæðar afleiðingar fyrir þjóðarbúskap ís- lendinga. Þá getur þjóð sem flytur inn Kadilakka í dag, ekki einu sinni haft efni á bensíninu á þá! Hver er arðurinn af slíkri fiárfestingu fyrir norðurhjaraþjóðina? Grátkór frystingarinnar Nú ætlar ef til vill einhver að með þessum skrifum sé tekið undir það sem kallað var í vetur „grátkór frystingarinnar" og heimtuð geng- isfelling. Auðvitaö ekki. Menn geta rekið sín fyrirtæki allavega og verða bara að taka því, ef illa geng- ur. Einnig má benda á að hið fræga góðæri var einmitt útflutnings- góðæri, þannig að það hlýtur að vera mikið þanþol í útflutningsat- vinnuvegunum aö taka á sig aukinn kostnað. En hugsi ríkis- valdið svona, þá verður það líka að líta í eigin barm. Er verðbólgan útflutningsatvinnuvinnuvegunum aö kenna? Nei, undir slíkt getur enginn heiðarlegur íslendingur tekið. Frekar höfum við notið gífur- legs kaupauka vegna hæfni þerra manna sem sjá um útflutningsat- vinnuvegi landsmanna, og sem hagkvæm innflutningsverslun skilar heim. Lukkuriddarar -atkvæðakaup Hvert mannsbarn veit að þenslu- vandamál þjóðarinnar á sér orsök í lausung ríkisfiármála á vissu tímabili og skuldavandinn er að hluta til einnig til kominn vegna ævintýramennsku lukkuriddara í stjórnmálum, sem voru bara að kaupa sér atkvæði á kostnað þjóð- arinnar. Skítt meö það þótt afkomendur þeirra sætu í skulda- súpunni. Nú er vandinn sérstak- lega átakanlegur, því viö höfum miklar tekjur, hagstæð ytri skil- yrði, lága vexti og lágt olíuverð, en erum samt að safna skuldum. Hvað er þá til bragös? Fastgengi, skuldasöfnun í fyrsta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir því aö þær að- gerðir mega ekki snerta kjör þeirra sem lægst hafa launin. Hvert ein- asta spor Alþýðuflokksins í þessari ríkisstjórn hefur beinst að því að vernda lítilmagnann í þjóðfélaginu og-reyna frekar að millifæra frá þeim sem betur mega sín. Smám saman er að renna upp fyrir þjóð- inni að Jón Baldvin Hannibalsson er ekki aðeins sonur alþýðunnar, heldur berst hjarta hans einungis fyrir alþýðu þessa lands hversu mikið sem andstæðingarnir reyna að afllytja það. Frekar lætur hann krossfesta sig með fastgengi og skuldasöfnun, sem hann hefur allt- af barist á móti, heldur én að stofna til gengisfellingar, sem hann hefur ekki samþykktar hliðarráðstafanir fyrir hjá verklýðshreyfingunni, til þess að vernda kaupmátt hinna lægst launuðu. . Þrátt fyrir það að við erum skuld- ugasta þjóð veraldar með gífurlega hátt raungengi á gjaldmiðli okkar er spáð 15% hækkun raungengis á árinu, sem endanlega getur sligað útflutningsatvinnuvegi okkar og þrátt fyrir þaö að orsök alls þessa vanda kemur Alþýðuflokknum ekkert við. Einurð og heiðarleiki Jóns Baldvins Jón Baldvin hefur gert meira fyr- ir ríkisfiármál þessarar þjóðar á nokkrum mánuðum heldur en for- verar hans í fiármálaráðuneytinu í áratugi. Loksins er ríkisþensl- unni, sem orsök verðbólgu í þessu landi, kippt i burtu. Með einurð sinni og heiðarleika kemur hann framan að mönnum og segir þeim nákvæmlega hveiju við höfum efni á. Hann lofar ekki upp í ermina og kemur svo í bakið á fólki með verð- bólguna, umframprentun á seðlum til lágkúrulegra atkvæðakaupa og niðurlægingar þjóðarinnar á al- þjóðavettvangi. Ef þjóðin ber gæfu til þess að skilja tillögur Alþýðu- flokksins, þá hverfur verðbólgan eins og hjóm í vindi. Greiðslujöfnuður -frjáls verslun Myndin verður þó ekki fullkom- in, fyrr en jöfnuður næst einnig í viðskiptunum við útlönd. Hafta- og skömmtunarleiðin er löngu fyrir bí. Alþýðuflokksráðherrarnir hafa enga löngun til þess að láta þjóðina skríða fyrir sér til uppáskrifta á einhver leyfi eða millifærslur. Frjáls verslun er öllum til hags- bóta. Til þess veröur líka að vera fullur skilningur á mikilvægi gjald- eyrisöflunarinnar. Þessi mál eru ekki ennþá komin í jafnvægi af völdum Alþýðuflokksins. Þau verða það bráðum. Þá má með sanni segja að hér sé rífandi gangur í driftinni. Það mega þó launþegar vita að meðan heitt alþýðuflokks- hjarta slær við stjórnvölinn í fiármálum þjóðarinnar verða hags- munir lítilmagnans hafðir að- leiðarljósi í öllum aðgerðum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. „ Jón Baldvin hefur gert meira fyrir ríkisfjármái þessarar þjóðar á nokkr- um mánuðum, heldur en forverar hans í fjármálaráðuneytinu í áratugi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.