Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 4
•FIMMTUDAGUK 4' fflJW T988. Fréttir Laxveiði hófst í þremur veiðiám í gær: 45 laxar fyrsta daginn og sá stærsti 16 pund „Eg verð að gefa konunni einn koss fyrir þennan lax,“ sagði Guðlaugur Bergmann og kyssti konuna sína, Guð- rúnu Guðjónsdóttur. Lax Guðlaugs var 12 pund og tók maðk. Eftir mat veiddi Guðrún 15 punda lax á flugu, rauða Franses. DV-myndir G.Bender „Þessi fyrsti dagur í veiðinni hér í Norðurá lofar góðu, 20 laxar komu á land og flugan var sterk, gaf 16 laxa og maðkurinn 4,“ sagöi Jón G. Bald- vinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við DV seint í gærkvöldi í veiðihúsinu viö Norð- urá, en þá var fyrsti veiðidagurinn að kvöldi kominn. „Veiðin byrjaði vel hjá mér í morg- un. Ég fékk 5 laxa á flugu, Kjaftopnan og rauð Franses gáfu laxa. Guðrún Guðjónsdóttir fékk stærsta laxinn á flugu í Norðurá í gær og hann var 15 pund og tók rauöa Franses. Fyrir mat komu fimmtán laxar á land og eftir hádegi fimm. Svæðið fyrir neð- an Laxfoss gaf mest af þessum laxi, þar fékk ég þessa fimm laxa í morg- un. Laxarnir, sem hafa veiðst í dag, eru ekki allir nýkomnir í ána og lík- lega hafa fyrstu laxamir komið í ána um miðjan maí. Það var gaman að byrja veiðitímabilið svona vel og þetta lofar góðu fyrir veiðina í sum- ar. Flestir eru laxarnir vænir og fall- egir, vatnið er gott í ánni og vonandi gengur eitthvað af fiski í nótt,“ sagöi Jón formaður. Laxá á Ásum í Laxá á Ásum hófst veiðin klukkan fjögur í gær og samkvæmt greinile- gustu fréttum, sem við fengum úr ánni, komu fjórir laxar á land þenn- an fyrsta veiðidag. Stærsti laxinn fékk Garðar H. Svavarsson. Hann var 16 pund og tók Black Sheep. Karl Ómar Jónsson og Ólöf Stefáns- dóttir með lax Ólafar sem hún veiddi á maðk á Stokkshylsbrotinu. Þverá í Borgarfirði „Veiðin byrjaði vel í Þverá í morg- un. Það komu 11 laxar á land fyrir mat og meðalþyngdin var 10,5 pund. Eftir mat komu 10 laxar og því veidd- ist 21 lax þennan fyrsta veiðidag, sem er mjög góð veiði,“ sagði Jón Ólafs- son í veiðihúsinu viö Helgavatn í gærkvöldi. „Við gátum ekki opnað Kjarrá. Það verður gert á laugardaginn. Maðkur- inn og flugan voru næsta jöfn þennan fyrsta veiðidag. Það er erfitt að sjá hvort mikið er af laxi í ánni því hún er aðeins skoluð. Margir af þessum löxum eru 12 pund, feikna fallegir. Hólmataglið hefur gefið vel og þessi veiðibyrjun lofar góðu fyrir sumarið. Gaman hvað flugan er sterk svona snemma,“ sagði Jón í lokin. G.Bender Frábær gróðrartíð á Selfossi Regína Thoraxensen, DV, Selfosá: Hér hefur verið yndislegt veður síðustu daga, frábær gróðrartíð enda hafa laufin beinlínis sést vaxa á trjánum. Frá 14 til 17 stiga hiti með miklum regnskúrum á milli, sem standa þetta í 15-20 mínútur. Allt er orðið skrúðgrænt. Víðast hér á Sel- fossi er búið að slá húsagarða og setja niður kartöflur. Dásamlegt að sjá allt grænt og blómin sprungin út. Já, það er gaman að lifa núna. í dag mælir Dagfari________________ Landbúnaðurinn blómstrar Jón Helgason landbúnaðatráð- herra hélt blaðamannafund í fyrra- dag. Tilefnið var að kynna fyrir þjóðinni þá staðreynd að land- búnaðarstefnan stæði í fullum blóma og héldi sínu striki. Ráð- herrarm upplýsti aö kindakjöts- framleiðslan væri enn vel fyrir of- an neyslumarkið. Að vísu hefur eitthvað dregið úr framleiðslunni en hún er samt mun drýgri en þjóð- inni tekst að torga þannig að land- búnaðarforystan getur áfram framkvæmt þá stefnu sína að henda nokkrum hundruðum tonna á öskuhaugana eins og áður. Sam- kvæmt búvörusamningum, sem gerðir voru í tíö fyrri ríkisstjórnar undir öruggri forystu Framsóknar, ber ríkissjóði að greiða bændum fyrir kindakjötsframleiöslu hvort sem kjötið er étiö eða ekki. Þessi samningur gerir bændum kleift að framleiða áfram eins og þeim sýn- ist en með skynsamlegri stýringu hefur landbúnaöarráðuneytinu tekist að draga ögn úr framleiðsl- unni þannig að nú þarf ekki að henda nema helmingnum af því sem áætlaö var en hinn helmingur- inn er greiddur úr ríkissjóði beint í vasa bænda. Þannig fá bændur nú greitt fyrir hvort tveggja, bæði kjötið sem þeir henda og eins fyrir kjötið sem þeir ekki framleiða. Of- framleiðslan hefur þannig borið árangur með þeim hætti aö bændur fá áfram greitt fyrir offramleiösl- una þótt þeir dragi úr framleiðsl- unni. Þetta á sér skýringar í því að lengi vel reyndu bændur að flytja út of- framleiösluna og henda afgangn- um. Útflutningurinn var í því fólg- inn að þjóðin þurfti og þarf enn að greiða með hverju kílói sem útlend- ingar hafa lyst á þegar þeir fá það gefins. En nú hafa bændur haft vit á því að hætta að framleiöa fyrir útlendinga nema að takmörkuðu leyti en fá engu að síöur greitt fyr- ir kjötið sem þeir ekki framleiða. Þannig verður þjóðin nú að greiða til bænda fyrir kjöt sem ekki er framleitt og má fullyrða að þetta sé arðsamasta búgreinin í landinu, þegar menn fá greitt fyrir það sem þeir gera ekki. Hinu er svo hent á haugana og bændur fá greitt fyrir það líka. Síð- an kemur ráðherrann og segir að ríkið skuldi bændum þetta kjöt sem ekki var framleitt og hent var á haugana og nú er bara beðiö eftir fjármálaráðherra til að gera upp reikninginn. Að vísu munu ekki mikhr peningar til fyrir þessari greiðslu en það gerir ekkert til, seg- ir landbúnaðarráðherra, því auð- velt sé aö slá erlent lán fyrir þess- ari upphæð, lán sem ríkið greiðir svo í áranna rás. Þessar samlagningar landbúnað- arins þýða það fyrir hinn íslenska neytanda aö kjötið, sem hann kaupir í búöinni til að styrkja land- búnaðinn, er ekki nema brot af því sem hann þarf að kaupa. Hann verður líka að greiða fyrir kjötið sem hann étur ekki og er ekki einu sinni framleitt. Og neytandinn þarf líka að láta ríkið slá lán fyrir greiðslunni og þarf síðan að greiða skatta um ókomna framtíð til aö standa undir afborgunum af lán- inu. Landbúnaöaráðherra telur að þessi uppfíæð geti numið allt að fjögur hundruð milljónum króna og hún mun fara hækkandi á næstu árum eftir því sem bændur draga úr framleiðslunni. Því minna kjöt sem þeir framleiða því meira græöa þeir. Afhverju er ekki þessi stefna tek- in upp í refaræktinni eða minka- ræk'tinni eða fiskeldinu? Og hvað erum við að ergja okkur yfir tapi á ullariðnaðinum þegar einfaldast er að láta mennina hætta að fram- leiöa, leggja búin niður og borga þeim fyrir að gera ekkert. Þessi landbúnaðarstefna er pottþétt að- ferð og miklum mun ódýrara fyrir framleiðendur aö þirða afrakstur af framleiöslu sem ekki er fram- leidd heldur en að framleiða vöru sem hvort sem er verður ekki not- uð og fer í mesta lagi á haugana. Sagt er aö landbúnaðarstefnan kosti þjóöina sex milljarða á ári. En hvað gera menn ekki fyrir land- búnað sem þarf aö lifa þótt enginn þurfi að lifa af honum nema þá til að halda búunum við til að fá kvó- tann borgaðan af fólki sem þarf ekki á honum að halda? Land- búnaðarráðherra á heiður skilinn fyrir það hugrekki að halda blaða- mannafund til aö segja þjóðinni frá því hvað hún borgar mikið fyrir ekki neitt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.